Morgunblaðið - 24.12.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.12.2009, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 2 4. D E S E M B E R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 341. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «BJARNFREÐARSON HVERS VEGNA VARÐ HANN ÓALANDI? «ÍÞRÓTTAMAÐURÁRSINS Tíu efstu í kjörinu kynntir í dag 6 Morgunblaðið/RAX Gleðileg jól  MEÐAL krafna, sem þrotabú Milestone á, eru lán til fyrrverandi starfsmanna og stjórnenda fyr- irtækisins upp á 271,2 milljónir króna. Í þeim hópi eru fyrrverandi forstjóri og aðstoðarforstjóri. Voru lánin aðallega veitt til kaupa á hlutum í Öskum Capital, sem voru að stærstum hluta í eigu Milestone. »Viðskipti Lánaði starfsmönnum til hlutabréfakaupa Eftir Þórð Gunnarsson og Örn Arnarson thg@mbl.is, ornarnar@mbl.is SAMKVÆMT upplýsingum af skuldatryggingamark- aðnum og útreikningum erlends greiningarfyrirtækis eru fjórðungslíkur á greiðslufalli ríkisins. Þetta er um- talsvert hærra en þær líkur sem IFS-greining nefnir í skýrslu sem unnin var fyrir fjárlaganefnd Alþingis. Samkvæmt áhættumati sem IFS vann eru um það bil 10% líkur á greiðslufalli ríkissjóðs. Það byggist á for- sendum um efnahagsþróun á Íslandi, en fram kemur í mati IFS að um það bil 5% líkur séu á meira en 15% sam- drætti í verðmæti útflutningsafurða landsins. Útflutn- ingur hefur minnkað um 30% á fyrstu níu mánuðum þessa árs, og jafnframt segir að einhvern tíma muni taka fyrir íslenska hagkerfið að bregðast við lægra raungengi með því að tileinka sér fjölbreyttari atvinnuvegi. Líkur á greiðslufalli svipaðar og hjá Dúbaí Samkvæmt upplýsingum frá greiningarfyrirtækinu CMA var skuldatryggingaálagið á íslenska ríkið 413 punktar í gær. CMA reiknar einnig út líkurnar á greiðslufalli miðað við þróun skuldatrygginga og annarra þátta og samkvæmt því eru líkurnar á greiðslufalli Ís- lands um 25%. Þetta er hátt hlutfall og í samanburði má nefna að líkurnar á greiðslufalli furstadæmisins Dúbaí um þessar mundir eru taldar vera um 27% og líkurnar á að gríska ríkið standi ekki í skilum eru sagðar 22%. Áhættumat IFS byggist á því að allar gjaldeyristekjur fari í að greiða niður erlendar skuldbindingar. „Gjald- eyristekjur munu ekki nægja til að greiða niður erlend lán fyrstu árin eftir að afborganir Icesave-samningsins hefjast og myndi erlend skuldastaða fara vaxandi þrátt fyrir að allar gjaldeyristekjur væru nýttar til að greiða af erlendum lánum,“ segja sérfræðingar IFS. Í mati IFS er gert ráð fyrir 90% endurheimtum á eignum Lands- bankans. Allar gjaldeyris- tekjur duga ekki Skuldatryggingamarkaður segir aðra sögu en greining IFS Í HNOTSKURN »IFS-greining reiknar með að 10% líkur séu ágreiðslufalli ríkissjóðs. Samkvæmt greining- arfyrirtækinu CMA eru þessar líkur þó 25%. » Í mati IFS kom fram að þrátt fyrir að allargjaldeyristekjur landsins yrðu notaðar í greiðslu á erlendum skuldum yrði Icesave- skuldbindingin þjóðarbúinu engu að síður of þungbær. »Taka mun tíma að byggja upp fjölbreyttari út-flutningsatvinnuvegi í umhverfi lægra raun- gengis en síðastliðin ár. Útflutningur dróst saman um tæplega þriðjung á fyrstu níu mánuðum ársins. Kertasn íkir kom inn Tendrum jólaljósin! PI PA P R \\\ A TB W A W A BW A TB W TB •••• 9 A • 99 SÍ A • 9 SÍ A • SÍ A S 1811 8 81 8 811 18 81 8 8 18 8 8 8 18 VEÐURSTOF- AN gerir ráð fyr- ir að brostið verði á með stór- hríð og mjög slæmu veðri á Vestfjörðum undir kvöldið, eða í þann mund sem jólin verða hringd inn. Við norðanvert land- ið verður samkvæmt spám hvass- viðri og éljagangur úti við strönd- ina sem gæti teygt sig inn til landsins. „Raunar verður orðið hvasst fyrir vestan strax í morguns- árið,“ segir Óli Þór Árnason veður- fræðingur. Þegar nær dregur áramótum er gert ráð fyrir hæð suðvestur af landinu sem ber með sér milt loft að vesturströndinni. „Áramótaveðrið gæti orðið bærilegt,“ segir Óli Þór. Ágæt færð er á vegum. Vegir í sjö daga þjónustu verða ruddir á jóla- og nýársdag og stefnt er að því að þá verði þessar leiðir almennt færar fyrir kl. 10 að morgni. sbs@mbl.is Stórhríð spáð fyrir vestan Hríðarveður verður vestra. Gert ráð fyrir ágætu áramótaveðri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.