SunnudagsMogginn - 31.01.2010, Qupperneq 6
6 31. janúar 2010
ÞORRINN 2
010
Þorrahlaðborð
– fyrir 10 eða fleiri –
1.990
kr. á mann
Sjá nánar á www.noatun.is
Sendum frítt um land allt
www.noatun.is
„Þarfir okkar vegna flugumferðarstjórnar á úthafinu
eru frábrugðnar því sem gerist á meginlöndunum.
Þetta réð því að Flugmálastjórn hóf þróun á eigin
kerfum fyrir rúmum þrjátíu árum,“ segir Þorgeir Páls-
son. Þessi starfsemi hefur vaxið stöðugt. Alls 25
manns vinna að kerfisþróunarverkefnum hjá TERN
Systems auk þess sem hópur tæknimanna og flug-
umferðarstjóra hjá Flugstoðum tekur þátt í þeim.
„Hér hefur skipt meginmáli að tengja saman not-
endurna, það er flugumferðarstjóra og fluggagna-
fræðinga við tæknimennina, sem framleiða kerfin.
Nú erum við að fara inn í tímabil, þar sem takast á
á við rannsóknarverkefni auk þeirra þróunarverk-
efna, sem við höfum sinnt undanfarna þrjá áratugi.
Þetta gefur Háskóla Íslands og Háskólanum í
Reykjavík tækifæri til að hefja rannsóknir enda mun
SESAR-áætlunin bjóða sérstaka styrki í þessu skyni.
Flugstoðir eru nú þegar að vinna að rannsóknarverk-
efni ásamt Icelandair er lýtur að því að draga úr út-
blæstri flugvéla. Um er að ræða áætlun sem EBS og
bandarísk stjórnvöld settu á laggirnar til að leita
allra leiða til að draga úr útblæstri í flugi milli meg-
inlanda,“ segir Þorgeir Pálsson.
Þróa ný flugstjórnarkerfi og draga úr útblæstri
Sigurður Hólmar Jóhannesson flugumferðarstjóri við
störf í flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík. Þekking
og reynsla hefur vakið athygli víð um lönd.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
M
iklir fjármunir streyma inn í land-
ið vegna alþjóðaflugþjónustunnar
sem Flugstoðir veita fyrir Íslands
hönd ásamt dótturfélagi sínu
Flugfjarskiptum og Veðurstofu Íslands. Íslend-
ingar hafa í meira en sextíu ár annast alhliða
flugumferðarþjónustu yfir víðfeðmu svæði á
Norður-Atlantshafi sem veitt er samkvæmt al-
þjóðlegum samningi í umsjón Alþjóðaflug-
málastofnunarinnar.
Tekjur vegna flugumferðar á íslenska flug-
stjórnarsvæðinu, voru rúmir 3 milljarðar króna
árið 2009, en þjónustan nær til flugumferð-
arstjórnar, flugfjarskipta, flugleiðsögu, kögunar
og veðurþjónustu. Tekjur vegna alþjóðaflugsins
voru um 65% af heildarveltu Flugstoða og dótt-
urfélagsins Flugfjarskipta á síðasta ári. „Þessar
tekjur eru gjaldeyrir sem segja má að komi af
himnum ofan,“ segir Þorgeir Pálsson, forstjóri
Flugstoða.
Miklar sveifur í flugumferð
Icelandair var á síðasta ári stærsti við-
skiptavinur Flugstoða hvað varðar fjölda flug-
véla. Vélar Lufthansa fljúga mestu samanlögðu
vegalengdina innan svæðisins og greiða því
hæstu notendagjöld. Næst þar á eftir koma Brit-
ish Airways, Icelandair og Air Canada
„Athyglisvert er að flugfélög á Persaflóa-
svæðinu eru farin að fljúga reglulega í gegnum
svæðið okkar. Um er að ræða flugvélar frá Ar-
abísku furstadæmunum sem eru á leið til eða frá
Bandaríkjunum og fara yfir Norður-Evrópu og
þá um flugstjórnarsvæðið, sem stjórnað er frá
Íslandi. Þessar vélar fljúga þvert yfir svæðið og
geta því verið allt að þrjár klukkustundir inni í
því. Þetta eru því eftirsóknarverðir við-
skiptavinir, sem skila góðum tekjum,“ segir
Þorgeir. Á árinu 2009 fóru 101.504 flugvélar um
svæðið og er það í þriðja sinn sem fjöldi flugvéla
fer yfir 100 þúsunda markið. Árið áður var um-
ferðin um 8% meiri og er það mesta umferð í
sögunni.
„Samdráttinn má rekja beint til efnahags-
ástandsins í heiminum. Þó verður að hafa í huga
að 2008 var metár og ekki hægt að gera ráð fyrir
aukningu á hverju ári. Frá fyrstu tíð hafa verið
miklar sveiflur í flugumferð,“ segir Þorgeir.
Þróa ný kerfi
Á vegum Flugstoða er að hefjast vinna við þróun
nýrra kerfa, sem munu nýtast við stjórn flug-
umferðar yfir Norður-Atlantshafið í framtíð-
inni. Mörg járn eru í eldinum því hér er um að
ræða stór þróunarverkefni vegna núverandi
kerfa flugstjórnarmiðstöðvarinnar í Reykjavík
auk sjálfvirks tilkynningarkerfis fyrir flugvélar,
svonefnds ADS-B kerfis. Það mun leysa hefð-
bundnar ratsjár af hólmi. Gert er ráð fyrir að
taka kerfið í notkun á næsta ári á svæði sem nær
frá Skotlandi yfir Ísland og áfram vestur yfir
Grænland.
Flugstoðir annast uppsetningu og rekstur
stöðvanna á Íslandi og samþættingu kerfisins,
þar með talið þróun hugbúnaðarkerfis flug-
stjórnarmiðstöðvarinnar. Það er TERN Systems,
sem er í eigu Flugstoða og Háskóla Íslands sem
annast hugbúnaðarþróunina í samvinnu við
starfsmenn Flugstoða.
Verkefni fyrir milljarða
Þorgeir segir að mikil reynsla og þekking á þró-
un og rekstri flugstjórnarkerfa hafi orðið til á
þeim þremur áratugum sem liðnir eru frá því að
þróun skeytadreifikerfisins hófst árið 1979.
Flugstoðasamsteypan sé vegna þessa, meðal
annars eftirsóttur í rannsóknar- og þróun-
arverkefnum á vegum Evrópusambandsins.
Þannig eru Flugstoðir þátttakandi í svo-
nefndri SESAR-áætlun, sem er rannsóknar- og
þróunaráætlun ESB. Markmið hennar er að þróa
nýja kynslóð flugstjórnarkerfa fyrir Evrópu sem
ætlað er að samhæfa flugumferðarstjórn í álf-
unni, auka afkastagetu og tryggja flugöryggi.
Umfang þróunarvinnunnar hefur stóraukist á
undanförnum misserum og er gert ráð fyrir að
tveimur milljörðum króna verði varið til þess-
ara verkefna á þessu og næsta ári. Til viðbótar
koma svo þróunarverkefni SESAR-áætlunar-
innar sem standa munu fram til loka ársins 2016
Gjaldeyrir
af himn-
um ofan
Þekking gerir
Flugstoðir eftir-
sóttar hjá ESB
Unnið er að þróun kerfa við stjórn flugs yfir Atlantshaf. Mörg járn eru í eldinum, segir Þorgeir Pálsson forstjóri Flugstoða.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Vikuspegill
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is
Þekking
„Við höfum lagt ríka
áherslu á að vinna að
uppbyggingu innan-
lands og nýta þekk-
ingu okkar starfs-
manna sem hefur
leitt af sér ný störf,“
segir Þorgeir Páls-
son. Nú vinna Flug-
stoðir að rannsókn-
arverkefni sem
Evrópusambandið og
bandarísk stjórnvöld
settu á laggirnar til
að leita allra leiða til
að draga úr útblæstri
í flugi milli Norður-
Ameríku og Evrópu.