SunnudagsMogginn - 07.02.2010, Blaðsíða 19

SunnudagsMogginn - 07.02.2010, Blaðsíða 19
7. febrúar 2010 19 á um í skipulagi, og telur að þetta sé blanda af agaleysi og spillingu. „Við það bætist þessi ótti til dæmis hér í miðborginni, sem sögð var í stöðugri hnignun, við að segja nei við þá sem komu með mikið fjármagn vegna þess að þeir vildu byggja miklu meira en upphaflega stóð til.“ Hjálmar segir að við gerð deiliskipulags sé gætt faglegra og lýðræðislegra sjón- armiða. Fyrst vinna fagaðilar sitt verk með eins vönduðum hætti og kostur er og síðan hafa íbúar, félagasamtök og allir sem eiga hagsmuna að gæta rétt til að koma með athugasemdir sem yfirvöldum ber að svara. „Þetta er örugglega besta leiðin til að tryggja lýðræðisleg og fagleg sjónarmið. Deiliskipulag er eins konar sáttargjörð milli borgaryfirvalda, verktakans og íbú- anna. Að verktakinn komist upp með það tveimur þremur árum síðar að knýja fram helmingi meira byggingarmagn og deili- skipulagið þar með úr gildi fallið er mjög slæmt og leiðir til lausungar. Það eru óbein skilaboð um að þótt settar hafi verið reglur viti menn að þeir komist upp með nánast hvað sem er. Stjórnsýslan í sveitarfélög- unum verður að geta tekist á við þetta.“ Cheerios-pakki við hlið eldspýtustokks Hjálmar víkur máli sínu aftur að Höfða- torgsreitnum og segir að verið geti góð og gild rök fyrir því að reisa þar háhýsi og turninn, sem þar er risinn, sé ekki ljótur arkitektúr eins og sumir haldi fram. „En þarna er byggt alveg ofan í gam- algróið íbúahverfi, Túnin. Íbúum voru kynntar fyrstu tillögurnar, sem gerðu ráð fyrir miklu lægri byggð, og þeir sögðu við mig að þeim hefði fundist þetta mikið, en gert sér grein fyrir að það væri sennilega óhjákvæmilegt. Síðan var þessu breytt á mjög stuttum tíma og þá fannst þeim þetta allt of mikið og bitna mikið á hverfinu. Þarna kæmi risastór Cheerios-pakki við hliðina á litlum eldspýtustokk, eins og einn orðaði það, þannig hefði sér liðið í sínu húsi. Þarna gerist það að verið er að selja glæsilegar íbúðir og glæsilegt skrif- stofuhúsnæði þar sem er mjög sólríkt og stórkostlegt útsýni, en hinir þurfa að sitja í skugganum. Stundum heyrist að þetta séu svo miklir peningahagsmunir og það er út af fyrir sig rétt og þetta eru miklir hags- munir fyrir borgina og þá er borgin komin í siðferðislega klemmu. Hún fær mikil fasteignagjöld, miklar fasteignatekjur, en getur maður sagt að minni hagsmunir eigi alltaf að víkja fyrir meiri hagsmunum? Það er ekki hægt að segja það. Þar með er verið að segja að íbúar í Túnunum hafi alls engan rétt og þetta er vandinn. Það er engin einföld lausn en þetta sýnir hvað þarf að vanda til verka þegar á að koma með svona róttækar breytingar þar sem er byggt þétt ofan í gamalgróna byggð og auðvitað varð þetta til að af stað fóru miklar samsæriskenningar meðal íbúa í Túnunum um að borgaryfirvöld og bygg- ingarverktakinn hefðu bundist bandalagi. Það þótti síðan staðfest með leigusamningi borgarinnar frá 2007 þar sem hún fer með framkvæmdasvið og nokkur önnur svið og leigir húsnæði fyrir þau af Eykt til næstu 25 ára fyrir nokkra milljarða króna án þess að eiga neitt í húsnæðinu að þeim tíma loknum. Svona andrúmsloft er ferlega slæmt og þetta er óréttlátt. Ég fjallaði mikið um þetta og tók viðtöl við íbúa þarna. Von- brigðin voru gríðarleg. Ég þekki fólk sem flutti í burtu. Borgaryfirvöld fullyrtu að þetta myndi gera hverfið mjög nútímalegt og glæsilegt og þeir, sem byggju þarna, gætu bara verið ánægðir. Þar að auki lofaði borgin, þáverandi meirihluti Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks, að farið yrði í miklar umbætur á Túnunum. Hins vegar gerðist það að byrjað var að kaupa upp hús vegna þess að af stað fóru hug- myndir um að rífa allt hverfið og halda áfram að reisa þarna háhýsi. Nú er staðan sú að þau hús, sem voru keypt, eru til leigu og hverfið er í ákveðinni niðurníðslu. Íbúarnir, sem áður fannst frábært að vera þarna því að það er skjólríkt og sólríkt og heilmikil lífsgæði þótt arkitektúrinn sé kannski ekki merkilegur, sitja eftir í hverfi, sem þeim finnst hafa verið eyði- lagt. Verðmætin hafa minnkað og erfitt er að selja húsin. Þarna hefur verið gengið mjög freklega á hagsmuni þessara íbúa.“ Hjálmar segir að þessir íbúar séu í vanda staddir en það sé skylda borgarinnar að standa við það sem var lofað. Bæta þurfi aðgengi og fegra hverfið með einhverjum hætti. Leiðarljósið sem hvarf „Þetta er dæmi um hugmynd, sem upp- runalega var góð – þétting byggðarinnar – en endar á því að við taka blind öfl sem valta yfir allt og alla og keyra þetta í kaf. Nú er þessi stóri turn að minnsta kosti að einhverju leyti tómur og mér er mjög til efs að hinir turnarnir verði byggðir, að minnsta kosti ekki á næstunni. Þessu mótmæltu íbúarnir og minnihlutinn harðlega á sínum tíma og bentu á að þetta væri allt of mikið en það var ekki hlustað á það. Ég hef kallað þetta skipulag auðn- arinnar. Það er líka táknrænt að turninn er svo hár að hann skyggir á vitann á Sjó- mannaskólanum þannig að sjófarendur sjá ekki lengur réttu leiðina. Ljósið, sem átti að vísa mönnum rétta leið, hvarf og það er nákvæmlega það sem gerðist.“ Hjálmar segir að fleiri dæmi séu um slík skipulagsslys. Björgólfi Guðmundssyni og Portusi hafi til dæmis verið afhent allt skipulagsvald við austurbakka hafn- arinnar. Þar hafi þeir ekki aðeins ætlað að gera tónleika- og ráðstefnumiðstöð, held- ur líka höfuðstöðvar Landsbankans, al- þjóðlega fjármálamiðstöð, hótel og jafnvel listaháskóla. „Díllinn var sá að þeir myndu reisa æð- islegt tónleikahús en fengju þá allt svæðið og gætu skipulagt það,“ segir hann. „Höf- uðstöðvar Landsbankans áttu vægast sagt að vera geggjaðar. Þær áttu að standa beint fyrir framan Arnarhól. Húsið hannaði Bjarke Ingels sem er einn af spútn- ikarkitektum heimsins í dag. Það er úr gleri, níu hæðir, sem áttu að mynda eins konar stafn, sem vísaði norður. Stafninn er greinileg tilvísun í einhvers konar vík- ingaskip. Aðalinngangurinn átti að vísa á móti Arnarhóli og átti líka að vera eins konar svið. Menn sáu þá fyrir sér að í þessu skjóli bankans gætu Íslendingar haldið þjóðhátíð. Ekki bara Þjóðleikhúsið, Ríkisútvarpið og Listasafn Íslands áttu að vera í boði Landsbankans, heldur líka þjóðhátíðin. Á mynd á heimasíðu Ingels, Morgunblaðið/Golli ’ Samfylkingin verður að fara í gegnum það af hverju hún sem flokkur jafnðarmanna og félagshyggju gerði sér ekki betur grein fyrir hvers konar hætta lá í þessu valdi, sem peningamenn og auðmenn fengu í sam- félaginu. Samfylkingin verður að vera trúverðug, annars á hún engan séns og ég vil meðal annars virka í þessa átt. ’ Morguninn eftir kem ég þarna tiltölulega snemma og þá er búið að mála á mig feitt, kolbikasvart Hit- lersskegg og niður yfir varirnar láku einhverjir geðveikistaumar. Ég neita ekki að ég fékk sjokk þegar ég sá þetta en sé mest eftir að hafa farið á taugum, þurrkað skeggið af í stað þess að hlaupa heim og ná í myndavél.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.