Morgunblaðið - 24.12.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.12.2009, Blaðsíða 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 2009 Kveðjustundin er komin, í dag kveð ég ástkæra ömmu mína í hinsta sinn. Sama hversu vel maður telur sig undirbú- inn, þá er alltaf erfitt þegar kallið kemur. Amma mín kvaddi laugardaginn 12. desember eftir hetjulega bar- áttu við krabbamein. Ekki var um að ræða fyrstu baráttu hennar við það illvíga mein en hún hafði áður farið með sigur af hólmi. Í þetta sinn hafði sjúkdómurinn betur. Þrátt fyrir veikindin bar amma mín ávallt höfuðið hátt og hélt reisn fram á síðasta dag. Alltaf var jafn gott að koma til ömmu og afa í Öldugerðið. Um leið og ég kom inn heyrðist í ömmu: „Nei ertu komin elskan mín“ og á eftir fylgdi þétt og gott faðmlag. Umræðurnar fóru fram í eldhúsinu og þar var spjallað um lífið, til- veruna og allt þar á milli. Oftar en ekki var þó umræðuefnið hvernig mér gengi í því sem ég var að taka mér fyrir hendur hverju sinni. Á mínum yngri árum kom ég oft og dvaldi hjá ömmu og afa á Hvols- velli og þá var nú ýmislegt brallað. Heilu leikritin voru sett upp í Öldu- gerðinu og mátti finna leikmunina marga í brúna kistlinum góða. Afa var hjálpað í garðinum, sendiferðir Rannveig Júlíana Baldvinsdóttir ✝ Rannveig JúlíanaBaldvinsdóttir fæddist í Ólafsfirði 22. ágúst 1933. Hún lést á heimili sínu á Hvolsvelli 12. desem- ber síðastliðinn. Útför Rannveigar fór fram frá Stórólfs- hvolskirkju 19. des- ember sl. farnar í búðina, hopp- að í sund í góða veðr- inu og margt, margt fleira. Eftir langan og erilsaman dag var komið heim þar sem amma beið í eldhús- inu með eitthvert góð- gæti á borðum og þá hófst sögustundin um hvaða ævintýrum ég hafði lent í þann dag- inn. Margar góðar minningar á ég tengd- ar sumarbústað fjöl- skyldunnar í Syðstu-mörk. Þar kom fjölskyldan margoft saman og átti góðar stundir. Við frændsystkinin lékum okkur saman í sveitinni og sjaldan var amma langt undan að fylgjast með okkur uppátækjasömu villingunum. Oft voru mikil læti, ærslagangur og fjör en þarna held ég að ömmu og afa hafi liðið hvað best, umkringd börnum sínum og barnabörnum. Undanfarnir dagar og vikur hafa verið okkur fjölskyldunni erfiðir en einnig hafa þessar stundir verið okkur ómetanlegar. Mikið var gott að koma upp á spítala til ömmu eftir skóla og ræða um allt milli himins og jarðar. Ég ákvað að leyfa ömmu nú ekki bara að spyrja mig spjör- unum úr heldur nota tækifærið og spyrja um hennar líf þegar hún var á mínum aldri. Það var svo gaman að sjá hvað amma ljómaði öll þegar hún sagði mér frá því þegar hún og afi voru að kynnast og frá árunum í Ólafsfirði. Væntumþykjan og ástin í garð afa og barna hennar skein í gegn og litaði hverja söguna á fæt- ur annarri. Elsku amma mín það er svo margt gott sem þú skilur eftir þig. Fjölskyldan er búin að standa sam- an sem ein heild í veikindum þínum og allir lögðu sitt af mörkum til að gera þér lífið sem bærilegast sein- ustu dagana. Þetta er það sem þið afi kennduð okkur elsku amma mín, að standa saman í blíðu og stríðu, styðja og hlúa vel hvort að öðru. Það munum við gera áfram og mun- um við öll standa þétt við bakið á afa nú þegar þú ert á brott. Ég kveð ömmu full af þakklæti fyrir allt það sem hún gerði fyrir mig og kenndi mér. Halla Ósk Ólafsdóttir. Elsku amma. Nú þegar ég kveð þig koma upp í hugann margar hlýjar minningar um þær góðu stundir sem við áttum saman. Í minningunni varstu alltaf svo fín og flott til fara amma mín, kjólarnir þínir og allir skórnir voru eins og gersemar fyrir litlar skottur sem fengu oft og iðulega að gramsa í fataskápunum hjá ömmu sinni og voru ófáar tískusýningar haldnar í Öldugerðinu. Mér er einnig minnisstætt hversu hrifin þú varst af tónlist og varst alltaf sérstaklega áhugasöm um tónlistarnám okkar ömmubarn- anna, enda var það fastur liður að halda tónleika í stofunni hjá ömmu og afa þegar komið var í heimsókn. Ekki er hægt að sleppa því að minn- ast á allar sumarbústaðaferðirnar sem við fórum í saman. Við eyja- fjölskyldan vorum dugleg að koma til ykkar afa allan ársins hring til þess að vinna í sumarbústaðnum við bæði gróðursetningu og uppbygg- ingu hans. Þessar stundir voru sannkallaðar fjölskyldustundir og þú varst ávallt í essinu þínu með alla hjörðina í kring um þig. Það er skrítin tilhugsun að vera að kveðja þig núna svona rétt fyrir jólin, þú sem varst svo mikið jóla- barn, hafðir alltaf gaman af fallegu jólaskrauti og góðri jólatónlist. Það er eitthvað svo óraunverulegt að ég fái aldrei aftur að heyra þig kalla mig nöfnu, ég sem var svo stolt af því að bera nafnið þitt og þótti alltaf jafn vænt um að heyra þig kalla mig nöfnu. En einna sárast finnst mér þó að hugsa til þess að þú verðir ekki með okkur í skírninni hjá litla stráknum mínum og fáir ekki að kynnast honum meira en þú gerðir. Þú sem varst svo hrifin af honum, lýstist öll upp þegar þú heyrðir í honum eða tókst hann í fangið. Mik- ið er ég þakklát fyrir þessar fáu vik- ur sem þið áttuð saman, enda munu þær minningar sem ég á um ykkur saman aldrei gleymast. Það er með miklum söknuði að ég kveð þig amma mín, en hlýjar minn- ingar um allar ánægjustundirnar okkar saman munu fylgja mér alla tíð. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín nafna, Rannveig Rós. Minningar á mbl.is Ása Linda Guðbjörnsdóttir Höfundur: Nína Sólveig Jóns- dóttir Guðmundur Guðmundarson Höfundur: Tryggvi V. Líndal Meira: mbl.is/minningar Kveðja frá blakfélögum Hann Þórarinn er dáinn sagði Birgir Sveinsson þegar hann hringdi í mig á þriðjudaginn, fréttin kom ekki á óvart þó hún kæmi fyrr en búist var við. Þórarinn var búinn að vera hjartveikur í mörg ár og eftir aðgerð í Svíþjóð hafði heilsu hans hrakað. Þórarinn var í hópi félaga sem hafa komið saman tvisvar í viku í yfir 30 ár til að spila blak. Í öll þessi ár hefur kjarni hópsins verið sá sami, nýir félagar bæst í hópinn og nánast enginn hætt nema vegna óviðráðanlegra ástæðna. Það fer ekki hjá því að vinskapur verði ná- inn þegar samskipti hafa staðið Þórarinn Þorkell Jónsson ✝ Þórarinn ÞorkellJónsson fæddist í Reykjavík 7. júní 1938. Hann lést á líknardeild Landspít- alans í Kópavogi 23. nóvember sl. Útför Þórarins fór fram frá Langholts- kirkju 1. desember sl. svo lengi. Þórarinn var ein af kjölfestun- um í hópnum hann mætti manna best og var hrókur alls fagn- aðar þegar við átti. Það verður söknuður eftir félagsskap hans á gamlársdag í ár- vissu áramótablaki. Þórarinn var hreinskiptinn, hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefn- um en var aldrei ill- kvittinn eða meinfýs- inn. Það voru fleiri sem áttu Þórarinn að félaga og vini en við blakarar, hann spilaði bridge, veiddi lax og var virkur í Lions hreyfingunni. Þrátt fyrir hin mörgu áhugamál og mikla vinnu var Þórarinn umhyggjusamur fjöl- skyldufaðir, eiginmaður, faðir, afi og langafi. Með Þórarni er genginn góður drengur sem verður sárt saknað af vinum og vandamönnum.Við blak- félagarnir sendum fjölskyldu Þór- arins samúðarkveðjur á sorgar- stundu. Sigurður Geirsson. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, mágur og afi, GUÐMUNDUR CESAR MAGNÚSSON, Blikaási 21, Hafnarfirði, lést af slysförum miðvikudaginn 16. desember. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju Hafnarfirði miðvikudaginn 30. desember kl. 13.00. Við afþökkum blóm og kransa en biðjum þá sem vilja minnast hans að styrkja björgunarsveitirnar. Fyrir hönd aðstandenda, Oddrún Kristófersdóttir, Elísabet Sigríður Guðmundsdóttir, Atli Már Guðmundsson, Jóhanna Þórisdóttir, Arna Rún Cesarsdóttir, Hrafn Leó Guðjónsson, Guðbjörg Krista Cesarsdóttir, Ívar Smári Guðmundsson og barnabörn. ✝ Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, INGEBORG GRIMM JÓNSSON, Þorsteinsgötu 11, Borgarnesi, verður jarðsungin frá Borgarneskirkju þriðjudaginn 29. desember kl. 14.00. Guðmundur Jónsson, Úlfar Guðmundsson, Joan Andersen, Sverrir og Guðmundur Úlfarssynir, Kristófer Þór, Michael Van Eric, Timothy Manfred, Melinda og Christie. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANNA SIGRÚN SNORRADÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Eir þriðjudaginn 22. desember. Birgir Þórhallsson, Snorri Sigfús Birgisson, Guðrún Sigríður Birgisdóttir, Martial Nardeau, Þórhallur Birgisson, Kathleen Bearden og barnabörn. ✝ Elskuleg sambýliskona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma, langamma og langalangamma, JÚLÍA SVAVA ELÍASDÓTTIR, Víðigerði, Mosfellsdal, sem lést á hjúkrunarheimilinu Víðinesi föstudaginn 11. desember, verður jarðsungin frá Lágafellskirkju þriðjudaginn 29. desember kl. 11.00. Sigtryggur Þorsteinsson, Hrefna Indriðadóttir, Ragnar Jónsson, Ásgeir Indriðason, Sigrún Gunnarsdóttir, Jens Indriðason, Sveinbjörg Hrólfsdóttir, Guðrún Indriðadóttir, Jón Eyjólfsson og ömmubörn. ✝ Hjartanlegar þakkir sendum við öllum þeim sem með hlýhug og vináttu vottuðu minningu PÉTURS H. ÓLAFSSONAR virðingu. Sérstakar þakkir fær starfsfólk deildar L-5 á Landspítala Landakoti fyrir elsku þeirra við umönnun hans. Sendum ykkur öllum óskir um gleðilega jólahátíð og farsæld á komandi ári. Hrefna Pétursdóttir, Hugrún Pétursdóttir, Marteinn Elí Geirsson, Pétur Pétursson, Anna S. Einarsdóttir, Ólína Björk Pétursdóttir, afabörnin öll og systkini hins látna. Andlátstilkynningar HELGARÞJÓNUSTA - andlátstilkynningar í mánudagsblaðið eru eingöngu bókanlegar á mbl.is frá kl. 18:00 á föstudegi til kl. 12:00 á sunnudegi Slóðin er: http://mbl.is/mogginn/andlat/form/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.