SunnudagsMogginn - 07.02.2010, Blaðsíða 42

SunnudagsMogginn - 07.02.2010, Blaðsíða 42
42 7. febrúar 2010 U m síðustu helgi var umfjöll- unarefnið á síðunni sam- drátturinn í íslenska kvik- myndageiranum. Vandamálið er hrikalegt en ástandið er sannarlega myrkara hjá starfsbræðrum þeirra í Mexíkó. Lítum á dæmi. Á stórum svæðum í Mexíkó þurfa íbú- arnir ekki aðeins að berjast við kröpp kjör og yfirgang glæpagengja sem sum hver tengjast eiturlyfjabarónum, -fram- leiðendum og -smyglurum, heldur sæg forhertra öfugugga og nauðgara sem tímgast vel við þær sérstöku aðstæður sem hafa skapast ekki síst í héruðunum og borgunum sunnan landamæra Banda- ríkjanna. Óvíða mun glæpatíðnin vera hærri en í Ciudad Juarez, sem stendur andspænis El Paso í Texala, Rio Grande skilur löndin að. Það er heldur óaðlaðandi, umfjöllunar- efni Mexíkóans Sabinu Berman í El Traspatio. Sama máli gegnir um töku- staðinn, sem er Ciudad Juarez, ein ill- ræmdasta glæpaborg landsins og státar af flestum morðum, þó samkeppnin sé hörð. Það er ekki heiglum hent að hreiðra um sig í Juarez til þess að stinga á meinsemdum borgarinnar en handrit El Traspatio, eða Bakgarðurinn, er byggt á hundruðum óleystra nauðgunar- og morðmála ógæfusamra kvenna sem hafa verið í rangri borg á röngum tíma. Berm- an er þekktust fyrir gamanmyndir og það þurfti að sannfæra hana áður en hún féllst á að skrifa hina átakanlegu El Traspatio. Henni voru kynntar aðstæður kvenna við landamærin, sjálf átti hún viðtöl í hundraðavís við konur sem störf- uðu við svokallaðar maquiladora, verk- smiðjur sem hafa risið eins og gorkúlur sunnan landamæranna á undanförnum árum. Þær eru mataðar með ýmiskonar hráefni sem kemur víðs vegar að og er fullunnið í mismunandi vörutegundir sem síðan eru fluttar fullunnar aftur út. Verksmiðjurnar, sem ganga fyrir andlits- lausum massa ódýrs vinnuafls fátækra verkakvenna, hafa verið fengsælustu mið nauðgaranna og morðvarganna og Berm- an var fljót að ákveða sig. El Traspatio er sögð hefjast á nærmynd af kvenmannshári sem flagsast í gadda- vírsgirðingu úti á eyðimörkinni við Jua- rez, þar sem flest lík fórnarlambanna finnast. Þessi ófagra sjón gefur tóninn í mynd sem lögð var fram af hálfu Mexíkó í keppninni um bestu, erlendu mynd árs- ins 2009. El Traspatio þykir ljót, en hún hefur hvarvetna hlotið góða dóma og tal- in mikilvægt innlegg í umræðuna um ódæðisverkin sem hafa verið kölluð „femicide“ – kvennamorð. „Myndin lýs- ir afskiptaleysinu og afneituninni í mexí- kósku samfélagi gagnvart kvennamorð- unum. Hér er við hryllilegt vandamál að etja; „Við getum ekki leyst það, ræðum um eitthvað annað,“ er viðkvæði vald- hafanna í Mexíkó,“ segir Berman. Myndinni leikstýrir Carlos Carrera, einn farsælasti kvikmyndagerðarmaður Mexíkóa. El Traspatio fylgir óvenju dyggilega störfum rannsóknarlögreglu- manns sem kannar morðin og segir sam- hliða sögu ungrar og saklausrar mexí- kóskrar stúlku sem kemur í atvinnuleit til Juarez en lendir í klóm óaldarlýðsins. Yfirvöld héldu mikilli pressu á kvik- myndagerðarfólkinu, óttuðust að mynd- in kæmi til með að fæla viðskiptavini og fjárfesta frá verksmiðjunum. Þau sneru sér einnig til fjölmiðla og bönnuðu þeim að birta fréttir af morðæðinu. Morðaldan reis hæst á 10. áratugnum, þó er vitað um 2000 morð sem voru framin á síðasta ári, en tengjast nú í meira mæli eiturlyfjatraffíkinni. Þrátt fyrir óöldina í borginni ákvað kvik- myndafólkið að taka myndina í Juarez, í lítilli þökk yfirvalda. Ákvörðunin gefur El Traspatio raunveruleikablæ, tökumenn- irnir voru í marggang mitt í hita ofbeldis- ins í þessari lítt árennilegu borg. Borgaryfirvöld vildu ekki hætta á að eitthvað kæmi fyrir kvikmyndagerð- arfólkið. Tvöföld gæsla lögreglu og her- manna fylgdi því hvert fótmál. Tveir lög- reglumenn voru myrtir meðan á tökum stóð, aðrir lentu í hremmingum. Við skulum vona að Il Traspatio fari ekki fram hjá haukfránum augum RIFF og Græna ljóssins. Það er heldur óaðlaðandi, umfjöllunarefni Mexíkóans Sabinu Berman í Bakgarðinum eða El Traspatio. Viðsjárverð mexíkósk kvikmyndagerð Handritshöfundurinn Sabina Berman segir að gerð El Traspatio í glæpa- vilpunni Juarezs í Mexíkó, angri yfirvöld og krefjist mikillar öryggisgæslu Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is Verður það endurgerð Clash of the Titans sem ýtir Avatar úr toppsætinu? Það hlýtur reyndar að teljast ólíklegt því endurgerðin verður ekki frumsýnd fyrr en 2. apríl. En Warner er búið að læra sína lexíu af velgengni Avatar, því þar á bæ er búið að skipta um hernaðaráætlun og ákveða að sýna þessa vísindaskáld- sögulegu framtíðarfantasíu í þrívídd. Því ekki að reyna? Warner hyggst gera gott bet- ur og nú er ljóst að helstu myndir kvikmyndaversins í ár verða allar gerðar í þrí- vídd. Þ. á m., Harry Potter and the Deathly Hallows, Part 1 (nóvember), Cats & Dogs: The Revenge of Kitty Galore (júlí), og Guardians of Ga’Hoole (september.) Hitt er annað mál að mark- aðsfræðingunum líst ekkert of vel á hugmyndina með Clash..., ástæðan er sú að skömmu áður eða 26. mars, frumsýnir DremWorks Animation How to Train Your Dragon. Þar að auki verða fyrir þrívíddarmyndirnar Alice in Wonderland (opnar 5.03), og enginn veit hversu mörg eintök af Avatar verða enn í gangi í þeim tiltölulega fáu kvikmyndahúsum sem komin eru í gagnið með full- komna 3-D sýningartækni. Kvikmyndafréttir Warner gerir fleiri þrívíddarmyndir Ýtir Clash of the Titans Avatar úr toppsætinu? Sam Worthington í hlutverki Perseus í endurgerð Clash of the Titans. Föstudagur 12.02 kl. 22:45 RUV Spennumynd frá 04, gerð eftir klassík Frankenheimers frá ́62. Í endurgerðinni eru fórnarlömbin úr Persaflóastríði, þeim er rænt og þau heilaþvegin til brúks í samsæri þar sem Bandaríkjaforseti kemur við sögu. Góður leikhópur en jafnast ekki á við þá fyrri. Samt sem áður prýðileg afþreying. Leikstjóri Jonathan Demme. Aðalleikarar: Denzel Washington, Liev Schreiber, Jon Voight og Meryl Streep. *** ½ Samsærið – The Manchurian Candidate Laugardagur 06.02. kl. 21:40. (RUV) Hirðulaus móðir (Kyra Sedgewick), kemur syni sínum (Haley Joel Osment), fyrir hjá stórskrítnum og þjóðsagnakenndum bræðr- um úti á landsbyggðinni. Dvölin verður stráksa til góðs hjá bræðrunum, frændum hans, sem kunna að gera hversdagsleikann að ævintýraheimi. Samleikur Caine og Du- vall er óborganlegur og Osment stenst þeim snúning. Óvenjuleg, jákvæð og ómissandi fjölskylduskemmtun. Leikstj: Tim McCan- lies. **** Myndir vikunnar í sjónvarpi Gömlu ljónin – Secondhand Lions Kvikmyndir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.