SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Blaðsíða 6
6 13. júní 2010
Helen Thomas er dóttir innflytj-
enda frá Líbanon. Hún fæddist í
Kentucky og ólst upp í Detroit.
Thomas hóf störf hjá fréttaþjón-
ustunni UPI árið 1943 og hefur
fylgt forsetum Bandaríkjanna allt
frá því hún fylgdist með kosninga-
baráttunni í forsetakosningunum
1960. Hún varð fréttaritari í Hvíta
húsinu í tíð Johns F. Kennedys og
Barack Obama var síðasti forset-
inn, sem þurfti að svara spurn-
ingum hennar. Þar á milli eru átta
forsetar.
Hermt er að Kennedy hafi eitt
sinn sagt að hún „væri fín stúlka
ef hún bara losaði sig við skrif-
blokkina og blýantinn“. „Er ekki
einhvers staðar stríð, sem við
getum sent hana í?“ á Colin Pow-
ell, fyrrverandi utanríkisráðherra,
að hafa spurt með bros á vör.
Thomas var fyrsta konan til að
vera í forustu félagsins National
Press Club og varð fyrst kvenna
forseti félags fréttaritara í Hvíta
húsinu. Jafnt forsetar sem blaða-
menn sýndu henni virðingu. „Í
mörg ár giltu aðrar reglur fyrir Hel-
en og bara fyrir Helen,“ sagði Ari
Fleischer, fyrrverandi talsmaður
George W. Bush, sem hvatti hana
til að hætta út af ummælunum um
Ísrael. „Hún vann sér þennan rétt
inn og fékk sérmeðferð. Það fór
aldrei í taugarnar á mér. Ég hafði
gaman af hugmyndafræðilegum
skylmingum við Helen.“
Ef hún bara losaði sig við blokkina og blýantinn
Helen Thomas, ein kvenna í karlageri, tekur niður punkta á blaðamanna-
fundi hjá Lyndon B. Johnson forseta í Hvíta húsinu í apríl 1968.
Reuters
H
elen Thomas var þekktasti blaðamað-
urinn í fréttaritaraliðinu í Hvíta hús-
inu. Áratugum saman gerði hún for-
setum Bandaríkjanna og talsmönnum
þeirra gramt í geði með hvössum og oft ósvífnum
spurningum.
Lengst af starfaði Thomas fyrir fréttastofuna
UPI, en hætti þar störfum árið 2000 og varð dálka-
höfundur hjá Hearst-útgáfunni. Alltaf hélt hún þó
sæti sínu meðal fréttaritaranna í Hvíta húsinu.
Á mánudag dró Thomas sig í hlé. Hún er orðin
89 ára og því langt síðan hún náði eftirlaunaaldri,
en ákvörðun hennar kom ekki til af góðu.
27. maí var hún stödd í móttöku í garði Hvíta
hússins þar sem verið var að halda upp á arfleifð
gyðinga. Rabbíni með myndavél spurði hana
hvort hún vildi segja eitthvað um Ísrael.
„Segið þeim að hypja sig burt frá Palestínu,“
svaraði Thomas og bætti við þegar gengið var á
hana um hvert þeir ættu að fara: „Munið að þetta
fólk er hersetið og þetta er þeirra land, ekki
Þýskaland eða Pólland. Þeir geta farið heim, til
Póllands, Þýskalands og Bandaríkjanna, hvert sem
er annað.“ Rabbínanum varð hverft við, en hann
beið með að setja myndbandið á netið vegna þess
að sonur hans var í prófum og „hann er vefstjórinn
minn“. Þegar það birtist loks á vefnum Youtube
fór allt á annan endann. Thomas var gagnrýnd
harkalega, umboðsmaður hennar sneri við henni
baki og menntaskóli dró til baka boð um að hún
héldi útskriftarræðu.
Thomas gaf út yfirlýsingu þar sem hún kvaðst
iðrast ummæla sinna sárlega: „Þau endurspegla
ekki innilega trú mína um að friður muni ekki
komast á í Mið-Austurlöndum fyrr en allir, sem
hlut eiga að máli, átta sig á þörfinni fyrir gagn-
kvæma virðingu og umburðarlyndi.“
Sama dag og hún svaraði rabbínanum beindi
Thomas spjótum sínum í síðasta skipti að Banda-
ríkjaforseta. „Herra forseti, hvenær ætlar þú að
fara frá Afganistan? Af hverju höldum við áfram að
drepa og deyja þar? Hver er hin raunverulega af-
sökun? Ekki svara mér með einhverjum Bush-
frösum um að „förum við ekki þangað komi þeir
hingað“,“ spurði hún Barack Obama.
Eftir að málið kom upp hafa margir orðið til að
gagnrýna Thomas. Í fréttum hefur því verið haldið
fram að vera hennar hafi verið orðin vandræðaleg
og spurningar hafi stöðugt orðið ágengari og villt-
ari eftir því sem árin liðu. Margir hafa sagt að eina
ástæðan fyrir því að hún hafi enn verið fréttaritari
í Hvíta húsinu hafi verið aldur hennar og reynsla.
Talsmönnum George W. Bush virðist hafa verið
sérlega í nöp við hana. Ari Fleischer, sem var fyrsti
talsmaður Bush, stjórnaði herferð gegn henni um
liðna helgi og sendi blaðamönnum póst með upp-
lýsingum um ummæli hennar.
Gagnrýni á Thomas kom úr öllum áttum. Sam-
tökin Hezbollah, sem eru yfirlýstir andstæðingar
Ísraels, fögnuðu hins vegar hugrekki Thomas í yf-
irlýsingu. Ekki hefur það hjálpað henni.
Sam Donaldson, fyrrverandi fréttaritari sjón-
varpsstöðvarinnar ABC í Hvíta húsinu, sagði að
Thomas hefði verið „brautryðjandi“ fyrir konur
og „enginn getur tekið það af Helen“. Donaldson
varði ekki ummæli hennar um Ísrael en kvaðst
telja líklegt að þau endurspegluðu viðhorf margra
af arabískum uppruna.
Segið þeim að
hypja sig
Umdeild ummæli um Ísrael
urðu reyndasta blaðamannin-
um í Hvíta húsinu að falli
Helen Thomas fyrir utan vesturálmu Hvíta hússins í fyrrasumar.
Reuters
Barack Obama Bandaríkjaforseti tekur utan um Hel-
en Thomas og færir henni kökur í Hvíta húsinu á af-
mæli hennar 4. ágúst í fyrra.
Reuters
Vikuspegill
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Helen Thomas átti sér sæti
fyrir miðju í fremstu röð í her-
berginu fyrir blaðamannafundi
í Hvíta húsinu. Flest eru sætin
í herberginu merkt fjöl-
miðlum, en sæti Thomas var
merkt með nafni hennar. Dag-
inn eftir að hún lýsti yfir að
hún væri hætt störfum í Hvíta
húsinu var sæti hennar látið
standa autt.
Autt sæti Hel-
en Thomas
www.noatun.is
Nóatúni
Nýttu þér nóttina í
Nú eru allar verslanir Nóatúns
opnar allan sólarhringinn