Morgunblaðið - 21.12.2009, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 21.12.2009, Qupperneq 35
Menning 35FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 2009 Fullorðnir geta ekki annað en skellt upp úr þegar þeir lesa um úlfinn 41 » ÆTTARSAMTÖK Bæjarætt- arinnar hafa gefið út bókina Fyrir opnu hafi: saga Guð- mundar Guðmundssonar og Ragnheiðar Halldórsdóttur í Bæ á Selströnd, ásamt niðja- tali þeirra hjóna. Ritstjórar eru Benedikt Jónsson og Þorkell Örn Óla- son. Björn H. Björnsson ritar inngangsorð um hvert systk- inanna í Bæ. Auk ættfræðiupplýsinga og sögu hjónanna í Bæ eru í bókinni ljóð og viðtöl sem tek- in voru við flest systkinanna í Bæ. Ítarleg nafna- skrá fylgir ritinu. Hægt er að panta bókina í gegnum tölvupóst- fangið baejaraettin@simnet.is. Bókmenntir Saga Bæjarætt- arinnar og niðjatal Fyrir opnu hafi. KÓR Menntaskólans í Reykja- vík heldur sína árlegu aðventu- tónleika í Seltjarnarneskirkju í kvöld kl. 20.30. Á dagskrá kórsins eru m.a. lög úr gömlum íslenskum söngarfi í útsetn- ingum Smára Ólasonar og Ró- berts A. Ottóssonar. Þar gefur líka að heyra verk eftir Báru Grímsdóttur og Missa Brevis eftir Hildigunni Rúnarsdóttur. Á haustmisserinu hefur kórinn verið að æfa Hymn to St. Cecilia eftir Benjamin Britten og flytur hluta af því verki. Í bland við þessa tónlist er að finna jóla- og að- ventutónlist í anda árstíðarinnar. Tónleikarnir eru öllum opnir og aðgangur ókeypis. Tónlist Lög úr gömlum íslenskum söngarfi Smári Ólason Í DAG kl. 17 til 19 verður opnuð sýning Erlings T.V. Klingen- berg, Hola til að vera til, á Gall- erí Skilti, Dugguvogi 3, 104 Reykjavík. Verkið er gert á Grænlandi, breiddargráðu 72°47’N í aprílmánuði árið 2009. Á einfaldan og frumstæðan hátt hefur listamaðurinn grafið inn í landslagið með líkamshita sín- um. Sýningin stendur fram í miðj- an júní, 2010. Hægt er að sjá sýninguna frá götunni og því ekki um eiginlegan afgreiðslutíma að ræða. Gallerí Skilti heldur tvær sýningar á ári og er stefnt á að þær verði opnaðar annars vegar á stysta degi ársins og hins vegar á lengsta degi ársins. Myndlist Hola til að vera til á Gallerí Skilti Erling Klingenberg Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is Í ÁRATUGI hefur Arnbjörn Krist- insson, sem orðinn er 84 ára gamall, rekið bókaútgáfuna Setberg og síð- ustu sjö árin hefur hann einbeitt sér að útgáfu vandaðra barnabóka, að- allega fyrir börn á aldrinum 0-8 ára. Ár hvert koma út á milli 20 og 30 titl- ar hjá Setbergi. En af hverju einbeit- ir Arnbjörn sér að útgáfu barnabóka? „Fyrir sjö árum var ég búinn að vera 50 ár í bókaútgáfu og hafði gefið út allar tegundir af bókum, þar á meðal matreiðslubækur, barnabækur og ævisögur. Ég gaf út þó nokkuð af ævisögum en var alltaf að tapa á því. Það var reyndar allt í lagi því ég hafði efni á því að tapa. En eftir hálfa öld, orðinn 76 ára, hugsaði ég með mér að ég þyrfti að fara að hægja á mér og ákvað að snúa mér að barnabók- unum. Það gengur ágætlega vegna þess að barnabækur seljast allt árið en það sama á til dæmis ekki við um ævisögur. Það er mikið vesen að gefa út ævisögu, bókaútgefandi selur kannski 5.000-6.000 eintök af henni fyrir jól og svo á hann 800 eintök eftir og það tekur 15 ár að selja þau.“ Átök við Ragnar í Smára Arnbjörn sat í 52 ár í stjórn Félags íslenskra bókaútgefenda. „Ég kynnt- ist mörgu ágætisfólki í gegnum þetta starf mitt, ekki síst bókaútgefendum. Valdimar Jóhannsson, pabbi Jóhanns Páls, var afskaplega merkilegur mað- ur og fínn bókaútgefandi. Ragnar í Smára var sérkennilegur. Ég lenti í útistöðum við hann mér til mikillar raunar og leiðinda því ég mat hann mikils. Mér varð það á árið 1955 að fá þá hugmynd að gefa út úrval íslenskra smásagna og hafði sérstaka nefnd í því að velja sögur í bókina. Ragnar skrifaði mér bréf, var óskaplega reiður og spurði hvers konar stráklingur væri að vaða inn á mark- aðinn og ætla sér að taka inn í bók sögur sem hann hafði verið að gefa út. Ég varð dolfallinn og afskaplega miður mín. Ég skrifaði uppkast að svarbréfi til Ragnars sem ég sendi Sigurbirni Einarssyni vini mínum og bað hann að fara vel yfir það því ég vildi að það yrði sem allra mýkst og kurteislegast. Sigurbjörn gerði það og ég sendi Ragnari síðan bréfið. Hann bannaði sínum höfundum, þar á meðal Halldóri Laxness og Gunnari Gunnarssyni, að eiga sögur í bókinni. Vegna þessa hringdi Gunnar Gunn- arsson í mig og bauð mér í kaffi til sín á Dyngjuveg. Ég fór til hans og hann sagði mér að honum þætti þetta leitt. Ég sat hjá honum í tvo tíma og það er ein indælasta rithöfundastund sem ég hef upplifað. Ég gaf svo út bók með smásögum en hún var án framlags höfunda sem voru á vegum Ragnars.“ Arnbjörn segist vera búinn að glugga í bók Jóns Karls Helgasonar um Ragnar í Smára. „Mér finnst hann taka gríðarlega vel á þessu efni, þetta er mjög listrænt hjá honum. En ég verð að fá að segja þér hvaða bók ég var hrifnastur af fyrir tveimur ár- um, sem er Sandárbókin hans Gyrðis Elíassonar. Mikið rosalega fannst mér það góð bók. Gyrðir er með tvær bækur á markaði í ár og ég ætla að kaupa þær báðar. Mér finnst hann af- bragðs höfundur. Og Jón Kalman sömuleiðis. Annars er ég fyrst og fremst ljóðamaður. Hannes Pét- ursson og Þorsteinn frá Hamri, vinir mínir í áratugi, eru að mínu mati þjóðskáldin okkar. Svo eru konur á ferðinni sem eru býsna fínar, eins og Gerður Kristný.“ Bókin lifir Arnbjörn segist ekki hafa neinar áhyggjur af stöðu bókarinnar: „Alla þessa tíð hefur verið spurt: Hvað verður um bókina í samkeppni við aðra miðla. En bókin lifir. Ekki síst barnabækur.“ Hann hyggst halda áfram bókaútgáfu og lætur aldurinn ekki trufla sig. „Ég er á kafi í bókaút- gáfunni, hef gaman af henni og hún heldur mér sprækum.“ Spurður um framtíðina segir hann: „Þegar móðir mín ræddi um áform sín lengur en þrjá mánuði fram í tímann þá sagði hún alltaf: Ef ég lifi. Þannig að ef ég lifi þá þætti mér gaman að sjá Set- berg verða 60 ára árið 2012. Eftir það er ég tilbúinn til að yfirgefa svæðið.“ Sprækur bókaútgefandi  Arnbjörn Kristinsson er 84 ára gamall og rekur bókaútgáfuna Setberg  Gefur eingöngu út barnabækur  Lenti í útistöðum við Ragnar í Smára Morgunblaðið/Heiddi Arnbjörn „Ég er á kafi í bókaútgáfunni, hef gaman af henni og hún heldur mér sprækum.“ Íjólastressinu er gott að getaslakað á, á heilbrigðan hátt.Ekki með vínglasi eða pillu,heldur einhverju öðru. Til dæmis tónlist. Geisladiskar með þannig tónlist eru vin- sælir, og ný- lega rölti ég niður í Betra líf nýverið og keypti mér geisladisk með tónlist sem heitir Góða nótt. Þetta átti að vera einstaklega róandi músík sem væri tilvalið að hlusta á rétt fyrir svefninn. Hvílík vonbrigði! Það sem barst úr heyrnartólunum var að vísu mjög róleg tónlist, en hún var með svo miklum endurtekningum og það sem var endurtekið var ekkert nema klisjur. Tónlistin hafði öfug áhrif á mig, endurtekningarnar og klisjurnar voru pirrandi og virk- uðu síður en svo róandi. Geisladiskur með alvörutónlist er áhrifaríkari leið til að slaka á. Ég mæli sérstaklega með geisla- diski Páls Eyjólfssonar gítarleik- ara, með tónlist eftir Tarrega og Villa-Lobos. Það er lífleg tónlist, en samt í fullkomnu jafnvægi, gædd hæfilegum andstæðum sem gera hana áhugaverða. Það á sér heilmargt stað í henni, framvindan er full af óvæntum uppákomum – en hið lágstemmda yfirbragð hins klassíska gítars tryggir samt að það fer aldrei yfir strikið. Það er að segja ef maður ætlar að slaka á! Páll spilar allt af vandvirkni, smekkvísi og réttu tilfinningunni fyrir einkennum og stílbrigðum hvers lags. Og upptakan er hljóm- mikil, án þess að fínlegir litir glat- ist. Það er gott að hafa þessa tón- list á koddanum í skammdeginu! Góða nótt Geisladiskur Cariño bbbbn Páll Eyjólfsson gítarleikari flytur tónlist eftir Tarrega og Villa-Lobos. JÓNAS SEN TÓNLIST Hjá Uppheimum er ný-komin út vegleg bók umÁsgerði Búadóttur(1920) myndlistarkonu. Ásgerður er einn helsti frumkvöðull okkar Íslendinga á sviði íslenskrar veflistar og stór- ar myndir henn- ar unnar með ívafi úr hrosshári vöktu mikla at- hygli á áttunda áratug síðustu aldar. Ásgerður var myndlistarmenntuð og lagði ekki til atlögu við veflistina fyrr en nokkru eftir að hún lauk hefðbundnu myndlistarnámi, í fyrstu hér heima og síðan við Konunglega listahá- skólann í Kaupmannahöfn. Að námi loknu fann hún þegar að málverkið var ekki sá miðill sem togaði hvað sterkast í hana og lagði áherslu á grafík. Veflistin kom síðan smám saman inn í líf hennar og list, en Ásgerður er að mestu sjálfmenntuð í vefnaðinum. Grundvallarþættir málverka, form, litir og myndbygging, eru grunnur vefta Ásgerðar, en hún nálgast vefinn alla tíð fyrst og fremst sem fullgilt samtímalistform. Veflistaverk hennar vöktu strax at- hygli innan lands sem utan og á ferli sínum var hún í virkum tengslum við veflistamenn á Norð- urlöndum. List Ásgerðar hefur haldið áfram að þróast á áhuga- verðan hátt þrátt fyrir aldur lista- konunnar eins og sýningar hennar undir lok síðustu aldar eru til vitnis um. Aðalsteinn Ingólfsson ritar meg- inkafla um list Ásgerðar og leysir það vel af hendi, að auki skrifar Guðbergur Bergsson rithöfundur stuttan kafla í upphafi bókar. Að- alsteinn er okkar afkastamesti fræðihöfundur um íslenska mynd- list og myndlistarmenn. Hann hefur ritað um marga okkar þekktustu listamenn, auk ótal greina í sýning- arskrár og bækur. Aðalsteinn hefur einstakt lag á því að skrifa aðgengilegan texta, fræðilegan en lifandi og mann- eskjulegan í senn. Þannig skrifar hann fyrst og fremst um list Ás- gerðar, en samtímis skynjar lesand- inn lífið að baki listinni. Líf eig- inkonu með heimili og börn hafði án efa yfirhöndina um tíma, en hér er ekki farið út í þá sálma. Aðalsteinn notar hér orðið veftir um vef- listaverk Ásgerðar, í viðtali hefur komið fram að það orð noti lista- konan sjálf yfir verk sín. Ég var ekki kunnug þessari orðnotkun, en hún venst ágætlega. Myndirnar í bókinni tala sínu máli og það er áhugavert að geta nú skoðað þróunina í list Ásgerðar á svo aðgengilegan máta, ævistarfið er mikið og glæsilegt. Hún er fyr- irmynd yngri listamanna- og kvenna hvað varðar listræna dirfsku. Veflistin var ekki hátt skrifuð í samtímalistum þegar hún hóf feril sinn og átti hún stóran þátt í að breyta því viðhorfi. Eins var efnisnotkun hennar óvenjuleg og krafðist seiglu og hugrekkis, hvort tveggja á listakonan í ríkum mæli. Glæsilegt ævistarf Fræðibók, myndlist Veftir, Ásgerður Búadóttir bbbbn Aðalsteinn Ingólfsson, Guðbergur Bergsson, Uppheimar 2009, 128 s. RAGNA SIGURÐARDÓTTIR BÆKUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.