SunnudagsMogginn - 07.02.2010, Blaðsíða 36

SunnudagsMogginn - 07.02.2010, Blaðsíða 36
36 7. febrúar 2010 S kotveiðimenn eiga þess yfirleitt ekki kost að „veiða og sleppa“ sinni bráð. Páll Reynisson veiði- maður fékk þó að kynnast „veiða og sleppa“-aðferðinni þegar hann skaut hvítan nashyrning með deyfiskoti í nóv- ember síðastliðnum. Nashyrninginn veiddi hann á nátt- úruverndarsvæði í Limpopo-héraði í Suð- ur-Afríku. Það er í einkaeigu og kennt við Koh-i-Nohr-demantinn sögufræga. Til- gangur veiðinnar var að svipta nashyrn- inginn stolti sínu og höfuðskrauti – sjálf- um hornunum – til að forða honum frá því að verða veiðiþjófum að bráð. Hvítir nashyrningar eru taldir vera í bráðri útrýmingarhættu. Stór horn prýða haus beggja kynja og sækjast veiðiþjófar mjög eftir hornunum. Góður markaður er fyrir hornin og afurðir úr þeim í ýmsum Asíulöndum, meðal annars vegna meintra jákvæðra áhrifa á kyngetu. Heppinn að vera á svæðinu Páll var í Suður-Afríku að afla nýrra sýn- ingargripa fyrir Veiðisafnið á Stokkseyri þegar honum bauðst að taka þátt í nas- hyrningsveiðinni. Hann þáði boðið með þökkum, enda ekki á allra færi að taka þátt í löglegum veiðum á hvítum nas- hyrningum. Páll segir að það kosti al- mennt 9.500 til 10.000 bandaríkjadali að skjóta hvítan nashyrning með deyfiskoti. Þau örfáu veiðileyfi sem í boði eru til að fella hvítan nashyrning löglega kosta 65- 75 þúsund bandaríkjadali eða um tíu milljónir króna hvert. „Ég var svo heppinn að vera staddur á svæðinu þegar þessar veiðar fóru fram og vera boðið í þetta,“ sagði Páll. „Áður en ég fékk að skjóta nashyrninginn varð ég að sanna hæfni mína. Þeir nota sérútbúinn riffil til að skjóta skotinu með deyfilyfinu. Riffillinn var hlaðinn og mér bent á tré í um 20 metra fjarlægð og sagt að skjóta í tréð. Upp úr stofninum gengu tvær grein- ar. Ég spurði í hvora greinina ég ætti að skjóta. Þessa til hægri, sögðu þeir. Ég miðaði með Aimpoint rauð- punktssigtinu og skaut í miðja greinina. Þeir kinkuðu kolli og ég var samþykktur.“ Töluvert umstang var í kringum veiðina, tíu til ellefu manns á þremur bílum og einni þyrlu. Byrjað var á að leita að nashyrningum á stóru svæði en verndarsvæðið telur þúsundir hekt- ara. Loks fannst nashyrningstarfur með myndarleg horn og veiðimenn hröðuðu sér á vettvang. Dýralæknir stjórnaði að- gerðum. Hann var búinn að draga deyfilyf upp í örina, hlóð riffilinn og fékk Páli hann. Viðskotaillir og skapstyggir „Ég læddist að nashyrningnum. Þetta eru gríðarmiklar skepnur og geta vegið á fjórða tonn,“ sagði Páll. „Nashyrningar geta verið bæði viðskotaillir og skap- styggir en þeir sjá illa. Þegar ég var kom- inn í gott færi, 27 metra frá, skaut ég skotinu mitt í hálsinn á nashyrningnum. Honum brá lítið og ég dró mig í hlé. Það fór allt af stað og dýrin hurfu sjónum.“ Páll sagði að dýralæknirinn hefði verið svolítið fyrir aftan hann með annað dey- fiskot tilbúið ef á þyrfti að halda. Þess þurfti þó ekki. Þyrlan var kölluð til og staðsetti hún dýrin. Þegar veiðimennirnir voru komnir á vettvang var lyfið farið að virka og þessi tröllaukna skepna var sýnilega reikul í spori. Þegar nashyrningurinn var orðinn meinlaus, en ekki lagstur, hlupu menn til og settu teppi yfir augun á honum og komu böndum á hann til að geta stýrt því hvernig hann legðist. Þegar tröllið var sofnað djúpum lyfja- svefni voru hornin mæld í bak og fyrir. Þá dró dýralæknirinn upp sagir. Aftara horn- ið var fyrst sagað af með stórri handsög og Böndum var komið á nasnyrninginn til að stýra því hvernig hann legðist. Dýrið var ekki með tannpínu heldur var klæðið sett yfir augun til að róa það. Ljósmyndir/Páll Reynisson Nashyrn- ingur án horna – en engin hýena Hvítir nashyrningar eru í útrýmingarhættu. Nú er gripið til þess ráðs að svipta þá höfuðprýðinni - hornunum - því þá eru þeir ekki eins eftirsóttir af veiðiþjófum sem selja hornin dýru verði. Guðni Einarsson gudni@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.