Morgunblaðið - 21.12.2009, Side 32

Morgunblaðið - 21.12.2009, Side 32
32 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 2009 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Gisting Sumarhús til leigu miðsvæðis á Akureyri Þrjú svefnherbergi (78 fm). Rúm fyrir sjö. Verönd og heitur pottur. Glæsilegt útsýni yfir Pollinn. Frítt net- samband. Uppl. á www.saeluhus.is eða í 618-2800. Hljóðfæri Dúndurtilboð!!!! Kassagítarar: 1/4 stærð kr 10.900. pakkinn með poka, strengjasett og stilliflautu. 4/4 stærð 15.900.- Rafmagnsgítar- pakkar frá kr. 39.900. Þjóðlaga- gítarpakkar frá 19.900.- Hljómborð frá kr. 8.900.- Trommusett kr. 79.900.- með öllu. Gítarinn, Stórhöfða 27, sími 552 2125. www.gitarinn.is0 Hljómtæki Heyrnartól mikið úrval!!! Rafgrein.is - Eigum til allar gerðir af heyrnartólum, verð frá 1.999 krónum. Mikið úrval af hljómtækjum, DVD og CD. Bollum með Bítlum og fl. www.rafgrein.is - Skipholti 9. Atvinnuhúsnæði Iðnaðarhúsnæði - Leiga Til leigu er nýstandsett og endurnýjað 340 fm iðnaðarhúsnæði við Hyrjarhöfða 110 Rvk. Mikil lofthæð, rúmgott malbikað útisvæði. Upplýsingar í síma: 896-9629. Til sölu Háaleitisbraut 68 Sími 568 4240 Jólagjöf hestamannsins fæst í Ástund Postulín og kristall gjafavörur í úrvali. Slóvak kristall, Dalvegi 16b, Kópavogi. S. 544 4331. Poolkjuðar Mikið úrval. Verð frá 7,300 www.www.billiard.is Suðurlandsbraut 10 (2.h.), S. 568-3920. Pool er kúl Poolborð 5 -6 – 7 feta borð. Verð frá 43 .000 frábær borð, kjuðar og kúlur fylgja með. www.billiard.is Suðurlandsbraut 10 (2.h.), S. 568 3920. LauraStar gufustraujárn með gufuþrýstingi. Tækni atvinnumannsins fyrir heimili. Upplýsingar í síma 896 4040. www.laurastar.com Kristalsljósakrónur, postulín, kristalsglös, handskornar trévörur frá Tékklandi og Slóvakíu. Uppl. í s. 544 4331, opið laugardag og sunnudag. Kristals-ljósakrónur. Ný sending. Handslípaðar, vandaðar kristals- ljósakrónur á góðu verði. Slóvak kristall, Dalvegi 16b, Kópavogi. Sími 544 4331. Kristals-hreinsisprey Ný sending. Hreinsisprey fyrir kristal- ljósakrónur og kristal. Slóvak kristall, Dalvegi 16b, Kópavogi. S. 544 4331. Borðtennisborð Riley - STIGA. Verð frá 39.900. www.pingpong.is Suðurlandsbraut 10 (2.h.), S. 568 3920. 50% afsláttur. Myndlist, glerlist, nytjalist. Mikið úrval af fallegum íslenskum jólagjöfum. Gallerí, Aust- urstræti 6,101 Reykjavík. Nóg af bílastæðum í Ráðhúsi Rvíkur, sími 695-0495. Verslun Vasaúr, quarz, mekkanísk, gyllt, silfruð - Erlend úr og nýtt íslensk merki: YRSA. Verðbil 15.500,- til 29.500,- Frí áletrun til jóla. Einnig úrval armbandsúra. ERNA, Skipholti 3, s. 552 0775, www.erna.is BASARINN Full búð af fjölbreyttum vörum á góðu verði. Bækur, föt, skrautmunir og leikföng. Vörur frá Afríku, jólavörur o.fl. Látið skynsemina ráða og verslið ódýrt. Nytjamarkaður Kristniboðs- sambandsins Grensásvegi 7, 2. hæð. Opið virka daga kl. 12-17. KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum gull til að smíða úr. Spörum gjaldeyri. Heiðarleg viðskipti. Aðeins í verslun okkar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL ! Ég, Magnús Steinþórsson gull- smíðameistari, kaupi gull, gull- peninga og gullskartgripi af fólki og veiti ég góð ráð. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns. Upplýsingar á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13. Verið velkomin. Óska eftir Kaupi frímerki, umslög, kort og seðla Kaupi frímerki, umslög, póstkort med frímerkjum á og seðla, síðan fyrir 1960. Upplýsingar í síma: 691 7794, Sverrir. kvæða og skemmtilega í umhverfinu var hans aðalsmerki í lífinu. Að leiðarlokum erum við ákaflega þakklát fyrir að hafa fengið að kynn- ast og eiga samleið með þessum ein- staka vini okkar, hann var svo mann- bætandi og gerði lífið eitthvað svo jákvætt og skemmtilegt. Við geym- um í huga okkar yndislega kvöld- stund með þeim Laufeyju og Hans hjá vinum okkar nú í nóvember, mjög var af vini okkar dregið, andinn þó óskertur og húmorinn á sínum stað. Þessu kvöldi gleymum við seint. Elsku Laufey, Henrik og Helen Sif, megi minningin um góðan eig- inmann og föður vera ykkur huggun í sorg ykkar. Helga og Björn. Það var árið 1977 sem ég hitti Hans í fyrsta sinn. Við vorum báðir nýráðnir sem flugumsjónarmenn hjá Cargolux-flugfélaginu í Lúxemborg – hann frá Íslandi, ég frá Ástralíu með millilendingu í Aberdeen. Við urðum þegar í stað góðir vinnufélagar og vinir enda var margt líkt með okkur. Báðir höfðum við brennandi áhuga á flugi og flug- rekstri og á skipum og bátum. Hans hafði reynslu af hvoru tveggja og sagði mér marga söguna af sjó- mennsku sinni á íslenskum fiskiskip- um og íslensku kaupskipi sem sigldi frá Southend í Englandi og endaði að lokum í Líbýu. En Hans var líka menntaður flug- maður og hafði starfað sem atvinnu- flugmaður á Íslandi. En til allrar óhamingju missti hann flugskírteini sitt af völdum sjúkdóms og neyddist til að hverfa af þeirri starfsbraut sem hann hafði markað sér. Hinn endan- legi úrskurður varð honum áfall sem hann var lengi að jafna sig á – sem var að hann gæti ekki starfað meira sem atvinnuflugmaður. Hans sagði mér líka frá tengslum sínum við Danmörku og Ísland. Hann var upphaflega danskur ríkis- borgari en í raun heimsborgari sem hafði alist upp og mótast í New York, Kaupmannahöfn og á Íslandi. Hann fluttist kornungur maður til Íslands og þekkti því vel til lands og þjóðar, daglegs lífs og menningar þar. Hann kenndi mér svo fjölmörg íslensk orð og setningar sem sum hver eru alls ekki hafandi eftir. Hans var mjög fjölskyldurækinn maður og stoltur af fjölskyldu sinni, hinni yndislegu eiginkonu Laufeyju og litlu dásamlegu börnunum sínum, þeim Helen Sif og Henrik. Þá minnt- ist hann oft á nánustu ættingja sína – móður sína, föður og Sif systur, vini sína og kunningja. Hans var jákvæður maður og já- kvæð viðhorf voru ríkjandi í huga hans. Hann kvartaði sjaldan og hafði heldur ekki alltof miklar áhyggjur af hlutunum. Við höfðum svipaðan húmor og höfðum gaman af svipuð- um hlutum. Við höfðum t.d. báðir un- un af kvikmyndunum um Bleika pardusinn og Blazing Saddles og höfðum oft á takteinum tilvitnanir úr þeim þegar við átti. Gagnkvæm og sterk vinátta okkar varaði í yfir 32 ár. Hans var góður vinur og félagi og hans verður mjög og sárlega saknað. Nokkrir vina og ættingja minna sem kynntust Hans hafa óskað eftir því við mig að ég skili sérstökum samúðarkveðjum til fjöl- skyldu og ástvina Hans. Þessir vinir og ættingjar mínir eru Virginia í Melbourne í Ástralíu, Rome í Dallas í Texas, Roger í Singapúr og bróðir minn, Michael, og fjölskylda hans í Englandi. Graham Hurst, Lúxemborg. Í dag kveðjum við með söknuði góðan vin, Hans Albert Knudsen, en gleðjumst jafnframt yfir góðum minningum. Hans kynntumst við þegar hann kom inn í líf Laufeyjar vinkonu okkar fyrir rúmum aldar- fjórðungi og myndaðist fljótt góður vinskapur, sem hefur dafnað og þróast með árunum. Hans var mikill fjölskyldumaður og var lánsamur í einkalífi sínu. Hann var umhyggjusamur og stoltur faðir barnanna tveggja, Henriks og Hel- enar Sifjar. Hann var tryggur vinur vina sinna og nutum við gestrisni og greiðasemi þeirra hjóna ótal sinnum í gegnum árin á yndislegu heimili þeirra í Luxemborg. Það var alltaf jafn skemmtilegt og upplífgandi að vera í þeirra fé- lagsskap og höfum við átt margar ógleymanlegar stundir saman. Það þurfti oft ekki nema eina hnyttna setningu með tilheyrandi látbragði frá Hans til að koma öllum í gott skap. Leiftrandi húmor og skemmti- legur hlátur voru einmitt mjög ein- kennandi fyrir hann og við getum ekki annað en brosað, þegar við rifj- um upp hlátursrokur hans, sérstak- lega er gaman að minnast þess, þeg- ar hann og Sif systir hans voru saman í essinu sínu. Flugið átti hug Hans allan og var hann lánsamur að geta starfað við flug á einn eða annan máta mest all- an sinn starfsaldur. Hann fékk ungur réttindi sem flugmaður og vann með- al annars við flugkennslu um tíma, en missti flugréttindin 26 ára gamall vegna veikinda. Þessi flugmannsár voru honum mjög eftirminnileg og kær og þær eru ófáar sögurnar, sem við fengum að heyra og það kom allt- af sérstakur glampi í augu hans, þeg- ar hann rifjaði upp atvik frá þessum árum. Síðustu 25 árin starfaði hann við flugumsjón hjá Cargolux í Luxem- borg en fór á eftirlaun fyrir rétt rúmu ári. Þá átti að láta ýmsa drauma um ferðalög rætast, en því miður var honum ætlað annað hlut- skipti og annars konar ferðalag. Það hefur verið erfitt að fylgjast með veikindum vinar okkar allt síðastliðið ár. Við heimsóttum Hans og Laufeyju núna í september og síðan komu þau til landsins í byrjun vetrar og dvöldu hjá okkur í tvær vikur. Þrátt fyrir að Hans væri mikið veikur var hann sjálfum sér líkur og minningar um þessar síðustu stundir okkar saman eru okkur ómetanlegar. Aðstandendum Hans Alberts vott- um við okkar innilegustu samúð. Minning um góðan dreng mun lifa. Kristín og Valur. Hans Albert Knudsen  Fleiri minningargreinar um Hans Albert Knudsen bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.