SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Page 11

SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Page 11
13. júní 2010 11 K onan mín heitir Björg, dóttir mín heitir Hekla og faðir minn heitir Steinarr. Ég er umkringdur klettum og fjöll- um,“ segir Ágúst Kristján Steinarrsson, deildarstjóri við þjónustumiðstöð og vörustjórnun á eignasviði Landspítalans, um ást sína á klettaklifri. Tindarnir sjö sem Ágúst og þrír félagar hans stefna á að klífa í júlímánuði tróna allir í yfir 4.000 metra hæð í evrópsku Ölpunum sem liggja á landamærum Sviss og Ítalíu. Sá mest krefjandi er fjallið Matterhorn sem margir kannast aðallega við af hinum þríhyrndu Toblerone-súkkulaðipökkum frá Sviss. Að sögn Ágústs vaknaði hugmyndin að ferðinni á sama tíma en sitt í hvoru lagi hjá þeim félögum. „Á hefðbundnum netrúnti sá ég auglýsingu frá Jökli Bergmann, aðalfjalla- manni Íslands, þar sem hann bauð upp á leiðsögn um þessi fjöll. Við vorum tveir sem vor- um að spjalla um þetta en þegar við settum okkur í samband við hann þá benti hann okkur á að það væri ekkert því til fyrirstöðu að gera þetta bara sjálfir. Þannig fæddist hugmyndin.“ Þriðji fé- laginn bættist síðan við en hann hafði séð sömu auglýsingu og hafði samband við Ágúst og félaga hans. Síðar bættist sá fjórði í hópinn. Fyrir tveimur árum, þegar hann var aðeins 28 ára gamall, greindist Ágúst með ristilkrabbamein eftir að hafa þjáðst af sáraristilbólgu í fimm ár á undan. Árið 2008 gekkst hann undir aðgerð þar sem ristillinn var fjarlægður og hefur síðan þá verið með stóma. Ágúst lítur á ferðina sem hvatningu til fólks sem er í sömu sporum og hann. „Mér finnst eins og ég geti hvatt fólk. Það getur verið svo auð- velt að falla ofan í það far að láta tak- markanir eins og að vera með stóma stoppa sig. Það er þó oft þannig að það er hausinn en ekki líkaminn sem raunveru- lega stoppar fólk.“ Ágúst segir að fyrir- fram hafi hann óttast að stómað myndi skerða lífsgæði hans en í reynd hafi því reynst öfugt farið. Hann sé nú frjálsari en áður þar sem tíðar kló- settferðir og heilsubrestur vegna sáraristilbólgunnar hafi tak- markað möguleika hans á að ganga á fjöll eða klífa. Að ganga á Hvanna- dalshnjúk, eins og hann gerði á dög- unum, hefði verið ómögulegt fyrir hann áður. Besta sport í heimi Skömmu áður en hann veiktist hafði Ágúst fengið áhuga á klettaklifri en vegna veikindanna fékk hann ekki að njóta þess til fulls. Þegar aðeins þrír mánuðir voru liðnir frá aðgerðinni var Ágúst hins vegar byrjaður að ganga á fjöll til að komast í form og var fljótlega einnig kominn á fullt í klettaklifrinu sem hann kallar besta sport í heimi. Hvað er það við að klífa kletta sem er svona heillandi? „Það er útiveran, hreyfingin og frelsið við að ganga út í óvissuna. Það að vita ekki al- veg hvert maður er að fara. Að sigrast á fjallstindum og vera alltaf að ná mark- miðum. Þegar svo upp á einn tind er komið þá hugsar maður um þann næsta. Svo er það náttúrlega útsýnið af toppn- um, það er stóra atriðið.“ Ágúst segir þannig hliðstæður vera á milli lífsins og klettaklifursins. „Fjöllin eru svo tákn- ræn. Ég er þeirrar skoðunar að maður ætti alltaf að hafa einhverja áskorun. Maður hugsar mikið um þær og leggur mikið á sig til að standast þær. Eins og með Matterhorn, ég er búinn að eyða mörgum kvöldum í að hugsa út í það. Fjöllin eru röð áskorana, eins og lífið.“ Heilbrigði er forréttindi Eftir að hafa komist svo nærri dauðanum og verið í svo slæmu líkamlegu ásig- komulagi hlýtur það að hafa verið stór- kostleg tilfinning fyrir Ágúst að standa aftur á tindi fjalls. „Það koma stundir þegar ég kemst upp á fjallstind sem eru svo ótrúlega ljúfar því ég er svo meðvit- aður um hvar ég var áður. Fyrsta árið eft- ir aðgerð þegar ég var kominn í form sveif ég um á bleiku skýi. Ég gat gert hluti sem ég gat ekki gert áður. Ég held að ég meti lífið öðruvísi en margir aðrir sem ekki hafa farið eins langt niður.“ Hann segist heppinn að hafa fengið að læra gildi lífsins svo snemma. Heilbrigði sé forrétt- indi sem hann lifir við núna en veit ekki hvenær munu hverfa aftur. „Þess vegna er ég svo upptekinn af að viðhalda þess- um forréttindum með því að vera í formi, sofa og borða rétt. Það er forgangsatriði að passa upp á líkamann. Drykkja, tóbak og djamm eru skammgóður vermir. Ég skemmti mér að degi til og geri eitthvað uppbyggilegt,“ segir Ágúst. Ekki hættulaust Nýlega var Ágúst að klifra í Esjunni þegar einn félagi hans féll um tíu metra niður og þurfti að flytja hann með þyrlu á sjúkrahús. Klettaklifur er því ekki hættulaus íþrótt þó að leiðin um evr- ópsku Alpana sé fjölfarin. Gerir sú reynsla að hafa komið svo nærri dauð- anum Ágúst ekkert tregari við að setja sjálfan sig í slíkar hættuaðstæður? Ágúst segir svo ekki vera, megnið af klifrinu sé í öruggu bergi og með góðum öryggisbún- aði sem takmarki mögulega fallhæð. Hættan sé frekar skynjuð en raunveruleg. „Ég er kræfari nú en áður ef eitthvað er. Eftir að ég endurheimti heilsuna finnst mér eins og ég þurfi að vera að gera svo mikið. En auðvitað fer maður alltaf var- lega, það leikur sér enginn að því að setja sig í hættu. Það er ekki adrenalínskot sem ég leita eftir,“ segir Ágúst. Hann segir að það hafi frekar verið það að verða foreldri sem hafi gert hann meðvitaðri um hættuna. „Þegar ég var að klifra í Hraundrangi stuttu eftir aðgerðina varð ég í fyrsta skipti hræddur á fjalli. Bergið var laust og ég hálfskammaðist mín fyrir að vera að standa í þessu með kornabarn heima.“ Hann ítrekar þó að það sé ekki adrenalínið sem hann leitar eftir enda trufli það líkamsbeitinguna sem gerir klifur erfiðara. „Það er útivistin og fyrst og fremst kyrrðin sem ég sæki í,“ segir Ágúst. Ágúst og félagar áætla að standa á tindi Matterhorn þann 24. júlí og hægt er að fylgjast með undirbúningi ferðarinnar á bloggsíðunni http://goingup2010.wor- dpress.com/. Skemmtir sér að degi til Ágúst Kristján Steinarrsson sigraðist á krabba- meini í ristli eftir aðgerð árið 2008. Nú í sumar, aðeins tveimur árum síðar, ætlar hann að sigrast á sjö tindum evrópsku Alpanna. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Ágúst var byrjaður að ganga aftur á fjöll aðeins þremur mánuðum eftir aðgerð þar sem tek- inn var úr honum ristillinn. Hér er hann við klifur í Hraundranga í Öxnadal. ’ Fjöllin eru svo tákn- ræn. Maður sigrast á fjallstindum og er alltaf að ná markmiðum. Þegar svo upp á tind er komið þá hugsar maður um þann næsta.“ Matterhorn er ekki hæsta fjallið sem Ágúst og félagar hyggjast klífa en hið mest krefjandi.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.