Morgunblaðið - 24.12.2009, Blaðsíða 24
Hátíðlegt Húsakynni Laugarnesskóla henta einkar vel til að slá upp glæsilegu jólaballi. Börnin dansa sæl í kringum jólatréð
24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 2009
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Mann-heim-ar eru
margbreyti-
legir. Og fátt er
kjurrt. Nútím-
inn sennilega
eirðarlausasta tíð sög-
unnar. Tilbreyting og af-
þreying er krafa hvers
dags. Það sem toppar vin-
sældalista vikunnar er
horfið í þeirri næstu og
enginn virðist sakna
þess. Sífellt er verið að
skipta um rás á öllum
sviðum mannlífsins.
Fjarstýringin er nær-
tækasta vopn nútíma-
mannsins.
En hvað með jólin? Af
hverju vilja flestir að þau
lúti allt öðrum lögmálum?
Þau séu þau sömu og síð-
ast ef þess er kostur?
Þeir sem eldri eru vilja að
eitthvert brot úr jólum
bernskunnar sé á staðn-
um eða að minnsta kosti
ekki langt undan. Það
gildir líka um þau jól sem
vitja manna síðar í dag.
Og flestir vilja heyra
jólaguðspjallið sem opnar
sjálfa jólasöguna, þótt
þeir kunni það orðrétt ut-
an að. Þetta á við um þá
sem trúa og einnig þá
sem efast. Það er reyndar
skemmra þar á milli en
margur ætlar. Efasemda-
maðurinn er oft sá sem
mest leitar og kannski sá
sem mest þráir.
Ekki er deilt um frá
sjónarmiði sagnfræð-
innar að Kristur var uppi
á þeim tíma sem hinar
helgu frásagnir greina
frá. Veraldlegri frásagnir
eru einnig til sem segja
þá sögu einnig. Stundum
er þó nefnt að síðari tíma
ársetningu þessara miklu
atburða kunni að skakka
um fáein ár. Það sýni
dauði Heródesar og fyr-
irmæli Ágústusar um
þjóðskrá Rómaveldis. Og
sama segi ferilskrá
Pontíusar Pílatusar.
Sjálfsagt er þetta satt og
rétt. En þær athuga-
semdir, þótt réttmætar
séu, breyta í engu hinni
stóru mynd. En
sumir þeirra
sem efast ekki
um að Kristur
var spyrja hins
vegar hvort
hann hafi endi-
lega einnig verið sá sem
hann sagðist vera. Var
hann sonur Guðs og
standast þau fyrirheit
sem hann gaf og skipta
mannkynið svo miklu?
Gefa lífinu sanna fyllingu
og raunverulegan til-
gang? Þeir sem þannig
spyrja vilja fá sannanir,
og helst þá vísindalegar.
Og þeim finnst stundum
að öðrum beri skylda til
að sanna það fyrir sér að
svo hafi verið sem sagt
var og ljós heimsins og
lausnari rísi í raun undir
fyrirheitum sínum og
þess sem sendi hann. En
það er einmitt galdurinn.
Sönnunina er aðeins að
finna í vitund hvers
manns. En sanninda-
merkin eru hins vegar
mörg og mikilvæg, þau
verða ekki tíunduð hér.
Eitt gæti þó verið það að
enn, tvö þúsund árum eft-
ir að Kristur var með
mönnum og einn af þeim,
er fæðing hans enn tilefni
mestu friðarhátíðar ver-
aldar. En hann hafði boð-
að mönnum frið á jörð.
Og það er þögul en
ríkjandi krafa sem um-
lykur allt, að á jólum gildi
friðarskylda. Eitt and-
artak skal hinu illa bægt
frá, hugsunum þess, orð-
um og verkum. Um þetta
er þó ekki orð í lögum,
stjórnarskrám eða al-
þjóðlegum sáttmálum.
Efasemdamennirnir
njóta einnig jólanna og
gefa efanum frí sem öðru
amstri og gleðjast ekki
síður en aðrir. Og gleðin
er í senn bernsk og björt
á dimmustu dögum árs-
ins, þegar sú hátíð sem
hjartanu er skyldust
gengur í garð.
Morgunblaðið óskar
lesendum sínum og
landsmönnum öllum
gleðilegra jóla.
Friðarboðskapur
Krists lýsir af
hátíðinni sem
haldin er vegna
fæðingar hans.}
Gleðileg jól
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon