SunnudagsMogginn - 07.02.2010, Blaðsíða 50

SunnudagsMogginn - 07.02.2010, Blaðsíða 50
50 7. febrúar 2010 S pilagleðin er alltaf jafn mikil – það er lífið!“ seg- ir Jón Páll þegar hann er spurður að því hvort hafi alltaf jafn gaman af því að leika djasstónlist. Jón Páll Bjarnason hefur í áratugi verið í fremstu röð íslenskra djassleikara. Þann rúma ald- arfjórðung sem þessi meistari bíboppsins bjó erlendis, heyrði það ætíð til tíðinda þegar hann sneri heim og leyfði fólki að heyra og sjá hvar hann fór liprum fingrum um gítarstrengina. Nú eru tíu ár síðan Jón Páll flutti aftur heim til Ís- lands, ásamt Robertu, eiginkonu sinni, eftir að hafa búið í Bandaríkjunum í nær tvo áratugi. „Ég flutti heim í ágúst árið 2000. Þá var ég búinn að búa í Los Angeles í 17 ár,“ segir hann. „Ég var lengi bú- inn að spá í að flytja heim, í undirmeðvitundinni gældi ég allan tímann við það en lét loks verða af því. Ég fór að athuga með kennslu hér heima því hljóðfæraleikur er ótryggt starf. Með aðstoð góða vina fékk ég kennslu við Tónlistarskólann á Akranesi.“ Á Akranesi var hann í sjö ár, kenndi aðallega grunnskólanemum og segist hafa séð þá vaxa úr grasi – og út úr því komu nokkrir góðir spilarar. „Þegar ég varð sjötugur, fyrir tveimur árum, lauk því djobbi. Þá flutti ég í bæinn og hef síðan kennt við Tónlistarskóla FÍH svona tvo daga í viku. Ég var reyndar búinn að kenna þar með hinu, allan tímann síðan ég flutti heim. En það er mjög flott að vera í FÍH-skólanum. Hann hefur breytt miklu fyrir djasslífið hér á landi og fyrir tónlistarlífið almennt.“ Spilagleðin og félagsskapurinn í djassinum Þessa dagana er fjarri því að Jón Páll spili öll kvöld, ólíkt því sem gerðist við upphaf ferilsins. Sumar vikur eru einhverjir tónleikar, segir hann, aðrar ekkert. Oft spilar hann í Jazzklúbbnum Múlanum sem er um þessar mundir starfræktur í Kaffi Kúltúra í kjallara á Hverf- isgötu 18. Þar er einnig staðið fyrir djammsessjónum en Jón Páll segir marga góða unga spilara hér á landi. Það heyrist reyndar vel á diski sem þeir léku inn á fyrir skemmstu þrír gítarleikarar, þeir Jón Páll, Eðvarð Lár- usson og Ásgeir Ásgeirsson. „Eitt er að spila heima í stofu en annað að vera fyrir framan aðra. Eitt af undrunum við það þegar vel tekst til í djassi er að manni finnst eins og meðspilararnir séu fóstbræður manns. Þá skiptir aldur ekki máli. Þetta ger- ist líka þegar spilað er þar sem maður þekkir ekki nokk- urn kjaft. Það myndast eitthvert samband – það er ekki alltaf svona en það er gaman þegar það gerist. Þessi spilagleði og félagsskapurinn veldur því að fólk nennir að standa í þessu.“ Á ferlinum hefur Jón Páll leikið allrahanda tónlist og það er orðið langt síðan hann varð atvinnumaður. „Ég byrjaði árið 1955, þegar ég var 17 ára. Það var í al- vörubandi, Hljómsveit Svavars Gests. Þá var spilað fimm kvöld í viku, stundum sex. Djobbið fólst í að spila á böll- um sem voru frá níu til eitt. Fólk mætti almennt ekki fyrr en upp úr hálfellefu og það var talsvert spilað af djassi eða standördum á djassaðan hátt.“ Hvernig skyldi Jón Páll hafa fengið gítarinn í fangið? „Ég er fæddur 1938 og heyrði djass fyrst einhverntím- ann á stríðsárunum. Anna systir mín var fjórum og hálfu ári eldri en ég og var að hlusta á djassplötur. Þetta var allt saman swing, Count Basie, Duke Ellington, Benny Goodman … Fyrst byrjaði ég að læra á píanó, sjö, átta ára gamall, en ég vildi bara hlusta á djass. Ég hafði ekki nokkra til- finningu fyrir nótunum sem ég átti að læra heldur vildi bara djamma það sem ég heyrði. Spila búggí-vúggí og svoleiðis. Svo var ég líka að dangla í trommur. Stundum kom andinn yfir mig, að slá á trommuna; jafnvel um há- nótt. Pabbi fékk einn daginn lánaðan gítar hjá bróður sínum, kom með hann heim og sagði: Geturðu ekki spil- að á þetta á nóttinni í staðinn fyrir trommuna? Þá yrði ekki eins mikill hávaði. Þá fór ég að plokka gítarinn. Í millitíðini hafði ég reyndar lært á selló. En mér gekk ekki mjög vel með sellóið. Ég er örvhentur, það gekk ágætlega með vinstri hendinni en boginn lék ekki við mig. Gítarinn hentaði mér betur. Í tónlistarnáminu mátti ekki nefna djass. Það var djúp gjá á milli klassíkur og djassunnenda. Það var ótrúlegt, það lá við kynþáttahatri! Svo þegar ég var sautján ára hringdi síminn og Svavar Gests spurði hvort ég vildi spila í hljómsveitinni sinni. Auðvitað. Ég hafði verið að spila á djammsessjónum og þar heyrðu þeir í mér. Ég var búinn að læra nóg á gítarinn til að fá að spila í þessu bandi. Gæjarnir sem voru í því vou menn sem ég hafði litið upp til úr fjarlægð.“ Hélt að „commercial“ þýddi leiðinlegt Um miðjan sjötta áratuginn voru KK-sextett og Hljóm- sveit Svavars Gests aðalhljómsveitirnar í Reykjavík. Var samkeppni á milli þeirra? Jón Páll yptir öxlum. „Þau höfðu hvor sína jötu,“ segir hann. „KK spilaði í Þórskaffi, sem var ballstaður, ekki með vínveitingar en samt voru allir fullir! Svavar var í Breiðfirðingabúð við Skólavörðustíg. KK var með skipulagðara band, með nákvæmar út- setningar, en við spiluðum „bara lög“. Gestir báðu oft um ákveðin lög, eða eitthvað hægt eða hratt, vals eða slíkt, en ekki lög eins og þau voru leikin á einhverri til- tekinni plötu. Við spiluðum lögin því í okkar útgáfum. Við spiluðum alla þessa standarda í djassstíl en líka lög sem voru vinsæl á þessum tíma. Þegar fór að líða á kvöldið og við vorum búin að spila nokkur djassý-lög, sagði Svavar: Nú verðum við að spila eitthvað „commercial“. Þá fórum við að spila eitthvað leiðinlegt. Ég kunni ekki mikið í ensku þá og hélt að „commercial“ þýddi leiðinlegt.“ Jón Páll skellir upp úr og bætir við: „Sem er kannski ekki svo fjarri sanni.“ Inni á milli var Jón Páll í öðrum hljómsveitum, meðal annars í tríói með Gunnari Reyni Sveinssyni sem hann segir hafa verið lærdómsríkt. Tónlist ballhljómsveitanna breyttist talsvert þegar rokkið hóf innreið sína hingað til lands. Þá þurfti að fara að spila lögin eins og þau hljómuðu á plötunum. „Þá fóru líka að koma bönd sem höfðu ánægju af að spila það sem okkur þótti leiðinlegt – kommersíal mús- ik! Fram að þeim tíma held ég að það hafi verið leyniþrá allra hljóðfæraleikara að gerast djassleikarar. Þeir höfðu fyrirmyndir úr þeim heimi. En með komu rokksins breyttist þetta og þeir vildu verða kommersíal spilarar. Þeir sem höfðu gaman af djassi spiluðu þó eins og hægt var. Haldin voru djasskvöld og menn héldu úti djasssveitum, t.d. Björn R. Einarsson og Ólafur Gauk- ur.“ Hverjar skyldu hafa verið fyrirmyndir Jóns Páls í djassleiknum? „Ég bar mikla virðingu fyrir Charlie Christian. Hann spilað í swing-stíl. Barney Kessel var hrikalega flottur og eins Tal Farlow. Hann var mikil hetja um 1950. Þegar ég bjó í Los Angeles fékk ég einu sinni boð um að spila tvö kvöld með Farlow. Ég var gáttaður á því, hann hafði verið átrúnaðargoð mitt 30 árum fyrr. Það var ekki eins mikið upplifelsi að leika með honum þá og það hefði verið þegar hann var í mestu uppáhaldi en mér þótti vænt um þetta. Farlow var orðinn sjötugur og eiginlega búinn að tapa þessu. Hann sagist sjálfur vera búinn að missa ryþmann. Þetta voru bara tveir gítarar og bassi, bassaleikarinn var kófsveittur við að halda músíkinni saman. En það var gaman. Svo voru fleiri hetjur. Wes Montgomery er kafli út af fyrir sig. Hann hafði sinn eigin stíl. En ég var ekkert sérstaklega að hlusta á gítarleikara, ég hlustaði ekki síð- ur á blásara og píanista, og bara á alla góða spilara.“ Jón Páll leikur sjálfur í anda bíbopsins en segir að hver mótaður hljóðfæraleikari hafi sinn tón, sinn stíl. „Oft þarf ekki að heyra marga takta til að vita hver það er sem leikur. Stan Getz getur maður þekkt á einum tón, eins er með Gerry Mulligan, John Coltrane, og Miles Davis auðvitað. Og fleiri.“ Í samleik þykir Jóni Páli, eins og sjálfsagt öðrum djassleikurum, eftirsóknarvert þegar menn fara að þekkja hver á annan, ná samstilltu „grúvi“ og lesi nán- ast hugsanir hver annars. „Þá skiptir öllu máli að spila sem mest saman. Það er vandamál hér hvað djassleikarar spila sjaldan saman, það er kannski einu sinni og svo líður langur tími þar til þeir hittast næst, og kannski aldrei. Í enda kvöldsins eru menn farnir að spilast saman, þá er maður að fá tilfinn- ingu fyrir því sem félagarnir ætla að gera. Fyrir nokkrum vikum var ég að spila með Eyþóri Gunnarssyni, þeim dásamlega píanista, Matthíasi Hem- stock trommara og Valda Kolla á bassa og þá fundum við nærveru hver annars sterkt – en svo var það búið. Við ætlum að endurtaka leikinn í vor og spila þrjú kvöld í röð, 13. 14. og 15. apríl, á Kaffi Kultura. Það er gaman þegar menn ná að spinna þráðin áfram.“ Seldi öll hljóðfærin, nema Gibsoninn Jón Páll er þrígiftur. Fyrsta eiginkona hans var söng- konan Ellý Vilhjálms, þau eignuðust dóttur en skildu Tónlist Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Djassinn er ekki arðbær atvinna Fimmtíu og fimm ár eru liðin síðan 17 ára unglingi var boð- ið að gerast gítarleikari í Hljómsveit Svavars Gests. Jón Páll Bjarnason hefur haft gítarleikinn að atvinnu síðan. Eftir þennan langan feril, þar sem hann bjó bæði í Svíþjóð og Bandaríkjunum, kennir Jón Páll nú upprennandi djassleik- urum og nýtur þess enn að spila djass. ’ Gömlu góðu dagarnir voru kannski ekki alltaf svo voðalega góðir. Þegar ég var að byrja að spila var bara spilað og lítið verið að diskútera. Það var engin djass- kennsla eða leiðbeiningar. Lesbók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.