Morgunblaðið - 21.12.2009, Síða 24

Morgunblaðið - 21.12.2009, Síða 24
24 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 2009 Klappastíg 44 – Sími 562 3614 Enskt Seville marmelaði Fyrir jólamorgunmatinn Jarðaberjasulta Góð í jólabaksturinn Sítrónu-Lime marmelaði Gott á ristað brauð og kex Piparrótarsósa Góð með Roast Beef og reyktum laxi Cranberry sósa góð með Kalkún, Villibráð og Paté Myntuhlaup Gott með lambakjöti Ómissandi með jólamatnum ÞESSI orð hafa verið látin falla á erfiðleikatímum þjóðarinnar og efa- laust býr einhver von á bak við þau. En skoðum málið betur, hvaða guð er átt við, er það Guð gamla testa- mentisins, eða hins nýja. Ef við er- um kristin þjóð þá trúum við því að almáttugur Guð gamla testament- isins sem í Nóaflóðinu eyddi jörðina og síðar Sódómu og Gómorru til við- vörunar þeim sem síðar kynnu að lifa óguðlega, hafi búið sjálfum sér líkama og dvalið mitt á meðal okkar sem Drottinn Jesú Kristur. Hann hafi opinberað þann vilja sinn að leggja sjálfan sig í duft dauðans til að við mættum lifa. Allt þetta dásamlega frelsunarverk til að eign- ast vini og bræður meðal manna. En við verðum að þiggja náðargjöfina og leggja af öll okkar illskuverk. Sem þjóð höfum við brotið nánast öll boðorð Guðs og sem þjóð upp- skerum við eftir því. Hvað höfum við gert? Við höfum stolið, myrt ófæddu börnin okkar, og kynferðisleg spill- ing er vegsömuð einnig af kristinni kirkju sem hefur jafnvel breytt Biblíunni eftir kröfum viðkomandi. Sem þjóð höfum við yfirgefið Guð og gleymt þeirri blessun sem hann gaf okkur með landinu okkar elskaða sem núverandi ráðamenn ætla að af- henda enn óguðlegri ráðamönnum en þeir eru sjálfir. Guð eða Drottinn Jesú Kristur, sem er nafn hans, hef- ur tekið vernd sína frá landinu góða og íbúum þess vegna afbrota þeirra. Okkar eina leið til bjargar er að snúa okkur af öllu hjarta til hans, iðrast afbrotanna og biðja hann að fyr- irgefa okkur og lækna land okkar. Ég vil segja frá því sem hann sýndi mér. Í miðnætursýn var ég við sjávarströndina og þar var hús fern- ingslaga með hurð sem sneri að sjónum. Ég leit til hafs og sá stóra öldu koma og skella á húsinu án þess að skaða það þótt svo að hrikti í. Ég horfði aftur út yfir hafið og sá enn stærri öldu koma og skall hún á hús- inu, braut upp hurðina og fyllti húsið að einum þriðja og einn af fjórum stólpum sem húsið stóð á brotnaði, sá var sjávarmegin til hægri. Aftur leit ég út yfir hafið og sá nú hringiðu skammt frá landi og var eins og það kraumaði í sjónum og voru svört kýli í hringiðunni. Enn einu sinni leit ég út yfir hafið og sá þá skelfilega háa öldu sem náði hátt upp í himininn, hún var vel úti á hafinu á leið til lands og þar lauk þessari sýn. Tveim, þremur vikum síðar um miðja nótt hófst enn á ný miðnæt- ursýn, enn var ég við sjávarströnd- ina og upplifði beint framhald af fyrri sýninni, þessi skelfilega háa alda var komin alveg að landinu og var við það að hvolfast yfir og í öldu- faldinum geisaði kolsvart illsku óveður. Þetta hafði mjög mikil áhrif á mig, en þetta var fyrir hrun bankanna og ég hef bókstaflega séð sýnina rætast fyrir augum mínum. Fyrst með hruni Glitnis, síðan bankakerfisins, og að lokum með sýkingu síldarstofnsins sem miklar vonir voru bundnar við. Mér ber skylda til að vara ykkur öll við því að þau áföll sem þegar hafa komið yfir okkur eru ekkert hjá því sem er að koma. Enn ítreka ég að aðeins Drottinn Jesú getur frelsað þjóð okkar. Ég veit að margir munu undrast þessi skrif en svo verður að vera. SIGÞÓR GUÐMUNDSSON, Lautasmára 12, Kópavogi. Guð blessi Ísland Frá Sigþór Guðmundssyni EFTIR lok síðari heimsstyrjaldarinnar byrjaði barátta og um- sátur um V-Berlín sem þá var í miðju Austur- Þýskalandi, DDR. Þar áttust við vesturveldin og Sovétríkin, sem reyndu hvað þau gátu að einangra V-Berlín, þá var komið á loftbrú frá vestri sem færði íbúum nauðsynjavörur. Byggður var steinveggur sem að- skildi Þýskaland í tvo hluta, til þess að hefta för úr austurhluta Þýska- lands til vesturs. Settar voru upp herstöðvar vítt og breitt um heim- inn, þar með talið í Keflavík. Kapp- hlaupið snerist upp í ógnarjafnvægi þar sem báðir aðilar juku vopna- magn sitt til ógnunar hinum, kjarna- vopnaeign var orðin það mikil að hægt var, og jafnvel er ennþá nóg til til að tortíma öllu lífi á jörðinni mörgum sinnum. Þar kom að menn settust niður og gerðir voru samn- ingar sem leiddu til hjöðnunar og fækkunar í vopnabúrum stórveld- anna, fækkunar herstöðva og minni umsvifa í Evrópu og Ameríku. Þessi stutti formáli kemur mér í hug þegar litið er til ástandsins á Ís- landi. Hjá stjórnvöldum ríkir ákveð- ið ógnarjafnvægi, ekki þarf að hafa um það mörg orð, það þekkja allir landsmenn, forsætisráðherra leggur allt kapp á Icesave og ESB/AGS sem á sér ógnvænlegan feril, með stuðningi síns flokks, sem er með hjartað í buxunum vegna mögu- leikans á að tapa völdum (og hlunn- indum). Hinn flokkurinn (VG-h og VG-v?) vill allt til vinna að þóknast samstarfsflokknum hvað sem það kostar, allt fyrir völd og ESB, jafn- vel þótt það setji allt þjóðfélagið í skuldafen um langa framtíð. Ógn- arjafnvægið er svo mikið að ef hinir sitja ekki og standa eins og þeim þóknast sem stýra þjóðarskútunni sem ekki veit hvar hún er stödd, þá eru þeir beittir þvingunum, pöntuð eru álit sem eru forskrifuð til að halda ógnarjafnvæginu og svo langt er gengið að jafnvel systurflokk- urinn í Noregi er fenginn til að rétta sína hjálparhönd til að styðja við foringjann. Þjóðarhagsmunir eru settir neðar flokks- hagsmunum án þess svo mikið sem að at- huga hvort ekki sé möguleiki á lánalínu (yfirdráttarheimild) frá svokölluðum vina- þjóðum okkar sem vert er að setja stórt spurn- ingarmerki við, enda sýna þeir sitt rétta andlit þegar á þarf að halda. Blindni okkar stjórnmálamanna er al- gjör, þjóðarhagsmunir eru settir skör neðar en flokkshagsmunir. Aumingja Ömmi situr í súpunni, Steingrímur (sem reytir hár sitt, það sem eftir er) reynir að halda hjörðinni saman, en eitt eru þeir sammála um, þar er að almenningur skal herða sultarólina: Skattar hækkaðir, fundnir upp nýir, gamlir skattar endurvaktir og allir skulu þeir settir í hæstu hæðir, þannig á að loka gatinu, þannig á að kenna sauðsvörtum almenningi hvernig á að haga sér í kreppu, ekkert er heil- agt lengur, hinn almenni borgari, sjúkir, öryrkjar og eftirlaunaþegar hafa hin breiðu bök og þar eiga byrðarnar að vera. Tími Jóhönnu er kominn en hann líður hratt, fylgið hrynur, hennar tími er brátt á enda. Báðir armar VG eru á niðurleið, þess vegna hljóta þessir aðilar að skilja að þeirra tími er á enda, þeir ráða ekki við þjóðarskútuna, sem hrekst und- an veðri og vindum, stjórnlaust, vél- arvana, með öll segl í henglum, framundan er skerjagarður ESB/ AGS. Stöðugleikasáttmálinn er að falla á tíma, Íslendingar að missa þá litlu von sem bundin var við þessa stjórn, menn bíða eftir því að sjá hárin rísa á skalla Steingríms, sem er miklu líklegra en að eitthvað vit- rænt gerist. Nú hlýtur það að vera sterkasta vopnið okkar að senda kynning- arfulltrúa til allra Norðurlandanna, ná eyrum almennings og upplýsa hann um hvað gerðist raunverulega á Íslandi og hvað við hyggjumst gera. Stjórnmálamenn á Norð- urlöndum eru eins og þeir íslensku, þeir eru uppteknir af sjálfum sér og sínum sérhagsmunum og sinna flokka, almenningur hér veit ekki hvað er í gangi. Þannig er það einnig á Norðurlöndum, á meðan stjórn- málamenn þar eru uppteknir af ESB og eru á fullu að búa í haginn fyrir gott sæti í Brussel, það á reyndar við um íslenska stjórn- málamenn. Öllu skal fórnað fyrir gott sæti og væn eftirlaun hjá ESB. Þjóðarhagur skiptir engu máli. Þess vegna eru þeir sem ráða með það ógnarjafnvægi sem hefur svo ber- lega komið í ljós síðustu dagana. Að Sigmundur Davíð og Höskuldur Þórhallsson skyldu leyfa sér að koma með vitrænar tillögur og yf- irleitt leggja á sig að vinna þjóðinni gagn, það var ráðherrum ekki að skapi. Þá var sérpantað álit Stolten- bergs til bjargar og þar lá hinn póli- tíski stuðningur, og ógnarjafnvægið hélst óbreytt, norræn samvinna er einskis virði. Þjóðinni er nauðsyn á að ráða- menn staðsetji sig svo hægt sé að taka rétta stefnu, því án staðsetn- ingar eru allar stefnur vitlausar. Eftir Guðjón Jónsson » Almenningur skal herða sultarólina … þannig á að loka gatinu, þannig á að kenna sauðsvörtum almenn- ingi hvernig á að haga sér í kreppu … Guðjón Jónsson Höfundur er fv. skipstjórnarmaður. Ógnarjafnvægið = kalda stríðið við Austurvöll BRÉF TIL BLAÐSINS SÆLL Bjarni, ég ætla að taka það strax fram að ég hef verið flokksbundinn í Sjálfstæðisflokknum frá því ég fékk kosn- ingarétt, sem sagt í 27 ár. Ég hef aldrei svikist undan merkj- um allan þennan tíma. Það þýðir ekki það að ég hafi alltaf verið sammála öllu sem Sjálfstæð- isflokkurinn hefur haft á stefnu- skrá sinni en valið hefur hingað til verið mjög auðvelt. Það hefur eng- inn flokkur haft hingað til neitt betra að bjóða. Ég var að hlusta á ykkur for- menn flokkana mæla með eða á móti ICESAVE þarna um daginn við lok 2. umræðu um málið. Datt engum ykkar í hug að hringja í sjúkrabíl þegar sá sköllótti byrjaði að þvæla þarna, fullkomlega með óráði maðurinn? Nú hefur mað- urinn þvargað út í eitt um það að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið fullt af aðvörunum áður en bank- arnir hrundu en ekkert gert. Er ekki verið að vara manninn við núna því sem hann er að gera, en hvað? Það voru ekki til neinir sandkassar í Þistilfirði og núna á gamals aldri þarf hann að taka út þetta þroskaskeið í lifi sínu. Núna verðið þið í stjórnarandstöðunni (nema Þráinn, hann þarf líka að fá að moka sandi) að gera allt þver- öfugt við það sem þið teljið best fyrir okkur fólkið í landinu því stjórnin hefur margítrekað sagt að eini tilgangur hennar sé að gera allt öfugt við það sem Sjálf- stæðisflokkurinn leggur til. Þetta erum við búnir að læra á okkar fyrstu þroskastigum. Það má aldrei gera neitt í sandkassanum nema sá sem ræður finni upp á því. Eitt af þeim atriðum sem ég hef verið ósáttur við hjá Sjálfstæð- isflokknum undanfarin ár er stefn- an í þessu margumtal- aða kvótakerfi. Nú veit ég ekki hvort þú ert landeigandi fyrir utan það sem við eig- um öll sameiginlega en mig langar til að biðja þig að setja þig í spor jarðareiganda, og það rennur stórgóð laxveiðiá um jörðina. Þú hefur haft af þessu ágætis tekjur í gegn- um árin og boðið út veiðiréttinn á 4 ára fresti. Nú ber svo við að hlutirnir eru farnir að snúast við í höndunum á þér. Leigutaki árinnar er allt í einu farinn að leigja einhverjum öðrum og jafn- vel farinn að selja nokkrar stangir til annarra fyrir fullt og allt. Þetta gengur ekki til lengdar, þú vilt eðlilega fá rentur af jörðinni þinni. Þess vegna verður þú að snúa þessu við. Þú vilt eðlilega lofa þeim sem kunna að veiða halda áfram að veiða, en vilt fá borgað fyrir. Því ætla ég að leggja til við þig að kerfinu verði breytt þannig að útgerðirnar borgi fyrir veiði- leyfin visst mikið á kíló (þú getur örugglega fengið Pétur Blöndal til að reikna út í byrjun sanngjarnt verð), svo sér markaðurinn um það sjálfur þegar fram líða stund- ir. Þetta breytir engu fyrir út- gerðirnar ef þær fá að nota þenn- an kostnað til frádráttar frá skatti. Þannig fáum við landeig- endurnir okkar arð strax og út- gerðirnar geta ekki safnað upp gróðanum í erlendum dóttur- félögum eins og þær eru búnar af gera margar hverjar áratugum saman. Þetta er ekkert nýfundið upp núna til að komast framhjá gjaldeyrishöftunum. Allur kvóti sem bætist við þann sem nú er færi á markað. Þannig geta nýir veiðimenn bæst við en þeir sem fyrir eru fá að sjálfsögðu að bjóða í líka. Ég hef auðvitað fulla samúð með þeim sem eru nýbúnir að kaupa kvóta en þeir hljóta að hafa ætlað að græða á þessu og ætlað að borga upp fjárfestinguna á ein- hverjum árum, við getum hugsað okkur að þeir sem hafa kvóta nú þegar fái að leigja hann áfram næstu 10 til 15 árin en eftir það gæti leigutíminn verið 4 ár, til dæmis, eins og algengt er með laxveiðiár. Þetta máttu bara alls ekki leggja til á Alþingi nema þeg- ar sandkassaleiknum er lokið. Evrópusambandið – „eigum við að ræða það eitthvað“? Eigum við að hafa Sjálfstæðisflokkinn áfram Sjálfstæðisflokk eða eitthvað ann- að? Mín tillaga er – Sjálfstæð- isflokk. Það hefur enginn af þess- um samfylkingarsnúðum getað komið með það almennilega fram í dagsljósið hvað þeir vilja með að ganga í þetta samband. Einn mað- ur, Þorvaldur Gylfason, skrifaði þó grein í Fréttablaðið í sumar, nánar tiltekið 27. júlí. Þar telur hann upp örfá atriði sem við gæt- um „kannski“ fengið, svo sem lægri vexti, minni verðbólgu, meiri samkeppni, meiri valddreifingu og „örugglega betri mat“. Þessi atriði flest, ef ekki öll, þurfum við að uppfylla eins og Pétur Blöndal er margbúinn að reyna að tyggja of- an í þetta lið, áður en við göngum í Evrópusambandið, svo hver er þá tilgangurinn? Þetta með betri mat getum við auðveldlega leyst fyrir Þorvald með því að senda hann á matreiðslunámskeið. Svo kórónar hann allt með því að segja að þótt við fengjum þetta ekki ættum við samt að ganga í ESB. Hringjum aftur á sjúkrabíl. Ergo. Jóhanna og Steingrímur eru að reyna að skapa ný störf með þessu. Fyrir hvern? Og hvað marga? Svar: Það er leyndarmál fyrir hvern og þetta eru 3 störf. Hvað skyldu nú þessi störf kosta ríkissjóð í samanburði við þessi rándýru störf í álverunum sem Steingrímur er sífellt tuðandi um. Eitt að lokum: getur þú spurt Steingrím að því fyrir mig, ef svo ólíklega vildi nú til að hann þrosk- ist upp úr sandkassanum, hvað eru margir búnir að fá vinnu á þessu ári hjá vinstri grænu félög- unum „Eitthvað annað“ og „Fjöl- breytt og blómlegt vgf“? Opið bréf til Bjarna Benediktssonar Eftir Guðmund Karl Bergmann Guðmundur Karl Bergmann » Það þýðir ekki það að ég hafi alltaf verið sammála öllu sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur haft á stefnuskrá sinni en valið hefur hingað til verið mjög auðvelt. Höfundur er húsasmíðameistari.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.