SunnudagsMogginn - 07.02.2010, Blaðsíða 34

SunnudagsMogginn - 07.02.2010, Blaðsíða 34
34 7. febrúar 2010 kenni að valda verulegu uppnámi og/eða truflun í félagslegum samskiptum, at- vinnulífi eða á öðrum mikilvægum svið- um í a.m.k mánuð. Þegar talað er um áfallastreituröskun er mikilvægt að hafa í huga að þó að manneskja lendi í áfalli er ekki þar með sagt að hún þrói með sér áfallastreituröskun. Yfirgripsmikil far- aldsfræðileg rannsókn Ronalds C. Kess- lers frá árinu 1995 gerð með slembiúrtaki sýndi að rétt tæplega 61% bandarískra karlmanna hafði lent í áföllum einhvern tímann á lífsleiðinni, en rúm 51% banda- rískra kvenna. Vert er að hafa í huga að rannsóknin leiddi líka í ljós að algengara er en ekki að einstaklingar upplifi fleiri en eitt áfall á lífsleiðinni. Í hópi þeirra sem lent höfðu í áföllum höfðu að með- altali 8% karlmanna þróað með sér áfallastreituröskun en 20% kvenna. Að sögn sérfræðinga er ekki hægt að skýra þennan kynjamun með einföldum hætti, heldur er um marga samverkandi þætti að ræða s.s. bjargráð og lífsviðhorf kynjanna. Hér ber einnig að hafa í huga að konur eru í meiri hættu á að lenda í áfalli sem tengist kynferðislegu ofbeldi, s.s. nauðgun eða sifjaspellum, á meðan karlmenn lenda frekar í hamförum, slys- um, eldsvoðum og líkamlegu ofbeldi. Batahorfur góðar Samkvæmt rannsókn Kesslers er tals- verður munur á því hve líklegt sé að áfall leiði til áfallastreituröskunar. Eins og sjá má í meðfylgjandi grafi er áhættan mest þegar áfallið felst í nauðgun, en þá eru 56% líkur á því að brotaþoli, hvort sem hann er kona eða karlmaður, þurfi í framhaldinu að glíma við áfallastreit- uröskun. Ef áfallið tengist stríði eru 40% líkur á því að fólk fái áfallastreituröskun, 6% ef um slys er að ræða og 3,5% ef um náttúruhamfarir er að ræða. Í meðfylgjandi viðtölum við dr. Berg- lindi Guðmundsdóttur, sálfræðing á Áfallamiðstöð Landspítalans, og Þórunni Finnsdóttur áfallasálfræðing má finna ít- arlega lýsingu á því hvernig þær greina sjúklinga sem til þeirra leita með áfalla- streituröskun og í hverju meðferðin er fólgin. Reynslan hefur sýnt að hugræn atferlismeðferð er ein árangursríkasta meðferðin við áfallastreituröskun en hún er jafnframt það meðferðarform sem mest hefur verið rannsakað. Talið er að það sem m.a. viðhaldi vandanum sé tvenns konar atferli einstaklingsins. Annars vegar tilhneiging fólks til að forð- ast minningar, hugsanir og tilfinningar tengdar áfallinu og hins vegar viðleitni þess til að flýja úr eða forðast aðstæður, fólk eða staði sem minnir það á áfallið. Þessi viðbrögð geta til skamms tíma dregið úr vanlíðan, en koma til lengri tíma litið í veg fyrir að fólk nái bata. Meðferð við áfallastreituröskun hefst að lokinni greiningu og felst í viðtölum en stundum einnig lyfjagjöf. Í viðtals- meðferðinni er fólk aðstoðað við að tak- ast á við minningar, hugsanir og tilfinn- ingar sem tengjast áfallinu. Það er m.a. gert með því að fá einstaklinginn til að ræða ítarlega um áfallið og afleiðingar þess. Eins og þær Berglind og Þórunn lýsa þá getur þessi meðferð tekið mjög á sjúk- linginn. Nokkuð misjafnt er hversu vandasamt getur reynst að vinna úr áfallastreituröskun. Það fer alltaf eftir því hvers eðlis áfallið var, hversu langt er um liðið, hversu flókin fyrri áfallasaga sjúk- lingsins er og eins hvort sjúklingurinn sinni meðferðinni og geri heimavinnuna sem hún krefst. Taka þær fram að bata- horfur séu engu að síður góðar. Áfallastreituröskun er í senn líkamleg og tilfinningaleg og getur því verið mjög sýnileg. Tíðni áfalla og áfallastreituröskunar (ÁSR) hjá körlum og konum í Bandaríkjunum Karlar Konur Heimild: Kessler (1995) sem hafa orðið fyrir áfalli, hlutfall af úrtaki 60,7% 51,2% Eðli áfalla hefur áhrif á tíðni ÁSR í Bandaríkjunum Áfall: Hamfarir Slys Ofbeldi Sifjaspell Stríð Nauðgun 18% 19,5% 9% 13% 5% 3,5% Ekki með áfallastreituröskun Með áfallastreituröskun 91,9% 79,6% 8,1% 20,4% 3,5% 6% 10% 19,5% 40% 56% Tíðni ÁSR ’ Á meðan á áfallinu stendur upplifir fólk mikinn ótta, hjálp- arleysi eða hrylling. Í störfum mínum sem lögmaður hef ég haft reynslu af tveimur stúlkum sem var nauðgað. Annars vegar var um að ræða hóp- nauðgun og hins vegar lyfjanauðgun. Ég velktist aldrei í vafa um það, eftir að hafa skoðað málið, að um nauðgun hefði verið að ræða en í hvorugu málinu var gefin út ákæra. Það fór heldur ekkert framhjá mér eftir að hafa umgengist þær í nokkrar vikur og talað við þær að áfallastreituröskun er ekki eitthvað sem kemur upp sjálfs- prottið í hugarheimi kvenna. Þessi röskun er hrein og klár afleiðing ofbeldisverks,“ segir Atli Gíslason hrl. sem er meðal þeirra sem blandað hafa sér í ritdeiluna um það hvort taka beri mark á mati sálfræðinga á andlegum áverkum fyrir íslenskum dóm- stólum. Atli velkist ekki í vafa um að svo beri að gera. „Sérfræð- ingar geta metið áfallastreituröskun. Ef slíkar afleiðingar koma fram í kjölfar nauðgunar þá er ég þeirrar skoðunar að fram séu komnar löglíkur á nauðgun. Það er fullkomin sönnun samkvæmt réttarfarsreglum sakarmálaréttar.“ Að mati Atla skýrist tregða margra íslenskra lögfræðinga við því að viðurkenna andlega áverka af vanþekkingu. „Hins vegar merki ég síðustu fjögur til fimm árin að dómstólar sýni miklu meiri skilning á þessu, bæði héraðsdómstólar og Hæstiréttur. Þannig að það hefur orðið þróun í jákvæða átt, þó ástandið sé ennþá slæmt.“ Spurður hvort hann deili ekki þeim ótta starfsbræðra sinna að meintir brotaþolar geti gert sér upp áfallastreituröskun svarar Atli því neitandi. „Það er alrangt að hægt sé að gera sér upp áfallastreituröskun. Slík röskun sprettur ekki upp í hugarheimi kvenna með lygi og vitleysu,“ segir Atli og bendir á að hyggist meintur brotaþoli ætla að gera sér upp áfallastreituröskun þá geti góðir sérfræðingar metið það tiltölulega fljótlega hvort svo sé. „Sú fullyrðing að brotaþolar geri sér upp andlega vanlíðan byggist á van- þekkingu og styðst ekki við reynsluna af málum um rangar sakargiftir, því þær eru ekki fleiri í nauðgunarmálum en öðrum sakamálum eða innan við 1% af kærumálum.“ Í greinum sínum kallar Þórdís Elva Þorvaldsdóttir eftir því að mótuð verði almenn starfsregla um hvernig tekið sé á mati sálfræðinga á skjólstæðingum sem orðið hafa fyrir nauðgun. Aðspurður segist Atli sammála þessu og bendir á að það sé á ábyrgð rannsakenda að kalla sér til aðstoðar sérfræðinga eða dómkvadda matsmenn til að greina áfallastreituröskun og aðra andlega áverka. Þannig sé ekki hægt að sakast bara við dómara fyrir að taka ekki mark á mati sálfræðinga fyrir dómi ef nauðsynleg gögn liggja ekki fyrir hverju sinni. Atli bendir á að á sínum tíma hafi verið fjallað ítarlega um þverbresti í kerfinu þegar kom að kynferðisbrotum gagnvart börnum. „Við því var brugðist með því að kalla til sérfróða matsmenn á borð við sálfræðinga til að meta hugarheim barnsins og fara yfir trúverðugleika framburðarins og þar fram eftir götunum. Því skyldi ekki mega yf- irfæra þessa rannsóknaraðferð yfir á nauðgunarmál þar sem fullorðnir eiga í hlut?“ Afleiðing ofbeldisverks ’ Sú full- yrðing að brotaþol- ar geri sér upp andlega vanlíð- an byggist á vanþekkingu. Atli Gíslason F yrir mér er þetta [greining sálfræðinga á áfallastreit- uröskun] óáreiðanleg vísindi. Það er ekki hægt að bera þetta saman við röntgenmynd af brotnu beini eða ljósmyndir af sárum. Umræðan hefur verið á þá leið að það eigi að leggja að jöfnu vottorð sálfræðings um andlega líðan brotaþola og lækn- isvottorð sem lýsa áverkum. Þetta er auðvitað algjörlega ósam- bærilegt,“ segir Sveinn Andri Sveinsson hdl. og tekur fram að hann hafi það oft á tilfinningunni að vottorð sálfræðinga séu afgreidd eftir pöntunum. Að mati Sveins Andra dregur það úr trúverðugleika sálfræðings ef hann er meðferðaraðili brotaþola. „Á milli brotaþola og sálfræðings er yfirleitt samband skjólstæðings og meðferðaraðila. Að því leyti er sálfræðingurinn eða sérfræðingurinn ekki óvil- hallur,“ segir Sveinn Andri og bætir við: „Þetta eru mjög sérstakar rannsóknir og við úttektir á þessu [áfallastreitu- röskun] er farið eftir gátlista. Oft hefur maður á tilfinning- unni að spurningarnar séu settar þannig fram gagnvart skjólstæðingnum að hann hljóti oftast að svara með þeim hætti að það leiði til svörunar við þessa röskun.“ Sveinn Andri segir að hægt sé að gera sér upp áfalla- streituröskun. „Þannig leiddi bandarísk rannsókn á stórum hópi bandarískra stúdenta í ljós að 91% þátttakenda, sem falið var að gera sér upp áfallastreituröskun, sýndi augljós merki áfallastreituröskunar samkvæmt Miss- issippi-skalanum,“ segir Sveinn Andri. Hér vísar hann til rannsóknar Calhoun, Earnst, Tucker, Kirby og Beckham frá árinu 2000 sem Grant L. Iverson og Rael T. Lange gera að umtalsefni í bókakafla sínum í bókinni Psychological Injuries sem út kom 2006, en Mississippi-skalinn svonefndi er sjálfsmatspróf. Að sögn Sveins Andra er hann algjörlega andvígur því að matið á því hvort sönnun hafi tekist sé tekið frá dómurunum og sett í hendur sálfræðinga. „Gögn frá sálfræð- ingum og geðlæknum geta í mesta lagi verið stuðningsgögn, þau geta verið ákveðnar vísbendingar um sekt en aldrei sönnun nema í einhverjum algjörum undantekning- artilvikum. Vottorð þyrfti þá að vera þeim mun afdráttarlausara og lýsa þannig um- fangsmiklum sálrænum áhrifum að það geti nálgast það að vera óumdeilt og hægt væri að byggja á því.“ Í ljósi þess að möt sálfræðinga á áfallastreituröskun eru notuð fyrir dómi í dag, t.d. í líkamsræktarmáli nr. 381/2007 sem dæmt var í Hæstarétti þar sem miskabætur virðast vera hækkaður m.a. vegna þess að brotaþoli þjáðist af áfallastreituröskun í kjölfar lík- amsárásar, er þá ekki mikilvægt að það fari fram umræða um hvers eðlis þessi möt eigi að vera, sem og hvort og hvenær eigi að taka mark á þeim sem gagn í dómsmáli? „Ég held að öll umræða sé góð og þetta er kannski líka eitthvað sem þróast í dómskerfinu. Fyrir svo sem áratug síðan hefði verið alveg ljóst að svona vottorð hefði aldrei dugað,“ segir Sveinn Andri og tekur fram að viðhorf dómara hafi í millitíðinni breyst. „Í mínum huga er þetta neikvæð þróun. Mér finnst sakborningurinn ekki njóta vafans í sama mæli og megin hugmyndafræðin kveður á um.“ Óáreiðanleg vísindi ’ Gögn frá sálfræð- ingum og geðlæknum geta í mesta lagi verið stuðningsgögn. Sveinn Andri Sveinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.