SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Blaðsíða 38

SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Blaðsíða 38
38 13. júní 2010 Þrumuský við þjóðveginn. Þ egar ekið er frá Harar í átt til sómölsku landamæranna breytist lands- lagið úr frjósömu fjallendi í hálfgerða eyðimörk. Heimaslóðir kaffi- plöntunnar í austurhluta Eþíópíu eru að baki og hrjóstrug landsvæði eru framundan allt til sandstranda Rauðahafsins. Framundan eru landamæri Eþíópíu við Sómalíu og Sómalíland. Sómalíland er ekki til. Sómalíland, sem var fram til 1960 bresk ný- lenda, er í dag óformlegt sjálfsstjórnarsvæði innan þrotríkisins Sómal- íu. Héraðið allt er í raun örvæntingarfull tilraun íbúanna til þess að koma á friði og stöðugleika. Tilraun til þess að skilja sig frá því ofbeldi og ringulreið sem hefur einkennt Sómalíu frá hruni ríkisins 1990. Sú tilraun hefur aðeins tekist að takmörk- uðu leyti. Ekkert ríki hefur viðurkennt sjálfstæði héraðsins þrátt fyrir að tekist hafi að koma á ákveðnum stöðugleika þar, sérstaklega samanborið við endurtekið fárviðri ofbeldis sem hefur geisað í Sómalíu undanfarna áratugi. Mikið af fólki er á ferðinni í rykugum landamærabænum Wajale þar sem sómalska þjóðin býr beggja vegna landamæranna. Í raun er erfitt að sjá að um raunveruleg landamæri sé að ræða. Tuttugu manna rútur með fimmtíu farþega læðast á milli drekkhlaðinna vörubíla frá miðri síðustu öld. Vegabréfastimplanir eru afgreiddar af nákvæmni fyrir sjaldséða ferða- menn. „Fólk gerir ekki greinarmun á Sómalílandi og Sómalíu og heldur að þar logi allt í átök- um,“ segir fulltrúi Sómalílands á ræðisskrifstofunni í Addis Ababa í Eþíópíu. Hann bætir við að vissulega sé ástandið ótryggt og að árásir skæruliða hafi átt sér stað í héraðshöfuðborg- inni Hargeysa nýverið, en leggur mikla áherslu á að almennt sé héraðið öruggt og friðsælt. Á leiðinni frá Wajale til Hargeysa eru sjö varðstöðvar hersins þar sem leitað er í bílum og pappírar farþeganna skoðaðir. Vegurinn er svo holóttur að öll umferð fer um sandana beggja vegna hans – hugsanlega áþreifanlegasti vitnisburðurinn um vanmátt stjórnvalda og algeran skort á grunnþjónustu. Hargeysa er vinaleg borg litríkra húsa og státar af stórum útimarkaði. Íbúar borgarinnar eru hátt í milljón. Þar er ekkert vandamál að rölta um göturnar og útlendingum er mjög vel tekið í þau fáu skipti sem þeir sjást. Einu ferðamennirnir sem voru sjáanlegir voru þó brott- fluttir Sómalar, frá Kanada og Danmörku, þannig að ímyndarvandi Sómalílands er tölu- verður. Alls staðar er spurt, „frá hvaða landi ertu?“ og landkynningareldgosið hefur tryggt að flestir þekkja Ísland. Á Man Soor, helsta hóteli borgarinnar, virðast allir gestirnir tilheyra Sameinuðu þjóð- unum eða einhverjum alþjóðlegum hjálparsamtökum. Yfir kvöldverði eru gerðar ráðstaf- anir fyrir ferðalag til hafnarborgarinnar Berbera. Ráða þarf bílstjóra og eins er skylda að leigja sér vopnaðan hermann. Stjórnvöld hafa gert það að skilyrði til þess að tryggja að ekk- ert komi fyrir ferðamenn sem gæti skaðað brothætta ímynd landsins. Ferðamenn velta því þó fyrir sér hversu mikla vernd hermaðurinn veitir þar sem hann eyðir ferðalaginu í að tyggja ósköpin öll af örvandi tjattlaufum. Nær allir íbúarnir jórtra þessi grænu lauf liðlang- an daginn og eru fyrir vikið í einskonar móki þegar líða tekur á daginn. Hóteleigandinn Abulkaer segir frá því hvernig fjölskylda hans tapaði aleigunni þegar Mogadishu varð borgarastríðinu að bráð 1991. „Við byrjuðum alveg upp á nýtt hér í Sómal- ílandi.“ Hann sýnir ljósmyndir af hótelbyggingunni og frumstæðum framkvæmdum sem hófust þar 1993. „Það var ekki hægt að kaupa neitt hér því að landið var algerlega ein- angrað,“ segir hann. „Ég þurfti að senda fólk til Eþíópíu til þess að kaupa nagla og sement. Ástandið var svo slæmt að það var ekki einu sinni hægt að kaupa fræ og útsæði til jarð- ræktar. Vinir og ættingjar keyptu ávexti í Eþíópíu og tóku steinana úr þeim með sér til þess að hægt væri að hefja ávaxtarækt hér.“ Abulkaer virðist bjartsýnn og hefur einnig byggt hótel í Berbera. Hann viðurkennir að ferðamenn séu enn sem komið er fáir. Á leiðinni til Berbera flýtir leiguhermaðurinn för í gegnum fjölmargar varðstöðvar hers- ins. Landslagið verður fjölbreyttara, gróður meiri, og sjá má úlfaldahjarðir á beit, bav- íanaflokka og jafnvel stórar skjaldbökur. Rauðahafið skartar sínu fegursta í kvöldsólinni í lok ökuferðarinnar. Töluvert er af skipum í höfninni í Berbera enda er hún mikilvæg flutn- ingsæð fyrir Eþíópíu sem þarf annars að treysta á mun dýrari flutninga í gegnum franska yfirráðasvæðið Djíbútí. Þetta efnahagssamband við Eþíópíu er um leið helsta von Sómal- ílands til þess að hljóta stuðning og viðurkenningu. Afskipti grannríkisins hafa þó aldrei reynst Sómölum vel, nú síðast með misheppnaðri hernaðaríhlutun eþíópska hersins árið 2006. Ströndin er fullkomin og fullkomlega mannlaus. Engir ferðamenn eru sjáanlegir í Ber- bera og ekki er laust við að öryggismálin séu ofarlega í huga þegar lagst er til svefns á hót- elinu utan við bæinn. Nætursvefninn er þó tryggður af nokkrum vopnuðum vörðum. Eina ráðið til þess að bregðast við tæplega fjörutíu stiga hita snemma morguns er að útvega sér köfunarbúnað og halda ofan í baðvatnsheitt Rauðahafið. Breskur köfunarstjóri sem býr í Berbera ásamt konu sinni segir að lífið hér sé mun einfaldara og að eftir að fólk venst hit- anum þá sé ekki yfir neinu að kvarta. Hann viðurkennir þó að það hjálpi ekki við hitaaðlög- unina að bjór og allt áfengi er bannað í íslömsku Sómalílandi. Þetta heillandi land sem er ekki til á ekki auðvelda framtíð fyrir höndum. Ferðamenn með mátulega mikla ævintýraþrá og viðráðanlegan lúxusstandard verða þó ekki sviknir af því að sækja Sómali heim. Óvenjulegri áfangastaður er vandfundinn. Landið sem er ekki til Sómalíu þekkja menn helst af átakafréttum síðustu tvo áratugina. En í nyrsta héraði landsins, Sómal- ílandi, leitast íbúarnir við að koma á stöðugleika og jafnvel laða til sín ferðamenn. Texti og myndir: Erlingur Erlingsson Sjaldséðum ferðamönnum heilsað í Berbera. Setið í skugga í 40° eftirmiðdagshita. Ferðalög
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.