Morgunblaðið - 21.12.2009, Qupperneq 12
12 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 2009
www.noatun.is
ELDAÐUR
LAMBABÓGUR
KR./STK.
1498
MEÐ HEIM!
HEITT
Ódýrt,
fljótlegt
og gott!
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
SÍÐUSTU daga í jólaversluninni
hefur nokkuð borið á tilkynningum
um þjófnaði úr verslunum eða til-
raunum til þess.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni á höfuðborgarsvæðinu er
fjöldi tilkynninga um búðarhnupl
þó svipaður það sem af er ári, miðað
við sama tíma í fyrra. Þá hafi hins
vegar orðið gríðarleg aukning frá
árinu 2007. Á síðasta ári var fjöldi
slíkra tilkynninga 1.150 en árið
2007 voru slík mál ríflega 800. Fram
til 16. desember sl. höfðu frá ára-
mótum 1.133 mál af þessum toga.
Sé litið á fjölda tilkynninga eftir
lögreglustöðvum á höfuðborg-
arsvæðinu hefur orðið lítils háttar
fækkun á þeim flestum. Und-
antekningin er Kópavogur og
Breiðholt, á lögreglustöð 4, þar sem
hefur orðið 13% aukning á milli ára.
Þá hefur tilkynntum þjófnuðum
fjölgað á miðborgarstöðinni, sem
einnig er með vesturbæ Reykjavík-
ur og Seltjarnarnes.
Fiktað við merkingar
Henning Freyr Henningsson,
framkvæmdastjóri Smáralindar,
segir talsvert hafa borið á búð-
arhnupli eftir að kreppan skall á í
fyrra. Síðan þá hafi verslunareig-
endur verið betur meðvitaðir um
þetta vandamál og gert auknar ráð-
stafanir í forvarnarskyni, sem og að
fræða starfsfólkið betur.
„Tilraunir til þjófnaðar verða
eðlilega fleiri eftir því sem versl-
unin eykst síðustu vikurnar fyrir
jól. Verslanir eru með meiri við-
búnað og ráða fleiri öryggisverði,
bæði einkennis- og óeinkenn-
isklædda, og upplýsa starfsfólkið
einnig betur,“ segir Henning.
Lögreglan er kölluð til í alvar-
legri tilvikum en yfirleitt eru málin
kláruð á staðnum, eins og hann
orðar það, þar sem í flestum til-
vikum sé þjófnaðurinn ekki mikill.
Hins vegar hefur borið á því í aukn-
um mæli að óprúttnir aðilar hafa
fiktað í þjófavarnarmerkingum
verslana með þar til gerðum bún-
aði.
Sigurjón Örn Þórsson, fram-
kvæmdastjóri Kringlunnar, segist
hins vegar ekki hafa orðið var við
sérstaka aukningu á þjófnaði úr
verslunum, eða tilraunum til
hnupls. Þannig hafi minna borið á
hópum sem skipulagt hafa þjófnaði.
„Hjá okkur í Kringlunni er alltaf
veruleg aukning í öryggisgæslu á
þessum annatíma auk þess sem
verslanir eru margar hverjar farnar
að ráða sérstaka gæslumenn í versl-
anir sínar um jólin,“ segir Sigurjón
en Kringlan stóð fyrir sérstöku
námskeiði í nóvember fyrir starfs-
fólk verslana. Gekk það út á að
draga úr hættu á þjófnaði og hvern-
ig bregðast ætti við þegar upp
kæmist um þjófnað. Námskeið var
liður í að bæta forvarnir verslana
Kringlunnar og var mjög vel sótt, að
sögn Sigurjóns.
Meira hnupl eftir kreppu
Stóraukin öryggisgæsla og fræðsla í verslunum vegna búðarhnupls Fleiri
mál tilkynnt til lögreglu í Kópavogi, Breiðholti og miðbænum en annars staðar
Tilkynningar til lögreglu um búðarhnupl
Lögreglustöð 1
Háaleiti, Hlíðar, Laugardalur
2006
2007
2008
2009
233
295
418
376
Lögreglustöð 2
Álftan., Garðab., Hafnarfj.
2006
2007
2008
2009
51
61
94
67
Lögreglustöð 4
Árb.Grafv.Grafh.Kjaln.Kjós,Mos.
2006
2007
2008
2009
56
68
89
64
Lögreglustöð 5
Miðb., Seltarnarn., Vesturb.
2006
2007
2008
2009
104
145
182
209
11331150
811
684
Alls
2006
Alls
2007
Alls
2008
Alls
2009
Lögreglustöð 3
Breiðholt, Kópavogur
2006
2007
2008
2009
240
242
367
417
Tölur eru á reiki um hve mik-
il rýrnun er í verslunum
landsins vegna þjófnaða. Tal-
ið er að rýrnun sé frá 1-2%
af veltu og upphæðir nemi
árlega 5-6 milljörðum króna.
Á vef Öryggismiðstöðv-
arinnar eru nokkrar ráðlegg-
ingar til verslunareigenda til
að verjast hnupli. Hafa þarf
auga með þeim sem eru í
áberandi víðum fötum,
klæða sig vitlaust eftir
veðri, spyrja um hluti án
þess að sýna áhuga, virðast
ekki vita hvað þeir vilja og
ráfa um verslunina eða
versla í kringum opnun eða
lokun. Einnig að hafa auga
með þeim sem eru með
barnavagna, kerru, tösku
eða poka. Þá eru þeir vara-
samir sem horfa mikið í
kringum sig eða halda á
mörgum hlutum í einu.
Milljarða króna tap
GESTIR Kópavogssundlaugarinnar vissu varla hvaðan
á sig stóð veðrið í gær þegar svanur lenti á einni braut-
inni og tók til við að synda eins og ekkert annað væri
eðlilegra. Tók hann nokkra spretti með mannfólkinu
og lét það ekki trufla sig. Hvarf hann svo á braut áður
en starfsfólkið gat rukkað fuglinn um aðgangseyri!
Óvæntur sundgestur í Kópavogi
Ljósmynd/Bylgja Baldursdóttir
Í SAMSTARFI
við Reykjavíkur-
borg munu sorp-
hirðufyrirtæki
og íþróttafélög
bjóða borgar-
búum upp á að
hirða jólatré við
heimilin eftir jól-
in. Íþróttafélögin
nota verkefnið til
fjáröflunar og
munu fara um hverfi borgarinnar
með kerrur og bjóða fólki að flytja
trén í endurvinnslu gegn gjaldi.
Einnig verður hægt að fá þessa
þjónustu hjá Íslenska gámafélaginu
og Gámaþjónustunni eða að borg-
arbúar fari sjálfir með jólatrén í
Sorpu.
Jólatrén hirt
gegn gjaldi
í borginni
Trén Hirðing ekki
lengur ókeypis.
3 dagar til jóla
HYMNODIA, kammerkór Akureyr-
arkirkju, verður með jólatónleika í
kirkjunni í kvöld klukkan 20. Meðal
hugljúfra jólalaga sem kórinn flyt-
ur eru Kom þú, kom vor Immanúel,
Sjá himins opnast hlið, Immanúel
oss í nátt, Heims um ból, Jólanótt,
Opin standa himins hlið, Jólagjöfin,
Hin fegursta rósin er fundin, Það
aldin út er sprungið, Ó Jesúbarn
blítt, Lúra sér lúra og Jól, jól, skín-
andi skær. Aðgangseyrir er 1.500
krónur.
Jólatónleikar
Hymnodiu í kvöld
Barnajólaball
SÁÁ verður
haldið í Von í
Efstaleiti 7 þriðja
í jólum, sunnu-
daginn 27. des-
ember, kl. 15.
Dansað verður í
kringum jólatréð
og miklar líkur á að jólasveinars
kíki í heimsókn með glaðning
handa börnunum. Hljómsveitin
Klassík sér um að leika jólalögin og
ýmsar veitingar verða á boðstólum.
Barnajólaball SÁÁ
þriðja í jólum
Morgunblaðið/RAX
Búðarhnupl Fyrst eftir kreppuna bar meira á þjófnuðum úr verslunum.
Vandamálið er þó enn víða til staðar, ekki síst nú síðustu daga fyrir jól.