SunnudagsMogginn - 07.02.2010, Blaðsíða 18

SunnudagsMogginn - 07.02.2010, Blaðsíða 18
18 7. febrúar 2010 B ankahrunið haustið 2008 hefur valdið umróti í stjórnmálunum og kallað fram kröfu um end- urnýjun. Í prófkjöri Samfylk- ingarinnar í Reykjavík fyrir borgarstjórn- arkosningarnar í vor skaust Hjálmar Sveinsson í fjórða sætið, óreyndur í pólitík en með mikla reynslu í fjölmiðlun. „Með hruninu fór ég eins og svo margir aðrir að hugsa að eitthvað mikið hefði brugðist í samfélaginu, hin pólitíska stétt hefði brugðist, kannski hefðu fjölmiðlar líka brugðist. Nú þyrfti að eiga sér stað einhvers konar nýtt upphaf og hvar ætlaði ég þá að vera.“ Í framboð þrátt fyrir fjölda áskorana Hjálmar segir að þá hafi hvarflað að sér að fara í pólitík, en það hafi ekki verið fyrr en um miðjan desember 2009 sem hann hafi farið að ræða málið við félaga og kunn- ingja, sem hafi margir tekið hann á orðinu og sagt honum að kýla á það, hann ætti örugglega góða möguleika. En það átti þó ekki við um alla. Klisjan um stjórnmála- manninn, sem segist kominn í framboð vegna fjölda áskorana, er þekkt en Hjálm- ar getur sagt að hann hafi farið í framboð þrátt fyrir fjölda áskorana um að gera það ekki. „Ástæðan var ekki sú að þeir hefðu svona litla trú á mér, heldur að þeim fannst íslensk pólitík vera svo ömurlegt fyrirbæri og höfðu bara um hana neikvæð orð: Þetta er ormagryfja, það skemmast allir sem fara út í þetta og verða spilltir.“ Hjálmar kveðst aldrei hafa gengið með pólitíkus í maganum, metnaður hans hafi legið annars staðar. „En þegar að því kom að taka þetta skref kom bara Samfylkingin til greina. Ástæðan er ósköp einfaldlega sú að ég er jafnaðarmaður og hef alltaf verið frjálslyndur jafnaðarmaður og þar að auki alþjóðasinni og hef talsverðar áhyggjur af þjóðernishyggju, sem mér finnst hafa komið upp í kringum Icesave-málið. Það má líka kalla þetta einangrunarhyggju, sem einkennir ákveðinn væng Sjálfstæð- isflokksins, einnig Vinstri grænna og Framsókn að einhverju leyti líka. Þetta tvennt útilokaði í mínum huga aðra flokka en Samfylkinguna þó að ég hafi aldrei ver- ið virkur í pólitísku starfi eða þátttakandi í pólitískum flokki. Ég hef ekki verið hrif- inn af öllu, sem Samfylkingin hefur gert, mér finnst að hún hafi eins og aðrir ís- lenskir stjórnmálaflokkar gert mistök undanfarin ár í efnahagsstjórninni.“ Hjálmar segir að í raun sé hægt að yf- irfæra þetta á borgarmálin. „Þrátt fyrir að bæði R-listinn og líka Samfylkingin hafi gert mörg mistök, til að mynda í skipu- lagsmálum, tel ég að þar hafi besta stefnan verið mótuð. Ég get tekið sem dæmi að ár- ið 2000 þegar verið var að undirbúa bæði aðalskipulag og svæðisskipulag fyrir allt höfuðborgarsvæðið fór fram mjög vönduð vinna í sambandi við það sem kallað er þétting byggðar. Svæðisskipulagið gerir ráð fyrir miklu samráði sveitarfélaganna á sviði landnotkunar, byggðaþróunar og samgangna. En blekið er varla þornað á pappírunum árið 2002 þegar sveit- arfélögin fara að sækja um undanþágur. Samkomulagið varð strax ónýtt plagg. Síðan verða allar þessar áætlanir, sem eru allar rétt hugsaðar – sjálfbærni er til dæm- is rauður þráður, ákveðin þétting byggð- arinnar, aukin lífsgæði – að engu. Gríð- arlegir peningar fara að flæða um samfélagið eins og við þekkjum. Mistökin í skipulagsmálunum liggja kannski fyrst og fremst í því að of mikið er látið eftir ýtr- ustu kröfum fjárfesta og verktaka. Ég verð líka að segja að söngur sjálfstæðismanna á þessum tíma um lóðaskortsstefnu R- listans var óábyrg hentistefna. Sjálfstæð- ismenn verða að horfast í augu við það.“ Tókst ekki að framfylgja stefnunni Hjálmar nefnir Höfðatorgsreitinn, sem hann hefur fjallað mikið um í þáttum sín- um, sem dæmi um deiliskipulag þar sem niðurstaðan varð allt önnur en lagt var upp með. „Þetta var kallað Vélsmiðjureitur – upplagt svæði til þéttingar og byggðin þarna var að mestu leyti lítilfjörleg. Upp- haflega, í tíð R-listans árin 2000 og 2001, var gert ráð fyrir að þarna risi atvinnu- byggð og að einhverju leyti íbúðabyggð, fjögurra hæða hús, sem mynduðu eins konar randbyggð. Síðan var gert ráð fyrir einu stærra húsi, sem gæti orðið allt að 12 hæðum. Árið 2006, þegar nýr meirihluti hefur tekið við í borginni, er þessu deili- skipulagi kollvarpað, lóðin stækkuð og á örfáum vikum kemur fram deiliskipulag, sem kveður á um að þarna komi 19 hæða, 16 hæða og 14 hæða turnar og hús, sem eru ekki lengur fjögurra hæða, heldur sjö og níu hæða. Verktakar og fjárfestar komust upp með það í allt of ríkum mæli, bæði hér í Reykjavík og í Kópavogi og Hafnarfirði, að braska með byggingareiti. En það er mjög erfitt fyrir sveitarstjórnarmenn þegar koma metnaðarfullir og duglegir fjárfestar og segjast ætla að byggja glæsihallir og stórkostleg ný borgarhverfi að segja: Nei, við viljum þetta ekki. Mér fannst stefnumótun Samfylking- arinnar í skipulagsmálum vera rétt en það tókst ekki nógu vel að framfylgja henni og R-listinn og Samfylkingin verða að horfast í augu við að þar voru gerð mistök rétt eins og í Sjálfstæðisflokki og fleiri flokk- um.“ Hjálmari varð tíðrætt um það í próf- kjörinu að hann vildi slíta náin tengsl verktaka, fjárfesta, embættismanna og stjórnmálamanna. „Ég hef ekki útfært nánar hvernig eigi að gera það en eitt er reyndar þegar byrjað að gera og það er að tryggja að stjórn- málaflokkarnir séu ekki háðir þessum að- ilum fjárhagslega. Það til að mynda að byggingarfélagið Eykt hafi styrkt Fram- sóknarflokkinn um fimm milljónir á ekki að gerast og má ekki gerast. Jafnvel þó að maður gefi sér að Eykt hafi ekki verið að kaupa sér velvilja – sumir halda fram að þeir hafi verið að gera það, en við skulum gefa okkur að svo sé ekki – er algerlega óbærilegt fyrir borgarbúa, að ég tali ekki um íbúa í nágrenni svæða þar sem Eykt er að byggja háhýsi, að þurfa að sitja uppi með þær grunsemdir að staðið hafi verið óeðlilega að málum og hugsanlega skapast einhvers konar bandalag sérhags- munanna, bandalag byggingaverktakans, fjárfestisins og einhvers tiltekins stjórn- málaflokks. Verktakar fái ekki alltaf meira Númer eitt er að ljúka þeim skrefum, sem þegar er byrjað að taka, að hvorki fram- bjóðendur né flokkar séu fjárhagslega háðir einkafyrirtækjum á þessum sviðum – og einkafyrirtækjum yfirleitt. Í öðru lagi þarf að efla stjórnsýsluna, efla skipulags- vinnuna frá hendi Reykjavíkurborgar þannig að komi fram kröfur um ýtrasta byggingarmagn á tilteknum reit eigi stjórnsýslan mjög skýrt svar: Þið keyptuð þennan reit dýrum dómum og það er ykk- ar áhætta. Þið getið ekki velt áhættunni yfir á samfélagið. Hafi reiturinn verið keyptur fyrir of mikið fé verðið þið að sitja uppi með það. Við ætlum ekki að leyfa ykkur að byggja átta hæða hús vegna þess að þið vissuð alltaf að hér átti að vera fjög- urra hæða hús.“ Hjálmar segir að hingað til hafi verktak- ar og fjárfestar einfaldlega getað gert ráð fyrir að fá að byggja meira, en kveðið væri Ég er ekki kominn til að vera þægilegur félagi Hjálmar Sveinsson vill taka til í borgarmálunum og gerbreyta vinnubrögð- um. Hann hefur enga reynslu úr pólitík en hugmyndir hans fleyttu honum í fjórða sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir viku. ’ Íbúarnir, sem áður fannst frábært að vera þarna því að það er skjólríkt og sólríkt og heilmikil lífsgæði þótt arki- tektúrinn sé kannski ekki merkilegur, sitja eftir í hverfi sem þeim finnst hafa verið eyðilagt. Verðmætin hafa minnkað og erfitt að selja húsin. Þarna hefur verið gengið mjög freklega á hagsmuni þessara íbúa. Viðtal Karl Blöndal kbl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.