SunnudagsMogginn - 07.02.2010, Blaðsíða 54

SunnudagsMogginn - 07.02.2010, Blaðsíða 54
Ætli helgin mín verði ekki bara nokkuð svipuð mínum hefðbundnu helgum: Varið að mestu leyti við vinnu að einhverskonar tónlistartengdum verkefnum. Laug- ardeginum eyði ég væntanlega heima hjá mér við að leggja lokahönd á að hljóðblanda nýju plötuna mína The Devils. Ég er búinn að vera að dunda mér við að taka hana upp heima hjá mér í janúar og er núna alveg við það að klára hana. Hún ætti að koma út í mars ef allt gengur eftir. Á sunnudaginn fer ég svo sjálfsagt í Kolaportið að fara í gegnum vínilkassana og bókamarkaðina að leita að einhverju í safnið áður en ég fer á æfingu með hljómsveitinni minni The Deathmetal Supersquad. Eft- ir þá æfingu gæti ég þó farið á aðra æfingu þar sem Fannar félagi minn ætlar að spila með mér á nokkrum My Summer as a Salvation Soldier-tónleikum á næstunni. Á sunnudagskvöldum höfum svo ég og kærastan mín gjarn- an reynt að kíkja í bíó og hugsa ég að þessi helgi verði engin undantekn- ing. Inni á milli mun ég svo reyna að elda góðan mat, lesa aðeins í bók, hlusta á plötur og jafnvel, ef tími gefst, kíkja í einhverja af sundlaugum borgarinnar. Helgin mín Þórir Georg Jónsson tónlistarmaður Vinna við tónlist- artengd verkefni 54 7. febrúar 2010 É g sé fyrir mér listamann uppalinn í Geitavík í Borgarfirði eystra fyrir aldamótin 1900. Daglega bar hann Dyrfjöll augum og af og til eyddi hann dýrmætum stundum við Hengifoss, og horfði á fossinn falla 130 metra niður stuðlaberg og ofan í rauðlit- að gljúfur. Þessar náttúruímyndir urðu hluti af hug- myndaheimi hans, þær tóku sér bólfestu í undirvitund- inni, og þegar hann eltist og hóf að leggja stund á listsköpun þá fann listin sér farveg í náttúruímyndunum. Þær leituðu upp á yfirborðið vegna nálægðar hans við náttúruna í æsku. Ég sé fyrir mér annan listamann uppalinn í Reykjavík á tímum áskriftarsjónvarps. Daglega sat hann við tækið og horfði á teiknaðar skjaldbökur sem kunnu sitthvað fyrir sér í karate og þrjár stúlkur sem flugu um háloftin og börðu á bófum. Af og til eyddi hann dýrmætum stundum í tölvuspili og var þá sjálfur ofurhetja á skjá sem forðaðist eldkúlur og laser-skot. Þessar ímyndir urðu hluti af hug- arheimi hans, þær tóku sér bólfestu í undirvitundinni, og þegar hann eltist og hóf að leggja stund á listsköpun þá fann listin sér farveg í teiknimynda- og tölvuímynd- unum. Þær leituðu upp á yfirborðið vegna nálægðar hans við teiknimyndaheiminn. Listin verður seint aðskilin þeim menningarheimi sem listamaðurinn býr eða elst upp við og erum við því farin að sjá yfirþyrmandi áhrif teiknimynda og tölvuleikja í samtímalist. Listamenn á borð við Arturo Herrera, Inka Essenhigh, Takashi Murakami, Michel Majerus, Carroll Dunham og Martin Maloney eru á meðal þeirra sem horft er til þegar þessi bylgja er skrásett í samtímalistasöguna, en þeir hafa átt við þetta myndefni í allnokkur ár. Á Ís- landi gaf sýningin Nói át í Nýlistasafninu okkur tóninn fyrir þremur árum og sýndi hvert íslenskir listmálarar sem ólust upp við áskriftasjónvarp stefndu. Listasafn Reykjavíkur hefur nú tekið upp þráðinn frá Nóa með tilraun til að gera þessum áherslum yfirgrips- meiri skil í Errósafninu, sem er vissulega viðeigandi stað- setning því þar er grunnurinn, hjá Erró, Lichtenstein, Wesley o.fl. sem sóttu myndefni í teiknimyndablöð síns tíma, Agga, Stjána bláa, Dag og hvað þær nú hétu hvunn- dagshetjurnar á sjöunda áratugnum. Sýningin ber heitið Ljóslitlífun og skartar ellefu listamönnunum sem eiga það sameiginlegt að vera ekki aldir upp undir fjalli í Geitavík og leita þess vegna í smiðju Cartoon Networks og Boo- merang. Þetta eru listamennirnir sem erfa munu pensilinn og teljast til nýrrar kynslóðar sem tjáir sig í málverki. Reyndar er Gabríela Friðriksdóttir rótgróin í bransanum og Jón Henrysson hefur verið lengi að en haft allt of hægt um sig. Bæði eiga þau samt erindi inn í þetta samhengi. Heimur Gabríelu á sér rætur í sögum um múmínálfa og Jón blandar saman þekktum teiknimyndafígúrum í sex mynda röð þar sem hver mynd er eins og rammi í teikni- myndasögu. Líkt og hjá Gabríelu og Jóni er frásögnin í fyrirrúmi hjá Söru Riel og Þórdísi Aðalsteinsdóttur. Og þótt ég vilji forðast að pikka einn og einn listamann út (sýningin snýst ekki um fegurðarsamkeppni þeirra á milli heldur er meira lagt í að finna samhljóm) þá stenst ég ekki freistinguna að hampa innleggi Söru sem og Helga Þórs- sonar, sem á það sammerkt með Siggu Björg Sigurð- ardóttur og Sigtryggi Berg Sigmarssyni að tefla saman fjölda mynda sem út af fyrir sig eru ekki frásagn- arkenndar en saman skapa þær heildsteyptan myndheim. Heimir Björgúlfsson kemur nokkuð á óvart með skrautmiklum málverkum með graffití-ívafi og svo eru það Nóa-listamennirnir þrír sem gáfu tóninn í Ný- listasafninu, þeir Davíð Örn Halldórsson, Ragnar Jón- asson og Guðmundur Thoroddsen, sem hafna frásögninni og hallast í áttina að svokölluðu skrípa-abstrakt (comic abstraction). Þetta er frískleg sýning og vel samstillt litabomba. Hún hefur of mikið af öllu en samt fær maður ekki nóg. Þá velti ég því fyrir mér hvers vegna vídeó og skúlptúr hafi ekki fengið að fljóta með (Helgi og Guðmundur eru þeir einu sem færa sig út á gólfið), því teiknimyndaáhrifin einskorðast ekki við málverk. En það er kannski önnur saga. Of mikið af öllu en samt fær maður ekki nóg MYNDLIST Ljóslitlífun – Samsýning bbbbn Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús Opið alla daga kl. 10:00-17:00, fimmtudaga til kl. 22.00. Sýn- ingu lýkur 11. apríl. Aðgangur ókeypis. Jón B.K. Ransu Helgi Þórsson teflir saman fjölda verka, sem skapa heildsteyptan teiknimyndaheim sem á rætur í alþýðulist. L okatónleikar Myrkra músíkdaga hófust á litríku verki eftir Markus Zahnhausen, Sakura sem Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari flutti með glæsilegum tilþrifum. Tónlistin var skemmtileg blanda af virtúósagöldrum og japanskri þjóðlagahefð; þetta var frábær byrjun á tónleikunum. Nokkuð síðri var Bildnis, (Portrett), fyrir einleiksselló eftir sama tónskáld. Það var vissulega fallega ljóðrænt, en vandamálið var að sellóleikarinn, Sigurgeir Agn- arsson, átti að syngja um leið og hann spilaði. Sigurgeir er einstakur sellóleikari, en hann er ekki söngvari. Söngurinn var ámátlegur og veiklulegur og skemmdi heildarmyndina. Tvær tónsmíðar eftir þá Atla Heimi Sveinsson og Þor- kel Sigurbjörnsson heyrðust í fyrsta sinn á tónleikunum. Þær voru báðar fyrir blokkflautu og leiknar af Zahn- hausen, sem ekki aðeins er tónskáld. Verk Þorkels, For Markus, átti greinilega að vera fyndið, en var það ekki nema kannski í lokin, þegar áheyrendur flissuðu nokk- uð áberandi. Það veltist samt enginn um af hlátri. Atli Heimir átti mun einlægari tónlist, Og hafið kast- aði nóttum á land. Titillinn er fenginn úr ljóði eftir Paul Celan; tónlistin var fallega innhverf, samspil áleitinna tónahendinga og þagna sem skapaði heillandi andrúms- loft. Zahnhausen lék það líka af mikilli tilfinningu. Tónleikarnir voru býsna efnismiklir og hér er ekki pláss til að gera grein fyrir öllu sem bar fyrir eyru. Sum- um verkunum var ekki gerður neinn greiði með því að troða þeim að á eftir öðrum krefjandi tónsmíðum. Hinn voldugi strengjakvartett nr. 3 eftir John Pickard naut sín t.d. ekki sem síðasta atriði fyrir hlé, þrátt fyrir góðan leik Helgu Þórarinsdóttur og Zbigniew Dubik, auk þeirra Sigrúnar og Sigurgeirs. Maður hefur ekki lyst á nautasteik eftir að vera búinn að borða áður kjúkling, kótelettur og kartöflukarrí. Ein allrabesta tónsmíðin á tónleikunum var String Q – Mozaik IV eftir Kjartan Ólafsson. Grunnhugmyndirnar voru eldgamlar tónhendingar, sem voru unnar og þró- aðar með nútímaaðferðum. Tónlistin var einstaklega falleg, það var einhver heiðríkja yfir henni sem erfitt er að lýsa með orðum. Maður getur auðvitað sagt að mis- munandi hliðar og kaflar verksins hafi verið í góðu jafn- vægi, að innra samræmi þess hafi verið sterkt og sann- færandi. Sem er rétt, en tónlistin var bara meira en það. Þetta var án efa eitt besta verk Kjartans og verulega til- komumikill endir Myrkra músíkdaga. Heiðríkja í myrkrinu TÓNLIST Kammertónleikar bbbmn Listasafn Íslands Verk eftir Zahnhausen, Pickard, Þorkel Sigurbjörnsson, Atla Heimi Sveinsson og Kjartan Ólafsson. Flytjendur: Sigrún Eðvaldsdóttir, Zbigniew Dubik, Helga Þórarinsdóttir og Sigurgeir Agnarsson. Sunnudagur 31. janúar. Rýnirinn hrósar String Q – Mozaik IV eftir Kjartan Ólafsson. Jónas Sen Lesbók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.