Morgunblaðið - 24.12.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.12.2009, Blaðsíða 16
16 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 2009 Við hjá Bílabúð Benna óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleði og friðar yfir hátíðarnar og þökkum samskiptin á árinu sem er að líða. Þann 15. desember lagði Bílabúð Benna sitt af mörkum til samfélagsins með því að færa matargjöf til sameiginlegs átaks Mæðrastyrksnefndar, Reykjavíkurdeildar Rauða Krossins og Hjálparstarfs kirkjunnar. Ákveðið var að gera slíkt í stað þess að senda hefðbundin jólakort og jólagjafir til viðskiptavina. Á mynd f.v. Margrét Beta Gunnarsdóttir - Bílabúð Benna, Ragnhildur G. Guðmundsdóttir - Formaður Mæðrastyrksnefndar Benedikt Eyjólfsson - Bílabúð Benna. Bílabúð Benna - Vagnhöfða 23 - 110 Reykjavík - 590 2000 - benni@benni.is - www.benni.is Gleðilega hátíð FRÉTTASKÝRING Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „ÞAÐ er óhætt að segja að sam- komulagi stjórnvalda um íslenska kvikmyndagerð hafi verið kippt úr sambandi á þessu ári,“ segir Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvik- myndamiðstöðvar Íslands. Bendir hún á að samkvæmt fjögurra ára samkomulagi sem þáverandi menntamálaráðherra og fjármála- ráðherra gerðu við samtök í ís- lenskri kvikmyndagerð árið 2006 hefðu framlög til íslenskrar kvik- myndagerðar átt að hækka í þrep- um úr 490 milljónum króna árið 2007 í 700 milljónir árið 2010. Í fjárlögum ársins 2010 var hins vegar samþykkt að lækka framlög til Kvikmyndasjóðs, sem sér um að úthluta styrkjum til leikinna kvik- mynda í fullri lengd, stuttmynda- gerðar, heimildamyndagerðar og leikins sjónvarpsefnis, niður í 450 milljónir, en á fyrri vinnslustigum fjárlaganna var lagt til að framlagið yrði 390 milljónir. Því mótmæltu kvikmyndagerðarmenn harðlega og voru ekki síst ósáttir við að skera ætti miklu mun meira niður í fram- lögum til kvikmyndagerðarlistar en annarra listagreina. Að mati Laufeyjar er hætt við því að niðurskurðurinn á árinu 2010 hafi mjög mikil og jafnvel langvarandi áhrif á kvikmyndageirann hér á landi. Þannig verði erfiðara að fjár- magna myndir sem svo aftur geti leitt til þess að sérmenntað fagfólk hérlendis hverfi úr greininni, annað hvort til útlanda eða í önnur ótengd störf, en um 300 manns hafa lifi- brauð sitt af kvikmyndagerð hér. Spurð hvað Kvikmyndasjóður hefði getað tekið á sig mikinn niðurskurð án þess að setja geirann í uppnám segir Laufey að þær tæpu 600 millj- ónir sem framlög til Kvikmynda- sjóðs, þar með talið Sjónvarpssjóðs voru komin upp í hafi í reynd verið nokkurs konar lágmark. „Ef við get- um ekki styrkt a.m.k. þrjár leiknar kvikmyndir og 2-4 sjónvarpsþátta- raðir á ári og stutt við heimilda- og stuttmyndir þá er mikil hætta á spekileka í greininni.“ Spurð hvað sé nú þegar í vinnslu segir Laufey að í eftirvinnslu séu myndirnar Rokland, Sumarlandið, Laxdæla Lárusar Skjaldasonar, Kóngavegur, Órói og teiknimyndin Þór, auk þess sem þrjár myndir hafa fengið vilyrði um styrk, en þær eru Gauragangur, Grafarþögn og Baldur. „Það er ljóst að sjóðurinn ræður ekki við allar þær myndir sem nú þegar hafa fengið hafa vil- yrði um styrk og eru í undirbúningi, þannig að það verður að draga eitt- hvað úr,“ segir Laufey. Varar við fátækragildru Í opnu bréfi sem forsvarsmenn kvikmyndageirans sendu öllum al- þingismönnum vikuna áður en fjár- lögin voru samþykkt, var á það bent að 140 milljón kr. niðurskurður 2010 jafngilti í reynd niðurskurði upp á 280 milljónir til greinarinnar í heild. Ástæðan er sú að Kvikmyndasjóður styrkir aldrei meira en 50% af fram- leiðslukostnaði myndar og því komi alltaf 50% framlag frá erlendum fjárfestum. Laufey varar við ákveð- inni fátækragildu sem komi fram í því að kvikmyndagerðarmenn freisti þess að gera ódýrari myndir en fyrr sem þýði að minna fjármagn erlend- is frá komi inn í verkefnin auk þess sem það kalli á fleiri erlenda með- framleiðendur sem aftur þýði að tekjumöguleikar íslenskra framleið- enda minnki. Laufey segir mikil- vægt að ekki sé veittur neinn af- sláttur á tæknilegar lágmarkskröfur kvikmyndir og þau gæði sem ein- kenni myndir atvinnumanna. „Við höfum miklar áhyggjur af framhaldinu,“ segir Ásdís Thorodd- sen, kvikmyndagerðarmaður. Bend- ir hún á að reynslan erlendis frá sýni að það borgi sig að halda áfram stuðningi við kvikmyndageirann á þrengingartímum þar sem hann skili meiri peningum til þjóðarbús- ins en sem nemi styrkjunum sem til hans renna. Á sama tíma séu kvik- myndir mikilvæg landkynning sem hafi bein jákvæð áhrif á ferðaþjón- ustuna hérlendis. „Það er því erfitt að finna listgrein sem leggur jafn- mikið til þjóðarbúsins og kvik- myndagerðin.“ „Mikil hætta á spekileka“ Morgunblaðið/Þorkell Himnaför Baltasar Kormákur við tökur á kvikmyndinni A Little Trip to Heaven sem frumsýnd var í árslok 2005. Kvikmyndasjóður ræður ekki við að styrkja allar þær myndir sem nú þegar hafa fengið vilyrði um styrk Að mati forstöðumanns Kvik- myndamiðstöðvar Íslands er hætt við því að niðurskurður til Kvikmyndasjóðs 2010 hafi mjög mikil og jafnvel langvarandi áhrif á kvikmyndageirann hérlendis. Framlög til kvikmyndagerðar 2007 2008 2009 2010 Samkomulag um framlag Framlag í fjárlögum (Tölur í milljónum króna) 49 0 51 5, 4 56 0 56 0 6 20 59 0 70 0 45 0 39 0 Upphafleg tillaga í fjárlögum „AUÐVITAÐ á þetta eftir að bitna á kvik- myndagerðinni og draga úr framleiðslunni. Ég held það þýði ekkert annað en að horfast í augu við það,“ segir Katrín Jak- obsdóttir, menntamálaráðherra, en tekur fram að hins vegar feli niðurskurðurinn ekki í sér endalok íslenskrar kvik- myndagerðar þó draga þurfi saman seglin tímabundið. „Það var vitað að fjárlögin 2010 og 2011 yrðu erfið, en þetta er ekki eilíft ástand. Við þurf- um að komast út úr þessum þreng- ingum með sem minnstum skaða.“ Katrín segir ástæðu þess að meira er skorið niður í framlögum til kvik- myndageirans en öðrum listgreinum núna skýrast af því geirinn hafi fengið umtalsverða hækkun, um- fram aðra, á framlögum á árunum 2005-2007 sem leiddi til aukinnar framleiðslu. Segist hún vonast til þess að þar sem kvikmyndageirinn taki á sig stóran skell árið 2010 verði honum hlíft við miklum niðurskurði í fjárlögunum 2011. Spurð hvort hún hafi áhyggjur af því að störf í greininni tapist þar sem fagfólk þurfi að hverfa til ann- arra starfa eða sækja í störf erlendis á þrengingartímum hérlendis segir Katrín fulla ástæðu til að skoða það. Bendir hún á að hún muni fljótlega á nýju ári í samvinnu við iðnaðar- ráðherra láta vinna úttekt á stöðu ís- lenskrar kvikmyndagerðar og m.a. skoða hagrænu áhrif niðurskurð- arins og reyna í framhaldinu að teikna upp framtíðarlandslagið. Ekki eilíft ástand Katrín Jakobsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.