Morgunblaðið - 21.12.2009, Side 31

Morgunblaðið - 21.12.2009, Side 31
Minningar 31 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 2009 Húsviðhald Tökum að okkur að leggja PVC dúk á þök og bílskúra. Þjónum lands- byggðinni einnig. Erum líka í viðgerðum. Uppl. í síma 659-3598. Ýmislegt Teg. Splendour - glæsilegur push up fyrir myndarlegan barm í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 6.885,- Teg. Brillant - mjög fallegur push up í B,C,D skálum á kr. 6.475,- Misty, Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18, lau 12.des kl. 10-16 lau 19.des kl. 10-18 Þorláksmessa kl. 10-20 Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Mjúkir og þægilegir dömuinniskór með góðum sóla. Litir: blátt og vínrautt. Stærðir: 36 - 42. Verð 3.785 kr. Misty skór, Laugavegi 178, sími: 551 2070, opið: mán.- fös. 10 - 18, laug. 10 -18. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Lífsorka. Frábærir hitabakstrar Betra líf, s. 581 1380, Kringlunni. Gigtarfélag Íslands, s. 530 3600, Umboðsm. Hellu, Sólveig sími 863 7273. www.lifsorka.net Leiðisgreinar, erum í Hverafold skammt frá kirkjugarðinum. Runni Stúdíóblóm Hverafold 1 - 3 Sími 567 0760. Kyssist undir Mistilteini þá varir ástin og vináttan að eilífu. Runni Stúdíóblóm, Hverafold 1 - 3. Sími 567 0760. Jólaskreytingar mjög fallegar, fjölbreytt úrval. Runni Stúdíóblóm Hverafold 1 - 3 Sími 567 0760. Fallegar kertaskreytingar mikið úrval lita. Runni Stúdíóblóm, Hverafold 1 - 3. Sími 567 0760. Bátar Sennilega ódýrustu skrúfurnar á Íslandi Útvega koparskrúfur á allar gerðir báta, beint frá framleiðanda. Upplýsingar á www.somiboats.is Óskar, 0046704051340. Bílar Jólatilboð hjá Bóni & þvotti Vatnagörðum 16. Veitum 15% afslátt á alþrifum og takir þú djúp- hreinsun líka færðu hana á hálfvirði, eins bjóðum við gæðaþvott + skolbón + felgur sýruþvegnar. bonogtvottur.is sími 445-9090 Bílaþjónusta Ökukennsla Glæsileg kennslubifreið Subaru Impreza AERO 2008, FWD. Öruggur í vetraraksturinn. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Bilaskoli.is Bókleg námskeið - ökukennsla - akstursmat - kennsla fatlaðra Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '08. 8924449/5572940. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '06. 8637493/5572493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '08. 6960042/5666442. Snorri Bjarnason BMW 116i ´07. 8921451/5574975. Visa/Euro. Sumarhús Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Varahlutir Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Helen Sif, Guðmunda, Sif og fjöl- skylda, missir ykkar er mikill, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Freydís, Helgi og börn. Hvernig má það vera að Hans sé dáinn – horfinn á braut. Við höfðum alltaf hvort annað við Hans. Alltaf, allt okkar líf höfum við átt hvort ann- að að. Líka eftir að við giftumst og eignuðumst eigin börn og barnabörn. Hið sérstaka og nána samband okkar trosnaði aldrei. Hér er lítil saga úr sameiginlegu lífi okkar: Það var árið 1955. Við Hans vorum með mömmu á söngferðalagi um Ís- lendingabyggðir Kanada. Mamma hafði sérstakan bílstjóra sem ók henni frá einum tónleikastaðnum til annars. Við Hans dvöldum í aftur- sæti bílsins og þar kom eitt sinn að bílstjórinn snýr sér að okkur úr bíl- stjórasætinu og spyr okkur hvort ekki sé einmanalegt fyrir lítil börn að vera á þessum langa þvælingi með mömmu sinni. Hans svaraði undir- eins: „Nei. Alls ekki. Við höfum hvort annað.“ Þótt rætur Hans í Danmörku væru ekki jafn sterkar og mínar, þá lifði alltaf með honum hinn yndislegi danski húmor. Allt til hans síðustu stunda gaf að sjá léttan kímni- og gleðiglampa í augum hans og frá honum komu kímilegar athugasemd- ir. Mesta hamingja Hans í lífinu var ráðin þegar hann hitti Laufeyju sem varð eiginkona hans. Hún gaf honum öryggi og rótfestu og yndislega fjöl- skyldu. Þau fengu 25 hamingjuár saman og Laufey var ekki bara eig- inkona og móðir barna hans, heldur líka ferðafélagi hans, ráðgjafi og besti vinur. Hvers er frekar hægt að óska sér? Við Stefán og börnin okkar eigum margar ljúfar minningar frá Lúxem- borg sem varðveitast í hjörtum okk- ar til hinsta dags. Ekki síst minnist ég yndislegra ferða okkar fjögurra saman til Parísar, og ég minnist með gleði þeirra farar þegar Hans gerðist leiðsögumaður heim á hótelið og við vorum að villast um París í þrjá tíma! Nú þegar þú ert horfinn, kæri Hans, skilaðu kveðju til pabba og ég veit að þið njótið endurfundanna. Elsku Laufey, Henrik og Helen Sif. Megi Guð hjálpa og kenna okkur að lifa með söknuðinum og sorginni. Þín systir Sif Knudsen. Mér þykir svo óskaplega sárt að Hans sé látinn. Þó að við höfum vitað um nokkurn tíma hvert stefndi þá slokknaði ekki á vonarljósinu í hjarta mér. Nú bið ég þess að Guð umvefji hann örmum sínum og veiti honum eilífan frið. Ég er þess fullviss að það mun honum hlotnast. Í því finn ég mína huggun því ekkert er fallegra á þessari jörðu en friður. Það erum við hin sem eftir stöndum sem þjáumst og söknum. Hans hefur alltaf verið uppáhalds- frændinn minn, alveg frá því að ég fyrst man eftir mér. Það var hann sem kenndi mér að hlæja. Þannig var það líka úti hjá honum og fjölskyldu hans sumrin fyrir löngu. Stundirnar sem við áttum úti á sólpalli að kveldi lifa ljúfar í minningunni og hlátra- sköllin bergmála í tímans rúmi. Svo ekki sé nú minnst á þegar við fórum tvö saman á Jethro Tull-tónleikana. Þótt mig langaði til að bráðna og sameinast mölinni undir fótum okkar þegar Hans tók upp þennan aula- kveikjara og kveikti á honum, þá skemmti ég mér samt konunglega. Þetta var ótrúlega ljúf stund sem við áttum hann og ég. Já, þær eru ótelj- andi góðu stundirnar sem við áttum öll með Hans. Síðasta sinn sem ég talaði við hann var í símanum frá Noregi þegar hann og Laufey voru á Íslandi. Þá sagði ég honum að ég elskaði hann „svooona“ mikið. Þannig sagði ég stundum við hann sem barn um leið og ég breiddi út faðminn mót honum. Þannig elska ég hann enn. Erfitt er að tjá sökn- uðinn eftir honum. Stuttu eftir að hann lést sat ég, óvitandi að hann væri farinn, í strætó og hugsaði svo sterkt til hans. Þar bað ég góðan Guð að leiða hann í ljós- ið og leyfa honum að fara án kvala. Ég tel að almættið hafi heyrt bænir mínar því hann fór fallega með alla sína heitast elskuðu sér nærri. Þökk sé fyrir það. Þegar ég kom heim fengum við fregnina um að Hans væri farinn. Þá kveiktum við á kerti sem lýsti í glugganum okkar hér í Noregi til að hjálpa sálu hans að finna himnaríki. Sigurlaug S. Knudsen. Við vorum ekki nema fimm, barna- börnin hennar Sigríðar Jensdóttur, sem lifðum hana. Nú erum við fjögur. Látinn er frændi okkar Hans Albert Knudsen, næstelsta barn Mummu móðursystur. Elst hennar barna var Bergþóra, sem lést á öðru ári. Núbbi var hann kallaður í æsku, hann Hans Albert. Þá var hann hnellinn og dökkur á brún og brá. Hann var svo- lítið feiminn við okkur, en minnis- stætt er geislandi bros hans sem öðru hvoru brá fyrir. Hann kom og fór, var með foreldrum sínum ýmist í Ameríku, á Íslandi eða í Danmörku. Það var ævintýrablær yfir honum og Sif yngri systur hans, sem nú hefur misst sinn ástkæra bróður. Þau voru afar samheldin systkini. Nístandi er harmur Guðmundu móður þeirra. Mitt í sorginni er huggun að þeirri vitneskju að sonurinn kæri, Hans Al- bert, var gæfumaður. Hann eignaðist yndislega konu sem varð hans besti og nánasti vinur og stóð sem klettur við hlið hans þar til yfir lauk. Laufey og Hans eignuðust tvö glæsileg börn, þau Henrik og Helen Sif. Fjölskyld- an átti heimili í Luxemborg, þar sem Hans Albert starfaði við sitt áhuga- mál, hann heillaðist snemma af flug- vélum og við þær var hans starfs- vettvangur. Eiginkona hans, börn, öldruð móðir, systir, skyldulið og vinir, syrgja nú hjartahreinan og viðmóts- þýðan mann sem hvarf svo úr þess- um heimi að vera öllum harmdauði. Drottinn gef þú dánum ró, hinum líkn sem lifa. Vor hinsti dagur er hniginn af himnum í saltan mar. Sú stund kemur aldrei aftur, sem einu sinni var. (Halldór Laxness.) Með einlægum samúðarkveðjum. Guðrún, Einar Elías og Kristján Guðlaugsbörn. Elsku Hans. Ég trúi ekki enn að þú sért farinn. Hans frændi, Núbbi! Nei, ekki þú, við hljótum að sjást aftur. Alltaf þegar við hittumst varð allt frábært. Við báðir urðum eins og unglingar sem fíflast og grínast. Sumarið þegar ég vann þarna hjá ykkur í Lúx við að gera við húsið var gott sumar. Að fá að vera með ykkur í sólinni var frábær tími. Þú varst einstakur. Það varst þú sem kenndir mér að hafa húmor fyr- ir sjálfum mér. Í erfiðleikum gat ég alltaf átt von á einhverju frá þér sem létti mér lundina. Þú átt stóran hlut í því að ég komst í gegnum vandamál mín án þess að missa mömmu og pabba. Fátt er svo illt að ekki boði eitthvað gott. Ég varð hundfúll út í Guð fyrir óréttlætið þegar þú greindist með illkynja sjúkdóm, en það er auðvitað mín eigingirni: Ef Guð vantaði góðan mann sér við hlið þá gat hann sann- arlega ekki valið betri mann. Og ég er óendanlega þakklátur fyrir það að þú þurftir ekki að vera sárþjáður og útdópaður þegar þú fórst, heldur fékkst að vera með fjölskylduna þína hjá þér þegar þú sofnaðir hinsta svefninum. Mér skilst líka að það síð- asta sem þú sagðir hafi verið eitt- hvað skoplegt. Þannig varst þú og ert. Kannski er það afneitun að trúa því sterkt og eindregið að við hitt- umst aftur og kannski mun þyrma yfir mig þegar ég sé fjölskylduna þína. Guð minn góður, hvað þetta hlýtur að vera hræðilegt fyrir þau. Og svo sit ég hér og vorkenni sjálf- um mér! Nú myndir þú sennilega bara spyrja svo hvort þú ættir ekki að hringja á vælubílinn fyrir mig. En hvað get ég sagt? Hans, uppáhalds- frændinn, er farinn. Ég finn fyrir tómarúmi í hjarta mínu og sál. Þetta tómarúm verður þarna, það var plássið þitt hjá mér. Ég sakna þín „svooooona“ mikið og sendi þér og öllum þínum hundrað milljónir og sextíu kossa – hundrede millioner og tres … og … du kommer klokken tolv … Þinn Guðmundur Elías. Við hittum hann fyrst fyrri hluta vetrar 1983. Við höfðum beðið spennt eftir að hitta þennan Hans sem var kærasti Laufeyjar vinkonu okkar. Og oft eins og síðar á okkar löngu samleið, þá heilsaði hann ekki með neinu yfirborðslegu handabandi heldur faðmaði hann okkur glaðlega að sér svo um munaði og hló sínum hvella og smitandi hlátri. Laufey og Hans settust að í Lux- emborg en þar hafði Hans ráðið sig til starfa hjá Cargolux. Eins og við var að búast sóttu vinirnir þau áfram heim þó fjarlægð á milli hefði aukist, enda vináttutengslin sterk, gestrisni þeirra hjóna einstök og alltaf jafn skemmtilegt að koma í sælureitinn þeirra þar ytra. Hans var mikill vin- ur vina sinna og í miklu uppáhaldi hjá þeim sem honum kynntust. Á fimmtugsafmæli hans mætti stór vinahópur frá Íslandi til að sam- gleðjast á þessum merka áfanga. En það voru ekki bara vinir hans sem vildu gleðjast með honum því veð- urguðirnir lögðu sitt af mörkum. Tjaldi var slegið upp í garðinum, borð svignuðu undan veitingum, kát- ínan og skemmtilegheitin í fyrirrúmi og hinn smitandi hlátur afmælis- barnsins hljómaði eins og oft áður út í kvöldkyrrðina. Gleðin, húmorinn, hláturinn og það að sjá alltaf það já- HINSTA KVEÐJA Elsku Hans, minn hjartkæri bróðir. Já, ég segi bróðir því þú varst mér sem bróðir, eini bróð- irinn sem ég átti í þessu lífi. Þú varst mér alltaf svo kær og nú syrgi ég þig og sakna þín en hugga mig við það að nú ert þú á góðum stað. Ég bið fyrir þér á hverjum degi, bið þess að þú sért í ljósi Guðs, njótir verndar hans og blessunar. Sálin er eilíf og von- andi hittumst við aftur ljósið mitt. Helen Gunnarsdóttir. SJÁ SÍÐU 32

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.