SunnudagsMogginn - 07.02.2010, Blaðsíða 43

SunnudagsMogginn - 07.02.2010, Blaðsíða 43
7. febrúar 2010 43 Þ egar jökulkuldinn smýgur gegnum merg og bein eins og hann gerir þessa dagana er gott að eiga vísa hlýju í öðrum kroppi. Geta látið sig hlakka til að koma heim í þennan dásamlega yl sem er allra hita bestur. Það er alveg hægt að láta sig hafa það að standa frostbitinn úti í næðingnum ef maður veit að heima (eða einhvers staðar annars staðar) bíður heitur líkami sem vill svo gjarnan fá að verma upp helköld lærin sem eru næstum dauðadofin eftir bitin frá honum kulda- bola. Heittelskuðum ber jú að hita með ástinni allri sem býr í sál og líkama. Þeir sem elska ofurheitt ættu að nota hvert tækifæri yfir vetrarmánuðina til að vera lífrænn hitaveituofn eða arineldur fyrir þá sem ástin beinist að. Gaman getur verið að fara í leiki sem snúast ýmist um að hlýja eða vera hlýjað. Einn af þeim gæti verið sá að kalla fram um leið og sá heittelskaði eða sú heittelskaða kemur inn úr kuld- anum og krefjast þess að skjálfandi greyið rífi sig strax úr hverri spjör. Svipta sig svo sjálfur/sjálf klæðum og taka á móti elskunni með risastóru alsnöktu og sjóheitu faðmlagi. Það er skemmtilegt að láta ískaldan og brennheitan kropp mætast. Þétt. Síðan má skríða saman undir feld eða ofan í froðubað nú eða bara hvert þangað sem hugurinn vill og nudda lífi í köldustu líkamspartana. Hrollkuldi annars aðilans getur líka kallað fram átakamikla ástarleiki því ekki nennir fólk að skjálfa lengi, það þarf að taka almennilega á svo blóðið komist á þokkalega hreyfingu. Þeir sem eiga ekkert erindi út í kuldann en langar samt til að láta hlýja sér geta einfaldlega stokkið fá- klæddir fram á svalir eða út í garð og látið frostið leika um sig þar til geirvörtur verða eins og grjót og gæsa- húðin þekur nánast alla kroppsins húð. Þeir sem eru staddir í nálægð snjóskafla ættu ekki að láta þá ónýtta til ástarbragða, heldur stökkva til og kútveltast þar í kuldagöllum. Opna kannski nokkrar smugur fyrir ískaldar hendur til að þreifa á heitu holdi. Svo er líka upplagt að fara til fjalla, hverfa inn í kaldan kofa, hita hann upp með eldi og njóta þess að skottast saman allsber inni í hlýjunni á meðan kuldinn gnauðar í hverri fjöl. Hlaupa svo út og fara í kapp í kringum kofann. Hendast inn með frosnar tær og skemmta sér. Á vetrum skal einnig nota hvert tækifæri til að svitna ærlega í dansi. Þorrablót og árshátíðir eru kjörinn vettvangur til þess og engin tilviljun að einmitt febrúar og mars skuli veljast fyrir slíkar uppákomur. Það er fyrst og fremst til að koma í veg fyrir að mjaðmir og útlimir frjósi fast- ir af hreyfingarleysi á þessu innilokaða árstíma. Þorrablót eru líka ein af fáum samkomum þar sem tækifæri gefst til að stíga ræla, polka og vals eða svo- kallaða gömlu dansa. Eins og allir vita býður slíkur dans upp á mun meiri nánd og snertingu en annar dans. Þar er löglegt að þrýsta sér þétt upp að dans- félaganum. Og ólíklegustu menn missa hendur á rass. Sumir tapa líka augunum ofan í brjóstaskoruna. Allt er þetta af hinu góða og skemmtileg tilbreyting frá eintrjáningsdansi nútímans þar sem hver dansar í sínum heimi. Það getur kynt verulega undir konuglóð að lenda í fanginu á góðum dansherra sem horfir í augun allan tímann á meðan ólgandi líkamar þeirra snúast fimlega um gólfið. Kalt og heitt Stigið í vænginn Kristín Heiða khk@mbl.is Gatan mín S norri Helgason tónlistarmaður hefur búið á Lokastíg í tæp fimm ár. Hann viðurkennir að upphaflega hafi gatan sjálf og umhverfi hennar skipt litlu máli held- ur réð staðsetningin því að hann flutti þangað. Þegar hann var rúmlega tví- tugur hafi aðalatriðið verið að búa sem næst miðbænum. „Eftir að ég flutti inn fór maður að sjá betur hversu góð þessi gata er. Hún er miðsvæðis en samt eru ekki mikil læti þarna. Við hliðina er Þórsgatan og þar er meiri umferð. Þar er keyrt í báðar áttir en á Lokastígnum er einstefna og þar keyr- ir enginn nema eiga erindi.“ Snorri játar því að það sé afar þægi- legt fyrir tónlistarfólk að búa nálægt miðbænum. „Það er mjög gott að geta gengið á staði þar sem maður er að fara að spila og haldið á gítarnum. Svo gengur maður bara heim. Svo er ég mikið borgarbarn og finnst gaman að fara í göngutúra niðri í bæ.“ Snorri ólst upp í Hlíðunum, sem eru nokkuð miðsvæðis. Hann byrjaði ungur á göngutúrunum og hélt gjarnan fót- gangandi í dagsferðir úr Hlíðunum í miðbæinn. Aðspurður segir Snorri helsta gall- ann á Lokastígnum vera skort á bíla- stæðum. „En er það ekki vandamál alls staðar hvort sem er? Svo eru stundum læti um helgar en mér er alveg sama um það. Fólk heldur partí en er það ekki alls staðar líka?“ Eins og Snorri nefndi er þægilegt fyrir tónlistarfólk og aðra sem vilja vera í hringiðunni að búa nálægt mið- bænum. Hann segist ekki vita til þess að margir þekktir einstaklingar búi á Lokastígnum nema kannski vinkona hans, Elsa María Jakobsdóttir sem var í Kastljósinu. „Hinsvegar er Þórsgatan troðin. Þar búa m.a. Þorsteinn Guðmundsson, Megas og Elli í Jeff Who. Það er fullt af miðbæj- arrottum þar.“ ylfa@mbl.is Morgunblaðið/Golli Gott að geta gengið með gítarinn í bæinn Lokastígur 1 4 2 3 Sæbraut Skúlagata Hverfisgata Laugavegur Læ kja rga ta In gó lfs st ræ ti Fr ak ka st ígu r Vi ta st ígu r Eiríksgata Skólavörðustígur Njar ðarg ata Hallgrímskirkja Bergþórugata Bar óns stíg ur Sn or ra br au t Fr ík irk ju ve gu r Sóleyjargata Geirsgata Vesturgata Austurstræti 1 Á Bæjarins bestu eru góðar pylsur. 2 Á Lucky Records er mikið úrval af plötum og það er gaman að fletta í gegnum þær. 3 Það er alltaf gaman að koma í Hafnarhúsið. 4 Það er gott að taka sprett í Sundhöllinni. Uppáhaldsstaðir Snorra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.