SunnudagsMogginn - 07.02.2010, Blaðsíða 2

SunnudagsMogginn - 07.02.2010, Blaðsíða 2
2 7. febrúar 2010 4-8 Vikuspeglar Búrkur valda uppnámi í Evrópu, munaðarlaus knattspyrnumaður gengur til liðs við Wigan og styr um páfa í Bretlandi. 24 Að réttlæta tilvistina Leikstjórinn Ragnar Bragason segir verðlaun litlu máli skipta en berst fyrir tilvist kvikmynda á Íslandi. 27 Tíu ára drengur tekinn höndum Palestínski drengurinn Hussam Faisal Mohanna segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við ísraelska hermenn. 30 Örlögin ekki umflúin Atli Örvarsson er störfum hlaðið kvikmynda- tónskáld í Hollywood. 32 Áfallastreituröskun Sálfræðingar og lögfræðingar eru ekki á eitt sáttir um hvernig nýta megi greiningu á þess- ari röskun fyrir dómi. 36 Nashyrningur án horna Páll Reynisson veiðimaður fékk að kynnast „veiða og sleppa“- aðferðinni þegar hann skaut nashyrning með deyfiskoti. Lesbók 48 Uppljómaðar hvelfingar Guðmundur Ingólfsson ljósmyndari sýnir myndir í Arinstofu Listasafns ASÍ. 52 Ekki dæmigerð bók Enski rithöfundurinn William Boyd er skammaður fyrir að skrifa spennubók sem minnir á bandaríska hasarmynd. 54 Vel samstillt litabomba Jón B.K. Ransu segir Ljóslitlífun í Hafnarhúsinu frísklega sýningu og gefur henni fjórar stjörnur af fimm. Efnisyfirlit Forsíðumyndina tók Golli af Baltasar Kormáki. Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Hólmfríður Gísladóttir, Ingveldur Geirsdóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristján Jónsson, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir , Skapti Hallgrímsson, Ylfa Kristín K. Árnadóttir. 35 16 Augnablikið S njónum kyngdi niður sunnan við versl- unarmiðstöðina Glerártorg á Akureyri í gærmorgun. Bara sunnan við. Snjókoman hófst á slaginu klukkan 10. Sólin skein og himinninn var heiður og blár eins og venjulega í höfuðstað Norðurlands og léttklætt fólk á ferli, nema á þessum litla bletti. Ég viðurkenni að það var ekki alveg nógu vel skafið af framrúðunni en samt var ekki um að vill- ast, þar sem ég kom akandi löturhægt í átt að verslunarmiðstöðinni; skafl var að myndast við suðurhlið hússins. Ég sá ekki betur en að þarna væru dúðuð leikskólabörn í snjókasti. Þegar ég ók nær sé ég glitta í Guðmund Karl Jónsson, forstöðumann skíðasvæðisins í Hlíð- arfjalli, gamlan slökkvibíl og að því er mér sýndist, rauða málningardós á hjólum. Upp úr henni spýtt- ist hvít málning og dreifðist yfir bílastæðið. Sérkennilegt. Guðmundur genginn til liðs við slökkviliðið? Eða slökkviliðið gengið til liðs við Guðmund? En hvað skýrir málningardósina? Um daginn fylltist bærinn af snjó af nátt- úrulegum orsökum og starfsmenn bæjarins og verktakar hömuðust við það dögum saman að hreinsa bæinn. Þarna kom í ljós að menn voru í óðaönn að búa til snjó. Málningardósin var sem sagt snjóbyssa og hlutverk slökkvibílsins virtist vera að dæla vatni í byssuna svo skothríðin stöðvaðist ekki. Nýstárleg leið til að skapa vinnu fyrir snjóruðn- ingstækjamenn og slökkviliðið samtímis. Búa til snjó til þess að ryðja honum burt! „Átt þú ekki að vera upp í fjalli?“ spyr ég Guð- mund. Hann brosir. Ég heyrði auglýst í útvarpinu í gær eða fyrradag að nýr snjór væri í Hlíðarfjalli. „Vorum að taka upp nýja sendingu,“ minnir mig að þulurinn hafi lesið. Ég bið Guðmund um að taka niður pöntun; mig vanti einn bílfarm heim á bílastæði svo ég hafi eitt- hvað að gera um helgina. Alltaf gaman að moka stéttina svo blaðberinn komist auðveldlega að dyrunum; góð hreyfing og skemmtileg tilbreyting frá því að liggja í sófanum og horfa á enska bolt- ann. Guðmundur segist ekki þurfa að skrifa pönt- unina niður. Minnið sé gott. Ég skuli fara heim og pússa skófluna. Hann minnti mig svo á að vetraríþróttahátíð ÍSÍ hefst í dag. Guðmundur stóðst ekki mátið að búa til svolítinn skafl fyrst sex stiga frost var í sum- arleyfisparadísinni og snjóinn á að nota um næstu helgi, þegar skíðagöngukeppni fer fram á Gler- ártorgi. Á ganginum inni! Líklega er fullseint að færa ólympíuleikana sem eiga að hefjast í Vancouver eftir viku. En þar er lít- ill sem enginn snjór og við erum hjálpsamir, norð- anmenn. Gætum boðist til að halda göngukeppn- ina á Glerártorgi. Kannski er meira að segja hægt að stökkva í kirkjutröppunum. skapti@mbl.is Skothríðin beindist að verslunarmiðstöðinni Glerártorgi á Akureyri í gærmorgun. Allt varð hvítt. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Glerártorgsleikar Í ár verður haldin stærsta Safnanóttin hingað til, en í fyrsta sinn taka öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu þátt. Alls verða þrjátíu og þrjú söfn með að þessu sinni og í boði verður fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskyld- una. Safnanótt hefst með Kærleikum við Austurvöll kl. 18 þar sem þjóð- þekktir einstaklingar ætla að flytja viðstöddum kærleiksríkan boðskap. Sérstakur Safnanæturstrætó mun aka á milli safnanna. Dagskrá Safn- anætur má finna á vefslóðinni www.safnanott.is. Safnanótt á höfuðborgarsvæðinu Við mælum með… 7. febrúar Þjóðminjasafn Ís- lands býður upp á barnaleiðsögn um safnið. Leiðsögnin er ætluð börnum á aldrinum 5-8 ára og hefst kl. 14. Frítt inn fyrir yngri en 18 ára og tveir fyrir einn fyrir full- orðna þennan dag. 8. febrúar Stórsveit Reykjavíkur heldur tón- leika á Café Rósenberg kl. 21. Höf- undur tónlistar, stjórnandi og ein- leikari á saxafón verður Andrew D’Angelo en hann er meðal fremstu manna á sviði framsækinnar tón- listar. 9. febrúar Nýlega gaf tónlistar- konan Elíza Geirsdóttir Newman út aðra sóló- plötu sína, Pie in the Sky. Í tilefni þess ætlar hún að halda útgáfutónleika næstkomandi þriðjudag á Café Rósenberg kl. 21. Fimmtudagur Kristján B. Jónasson Af hverju hafa allir tilvitnanir í Jón Sigurðsson á hraðbergi, er einhver bók til með „Best of Jón Sigurðsson“ eða eru allir með innbundin Ný fjelagsrit uppi í hillu hjá sér? Ég þekki raunar bara einn mann sem á það sett allt. Miðvikudagur Halldóri Guðmundssyni finnst að mannanafnanefnd ætti frekar að skipta sér af heitum fyrirtækja. Það er glatað að þjóðin heyri fréttir eins og þessa: „Sólin skín“ er gjald- þrota og fullkomlega eignalaust. Grétar Hannesson Kannski er það bara ég, en ég held að ég sé ekkert svakalega líkur Sammy Davis Jr. … en varla lýgur Celebrity Dopp- elganger. Árni Torfason Lost eru byrjaðir aft- ur fyrir hörðustu aðdáendurna sem fylgjast enn með. Þriðjudagur Þorgrímur Þráinsson Ætli það sé hagkvæmara fyrir bankana að taka við 30.000 eignum „gjaldþrota“ fólks og reyna síðan að selja þær með 50% afslætti til að fá upp í skuldir? Og hafa þannig áhrif á fasteignaverð? Af hverju ekki að af- skrifa (leiðrétta) skuldir um 50% og allir verða sáttir? Björn M. Sigurjónsson Íslenskar rannsóknarnefndir eiga að yf- irheyra fyrir opnum tjöldum. Ég vil fá að heyra spurningarnar og svör- in. Fésbók vikunnar flett
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.