SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Blaðsíða 24

SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Blaðsíða 24
24 13. júní 2010 L jósmynd var í fyrsta skipti tekin í Eyjafirði í júlí 1858 að því best er vitað, skv. rannsókn Harðar Geirssonar, safnvarðar ljós- myndadeildar Minjasafnsins á Akureyri. Brautryðjandinn var Jón Chr. Stefánsson (1892-1910) en hann mætti með mynda- vélina á fjárkláðafund sem amtmaðurinn hélt á Akureyri. Þessar fyrstu myndir hafa ekki varðveist. Jón var þriðji sérlærði ljósmyndarinn á landinu en sá fyrsti sem notaði vot- plötur. Hann stundaði nám í ljósmyndun hjá W.F. Riberholt, í Rönne á Borgund- arhólmi veturinn 1857-1858; lærði þar skipasmíðar, photographi og húsa- málun, eins og Hörður orðar það. Jón var þekktastur Jón fyrir húsasmíði en starfaði sem ljósmyndari á tveimur skeiðum 1858-1860 og 1874-1880. Hallgrímur Einarsson (1878-1948) er einn þekktasti ljósmyndari bæjarins og stofa hans varð uppeldisstöð fyrir ljós- myndara á Norðurlandi. Þar lærðu hvorki fleiri né færri en 19 nemar. Myndir Hallgríms hafa víða birst og nokkrar eru á sýningunni. Hann fór 16 ára gamall í nám hjá einum þekktasta ljósmyndara Danmerkur, Christian Christiansen. Námið var aðeins eitt ár og lauk með ágætis vitnisburði. Vorið 1895 kom Hallgrímur aftur til Íslands og stofnaði Ljósmyndastofu H. Einarssonar á Seyðisfirði. „Arfleifð ljósmynda Hallgríms er ekki síst fjársjóður fyrir sögu Akureyrar og tíðarandann sem ljósmyndarinn festi á glerplötur sínar gegnum linsuna,“ segir Hörður Geirsson, sem unnið hefur að rannsókn vegna sýningarinnar í mörg ár. Eyfirskur fjársjóður Í Minjasafninu á Akureyri gefur að líta verk 20 eyfirskra ljósmyndara frá 1858 til 1965. Von er á bók í tengslum við verkefnið sem byggt er á rannsóknum síðasta aldarfjórðunginn. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Tignarlegir á 100 ára afmæli ljósmyndarinnar Vigfús Sigurgeirsson (1900-1984) lærði ljósmyndun hjá Hallgrími Einarssyni 1920 til 1923. Hann rak ljósmyndastofu á Akureyri frá 1923 til 1927 ásamt Jóni Sigurðssyni. Þá stofnaði hann eigin stofu og rak hana til 1935 þegar hann flutti til Reykjavíkur og opnaði ljósmynda- stofu þar. Árin á Akureyri mótuðu hann sem ljósmyndara og á þeim tíma hélt hann einka- og samsýningar í höfuðborgum allra Norðurlandanna, í Hamborg 1935 og á heimssýningunni í New York 1939; sýndi í öll skiptin listrænar myndir úr náttúrunni. Hann átti allar myndinar í fyrstu ljósmyndabók Íslendinga, sem gefin var út á Akureyri 1930, auk þess að eiga myndir í bókinni Das unbekannte Island sem kom út 1935 í Þýskalandi. Vigfús var vinsæll og vel þekktur ljósmyndari en líklega þekktastur sem opinber ljósmyndari forsetaembættisins til margra ára. Fylgdi hann forsetanum og tók þátt í að móta ímynd forsetaembættisins. Mynd- in að ofan, Íslenskir hestar, var sýnd á 100 ára afmælissýningu ljósmyndarinnar 1939 í Kaupmannahöfn og var af Berlingske Tidende talin ein þeirra bestu á sýningunni. Vigfús Sigurgeirsson/Þjóðminjasafn Íslands Ljósmyndari fátæka alþýðufólksins Guðrún Funch-Rasmussen (1890-1957) lærði ljósmyndun hjá Hallgrími Einarssyni 1910 til 1911 og vann hjá honum árið eftir. Eftir það rak hún ljósmyndastofu á Sauðárkróki áður en hún fór til náms í Kaupmannahöfn 1913-1916. Við heimkomuna árið eftir opnaði Guðrún ljósmyndastofu í Strandgötu 15 Akureyri, rak hana til 1920, þegar hún og maður hennar, Lauritz Funch-Rasmussen, fóru aftur til Kaupmannahafnar. Þremur árum síðar fluttu þau til Akureyrar á ný og Guðrún opnaði ljósmyndastofu í Gránufélagsgötu 21 og hana til 1957. Á þeim árum sem Guðrún rak stofu sína var alvanalegt að ákveðnar stéttir ættu sinn ljós- myndara. Hún var ljósmyndari fátæka alþýðufólksins á Akureyri og Oddeyri. Þetta má glögg- lega sjá á fatnaði og útliti fólksins. Á myndinni eru Úndína og Jóhanna Árnadætur. Guðrún Funch-Rasmussen/Minjasafnið á Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.