SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Blaðsíða 27

SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Blaðsíða 27
Ian Buruma New York | Fánarnir hafa verið dregnir að húni frá Hollandi til Argentínu, frá Ka- merún til Japans. Trumbur eru slegnar og blásið í lúðra. Stríðsópin gjalla við. Nú er sá tími runninn upp á ný: heimsmeist- arakeppnin er hafin. Rinus Michels heit- inn, einnig þekktur sem „herforinginn“, þjálfari hollenska liðsins sem tapaði naumlega fyrir Þjóðverjum í úrslit- unum 1974, sagði svo frægt varð: „Fótbolti er stríð.“ Þegar Hollend- ingar fengu hefnd sína 1988 og sigruðu Þjóðverja og urðu síðan Evrópumeistarar dönsuðu fleiri á götum úti í Hollandi en daginn sem hið raunverulega stríð endaði í maí 1945. Einu sinni, árið 1969, leiddi fótbolta- leikur milli Hondúras og El Salvador í raun til hernaðarátaka, sem kölluð hafa verið fótboltastríðið. Þegar ríkti spenna milli ríkjanna. Þá gerðist það að veist var að áhangendum liðs Hondúras og það sem verra var þjóðsöng Hondúras var sýnd óvirðing og hvítur og blár fáni landsins saurgaður. Auðvitað eru fótboltastríð fátíð (ég minnist ekki annars dæmis), en hug- myndin um að alþjóðleg íþróttakeppni sé óhjákvæmilega innblástur hlýs bræðra- lags – hugmynd sem Pierre de Coubertin barón, stofnandi Ólympíuleika nú- tímans, hélt á lofti – er rómantískur skáldskapur. Ofbeldi breskra fótbolta- bullna sýnir til dæmis sérkennilega stríðsþrá. Líf á friðartímum getur verið leiðinlegt og dýrðardagar Bretlands virð- ast vera langt aftur í fortíðinni. Fótbolti er tækifæri til að upplifa spennu bardag- ans án þess að eiga meira á hættu en nokkur beinbrot. Jafnvel þegar fótbolti leiðir ekki til raunverulegs blóðbaðs vekur hann sterk- ar tilfinningar – frumstæðar og í anda ættbálksins – og kallar fram þann tíma sem stríðsmenn máluðu andlit sín og stukku upp og niður í stríðsdönsum öskrandi eins og apar. Eðli leiksins ýtir undir þetta, hraðinn og sameiginleg að- gangsharkan. Tennis setur ekki heila þjóð á annan endann. Hnefaleikar gera það ekki einu sinni nema örsjaldan eins og þegar Joe Louis, „brúna bomban“, sigraði Max Schmeling, eftirlæti nasista, árið 1938. Enda er þar um að ræða bardagaform þar sem tveir einstaklingar eigast við, ekki tveir ættbálkar. Arthur Koestler hafði rétt fyrir sér þeg- ar hann sagði að til væri þjóðernishyggja og fótboltaþjóðernishyggja – og hin síð- arnefnda risti dýpra. Koestler fæddist í Búdapest en var stoltur breskur þegn. Þó var hann ungverskur fótboltaþjóðern- issinni allt sitt líf. Rótgrónir óvinir, gömul særindi og auðmýking, sem þarf að bæta úr, hjálpa til. Það væri erfitt fyrir Bandaríkjamenn, sem eru hvorki sérlega góðir í fótbolta, né íþyngt af miklu sögulegu hatri, að deila fögnuði til dæmis Hollendinga þegar þeir sigruðu Þjóðverja 1988 eða Kóreumanna þegar þeir sigruðu Japan. Kannski var besta dæmið um þessa gerð af íþróttaþjóðernishyggju ekki fót- boltaleikur heldur úrslitaleikurinn í ís- hokkíi árið 1969 þegar Tékkar sigruðu Sovétmenn ári eftir að sovéskir skrið- drekar fóru inn í Prag. Tékknesku leik- mennirnir beindu hokkíkylfum sínum að Sovétmönnunum eins og byssum og heima fyrir brutust út óeirðir gegn Sov- étmönnum. Það er því ljóst, hvað sem de Coubertin gerði sér vonir um, að hjá manninum er styttra í hráar tilfinningar ættbálksins en í heimsborgarann og bræðralag þvert á menningarheima. Ættbálkurinn getur verið félag, klíka eða þjóð. Fyrir síðari heimsstyrjöld var oft trúarlegur eða þjóðernislegur strengur í ímynd fótbolta- félaga. Tottenham Hotspur í London var „gyðingafélag“, en Arsenal var „írskt“. Enn má finna leifar af slíkum skilgrein- ingum. Andstæðingar Ajax í Amsterdam af landsbyggðinni hrópa enn „gyð- ingaklúbur“. Og enn skilja trúarbrögðin félögin í Glasgow að, Celtic er félag kat- ólikka og Rangers félag mótmælenda. Sameiginlegur uppruni eða trú eru þó ekki nauðsynlegir þættir. Frönsku fót- boltahetjurnar, sem unnu heimsmeist- aratitilinn 1998, voru meðal annars bæði af afrískum og arabískum uppruna og þeir voru stoltir af því. Flest fótbolta- félög, sem náð hafa árangri á okkar tím- um, eru jafn blönduð og auglýsing frá Be- netton. Í þeim eru þjálfarar og leikmenn frá öllum heimshornum, en það virðist ekki hafa dregið úr ákafa stuðnings- manna á staðnum hið minnsta. Í sumum löndum er fótboltinn það eina, sem bind- ur saman ólíka hópa, sjíta og súnníta í Írak eða múslíma og kristna í Súdan. Auðvitað er flest rétthugsandi fólk að einhverju leyti eins og de Coubertin. Frumstæðar til- finningar eru vandræðalegar og hættulegar þegar þeim er sleppt lausum. Eftir síðari heimsstyrj- öld var af augljósum ástæðum nánast bannað að sýna þjóðernislegar tilfinn- ingar í Evrópu (ekki síst í Þýskalandi). Við vorum öll orðin góðir Evrópubúar og þjóðernishyggja var fyrir rasista. Og samt, fyrst Koestler hafði rétt fyrir sér, var ekki bara hægt að kremja þessar til- finningar. Það varð að finna ventil fyrir þær og fótboltinn var tilvalinn. Fótboltavöllurinn varð afmarkað land þar sem slaka mátti á bannhelgi gagnvart æði ættbálksins og jafnvel kynþáttaerjum, en þó aðeins upp að ákveðnu marki. Þegar frýjuorðin um að stuðingsmenn Ajax væru bölvaðir gyðingar breyttust í ofbeldi, sem stund- um fylgdi hóphvæs, sem átti að minna á þegar skrúfað er frá gasi, ákváðu borg- aryfirvöld að skakka leikinn. Sumir leikir hafa orðið að fara fram án þess að stuðn- ingslið andstæðinganna fengi inngöngu á völlinn. Ekki fylgja þó öllum fótboltaleikjum neikvæðar tilfinningar og ofbeldi. Heimsmeistarakeppnin þetta árið gæti hæglega orðið hátíð bræðralags og friðar. Fæstir kippa sér meira að segja upp við það lengur þegar Þýskaland vinnur. En sú staðreynd að íþrótt getur losað um frumstæðar tilfinningar er ekki ástæða til að fordæma hana. Fyrst ekki verður slegið á þessar tilfinningar með óskhyggjunni er betra að þær fái útrás í anda trúarathafna líkt og óttinn við dauða, ofbeldi og hrörnun kemur fram í trú eða nautaati. Jafnvel þótt sumir fót- boltaleikir hafi leitt til ofbeldis og í einu tilfelli stríðs gætu þeir hafa þjónað þeim jákvæða tilgangi að hemja villimannslegri tilhneigingar okkar og varpa þeim yfir á íþrótt. Megi leikarnir því hefjast og besta liðið vinna. Sem vitaskuld er Holland, fæðing- arland mitt. Höfundur er prófessor í mannréttindamálum við Bard College. Nýjasta bók hans heitir Taming the Gods: Religion and Democ- racy on Three Continents. ©Project Syndicate, 2010. www.project- syndicate.org Fótbolti er stríð Stuðningsmaður Suður-Afríku fagnar liði sínu. Og fáninn á lofti! Dansarar bregða á leik fyrir landsliðshóp Ástrala í grunnskóla í Randfonteinon, fyrir utan Jóhannesborg. Ian Buruma Lítill stuðningsmaður liðs Suður-Afríku, sem kallað er Bafana Bafana. Reuters Fjölmenni á götum úti í Sandton í Suður-Afríku; lofar góðu fyrir heimsmeistarakeppnina. Þetta er ekki líkamsárás, heldur kýlir ný-sjálenski markvörð- urinn Paston boltann framhjá Vicelich og Paredes frá Chile.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.