Morgunblaðið - 21.12.2009, Blaðsíða 25
Stór-
fréttir
í tölvu-
pósti
Umræðan 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 2009
– meira fyrir áskrifendur
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/S
A
L
48
08
9
11
.0
9
er borinn út með Morgunblaðinu á laugardögum og kemur þér strax í sunnudagsskap.
er fullur af nýju efni, fréttskýringum, viðtölum og pistlum og
með honum færðu hina sívinsælu Lesbók og spennandi barnablað.
Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift eða í síma 569 1122
Sunnudagur tvo daga í röð
ÉG VAR alinn upp í
viðskiptaumhverfi.
Faðir minn heitinn,
Guðlaugur Bergmann,
átti Karnabæ, starf-
rækti bókaútgáfu, tók
þátt í skipa- og flug-
rekstri, starfrækti hótel
og kom víða við í við-
skiptalífinu. Ég hef á
síðustu tíu árum fetað í
fótspor hans að mörgu
leyti og staðið í sjálfstæðum rekstri,
þ.á m. við fyrirlestrahald, jóga-
kennslu, útgáfu, ráðgjöf og fleira.
Forsendur viðskipta virðast vera
mjög svipaðar hvort sem maður er að
reka jógastöð, tölvuskóla, alþjóðlegt
vörumerki eða matvöruverslun. For-
sendurnar snúast alltaf um að fram-
leiða eða bjóða upp á vandaða vöru
eða þjónustu á samkeppnihæfu verði
um leið og kostnaði er haldið í lág-
marki.
Neikvætt viðhorf við viðskipta
Ástæða þess að ég skrifa þess grein
núna er almennt neikvætt viðhorf til
viðskipta á Íslandi og víðar. Vissulega
hafa fyrirtæki á alþjóðavísu brotið
forsendurnar sem ég nefni hér að of-
an og það þarf að gera róttækar
breytingar í regluverki og umgjörð
viðskipta, sérstaklega á sviði fjár-
málastarfsemi, en að megninu til eru
þeir sem stunda viðskipti, sérstaklega
þeir sem eru með smáan eða millistór-
an rekstur, mikilvægir stólpar í
grunnstoðum samfélagsins. Það nei-
kvæða viðhorf til viðskipta og verð-
mætasköpunar sem nú ríkir hjá
stórum hluta íslenska samfélagsins
getur stefnt framtíðarmöguleikum
okkar á alþjóðasviðinu í
voða.
Viðskipti
almennt góð
Viðskipti hafa í ald-
anna rás komið á friði
milli landa, sameinað
heimsálfur, komið á
menningarlegum sam-
skiptum og sýnt mönn-
um fram á að heild-
arávinningur af
friðsamlegri og ábata-
samri umgengni tekur
alltaf stríðsátökum fram. Í nýrri bók
„Forces of Fortune“ segir höfund-
urinn Vali Nasr að friðsamleg við-
skipti milli Vesturlanda og íslamskra
ríkja séu stór hluti af lausn deilunnar
á því svæði. Hann tekur dæmi um
tyrkneska leðursala sem skipta við
saumastofur og hönnuði í Evrópu.
Þeir velja síður öfgakennda jíhad
hugmyndafræði vegna þess að það
skaðar viðskiptahagsmuni þeirra.
Viðskipti hafa hins vegar fengið á
sig það orð að snúast um einstaklings-
hyggju og að þau séu í eðli sínu sjálf-
hverf. Við faðir minn ræddum mikið
um ábyrgð fyrirtækja áður en hann
féll frá. Fyrir tíu árum síðan vorum
við farnir að ræða um efnahagslegt,
samfélagslegt og umhverfisuppgjör
fyrirtækja, uppgjör sem eru þegar
farin að eiga sér stað á breskum og
bandarískum mörkuðum. Fyrirtæki
þurfa að sýna hagnað á fjárhagssvið-
inu, sýna fram á hvernig þau skila aft-
ur til samfélagsins sem þau starfa
innan og gæta þess að þau gangi ekki
á takmarkaðar auðlindir án þess að
gera ráðstafanir til að bæta fyrir
ágang sinn. Margt má bæta til að við-
skipti verði „algóð“ fyrir mannkynið
en hingað til hefur jákvæður ávinn-
Eftir Guðjón
Bergmann » Forsendurnar
snúast alltaf um
að framleiða eða bjóða
upp á vandaða vöru eða
þjónustu á samkeppni-
hæfu verði um leið
og kostnaði er haldið
í lágmarki.
Guðjón Bergmann
Höfundur er rithöfundur,
fyrirlesari, jógakennari og áhuga-
maður um sanngjarnt, skapandi
og ábatasamt viðskiptalíf.
ingur þeirra reynst meiri en neikvæð-
ar afleiðingar að mínu mati.
Gallinn við ríkisrekstur
Til samanburðar hefur rík-
isrekstur aðrar forsendur sem leiða í
flestum tilfellum til of mikils fjáraust-
urs og þangað til að þeim forsendum
verður breytt mun ríkið halda áfram
að stækka og auka fjárþörf sína á
kostnað borgaranna. Áður en ég
bendi á megingallann í forsendum
ríkisreksturs vil ég segja að mjög
mikið af mikilvægri samfélagsþjón-
ustu er í höndum ríkis og sveitarfé-
laga, þjónustu sem ég myndi helst
ekki vilja afhenda óheftum markaðs-
öflum, þótt að framkvæmdarhliðin
mætti vissulega læra sitthvað af
einkarekstri. Hér er gallinn. Rík-
isrekstur gengur fyrir fjárlögum.
Ríkisreknar deildir, stofnanir, stofur
og hvað annað sem ríkið rekur eiga að
starfa innan þeirra laga. Ef að rekstr-
areiningarnar sýna frumkvæði, nýta
fjármuni viturlega og eiga afgang að
rekstrarári loknu fá þær minna fjár-
magn á næsta ári. Þeim er refsað fyr-
ir viturlegan rekstur. Þeir sem hins
vegar fara alltaf fram úr fjárlögum
(og brjóta þannig lög sem þeim er
aldrei refsað fyrir að brjóta) fá iðu-
lega meira fjármagn að ári. Þeim er
verðlaunað fyrir vitleysuna og það
lendir á skattborgurum.
Íslendingar þurfa viðskipti
Íslendingar munu ekki komast út
úr kreppunni án framkvæmdarafls,
sköpunargleði og einkaframtaks við-
skiptageirans. Ef einhvern tímann
hefur verið mikilvægt að stækka kök-
una er það núna. Minni sneiðar af
stærri köku munu færa íslenska rík-
inu mun meiri hagnað en stórar
sneiðar af minnkandi köku. Nú þegar
hafa fjölmargir íslenskir við-
skiptamenn og ráðgjafar þeirra sýnt
fram á leiðir til að koma aftur á hag-
vexti í íslensku hagkerfi. Ég vona að
einhver sé að hlusta!
Forsendur viðskipta –
forsendur ríkisreksturs