Morgunblaðið - 24.12.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 2009
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is
Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór
Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"# $%& & '''(
(
) !
*
(
+
,+
# !
* ÁFRAMHALDANDI seinagangur
við að losa gjaldeyrishöft og koma á
stöðugleika á gengi krónunnar get-
ur leitt til þess að lánshæfismat rík-
issjóðs versni og fari þar með niður
í ruslflokk. Þetta kemur fram í
fréttatilkynningu matsfyrirtækisins
Fitch um óbreytt lánshæfismat rík-
isins.
Einkunn ríkisins er nú BBB- sem
er einum flokki fyrir ofan svokall-
aðan ruslflokk en þar eru skulda-
bréf sem ekki eru fjárfestingahæf.
Styrkari erlend staða
Ennfremur staðfestir Fitch að
horfurnar varðandi lánshæfi ríkisins
séu ennþá neikvæðar. Hins vegar
hefur Ísland verið tekið af gátlista.
Fram kemur í tilkynningu Fitch
að framvindan í endurskipulagningu
fjármálageirans og viðunandi gang-
ur í framkvæmd efnahagsáætlunar
stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins ásamt styrkari erlendri
stöðu þjóðarbúsins sé ástæðan fyrir
því að Ísland er tekið af gátlista.
Með því síðarnefnda er vísað í
greiðslur á erlendum lánum stjórn-
valda að undanförnu, og þá er tekið
fram að íslenska ríkið þarf ekki að
takast á við umtalsverða greiðslu-
byrði af erlendum lántökum fyrr en
árið 2011.
Einnig kemur fram í tilkynning-
unni að sérfræðingar líti svo á að
staðfesting Alþingis á Icesave-
samningnum sé í sjónmáli og telji
þar með skref stigið í átt að því að
koma efnahagslegum tengslum við
umheiminn í eðilegt horf.
ornarnar@mbl.is
Hætta á ruslflokki
Horfur enn neikvæðar að mati Fitch Ísland þó tekið af
gátlista Viðundandi framkvæmd á efnahagsáætlun AGS
» Fáum langtímaeinkun BBB- í erlendri mynt
» Einkunnin er hins vegar A- í innlendri mynt
» Erlend staða þjóðarbúsins sögð sterkari
» Horfur eru þó ennþá neikvæðar
MIKILL mannfjöldi rölti um miðborgina í gær-
kvöldi, enda upplifa margir hina sönnu jóla-
stemningu með því að bregða sér í bæinn á
Þorláksmessu. Innlit í bókabúð á þessu kvöldi
þykir mörgum ómissandi. Kaupmenn í miðbæ
Reykjavíkur eru ánægðir með jólaverslunina
sem gengið hefur vonum framar. Þá var fjöl-
menni í Friðargöngunni þar sem fólk fór með
frómar óskir í anda jólanna um frið á jörðu.
MARGIR Á MIÐBORGARRÖLTINU
Morgunblaðið/Golli
ALDREI hafa fleiri sótt um jólaaðstoð Hjálparstarfs
kirkjunnar, mæðrastyrksnefndar og Rauða kross Ís-
lands en í ár. Alls bárust 3.900 umsóknir samanborið við
2.700 í fyrra og tókst að veita öllum aðstoð sem eftir
henni óskuðu.
Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi
kirkjunnar, segir eftirtektarvert hversu margir sem búa
í eigin húsnæði þurfi á aðstoð að halda í ár. „Þetta segir
okkur að það er mjög þröngt í búi hjá þessu fólki.“
Fólk virðist gera sér vel grein fyrir því að þörfin er
meiri en oft áður, enda var einnig mikil fjölgun í hópi
sjálfboðaliða sem lögðu hönd á plóg við úthlutunina. Yfir
fjögur hundruð sjálfboðaliðar tóku þátt og segir Vilborg
sérstaklega gaman að sjá hversu margir unglingar séu
tilbúnir að nota jólafrí sitt til að láta gott af sér leiða.
Einnig hafi fjöldi fyrirtækja og félagasamtaka lagt sitt af
mörkum.
„Þetta hefur aldrei gengið eins vel og í ár, enda vorum
við með mjög gott húsnæði og frábæra sjálfboðaliða,“
segir Vilborg, en úthlutunin fór að þessu sinni fram í
MEST-húsinu við Norðlingabraut.
Í tilkynningu vegna úthlutunarinnar er bent á að ef
miðað er við að meðalstór fjölskylda standi á bak við
hverja umsókn megi gera ráð fyrir að um 10.500 ein-
staklingar njóti góðs af matvælum og gjafakortum sem
úthlutað var. hlynurorri@mbl.is
Meiri þörf á jólaaðstoð en áður
og fleiri tilbúnir að hjálpa
Morgunblaðið/Golli
Fleiri hjálpa Margir lögðu hönd á plóg.
„ÉG held að þetta séu nú ekki mikl-
ar fréttir,“ segir Gylfi Magnússon
viðskiptaráðherra um fregnir af
óbreyttu lánshæfismati Fitch á ís-
lenska ríkinu. Aðspurður hvaða þýð-
ingu það hafi að vera tekið af gát-
lista, eins og fram kemur í tilkynn-
ingu sem Fitch sendi frá sér í gær að
hafi gerst með Ísland, segir Gylfi:
„Þetta er nú ekki eitthvað sem skipt-
ir höfuð máli.“
Í haust sagði Paul Rawkins, fram-
kvæmdastjóri hjá Fitch í Lundún-
um, að lausn Icesave-málsins væri
skilyrði þess að endurmat á láns-
hæfiseinkunn íslenska ríkisins færi
fram. Gylfi tekur undir að í ljósi
þessa sé undarlegt að Fitch sendi frá
sér mat nú. „Mér finnst skrýtið að
þeir séu að breyta einhverju núna,
frekar en að bíða þangað til úrslit
Icesave-málsins liggja fyrir.“
Undarlegt
að nýtt mat
komi nú
STEINGRÍMUR
J. Sigfússon fjár-
málaráðherra tel-
ur það ekki vera
áfellisdóm þótt
IFS-greining
komist að þeirri
niðurstöðu að
10% líkur séu á
greiðslufalli ís-
lenska ríkisins
taki það á sig Ice-
save-skuldbindingarnar.
„Miðað við þær svartsýnu for-
sendur sem þeir gefa sér finnst mér
það ekki vera svo slæm niðurstaða
að það séu samt 90% líkur á að við
ráðum við þetta.“
Hins vegar væru það mjög slæm
skilaboð til umheimsins að þrátt fyr-
ir svona miklar líkur á að við ráðum
við skuldbindingarnar ætluðum við
ekki að reyna að axla okkar ábyrgð.
Ennfremur segir Steingrímur að
komist Íslendingar klakklaust í
gegnum næstu ár hafi hann ekki
áhyggjur af getu okkar til að greiða
af Icesave-skuldbindingunum frá
árinu 2016, enda verði hagkerfið þá
komið á góða siglingu.
Afgreiði málið fyrir áramót
Steingrímur segir ekki skynsam-
legt að taka að nýju upp viðræður
við Breta og Hollendinga, eins og
lögmannsstofan Mischon de Reya
nefnir sem möguleika. „Það er ein-
róma mat þeirra sem hafa staðið í
þessu að lengra verði ekki komist og
að ekki sé hyggilegt að leggja í enn
einn óvissuleiðangurinn með tilheyr-
andi töfum.“
Steingrímur hefur áður sagt að
lögfróðum mönnum sýnist sem svo
að Mishcon de Reya hafi ekki skoðað
alla hliðarsamninga í málinu. Að-
spurður um hvaða samninga sé að
ræða segir hann að svo virðist sem
breska lögfræðistofan hafi ekki
kynnt sér svokallaðan „Settlement
Agreement“.
Loks segir Steingrímur að ekki sé
hyggilegt að bíða fram á næsta ár
með að gera Icesave-frumvarpið að
lögum, enda byggist áframhaldandi
gott samstarf við AGS, næstu
greiðslur af lánum frá Norðurlanda-
þjóðunum og það að eðlilegt ástand
komist á samskipti okkar við fjár-
málaheiminn allt á því að Icesave-
málið verði afgreitt.
hlynurorri@mbl.is
Mat IFS
ekki áfell-
isdómur
Ekki hyggilegt að
ræða málið áfram
Steingrímur J.
Sigfússon