SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Blaðsíða 14

SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Blaðsíða 14
14 13. júní 2010 Börn að borða V ið erum eiginlega rannsókn- arnefnd mötuneytismála,“ segja þær og skella þykkri möppu með gögnum á borðið. „Svona Jamie Oliver Íslands!“ Sá fáklæddi kokkur gerði víðreist um Bretland til að fara ofan í saumana á mataræði skólabarna þar í landi og líkt og hann hafa þær Mar- grét Gylfadóttir, Sigurrós Pálsdóttir og Sigurveig Káradóttir fundið út að víða er pottur brotinn í því efni. Nema í þeirra til- felli eru börnin íslensk og mötuneytin staðsett í grunnskólum Reykjavíkur. Leiðir þeirra þriggja lágu saman í gegn- um skóla barna þeirra; Sigurrós og Sig- urveig eru kokkar – sú fyrrnefnda yf- irkokkur á Manni lifandi en sú síðarnefnda rekur framleiðslufyrirtækið Matarkistuna og er einnig í stjórn Slow Food-samtak- anna á Íslandi. Margrét hefur hins vegar lengi haft áhuga á næringu og mataræði og viðað að sér ýmsum fróðleik í þeim efn- um. Þessi sameiginlegi mataráhugi varð til þess að þær fóru að ræða saman um mat- inn í skólamötuneytinu og fundu út að þær deildu sömu áhyggjum af matseðl- inum. „Okkur þótti unnar kjötvörur spila of stórt hlutverk á honum og ákváðum að gera eitthvað í málunum,“ segir Margrét. Þær létu þó ekki nægja að fara yfir mat- seðlana í eigin skóla. „Við skoðuðum mat- seðla hvers einasta skóla í Reykjavík og sáum að aðeins nokkrir skólar eru með mat í lagi. Hjá öðrum er þetta bara sláandi. Auðvitað eru fínir réttir inni á milli en matur á borð við bjúgu, kjötbollur, kjúk- linganagga, medisterpylsu, saltfisk- strimla, svikinn héra, vorrúllur og krep- inettur er allt of algengur. Niðurstöður okkar voru að unnin matvæli voru á boð- stólum skólanna allt frá sjö og upp í tólf sinnum í mánuði. Ráðleggingar og viðmið Lýðheilsustöðvar gera ráð fyrir að unnar kjötvörur séu ekki oftar en einu sinni til tvisvar í mánuði.“ Þar fyrir utan eru súpurnar. „Maður getur ekki gengið að því vísu að þær séu búnar til frá grunni heldur eru þær oft pakkasúpur, unnar úr kjúklingapúðri og kjúklingafitu. Kakósúpurnar eru alveg kafli út af fyrir sig því í raun eru þær bara uppskrift af skúffuköku, fyrir utan eggin.“ Matseðlarnir sjálfir gefa þó takmarkaðar upplýsingar eins og Sigurveig útskýrir. „Nöfnin á réttum matseðlanna segja svo lítið – fólk áttar sig ekki á því að þetta er ekki matur eins og það eldar hann heima, þó svo hann heiti sömu nöfnum. Nöfn rétta á borð við lasagne gefa allt eins til kynna að þeir séu búnir til frá grunni.“ Pottur víða brotinn Börn í Reykjavík fá ekki mat heldur upphitað fóður, segja þrjár mæður sem hafa farið ofan í saumana á mötuneytismálum grunnskólanna. Tvær þeirra eru kokkar og sú þriðja mikil áhuga- manneskja um mat og næringu. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Margrét Gylfadóttir, Sigurveig Káradóttir og Sigurborg Pálsdóttir hafa grandskoðað matseðla mötuneyta grunnskóla borgarinnar .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.