SunnudagsMogginn - 07.02.2010, Blaðsíða 45
7. febrúar 2010 45
Leikhúsin í landinu
www.mbl.is/leikhus Uppselt Örfá sæti laus FarandsýningU Ö F
Íslenski dansflokkurinn
568 8000 | midasala@borgarleikhus.is
Endalaus - Febrúarsýning2010 (Stóra sviðið)
Sun 7/2 kl. 20:00
Sun 14/2 kl. 20:00
Sun 21/2 kl. 20:00
Sun 28/2 kl. 20:00
Sun 7/3 kl. 20:00
Hafnarfjarðarleikhúsið
555 2222 | theater@vortex.is
Ufsagrýlur (Hafnarfjarðarleikhúsið)
Sun 7/2 kl. 20:00
Fim 11/2 kl. 20:00
Sun 14/2 kl. 20:00
Íslenska óperan
511 4200 | midasala@opera.is
Aida - ástarþríhyrningurinn
Fös 19/2 kl. 20:00
Í flutningi Elínar Óskar, Jóhanns Friðgeirs og Harnar Hrafnsdóttur
Hádegistónleikar Óp-hópsins með Hrólfi
Sæmundssyni
Þri 23/2 kl. 12:15
Miðaverð aðeins 1.000 kr. !
Hellisbúinn
Lau 6/2 kl. 20:00 Ö Sun 21/2 kl. 21:00
Vinsælasti einleikur allra tíma!
Algjör Sveppi - Dagur í lífi stráks
Sun 7/2 5. sýn. kl. 13:00 Ö
Sun 7/2 6. sýn. kl. 16:00 Ö
Lau 13/2 7. sýn. kl. 13:00
Lau 13/2 8. sýn. kl. 16:00
Sun 14/2 9. sýn. kl. 13:00
Sun 14/2 10. sýn. kl. 16:00
Ein af skemmtilegustu fjölskyldusýningum landsins!
Hjálmar H. Ragnarsson, rektor
Listaháskóla Íslands, er mikill
áhugamaður um stjörnuvísindi.
„Þetta hefur alltaf verið sérstakt
áhugamál mitt og flestir halda
að bækurnar á skrifborðinu
mínu séu allar um listir en oftar
en ekki eru það eðlisfræðibækur
og stjörnufræðibækur og þeir
vefir sem ég heimsæki mest eru
stjörnufræðivefir og vefur
NASA.“
Áhuginn vaknaði hjá Hjálmari
þegar hann var ungur drengur
og var að alast upp í sveit. „Þar
var mikið myrkur og ég sat oft
tímunum saman og starði út í
þetta sem sumir kalla tóm en
hefur komið í ljós að er óend-
anlega mikið. Þegar við horfum
út í geiminn erum við líka að
horfa á söguna því ljósin sem
við sjáum í himinhvolfinu eru
margra milljarða ára gömul. Ég
hef alltaf haft mikinn áhuga á
vísindum, þessum óravíddum,
bæði innávið, þ.e.a.s. inn í at-
ómið, og út í geiminn. Ég hef
alltaf haft brennandi áhuga á
hinni efnislegu tilvist. Þó svo að
ég sé listamaður þá finnst mér
alltaf að öll tjáning og list þurfi
að byggjast á skynsemi og
þekkingu. Þegar ég ákvað hvað
ég ætlaði að læra þá komu þessi
vísindi allt eins mikið til greina
og að fara í tónlistarnám.“
Þarft að vera léttgeggjaður
Það er mat Hjálmars að listir og
raunvísindi fari vel saman.
„Þegar við höfum verið að ræða
um nýja byggingu fyrir Listahá-
skólann hef ég stundum sagt að
það sé minn draumur að efst á
skólanum verði stjörnukíkir.
Listamaðurinn horfir líka út í
hinar miklu stærðir, hvort sem
það er í eiginlegri eða óeig-
inlegri merkingu. Það er ekki
þannig að listin sé bundin við
tilfinningar hversdagsins. Listir
í mínum huga eru að fást við oft
sömu viðfangsefni og raunvís-
indin en við komum öðruvísi að
því. Til þess að horfa út í geim-
inn og skynja það sem þar er
þarftu að vera léttgeggjaður. Þú
þarft að hafa listræna sýn.“
Hjálmar segir aðferðir raun-
vísindamannsins og lista-
mannsins ekki svo ólíkar þegar
upp er staðið. Skilin milli grein-
anna hafi dofnað undanfarin ár.
„Það er ekki tilviljun að margir
af fremstu hugsuðum á sviði
vísinda og heimspeki hafa verið
tónlistarmenn eða myndlist-
armenn, t.d. Albert Einstein.
Bestu sinfóníuhljómsveitir
heims eru við vísindaháskóla,
t.d. við MIT í Boston.“
Hjálmar segist sinna þessu
áhugamáli sínu aðallega með
bóklestri en að auki fer hann á
fyrirlestra. Hann er meðlimur í
Stjörnufræðifélaginu á Seltjarn-
arnesi. „Það er einstakur fé-
lagsskapur og þar eru ungir
hugsjónamenn að vinna ótrú-
legt starf. Þar er allt frá 10 ára
börnum upp í fólk á áttræð-
isaldri.“ Aðspurður segist hann
telja nauðsynlegt að eiga
áhugamál sem er ólíkt
vinnunni. „Það er líka svo
dásamlegt ef þau geta stutt
hvort annað, ekki endilega að
þau séu gjörólík. Ég er ekki í
stjörnuvísindum til að leita mér
afslöppunar. Þetta er ekki af-
þreying fyrir mér heldur
ástríða. Þetta er minn hug-
arfarslegi þroski, hann er
tengdur þessu eins og listinni.“
ylfa@mbl.is
Hin hliðin
Hjálmar H. Ragnarsson rektor er oftar en ekki með eðlisfræði- og stjörnufræðibækur á skrifborðinu sínu.
Morgunblaðið/ RAX
Stjörnuvísindi eru ástríðan
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
„Besta leiksýning ársins“
Mbl., GB
Mbl., IÞ
Uppl. um sýningar og miðasala 551 1200 www.leikhusid.is
568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is
Næstu sýningar sjá á heimasíðu Borgarleikhússins
www.borgarleikhus.is
„HHHHH “, PBB, Fb
Allra síðasta sýning 11. febrúar
LAB LOKI OG HAFNARFJARÐARLEIKHÚSIÐ KYNNA:
SÝNING Í KVÖLD
TAKMARKAÐUR SÝNINGAFJÖLDI
MIÐASALA Á MIDI.IS OG 555-2222
EFTIR SJÓN