Morgunblaðið - 24.12.2009, Blaðsíða 23
isaðstöðu, útskýra Katrín og Stefán.
Yfir sumarið er áhersla lögð á að
fæða þá og hlúa að þeim. Í byrjun
nóvember er aftur komið að sláturtíð
og tekur hún tæpan mánuð. Eftir að
dýrin hafa verið fláð eftir kúnst-
arinnar reglum er fitan skafin af
skinnunum, þau eru strekkt á þönur,
þurrkuð og þeim pakkað.
Þetta er styttri útgáfan af ári
minkabóndans, því mörg önnur
handtök falla til. Vísindin eru notuð
við að velja lífdýr, en öll hafa dýrin
sitt númer og saga fjölskyldunnar er
skráð. Upplýsingar um frjósemi,
stærð og gæði skinns eru nákvæm-
lega færðar inn í tölvu og lífdýrin val-
in eftir því hvaða áherslur er miðað
við.
Grænn búskapur
„Mín skoðun er sú að minkarækt
sé einn hlekkurinn í grænum bú-
skap,“ segir Katrín. „Okkar dýr éta
um þúsund tonn á ári af úrgangi frá
kjöt- og fiskvinnslum sem annars
væri urðaður. Okkur vantar fleiri
minkabú hér á landi til að eyða þeim
úrgangi sem til fellur frá okkur
mannfólkinu.“
„Það væri nær að skapa útflutn-
ingstekjur úr úrganginum en svína
út landið og borga stórfé fyrir,“ segir
Stefán. „Nú þegar áburðarverð rýk-
ur upp í hæstu hæðir er gott að vita
af þeirri auðlind sem minkaskíturinn
er.“
„Minkabúin eru núna 22 og ekkert
refabú og því nóg pláss fyrir fleiri,“
segir Katrín, sem er ritari Sambands
íslenskra loðdýrabænda.
„Pabbi var til dæmis í öðr-
um árgangi nemenda. Mér
finnst líka oft skrýtið að
hugsa til þeirra daga þeg-
ar ég var sjálfur hér í
skóla, þá grunaði mig ekki
hvað yrði.“
Daglegt líf 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 2009
Katrín og Stefán í Ásaskóla störf-
uðu um árabil við tónlistarkennslu
og söngiðkun í Reykjavík, m.a. við
óperusöng í Íslensku óperunni og
Þjóðleikhúsinu. Menntun þeirra
beggja er aðallega í tónlistinni,
Katrín er tónmenntakennari og pí-
anóleikari, Stefán er grunnskóla-
kennari og þau bæði söngkennarar
frá Söngskólanum í Reykjavík.
Hann stundaði framhaldsnám á
Ítalíu, hún í Svíþjóð og Bandaríkj-
unum.
„Eftir að við fluttum hingað
austur stjórnaði ég Vörðukórnum í
nokkur ár og Kata sá um píanóleik,
en áður hafði ég stjórnað Samkór
Kópavogs í 11 ár,“ segir Stefán.
„Ég söng heilmikið á sínum tíma,
en kennslan tók samt mestan
tíma,“ segir Katrín. „Að vinna sem
söngkennari er ekki það sama og
að syngja sjálfur og starfa ein-
göngu við það. Ég sé ekki eftir
þessum tíma í kennslunni og ég
hafði gaman af að kenna þennan
tíma. Mig langaði hinsvegar ekki
til að gera það endalaust. Ég gat
vel hugsað mér að hætta sem söng-
kennari á sínum tíma og það getur
komið að þeim degi að ég geti líka
hugsað mér að hætta sem minka-
bóndi og fara út í eitthvað allt ann-
að.
Ég hef alltaf sungið eitthvað hér
og haldið mér við og þá spilað und-
ir sjálf, samt hef ég haft þetta
meira fyrir mig. Það er heldur ekki
mikið verið að hringja í fólk uppi í
sveit til að biðja það að koma og
syngja þetta eða hitt. Í fyrra var ég
samt með svolitla tónleikaröð og
söng þá meðal annars heima á
Húsavík,“ segir Katrín.
Tónlistin lögð til hliðar
Ljósmynd/Þjóðleikhúsið
Grímudansleikur Katrín söng eitt aðalhlutverkanna í Grímudansleik Verdis í Þjóðleikhúsinu haustið 1985 ásamt
Kristjáni Jóhannssyni, Kristni Sigmundssyni, Elísabet F. Eiríksdóttur og Sigríði Ellu Magnúsdóttur í leikstjórn
Sveins Einarssonar. Á myndinni má sjá Katrínu í hlutverki sínu ásamt Kristni og Kristjáni. Í jákvæðum dómi um
sýninguna í Morgunblaðinu sagði Jón Ásgeirsson, tónlistargagnrýnandi, meðal annars: Katrín Sigurðardóttir var
mjög góð sem Oscar. Leikur hennar var frísklegur og þar sem hún fékk tækifæri til að láta rödd sína hljóma var
hún frábær, sérstaklega á grímudansleiknum á móti Renato.
Mjódd - Salavegi - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbær
w
w
w
.m
ar
kh
on
nu
n.
is
OPIÐ TIL HÁDEGIS Í DAG
Jólakveðja
Starfsfólk Nettó