SunnudagsMogginn - 07.02.2010, Blaðsíða 51

SunnudagsMogginn - 07.02.2010, Blaðsíða 51
7. febrúar 2010 51 eftir fimm ára hjónaband. Önnur eiginkona hans var Erna Sigríður Haraldsdóttir flugfreyja og héldu þau heimili í Stokkhólmi, en þar segist Jón Páll hafa búið í um tíu ára skeið, eftir að hafa verið fjögur ár í Dan- mörku. Hann vann m.a. við að leika inn á poppplötur. „Einu sinni var ég búinn að velja mér nýjan gítar, Gibson L5, þann sem ég nota ennþá. Erna var að fljúga frá Íslandi og kom með gítarinn frá New York. Svo fór hún aftur að vinna og kom ekki aftur. Hún fórst í flug- slysinu á Srí Lanka árið 1978. Það var hörmulegt slys … Þá var ég orðinn ekkill, fertugur að aldri, einn að þvælast, og datt loks í hug að leita uppruna djassins í Bandaríkjunum. Ég seldi öll hljóðfærin mín, nema Gib- soninn, fór að athuga með veðurspána í Bandaríkj- unum og leist vel á Los Angeles í þeim efnum. Það er ekki hlaupið að því að flytja til Bandaríkjanna, það þarf dvalarleyfi og slíkt, þannig að ég byrjaði á að fara í G.I.T. tónlistarskólann í eitt ár, meðal annars til að kynnast fólki. Sem ég gerði. Eftir námið ætlaði ég aftur til Svíþjóðar eða hingað heim – en ástin greip inn í og ég giftist þarna úti skömmu síðar. Í Kaliforníu bjó ég í vel á annan áratug en við Roberta fluttum heim árið 2000. Það var talsvert kúltúrsjokk fyrir hana að flytja til Akraness enda uppalin í Los Ang- eles. L.A. og Akranes eru ólíkir heimar. En hún var rithöfundur þannig að það háði henni kannski ekki eins mikið og það hefði getað gert. Roberta dó árið 2005. Fékk krabba og dó … Nú hef ég fundið ástina að nýju.“ Farinn að ryðga í morsinu Jón Páll segir að í Kaliforníu sé mikið af frábærum tón- listarmönnum. „Það var líka fullt af djassgrúppum – en djass er ekki arðbær atvinna. Þú verður að hafa ástríðu fyrir tónlistinn en það eru fáir sem gera það gott í djassi.“ Hann lék víða vestra, allrahanda tónlist. „Ég spilaði í djassklúbbum en það er svo illa borgað, er rétt fyrir bensíni. En ég var að spila í allskonar böndum, stund- um í afleysingum, stundum í einhverjum sýningum. Þarna eru alltaf einhver flott „show“ og þótt tónlistin sé „commercial“ þá fær maður gæsahúð við að spila í flottu sándi. Manni líður alltaf vel inni í flottu bandi og hefur engar áhyggjur.“ Jón Páll hefur á ferli sínum spilað með fjölda ólíkra hljóðfæraleikara. Hann segir að í dag séu margir flinkir spilarar hér á landi og menntunin hafi breyst. „Gömlu góðu dagarnir voru kannski ekki alltaf svo voðalega góðir. Þegar ég var að byrja að spila var bara spilað og lítið verið að diskútera. Það var engin djass- kennsla eða leiðbeiningar. Hér eru alveg ótrúlega margir góðir gítarleikarar núna.“ Þrátt fyrir að gítarleikurinn hafi verið ævistarf Jóns Páls fór hann í Loftskeytaskólann þegar hann var 18 ára og lauk því námi. „Pabbi var búinn að sjá að það væri borin von að ég yrði prófessor en hann sagði að ég yrði að hafa eitthvað að gera.“ En skyldi hann hafa starfað sem loftskeytamaður? „Nei, það er ekki komið að því ennþá,“ segir Jón Páll og glottir. „Ég er farinn að ryðga í morsinu.“ Morgunblaðið/Golli „Ég var lengi búinn að spá í að flytja heim, í undirmeðvitundinni gældi ég allan tímann við það en lét loks verða af því,“ segir Jón Páll Bjarnason gítarleikari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.