Morgunblaðið - 21.12.2009, Side 37

Morgunblaðið - 21.12.2009, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 2009 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Fjölskyldan - ágúst í Osagesýslu (Stóra sviðið) Þri 29/12 kl. 19:00 Lau 9/1 kl. 19:00 Lau 30/1 kl. 19:00 Mið 30/12 kl. 19:00 Sun 17/1 kl. 19:00 Lau 6/2 kl. 19:00 Sun 3/1 kl. 19:00 Fim 21/1 kl. 19:00 Fös 8/1 kl. 19:00 Sun 24/1 kl. 19:00 Sýningin er þrír þættir, hver 1 klst að lengd. Hlé eftir 1. og 2. þátt. Söngvaseiður (Stóra sviðið) Sun 27/12 kl. 14:00 Sun 3/1 kl. 14:00 Sun 17/1 kl. 14:00 Sun 27/12 kl. 19:00 Sun 10/1 kl. 14:00 Sun 24/1 kl. 14:00 Vinsælasti söngleikur ársins - tryggðu þér miða strax Jesús litli (Litla svið) Þri 29/12 kl. 19:00 Mið 30/12 kl. 19:00 Lau 9/1 kl. 20:00 Þri 29/12 kl. 21:00 aukas Sun 3/1 kl. 20:00 Sun 10/1 kl. 20:00 Snarpur sýningartími. Síðasta sýning leikársins 10. janúar. Harry og Heimir (Litla sviðið) Sun 27/12 kl. 22:00 Lau 16/1 kl. 22:00 Sun 24/1 kl. 20:00 Mán 28/12 kl. 19:00 Sun 17/1 kl. 20:00 Fös 29/1 kl. 19:00 Fös 8/1 kl. 19:00 Fim 21/1 kl. 20:00 Lau 30/1 kl. 19:00 Fös 8/1 kl. 22:00 Fös 22/1 kl. 20:00 Lau 30/1 kl. 22:00 Fös 15/1 kl. 19:00 Lau 23/1 kl. 19:00 Sun 31/1 kl. 20:00 Lau 16/1 kl. 19:00 Lau 23/1 kl. 22:00 Rautt brennur fyrir (Nýja svið) Þri 29/12 kl. 20:00 síðasta sýn Ekki við hæfi barna. Síðasta sýning 29. des Djúpið (Litla svið/Nýja svið) Mið 30/12 kl. 21:00 síðasta sýn Síðustu sýningar! Sýningartími: 1 klst, ekkert hlé. Skoppa og Skrítla í jólapakkann Gjafakort Borgarleikhússins – gjöf sem lifnar við GJAFAKORT ÞJÓÐLEIKHÚSSINS Einstakt tilboð til jóla ÞJÓÐLEIKHÚSI SÍMI: 551 1200 • WWW.LEIKHUSID.IS Ð Brennuvargarnir (Stóra sviðið) Fös 8/1 kl. 20:00 Fim 21/1 kl. 20:00 Fös 15/1 kl. 20:00 Fös 22/1 kl. 20:00 Nýjar sýningar komnar í sölu! Oliver! (Stóra sviðið) Lau 26/12 kl. 20:00 Frums. Sun 3/1 kl. 20:00 6. K Lau 23/1 kl. 15:00 Sun 27/12 kl. 16:00 Aukas. Lau 9/1 kl. 16:00 Aukas. Fös 29/1 kl. 19:00 Sun 27/12 kl. 20:00 2. K Lau 9/1 kl. 20:00 7. K Lau 30/1 kl. 15:00 Þri 29/12 kl. 20:00 3. K Sun 10/1 kl. 16:00 Aukas. Lau 30/1 kl. 19:00 Mið 30/12 kl. 20:00 4. K Sun 10/1 kl. 20:00 8. K Lau 6/2 kl. 15:00 Lau 2/1 kl. 16:00 Aukas. Fim 14/1 kl. 19:00 Lau 6/2 kl. 19:00 Lau 2/1 kl. 20:00 5. K Lau 16/1 kl. 15:00 Sun 3/1 kl. 16:00 Aukas. Lau 16/1 kl. 19:00 Gjafakort á tilboðsverði til jóla! Sindri silfurfiskur (Kúlan) Sun 27/12 kl. 15:00 Þri 29/12 kl. 15:00 Mið 30/12 kl. 15:00 Miðaverð aðeins 1500 kr. Ókyrrð (Kassinn) Þri 29/12 kl. 20:00 Mið 30/12 kl. 20:00 Gestaleikur - aðeins þessar tvær sýningar! Leikfélag Akureyrar Miðasölusími: 4 600 200, netfang: midasala@leikfelag.is 39 þrep (Samkomuhúsið) Fim 7/1 kl. 20:00 fors. Lau 16/1 kl. 19:00 6. k. Sun 24/1 kl. 20:00 11. k. Fös 8/1 kl. 20:00 frums. Sun 17/1 kl. 20:00 7. k. Fös 29/1 kl. 19:00 Lau 9/1 kl. 19:00 2. k Fim 21/1 kl. 20:00 8.k. Lau 30/1 kl. 19:00 Sun 10/1 kl. 20:00 3.k. Fös 22/1 kl. 19:00 9.k. Lau 30/1 kl. 22:00 Aukas Fim 14/1 kl. 20:00 4. k. Lau 23/1 kl. 19:00 10. k. Fös 5/2 kl. 19:00 Fös 15/1 kl. 19:00 5. k. Lau 23/1 kl. 22:00 Aukas Lau 6/2 kl. 19:00 Forsala er hafin Ela é carioca er fyrstabreiðskífa brasilískusöng-og leikkonunnarJussanam sem gefin er út á Íslandi. Hún hefur verið bú- sett og starfandi í Reykjavík frá árinu 2008 og hefur þegar auðgað íslenska tónlistarflóru, m.a. með tón- leikum á Jazzhá- tíð Reykjavíkur sl. haust. Platan hefur að geyma úrval frægra brasilískra bossa-nova standarda, flestar úr smiðju Antônio Carlos Jobin og textahöfundarins Vinicius de Moraes. Lögin hlutu mörg hver heimsfrægð á sjötta og sjöunda áratug 20. aldar þegar bossa nova bylgjan gekk yfir, m.a. í flutningi João Gilberto og hans kollega, og hljóma því kunnuglega og ljúflega í eyrum. Rödd Jussanam er björt og áferðarfögur og hentar þessari tónlistarstefnu fullkomlega. Hún gefur öðrum vinsælum bossa- söngkonum á borð við Invete San- galo og Rosa Passos eiginlega ekkert eftir í þokkafullri og hisp- urslausri túlkun, þótt það við- urkennist að portúgalskan vefjist nokkuð fyrir undirritaðri. Undir- leikshljómsveitin hennar saman- stendur af Hauki Gröndal á saxó- fón, Ásgeiri Ásgeirssyni á gítar, Þórði Högnasyni á kontrabassa og Erick Qvick á trommur, þótt að láðst hafi að geta þess síðast- nefnda í bæklingi, útgáfunni til nokkurs lasts. Meðleikurinn er í heildina góður þó hann eigi það stundum til að vera nokkuð þung- ur í vöfum hjá strengjaleikurum. Erick Qvick trommar þó í góðri sátt við léttan tónlistarstílinn og Haukur Gröndal blæs léttar og viðeigandi línur yfir tregabundinn hljómaganginn. Því er fagnað að örlagavindar hafa blásið ferska bossa nova strauma hingað til lands og verður áhugavert að fylgjast með Juss- anam í nánustu framtíð. Geisladiskur Jussanam – Ela é carioca bbbnn ALEXANDRA KJELD TÓNLIST Kærkomið í kuldanum Lífsreynslan er til þess fallinað þroska einstaklinginn,“skrifar Hallgrímur Jóns-son frá Laxamýri í niður- lagi minngabókarinnar Reynslu- slóðir lögreglumanns og íþróttakappa. Víst er að margir muni hafa ánægju af að lesa minningar Hallgríms, enda hefur hann komið víða við á rúmum 80 árum. Bakgrunnur Hallgríms er um margt óvenjulegur. Faðir hans, Jón H. Þorbergsson, braust ungur til mennta í landbúnaðarfræðum og keypti Bessastaði á Álftanesi 34 ára að aldri og hóf þar búskap. Elstu börn þeirra Elínar Vigfúsdóttur fæddust á Bessastöðum, þar á meðal Hallgrímur. Árið 1928 keyptu Jón og Elín stórbýlið og hlunnindajörðina Laxamýri í Suður-Þingeyja- sýslu og þar ólst Hallgrímur upp. Margir í fjöl- skyldunni hafa reynst vel ritfær- ir; Jón ritaði ævi- minningar sínar, sem og Björn Gunnar sonur hans, Elín gaf út ljóðabók og Þóra systir Hallgríms er kunn skáldkona. Þá hefur Hall- grímur áður ritað minningabókina Á slóðum manna og laxa sem kom út árið 1985. Fyrsti hluti bókarinnar fjallar um fjölskyldu og æsku Hallgríms. Kem- ur þar margt fróðlegt fram, til að mynda um búskaparhætti, verklag og um fólk sem hann hafði kynni af, ættingja, vinnufólk og nágranna. Fyrir þá sem þekkja til Laxár í Aðal- dal er þetta einkar fróðlegur hluti, enda fjallað um nytjar af ánni og fólk sem tengdist veiðunum, til að mynda bræðurna frá Garði í Aðaldal. Hallgrímur vakti snemma athygli fyrir líkamsburð og hóf hann snemma að stunda íþóttir. Hann varð einn helsti fjálsíþróttakappi þjóðarinnar, snjall kringlukastari og kúluvarpari. Stærsti hluti minning- anna hverfist um íþróttaferilinn, um hin ýmsu mót og keppnisferðir. Kemur þar margt fróðlegt fram. Lengstan hluta starfsferilsins starfaði Hallgrímur sem lögreglu- maður, og samhliða því við önnur störf, þar á meðal dyravörslu á skemmtistöðum. Lengst af starfaði hann í Reykjavík en leiddi um tíma lögregluna í Vestmannaeyjum. Segir hann frá ýmsum upplifunum og eru það oftar en ekki átök og vandamál sem tengjast áfengisdrykkju og slarki. Er manni oft nóg um þær að- stæður sem laganna vörðum er boðið uppá. Starfsferilinn endaði Hallgrímur sem umsjónarmaður sundlaugar- innar í Breiðholti. Loks má geta að Hallgrímur fjallar nokkuð um andlega reynslu og skyggnigáfu, en hann hefur upp- lifað ýmsa furðulega fyrirburði. Frásögn Hallgríms Jónssonar er blátt áfram, forvitnileg og læsileg. Hann rifjar upp atburði frá ævi sinni og segir réttilega að örlagaþræðir mannlífsins spinnist með ýmsu móti „og oft ekki eins og að er stefnt.“ Líf- ið sé bæði súrt og sætt. Hallgrímur horfir þó sáttur yfir veginn og nýtur þess að miðla reynslu sinni. Lífsreynslan þroskar Æviminningar Reynsluslóðir lögreglumanns og íþróttakappa bbbnn eftir Hallgrím Jónsson frá Laxamýri. Salka 1009. 288 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Þegar Bryndís HrönnRagnarsdóttir velti fyrirsér hvernig gera mættimyndlistaverk fyrir blinda ákvað hún að læra píanó- konsert án þess að kunna nokkuð fyrir sér á tónlistasviðinu. Fyrir valinu urðu Goldberg tilbrigðin sem Johann Sebastian Bach samdi fyrir svefnlausan vin sinn sem vantaði eitthvað fagurt til að kyrra hugann á andvökunóttum. Afrakst- ur þessa tilrauna Bryndísar er nú sýndur í Kling & Bang gallerí. Bryndís er trú uppruna hug- myndarinnar, þótt ekki sé hægt að segja að gjörningurinn sé eingöngu fyrir blinda né heldur að blindir muni laðast að listaverkinu fremur en aðrir. Hins vegar heldur lista- konan sjónrænum eigindum gjörn- ingsins niðri. Fyrst með bókverki sem inniheldur tónverkið á blindra- letri og síðan með því að hunsa sýningarrýmið. Í aðal sýningarsalnum standa há- talarar á gólfi og úr þeim hljóma Goldberg tilbrigðin í túlkun píanó- snillingsins Glenn Goulds. Ég kom mér vel fyrir í horninu þar sem hljómurinn reyndist hvað bestur til að njóta fagurra tónanna. En velti því þá fyrir mér hvers vegna lista- konan hafi snúið hátölurunum þannig að hljómurinn magnaðist hvað helst í þessu eina horni í stað þess að koma þeim snyrtilega fyrir í felum og þannig að hljómurinn mundi beinast í salinn miðjan. Ég áttaði mig á því að listakonan væri að gefa sýningarrýminu langt nef. Eftir að eiga stund með Gould kom ég mér fyrir í myrkraherbergi gallerísins til að hlusta á listakon- una glíma við þessa sömu tóna. Að- ferð Bryndísar má kalla Suzuki sjálfmenntun sem byggist á eftirhermutækni. Þetta er hins vegar flókið tónverk og ekki hægt að ætlast til þess að listakonan nái tökum á því nema þá kannski með Feneyskum maraþongjörningi (Bach á hverjum degi í sex mán- uði?). En það er auðvitað ekki aðal atriðið hversu vel hún spilar Bach. Hér er það gjörningurinn sem skiptir máli. Bryndís lætur óskýra og óklippta vídeóupptöku sjá um að miðla gjörningnum í alls 60-70 klukku- stundir og getur maður mætt dag- lega til að fylgjast með þróuninni. Ég lét viku líða á milli heim- sókna, horfði og hlustaði á listakon- una fikta við píanóið í hvort skiptið. Mér þótti lítið til þess koma. Ekki bara vegna þess hve illa hún stóð sig í píanóleik, heldur vegna þess að þetta var langdregið og leið- inlegt. Hugmyndin er vissulega snjöll og tilraunin fín ögrun við list- hugtakið. Sýningin er hins vegar máttlítil. Þess má þó geta að lista- konan hyggst halda áfram að læra verkið þannig að gjörningurinn heldur áfram þótt sýningunni ljúki, sem máski undirstrikar vægi gjörningsins gagnvart sýningunni. Fikt Kling og Bang gallerí Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir bbnnn Opið fimmtudaga – sunnudaga frá 14- 18. Sýningu lýkur 10. janúar 2010. Að- gangur ókeypis. JÓN B. K. RANSU MYNDLIST Morgunblaðið/Heiddi Bryndís Hrönn „Hugmyndin er vissulega snjöll og tilraunin fín ögrun við listhugtakið,“ segir meðal annars í dómnum um sýninguna. HOLLYWOOD-leikkonan Brittany Murphy lést í gærmorgun, 32 ára að aldri. Leikkonan fékk hjartastopp á heimili sínu og hringdi eiginmaður hennar, Simon Monjack, strax á sjúkrabíl. Leikkonan var sögð látin þegar komið var með hana á Cedars- Sinai-sjúkrahúsið í Los Angeles eft- ir að sjúkraliðar og læknar höfðu reynt að koma henni til lífs aftur eftir hjartastoppið. Murphy lék á ferli sínum í fjölda vinsælla kvikmynda, m.a. Clueless, Sin City og 8 Mile. Brittany Murphy látin Murphy Látin fyrir aldur fram.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.