Morgunblaðið - 24.12.2009, Blaðsíða 52
FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 358. DAGUR ÁRSINS 2009
! " #
$ $
!
%& '!& ! (
)*+,+-
*./,00
)*),.1
*2,22)
*),+)/
)+,2.+
)*),-+
),/0.3
)00,*-
)-),02
456
4 */" 5 *..0
)*-,.-
*.2,20
)*),2)
*2,3)/
*),+++
)+,23-
)**,*)
),/021
)00,-+
)-*,23
*/1,*+-)
%
78 )*-,/-
*.2,00
)*),+1
*2,3-3
*),-2)
)+,3.0
)**,33
),/0-+
*..,21
)-*,01
Heitast -4°C | Kaldast -16°
Búist er við stormi
á Vestfjörðum, en
hægari vindi annars
staðar. Snjókoma eða
él fyrir norðan » 10
FÓLK Í FRÉTTUM»
DANS»
Erna Ómarsdóttir sýndi
villta takta. »46
Eggert Þorleifsson
segir það gaman að
túlka Fagin í Óliver!,
hann sé sterkur og
fyrirferðarmikill
karakter. »43
LEIKLIST»
Fyrirferð-
armikill
KVIKMYNDIR»
Margt var um stjörnur á
Sherlock Holmes. »45
TÓNLIST»
Hjaltalín á söluhæstu
plötuna. »44
Bókaútgáfan Edda
gefur út fjörutíu
titla á árinu, áhersl-
an er aðallega á efni
frá Disney-fyrir-
tækjasamsteypunni.
»43
Disney í
forgrunni
BÓKMENNTIR»
Menning
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Í LAUSASÖLU 590 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200
VEÐUR»
» VEÐUR mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Bauð 5.000 krónur í hús
2. Lést í umferðarslysi á föstudag
3. Woods og Uchitel enn í sambandi
4. Neita að selja Fréttablaðið
Íslenska krónan styrktist um 0,2%
JÓLAFAGNAÐUR Hjálpræðis-
hersins og Verndar verður haldinn í
dag, aðfangadag, í Herkastalanum,
Kirkjustræti 2 í Reykjavík.
Fagnaðurinn hefst að venju með
borðhaldi klukkan 18.
Allir þeir, sem ekki hafa tök á að
dveljast hjá vinum og vandamönnum
á aðfangadagskvöld, eru hjartanlega
velkomnir í jólafagnaðinn.
Jólafagnaður
Verndar og
Hjálpræðishersins
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
Á ANNAN tug karlmanna sýndi hreysti sína
þegar þeir skokkuðu saman í beinni röð og
stukku hver á fætur öðrum fram af kletti við
Nauthólsvík í hádeginu í gær. Mismikil reisn var
yfir lendingu þeirra í jökulköldum sjónum en all-
ir komust þeir þó heilir á þurrt.
Í kjölfarið skokkuðu hraustmennin að heita
pottinum við ylströndina og hittu þar fyrir fjöl-
marga sjósundkappa sem höfðu gert sér að góðu
að ganga í sjóinn. „Það eru engin jól án þess að
stinga sér í sjó,“ sagði einn mannanna á meðan
hann kom sér fyrir í þétt setnum pottinum.
Um var að ræða síðasta opnunardag ylstrand-
arinnar fyrir jól og nýttu á annað hundrað
manns, á öllum aldri, sér tækifærið og tóku jóla-
sundsprett. Sautján ára sjósundkona, Petra Kol-
brún Pétursdóttir, sagði svamlið hressandi þó
svo að heldur kalt hefði verið þetta skiptið.
Petra hefur ásamt móður sinni, Erlu Ólafs-
dóttur, lagt stund á sjósund síðan í ágúst sl. og
reyna þær að fara tvisvar í viku.
Venjulega er sjávarhitinn í kringum 1,5-4
gráður en í gær var hann núll gráður. „Við vor-
um að slá metið,“ sagði Erla en þær mæðgur
fóru tvívegis út í, í fimm mínútur í senn. Þess ber
að geta að mikið frost var í lofti, eða um fimm til
átta gráður.
Í heita pottinum var spjallað um hátíðahaldið
og það sem því fylgir. Í tilefni dagsins var boðið
upp á heitt súkkulaði og frostpinna fyrir yngstu
kynslóðina. Líkt og venja hefur verið í desember
var einnig boðið upp á upplestur og féll það í
skaut Gerðar Kristnýjar skálds að lesa fyrir við-
stadda. Gerður las jólaljóð fyrir gesti við góðan
róm, og víst er að endurnærðir sundkappar
sneru aftur til jólagjafakaupa eftir volkið. | 12
„Engin jól án þess að stinga sér í sjó“
Á annað hundrað manns losuðu um jólastressið í Nauthólsvík
Morgunbalðið/RAX
EFTIR áramót
verður opnað fyrir
aðgang að skjölum
sem snúa að sam-
skiptum stjórn-
valda í Austur-
Þýskalandi við ein-
staklinga og félög
sósíalista á Íslandi. Kjartan Ólafs-
son, fv. ritstjóri Þjóðviljans, safnaði
nær 500 skjölum nýverið í Berlín og
afhenti Þjóðskjalasafni. Í samtali við
Vísbendingu segir Kjartan að sitt-
hvað í skjölunum hafi komið sér á
óvart en sjálfur taldi hann skyldu
sína að gera þau aðgengileg.
SAGNFRÆÐI
Opnað fyrir aðgang að Berl-
ínarskjölum eftir áramót
Um jólin verður
sýnd í Sjónvarpinu
heimildarmynd í 2
hlutum um það
þegar Goðafossi var
sökkt 10. nóvember
1944. Myndin ber
nafnið Árásin á
Goðafoss og er leikstjóri hennar
Björn Brynjúlfur Björnsson, en Jón
Ársæll Þórðarson og Þór White-
head unnu handritið. Um tíu ára starf
liggur að baki heimildarmyndinni.
„Við náðum viðtölum við alla sem
lifðu árásina af og eru enn á lífi og svo
jafnframt þá sem voru um borð í
þýska kafbátnum, U-300, og eru enn
á lífi,“ segir Jón Ársæll um myndina.
KVIKMYNDIR
Tíu ára starf liggur að baki
Árásinni á Goðafoss
Unglingahljóm-
sveitin Pops mun
leika á hinni árlegu
Nýársgleði ’68-
kynslóðarinnar
sem haldin verður
á Kringlukránni 1.
janúar.
Dagskráin verður fjölbreytt og
það þykja tíðindi að stórsöngvarinn
Engilbert Jensen kemur fram eft-
ir langt hlé og syngur með Pops.
Í boði verður fjórréttaður hátíðar-
kvöldverður. Diddi fiðla mun stjórna
fjöldasöng gesta og ræðumaður
kvöldsins verður Ólafur Gunnarsson
rithöfundur.
NÝÁRSFAGNAÐUR
Engilbert Jensen þenur
raddböndin eftir langt hlé
MORGUNBLAÐIÐ kemur næst
út mánudaginn 28. desember nk.
Að venju verður fréttaþjónusta á
fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is,
yfir jóladagana. Hægt er að senda
ábendingar um fréttir á netfangið
netfrett@mbl.is.
Áskriftardeild Morgunblaðsins
verður opin í dag, aðfangadag, frá
klukkan 7-13. Hún verður opnuð
að nýju mánudaginn 28. desem-
ber kl. 7. Netfang deildarinnar er
askrift@mbl.is. Auglýsingadeild
blaðsins verður lokuð yfir jólin en
opnuð að nýju 28. desember kl. 8.
Netfang auglýsingadeildar er
augl@mbl.is. Skiptiborð Morg-
unblaðsins verður lokað yfir jólin
en opnað að nýju mánudaginn 28.
desember. Símanúmer Morg-
unblaðsins er 569-1100. Netfang
ritstjórnar er ritstjorn@mbl.is.
Fréttaþjónusta
mbl.is um jólin