Morgunblaðið - 21.12.2009, Síða 38
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 2009
Sími 462 3500
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
Sími 551 9000 Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
SÝND Í REGNBOGANUM SÝND Í HÁSKÓLABÍÓISÝND Í REGNBOGANUM
HHHH
„Ein magnaðasta
mynd ársins”
S.V. - MBL
HHHH
Roger Ebert -
Chicago Sun-Times
HHHH
„Þrekvirki!”
- HS, Mbl
ÍSLENSKT TAL
JÓLAMYNDIN 2009
BIÐIN ER Á ENDA!
Nýr kafli í kvikmyndasögunni hefst í kvöld! Missið ekki af þessari
byltingarkenndu stórmynd frá James Cameron leikstjóra Titanic.
TILNEFNINGAR
TIL GO LDEN GL OBE VERÐLAUNA
BESTA MYND - BESTI LEIKSTJÓRI - BESTA TÓNLIST - BESTA LAG
BÍÓUPPLIFUN ALDARINNAR!
SÝND Í SMÁRABÍÓI
SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI
Avatar 2D kl. 5 - 6:45 - 8:30 - 10:10 B.i.10 ára
Saw 6 kl. 8 - 10 B.i.16 ára
Bad Lieutenant kl. 5:30 - 10:30 B.i.16 ára
Julie and Julia kl. 5:20 - 8 LEYFÐ
Avatar kl. 4(550kr) - 6 - 8 - 10 (Kraftsýning) B.i. 10 ára
9 kl. 4(550kr) B.i.10 ára
Avatar 3D kl. 2:40 (950kr) - 6 - 9:20 B.i.10 ára
Avatar 2D kl. 2:40 (600kr) - 6 - 9:20 B.i.10 ára
Anvil kl. 4(600kr) - 6 B.i.7 ára
Whatever Works kl. 5:50 - 8 B.i.7 ára
A Serious Man kl. 3:30(600kr) - 10:10 B.i.12 ára
Desember kl. 8 - 10 B.i.10 ára
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann m
Þú færð 5%
endurgreitt
í Háskólabíó
Þegar Hollywood reynir aðgera sér grein fyrir þvíhvað er mikilvægast í líf-inu grípur áhorfendur oft-
ar en ekki löngun til að leggja á
flótta. Einkanlega þegar um er að
ræða fjölskylduvæna gamanmynd
með boðskap, líkt og Old Dogs.
Leikstjórinn Becker gerði prýði-
lega hluti í Wild Hogs fyrir nokkr-
um árum, hún átti góða kafla og
leikaravalið var frumlegt og vel
lukkað.
Að þessu sinni er Travolta aftur
mættur til leiks og ekki með neinn
meðaljón sér til halds og trausts,
heldur Robin Williams, og Matt
Dillon styrkir myndina í litlu hlut-
verki. Að þessu sinni bregst sagan,
sem á að vera fyndið grín fyrir fjöl-
skylduna um tvo góða vini og við-
skiptafélaga. Dan (Williams) er í
gamalkunnum, elskulegum ham
sem rómantískur piparsveinn.
Charlie (Travolta) er sá svalari, frá-
skilinn, en að manni skilst reka þeir
einhvers konar sportvöruviðskipti.
Óvæntar truflanir verða á rekstr-
inum þegar Vicki (Preston), fyrr-
verandi kona Charlies (þau voru
gift fáeina daga niðri í Flórída fyrir
sjö árum), birtist skyndilega í New
York með tvíbura í eftirdragi. Zach
(Rayburn) og Emily (Ella Bleu
Travolta) eru ávextir þessa skamm-
lífa ástarævintýris og æxlast málin
þannig að vinirnir taka krakkana að
sér.
Nóg um það, en á þessum tíma-
punkti á Old Dogs að verða heilu
stórfjölskyldunum ómældur gleði-
gjafi en útkoman er þynnkulegir
hálfbrandarar og mislukkaðir aula-
brandarar um viðskipti vinanna og
krakkagrislinganna. Það gengur
allt á afturfótunum við að skemmta
þeim og okkur, Bernie Mac og Dil-
lon bæta lítið úr skák. Old Dogs
lyppast smám saman niður á aftur-
endann, skrípalætin verða sjaldnast
brosleg og ekki annað að sjá en
Williams vilji ólmur falla í
gleymsku og dá og svipaða sögu er
að segja af Travolta. Þessar gömlu
stjörnur mega aldeilis muna sinn
fífil fegurri.
saebjorn@heimsnet.is
Hæpnir uppalendur
Old Dogs „Þessar gömlu stjörnur mega aldeilis muna sinn fífil fegurri.“
Sambíóin
Old Dogs
bbnnn
Leikstjóri: Walt Becker. Aðalleikarar:
John Travolta, Robin Williams, Kelly
Preston, Seth Green. 95 mín. Bandarík-
in. 2009.
SÆBJÖRN
VALDIMARSSON
KVIKMYND
Það hefur gengið á ýmsu á
löngum ferli gamanleikarans
Robins Williams. Hann nálgast
sextugsaldurinn óðfluga, hefur
leikið í um 90 myndum og verið
treyst til ýmissa ábyrgðarstarfa,
líkt og að kynna á Óskars-
verðlauna-afhendingarhátíðum.
Williams er undarlegur karakter
og af því einkennist furðulegt
hlutverkavalið. Robert Altman
kom honum í sviðsljósið í hlut-
verki Stjána bláa í Popeye, sem
hlaut misjafna dóma. Bestu hlut-
verkin hans eru í Good Morning,
Vietnam (́87); Dead Poetś So-
ciety (́89) og The Fisher King
(́91), en fyrir hlutverk sín í þess-
um myndum uppskar hann Ósk-
arsverðlaunatilnefningar. Mitt
uppáhald er hins vegar Mrs. Do-
ubtfire (́93), þá átti hann sann-
arlega skilið að vinna til verð-
launanna en var ekki einu sinni
tilnefndur. Að því kom að hann
hampaði Óskarinum, það var fyrir
Good Will Hunting (́97). Eins má
nefna The World According to
Garp og Moscow on the Hudson.
Hortittirnir eru margir, á meðal
þeirra verstu verður að nefna
Club Paradise, Toys, Jack, The
Bicentennial Man, að ógleymdri
hörmunginni Patch Adams.
Tröppugangur tilveru Robins Williams