Morgunblaðið - 21.12.2009, Page 27

Morgunblaðið - 21.12.2009, Page 27
Minningar 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 2009 Auður Tryggvadóttir ✝ AuðurTryggvadóttir fæddist í Fell- strandarhreppi, Dalasýslu, 31. júlí 1943. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 9. desember sl. For- eldar hennar eru Tryggvi Gunn- arsson frá Skorravík í Fellstrand- arhreppi, Dalasýslu, f. 12. desember 1884, d. 16. ágúst 1954, og Kristín Guð- munda Elísabet Þórólfsdóttir frá Von- arholti í Kirkjubólshreppi, Strandasýslu, f. 20. nóvember 1917. Alsystkini Auðar eru Svanur Breiðfjörð, f. 1940, látinn, Gunnar, f. 1941, Ásdís, f. 1942, Gissur, f. 1944, Edda, f. 1946, Þorgeir, f. 1947, Guðborg, f. 1948, Tryggvi, f. 1949 og Sigríður, f. 1951. Systkini samfeðra eru, Ólafur, f. 1911, Einar Breiðfjörð, f. 1913, Svava, f. 1915, Soffía, f. 1916, Ebba, f. 1919, Hildiþór, f. 1920, Ása, f. 1922, Jó- hanna, f. 1923, Lilja, f. 1924 og Jóna, f. 1927. Á lífi eru Jóna og Jóhanna. Auður giftist Birni Stefáni Guð- mundssyni frá Reynikeldu í Dalasýslu árið 1962, þau skildu. Börn þeirra eru 1) Helgi G. Björnsson bankaútibússtjóri, f. 1961, maki Kristín Emilsdóttir. Börn, Hlynur, f. 1991, Heiðrún Björk, f. 1992, og Álfrún Lind, f. 2005. 2) Guðbjörg kennari, f. 1962, maki Haraldur Braga- son, látinn. Börn, Auðunn, f. 1990, Helga, f. 1992, og Margrét, f. 2000. 3) Elísabet Björg snyrtifræðingur, f. 1963, maki Jón Engilbert Sigurðsson. Synir, Pálmi, f. 1980, faðir Rögnvaldur Pálma- son, og Stefán Geir, f. 1990, faðir Jón Skúli Sigurgeirsson. Börn Jóns Eng- ilberts eru Sigurður Einar, f. 1996, Marta María og Súsanna Erna, f. 1998. Auður starfaði lengst af í Sundhöll- inni í Reykjavík eða í um 20 ára skeið og áður vann hún hjá Mjólkusamsölunni í Reykjavík um nokkurra ára skeið. Útför Auðar fór fram í kyrrþey frá Digraneskirkju fimmtudaginn 17. des- ember 2009. Meira: mbl.is/minningar Jóhanna Jónsdóttir ✝ JóhannaJónsdóttir var fædd í Hafn- arfirði 14. sept- ember 1963. Hún lést sunnu- daginn 6. des- ember 2009. Foreldrar hennar voru Jón Helgi Jóhannesson, f. 20.9. 1913, d. 6.6. 1982 og Jóna Kristín Hallgríms- dóttir, f. 22.6. 1919. Systkini Jó- hönnu eru Hafsteina Helga Magliolo, f. 1940, búsett í Bandaríkjunum, Jó- hannes Hafberg, f. 1943, d. 1963, Ingibjörg Sigríður, f. 1945, búsett á Selfossi, Stefán Sigurjón, f. 1946, d. 1993, Jón Helgi, f. 1950, búsettur í Hafnarfirði, Helgi E., f. 1958, bú- settur í Hafnarfirði. Jóhanna eignaðist þrjú börn, Stefán Hafberg Sigurðsson, búsett- ur í Hafnarfirði, f. 1983, dóttir hans er Alma Rán, f. 2004, Heiða Arn- ardóttir, búsett í Danmörku, f. 1987, Lísa Arnardóttir, f. 1988, d. 2009. Útför Jóhönnu fór fram í kyrrþey þriðjudaginn 15. desember 2009. Meira: mbl.is/minningar Minningar á mbl.is Auður Tryggvadóttir Höfundur: Þórdís Una Gunn- arsdóttir Birgir Björnsson Höfundur: Ingimundur Einar Grétarsson Meira: mbl.is/minningar ✝ Hermann Helga-son fæddist á Grímslæk í Ölfusi 31. janúar 1929. Hann lést á Land- spítala Fossvogi, 13. desember 2009. For- eldrar hans voru Helgi Eyjólfsson húsasmíðameistari, f. 29. september 1906, d. 17. sept- ember 1995 og Guð- björg Sigurð- ardóttir, f. 19. desember 1908, d. 10 febrúar 1994. Systkini Her- manns eru Sigurður Ragnar Helgason, f. 17. janúar 1943 og Helga Helgadóttir, f. 3. mars 1947. Eiginkona Hermanns er Oddný Sigríður Jónasdóttir, f. í Reykja- vík 1. október 1929, þau giftust 8. október 1966. Foreldrar hennar voru Jónas Sigurðsson, f. 18. júní 1906, d. 26. maí 1973 og Sigríður Petrína Sigurðardóttir, f. 25. apr- íl 1908, d. 24. febrúar 1934. Her- mann og Oddný eignuðust 2 dæt- ur: 1) Sigríði Helgu, f. 18. september 1964, í sambúð með Ian David McAdam. Börn þeirra eru Helga Solveig og Davíð Þór. 2) Guðbjörgu Eddu, f. 12. mars 1967, á hún eitt barn, Odd- nýju Sjöfn Ríkarðs- dóttur. Hermann ólst upp í Reykjavík, gekk í Austurbæjarskóla og varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1949. Hann lauk lögfræði- prófi frá Háskóla Ís- lands 1955 og rak lögfræðiskrifstofu og fasteignasölu í Reykjavík í félagi við skólabróð- ur sinn Agnar Biering. Einnig starfaði Hermann alla tíð við byggingarframkvæmdir og var sérfræðingur í flestu sem sneri að húsbyggingum. Hann stýrði byggingu margs konar íbúðar- og verslunarhúsnæðis ásamt því að annast rekstur og sölu á fast- eignum. Hermann var auk þess til langs tíma framkvæmdastjóri verslunarmiðstöðvarinnar Suð- urvers. Hermann verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju í dag, mánu- daginn 21. desember og hefst at- höfnin kl. 13. Meira: mbl.is/minningar Í dag kveð ég minn elsta og nán- asta vin, Hermann Helgason. Um það leyti sem lýðveldið var stofnað á Íslandi í miðri styrjöld komu saman nokkur uppburðarlítil ungmenni til náms í gamla Ágúst- arskólanum í Iðnaðarmannahúsinu við Tjörnina. Þetta var sá hópur sem hafði staðist inntökupróf í Menntaskólann en verið úthýst vegna plássleysis. Á ýmsu gekk næstu árin. Margir sneru sér að öðru en góður hópur útskrifaðist úr MR vorið 1949. Þessi hópur hef- ur haldið vinskap alla tíð, þó nokk- uð sé tekið að fækka. Við Hermann urðum snemma góðir kunningjar og vinir, bröll- uðum margt, ferðuðumst og flækt- umst saman og hefur það haldist óslitið um það bil 65 ár, sem er drjúgur hluti af mannsævinni. Við vorum svo lánsamir að kvænast góðum konum sem urðu einnig nánir vinir og sama má segja um börnin okkar. Við höfum umgengist hvert annað eins og fjöl- skylda og betur verður ekki lýst vináttu okkar og trausti hvers til annars. Hermann var sá maður úr mín- um samstarfs- og kunningjahópi sem ég treysti best. Skarpskyggni hans var óbrigðul, hann sá í gegn- um allt blaður og feluleik, ýtti hisminu til hliðar og komst að raunverulegri niðurstöðu sem æv- inlega var rétt, en því fylgdi líka óbilandi skopskyn svo ánægjulegt var að leggja í slíkar könnunar- ferðir með honum. Við ferðuðumst mikið saman um heiminn og frá þeim ferðum eru margar skemmti- legustu minningarnar mínar. Nú er sem ég finni hvasst olnbogaskot og rödd hvíslar að mér að nú sé komið nóg. Kæra Ossý og fjölskylda, við Gi- sela og fjölskylda sendum ykkur kærar samúðarkveðjur. Árni Jónsson. Í mínum huga hafa Hermann og pabbi þekkst frá því í fornöld. Mamma kallaði þá gjarnan síams- tvíbura, því þeir voru alltaf sam- stiga. Ef annar keypti skópar á góðu verði linnti hinn ekki látunum fyrr en hann fann enn ódýrari skó. Hér um árið var gleði þeirra mikil í Þýskalandi þegar þeir fundu út að bjórinn með silfurtappanum var ódýrari en sá með gulltappanum … þar til þeir uppgötvuðu að sá silf- urslegni var léttbjór. Þegar ég var lítil hélt ég að Her- mann væri risinn í skjaldarmerk- inu, hann munaði ekki um að ferja konur og börn fram og til baka yfir Botnsána ef svo bar undir. Þannig mun ég alltaf minnast hans, svo sterkur og stór, nánast eins og annar faðir fyrir mér. Elsku Ossý, Sigga og Guðbjörg: Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. Eg veit einn að aldrei deyr: dómur um dauðan hvern. (Úr Hávamálum) Ingunn. Mig langar fyrir hönd okkar fé- laganna í K-21 að minnast trausts og góðs félaga í fáeinum orðum. Hermann Helgason var einn stofnenda klúbbsins fyrir ríflega fjörtíu árum síðan og var hann virkur og góður meðlimur á meðan heilsa hans hans leyfði auk þess að sitja í stjórn klúbbsins stærstan hluta þess tíma. Hermann var hóg- vær maður og afburðakurteis en ekki mikið fyrir að láta á sér bera, en þegar hann lét sitt álit í ljós var hlustað á hann. Hermann var lög- fræðingur að mennt og í okkar fé- lagsskap var óskrifuð regla að eng- inn samningur var undirritaður án þess að Hermann færi gaumgæfi- lega yfir hann, enda bárum við fé- lagarnir mikla virðingu fyrir hon- um og þekkingu hans á lögfræðilegum álitaefnum. Hermann var fyrir utan að vera góður lögfræðingur afar laghentur við smíðar og fékk félagsskapurinn að njóta þess þegar sumarhús klúbbsins voru byggð, bæði á Laugarvatni og eins í Skálmafirð- inum. Oddnýju eiginkonu Her- manns kynntumst við félagarnir og eiginkonur okkar einnig ágætlega og sendum við henni og fjölskyldu þeirra hjóna hugheilar samúðar- kveðjur um leið og við kveðjum góðan og virtan félaga. F.h. K-21, Eiður H Haraldsson, formaður. Hermann Helgason ✝ PÁLL DANÍELSSON, Miðbraut 23, Seltjarnarnesi, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund mánudaginn 14. desember. Útför hans fer fram frá Seltjarnarneskirkju þriðjudaginn 22. desember kl. 11.00. Fyrir hönd aðstandenda, Gustav Einarsson. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG SVEINSDÓTTIR frá Kambi, lést á Vífilsstöðum fimmtudaginn 17. desember. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 22. desember kl. 15.00. Sveinn E. Magnússon, Guðrún Guðmundsdóttir, Sigurbjörg I. Magnúsdóttir, Viðar Jónsson, Oddný S. Magnúsdóttir, Ingimundur Guðmundsson, Einar Magnússon, Margrét Steingrímsdóttir, Helga Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLDÓR FRIÐRIKSSON, Smáratúni 7, Keflavík, lést miðvikudaginn 16. desember. Hann verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 22. desember kl. 13.00. Sigríður Vilhelmsdóttir, Óla Björk Halldórsdóttir, Sigríður Björg Halldórsdóttir, Kristján Sigurpálsson, Sævar Halldórsson, Susie Ström, Þórunn María Halldórsdóttir, Axel Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi GUÐLAUGUR EYJÓLFSSON, Árskógum 8, Reykjavík, andaðist á Hjúkrunarheimilinu Eir laugardaginn 19. desember. Útförin fer fram frá Seljakirkju miðvikudaginn 30. desember klukkan 13.00 Margrét S Jónsdóttir, Helga Eygló Guðlaugsdóttir, Reynir Garðarsson, Jón S. Guðlaugsson, Þórkatla Þórisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elsku hjartans sonur okkar ÓLAFUR JAKOBSSON Vogalandi 8 Reykjavík er látinn. Guð veri með ykkur öllum. Guðrún Gerður Guðrúnardóttir, Jakob Kristinn Jónasson. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför elskulegs eigin- manns míns, fósturföður okkar, tengdaföður og afa, ÁSTVALDAR HÓLM ARASONAR frá Borg á Mýrum, A-Skaftafellssýslu, til heimilis Brekkubyggð 18, Garðabæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks Karítasar, deildar 11-E á Landspítalanum og líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir kærleiksríka umönnun. Sigríður Hera Ottósdóttir, Bergdís Lilja Kristinsdóttir Paul, Graham John Paul, Halla Kristín Guðlaugsdóttir, Gísli Örn Arnarson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.