SunnudagsMogginn - 07.02.2010, Blaðsíða 25

SunnudagsMogginn - 07.02.2010, Blaðsíða 25
7. febrúar 2010 25 Þú hefur hlotið verðlaun og við- urkenningar fyrir verk þín og þetta árið ertu tilnefndur til Edduverðlauna. Skipta verðlaun þig máli? „Fyrstu stóru verðlaunin sem ég fékk voru á kvikmyndahátíð í Kaíró árið 2001. Þá fékk ég dómnefndarverðlaunin fyrir Fíaskó og Sophia Loren og Antonioni sátu á fremsta bekk í beinni útsendingu í egypsku þjóðaróperunni. Þá hugsaði ég: Vá! Eftir það minnkaði spennan fyrir verðlaunum og nú skipta þau mig per- sónulega litlu máli. Ég verð hins vegar alltaf mjög stoltur og ánægður og fagna hátt þegar fólk sem ég vinn með fær verðlaun og viðurkenningu. Ég held stíft með mínu fólki.“ Ákvörðun Páls mun ekki standa Nú eru niðurskurðartímar og mennta- málaráðherra tilkynnti um skert fram- lög til kvikmyndagerðar og útvarpsstjóri lýsti því yfir að dregið yrði úr kaupum á íslensku efni hjá stofnuninni. Kvik- myndagerðarmenn hafa brugðist gríð- arlega harkalega við og notað sterk orð. Hafa viðbrögð ykkar ekki verið fullhörð? „Kvikmyndagerðarmenn eru langt frá því að vera veruleikafirrtir og hafa skiln- ing á nauðsynlegum niðurskurði. Við höfðum búið okkur undir fimm prósenta niðurskurð frá ríkinu en þegar hann reyndist vera 35 prósent var það mikið áfall og fólk sá fram á stórfellt atvinnu- leysi í greininni. RÚV-málið ýtti fólki svo út á bardagavöllinn. Það hefur alltaf verið gjá á milli RÚV og sjálfstæðra kvik- myndagerðarmanna og hún hefur breikkað á starfstíma Páls Magnússonar. Það er ekkert samtal þarna á milli því stjórnendur RÚV líta á okkur sem enn einn þrýstihópinn á meðan við ættum að vinna að sama marki, sem er að gera gott sjónvarpsefni fyrir Íslendinga. Reiði kvikmyndagerðarmanna er uppsöfnuð en enginn hefur þorað að segja neitt fyrr en nú af hræðslu við að missa viðskipti. Þegar útvarpsstjóri sagðist ætla að hætta að kaupa íslenskar kvikmyndir og draga stórlega úr kaupum á innlendu efni sprakk allt af því að það er vitað að RÚV hefur ekki staðið við þann þjónustu- samning sem er í gildi við ríki og þjóð. RÚV ber að kaupa ákveðið mikið af sjálf- stætt framleiddu íslensku efni en hefur ekki staðið við þær skuldbindingar. Þetta mál snýst ekki bara um Pál Magnússon heldur yfirstjórn á rík- isútvarpinu sem er ekki menningarleg heldur pólitísk og rekstrarleg. Þegar skipanin er þannig verður RÚV sjálfkrafa að sjónvarpsstöð sem sinnir ekki menn- ingarhlutverki sínu.“ En stendur ekki þessi ákvörðun Páls? „Hún mun ekki standa, því get ég lofað þér.“ Hvað heldurðu að breytist? „Ég hef trú á því að Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra átti sig á eðli máls- ins og taki málstað kvikmyndagerð- arinnar. Hún er mjög góður mennta- málaráðherra á erfiðleikatímum. Ég vona að hún verði áfram í ráðuneytinu svo kvikmyndagerðarmenn þurfi ekki að upplýsa enn einn ráðherrann um mik- ilvægi kvikmyndagerðar í menningu landsins og hversu miklu hún skilar þjóðarbúinu. Fyrir hverja krónu sem rík- ið fjárfestir í greininni koma hátt í fimm til baka í skatttekjum og ferðamannaiðn- aði. Það er hátt í þúsund manns sem hef- ur starfa af kvikmyndagerð með einum eða öðrum hætti og við tengjumst víða inn í atvinnulífið. Þessi barátta hefur sameinað íslenska kvikmyndagerð- armenn. Í svona bransa eru litlir smá- kóngar hér og þar en nú erum við öll samhuga í því að taka þennan slag og berjast, fyrir sjálf okkur og þjóðinni til heilla.“ Hugmyndin að vaktaseríunum svo- kölluðu hefur verið seld til Bandaríkj- anna. Hvað er að frétta af þeim málum? „Fox-sjónvarpsstöðin keypti for- kaupsrétt að bandarískri endurgerð þátt- anna. Það er gerður prufuþáttur og svo er bara að sjá hvernig tekst til og hvort ráð- ist verður í endurgerð. Þegar hugmyndin um bandaríska endurgerð kviknaði hefði ég getað fylgt henni eftir og væri núna í Bandaríkjunum að fylgjast með ferlinu. En ég ákvað að festast ekki í fortíðinni. Ég horfi til dæmis aldrei á verk mín eftir að ég hef frumsýnt þau. Ég lifi í núinu og horfi fram á veginn. Ég ætla ekki að dvelja í Næturvaktinni alla mína ævi.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg ’ Þetta mál snýst ekki bara um Pál Magnússon heldur yfirstjórn á Ríkisútvarpinu sem er ekki menningarleg heldur pólitísk og rekstrarleg. Þegar skip- anin er þannig verður RÚV sjálf- krafa að sjónvarpsstöð sem sinnir ekki menningarhlutverki sínu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.