SunnudagsMogginn - 07.02.2010, Blaðsíða 29

SunnudagsMogginn - 07.02.2010, Blaðsíða 29
7. febrúar 2010 29 Þ að er gömul saga og ný að þingmenn höfuðborgarsvæðisins líta sjaldnast á sig sem þingmenn höfuðborgarsvæðisins. Þeir eru yfirleitt hástemmdari en svo, hugsa um landið allt, en ekki þrengri hagsmuni. Annað á við um þingmenn landsbyggðarinnar. Þeir taka skyldur sínar við sína umbjóðendur mjög alvarlega og snúa iðulega bökum saman þvert á flokkslínur þegar hagsmunir heima í héraði eru í húfi. Hagsmunir höfuðborgarsvæðisins eru hins vegar síst minni. Þetta er ekki sagt í þeim skilningi að hlaða eigi undir höfuðborgarsvæðið með öllum hugsanlegum ráðum og sópa að því hvers kyns bitlingum, heldur til að benda á að mikilvægt er að vel takist til með þróun höfuðborgarinnar og sveitarfélaganna í kringum hana. Í Sunnudagsmogganum er rætt við Hjálmar Sveinsson, sem tókst að ná fjórða sæti í próf- kjöri Samfylkingarinnar fyrir viku. Hjálmar er þekktur fyrir þætti sína í útvarpi þar sem hann hefur iðulega fjallað um skipulagsmál bæði hér heima og erlendis. Hjálmar hefur sam- anburð frá Berlín þar sem hann bjó um árabil og átti þess kost að fylgjast með þeirri miklu gerjun, sem þar hefur átt sér stað, úr návígi. Hjálmar kemur ekki úr flokksstarfinu, heldur bankaði einfaldlega upp á, eins og hann lýsir því, og kvaðst vilja fá að spreyta sig. Hjálmar veltir því fyrir sér hvernig á sinnuleysi stjórnvalda standi: „Það skortir að rík- isvaldið, forsætisráðherra hverju sinni, hafi metnað fyrir höfuðborgarsvæðið.“ Hann segir að annars staðar sé þessu öðru vísi varið. Til dæmis hafi Nicolas Sarkozy, for- seti Frakklands, efnt til mikillar sýningar í París í fyrravor um framtíðarsýn á borgina og þegar farið var af stað með verkefni í London sem lauslega mætti kalla endurreisn borg- arinnar hafði forsætisráðuneytið forgöngu um það. „Það vantar sárlega hér að ríkisstjórnir, hvort sem þær eru til hægri eða vinstri, eða þing- mennirnir hafi einhvern metnað fyrir þetta svæði. Ég verð aldrei var við að þingmenn Reykjavíkur, sama hvar í flokki þeir standa, hafi nokkurn metnað fyrir þessa borg. Þeir eru allir á kafi í einhverjum hugmyndum um Icesave og Evrópusambandið, en nærumhverfið vekur engan metnað hjá þeim.“ Hjálmar gagnrýnir einnig hvernig hvað eftir annað sé farið fram úr deiliskipulagi í bygg- ingarmagni. Hann bendir réttilega á að vel gert skipulag, þar sem skipuleggjendur, fjárfestar og verktakar og íbúar hafi tekið þátt, sé í raun eins konar sáttargjörð milli þessara aðila. Síð- an segir hann: „Að verktakinn komist upp með það tveimur, þremur árum síðar að knýja fram helmingi meira byggingarmagn og deiliskipulagið þar með úr gildi fallið er mjög slæmt og leiðir til lausungar. Það eru óbein skilaboð um að þótt settar hafi verið reglur viti menn að þeir komist upp með nánast hvað sem er. Stjórnsýslan í sveitarfélögunum verður að geta tekist á við þetta.“ Við sitjum uppi með mörg vandamál í borgarmyndinni eftir hrunið, hálftóma skrifstofu- turna og draugahverfi. Undanfarið hefur kveðið við nýjan tón í borgarmálunum og ber hann vitni um ný vinnubrögð, sem full ástæða væri fyrir skotgrafapólitíkusa að kynna sér og eru langþráð hjá þorra kjósenda. Flest borgarmál eru líka þess eðlis að ekki er auðvelt að gefa þeim hægri eða vinstri stimpil. Hins vegar er mikið í húfi að vel takist til við þróun og upp- byggingu höfuðborgarsvæðisins á næstunni. Bautasteinar misráðins framkvæmdaákafa eru þegar orðnir nógu margir. Metnaður fyrir höfuðborgina „Maður þyrfti að vera heiladauður til að skrifa undir svona.“ Sophia Hansen fyrir héraðsdómi Reykjavíkur. Við- skiptabréf með hennar undirskrift eru þar til um- fjöllunar en Sophia segir undirskrift sína falsaða. „Ég veit ekki hvort þetta var vegna kraftaverks, heppni eða færni en það er gjörsamlega ótrúlegt að hafa náð að bjarga drengnum.“ Kolbeinn Guðmundsson, sem var meðal fyrstu björgunarsveit- armanna sem komu á slys- stað á vestanverðum Lang- jökli og björguðu sjö ára gömlum dreng úr jökul- sprungu. „Hálfviti!“ Kvikmyndaleikarinn Mel Gibson við fréttamann sem spurði hann nær- göngullar spurningar. „Það var í þeirri ferð sem við áttuðum okkur á hvert við vildum stefna og hvernig væri best að fara inn í verkefnið, við ákváðum að byggja það á því að farið væri inn í völundarhús, labyrinth, inn á ein- hvers konar steinaslóð sem ferðalangur fetar sig eftir og verður táknrænt ferðalag fyrir lífið þar sem maður þekkir ekki leiðina en verður að feta sig eftir slóðinni og nálgast hægt og bítandi einhvern kjarna, segul, sem dregur mann áfram – ef maður lærir að hlusta opnast skynfærin til að finna togið frá kjarn- anum.“ Sverrir Guðjónsson söngvari um samstarf sitt við jap- anska slagverksleikarann Stomu Yamash’ta. „Þetta er mikið skref fyrir mig þó það sé kannski lítið fyrir mannkynið.“ Geir Ólafsson söngvari sem er á leið til Hollywood. Ummæli vikunnar Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal borð en öryggisráðið. Og þar verður oft að taka ákvarðanir skjótt, óháð því hvort nótt er eða dagur í hinum eða þessum heimshlutanum. Segjum nú svo að draumur Íslands um að setjast í eitt af þess- um heitu sætum hefði ræst. Hvernig hefði þá land- ið tekið ákvarðanir um hvern skyldi styðja, hverju skyldi andæfa? Slíkar spurningar berast örygg- isráðinu ótt og títt. Þær ákvarðanir myndi fasta- fulltrúinn taka, oftast að fengnu samþykki utan- ríkisráðherra og við stærstu ákvarðanir einnig forsætisráðherrans. Ísland stóð aldrei frammi fyrir því að fara með her á hendur Írökum. En þegar helstu bandamenn Íslands í öryggismálum frá fornu fari, Bandaríkja- menn og Bretar, höfðu ákveðið að ganga til þess verks, enda ómótmælt að Íraksstjórn hafði marg- brotið fyrirmæli öryggisráðsins, og færa þær fórnir sem stríðsrekstri fylgja, ákváðu íslensk yfirvöld að lýsa yfir stuðningi við þessa hefðbundnu banda- menn sína. Síðar sendu Íslendingar sprengjuleit- armenn á svæðið, í fullu samræmi við samþykktir SÞ. Þessar ákvarðanir voru teknar af utanrík- isráðherra í fullu samráði við og með fullu sam- þykki forsætisráðherra. Þeir eru því samábyrgir fyrir ákvörðuninni. Þeir tveir menn sem þessum störfum gegndu þá hafa aldrei vikist undan því að hafa tekið þessar ákvarðanir. Við þær var aldrei gerð athugasemd í ríkisstjórn. Þessar ákvarðanir voru teknar skömmu fyrir kosningar. Þær voru auðvitað töluvert ræddar í kosningabaráttunni og þeir flokkar sem í hlut áttu héldu velli í þeim kosn- ingum. Með hliðsjón af orðum Ólafs Jóhannessonar um þingrofið 1931 má segja að þessi ákvörðun hafi þannig fengið lýðræðislegan stimpil. Þær hermik- rákur sem nú vilja setja á svið sjónvarpsþátt að hætti Breta til að fá að vita hverjir tóku fram- angreindar ákvarðanir, verða því að gæta sín á að gera ráð fyrir frekar stuttum þætti, þar sem svarið liggur þegar fyrir. Reuters yggisráðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.