SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Blaðsíða 12

SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Blaðsíða 12
12 13. júní 2010 Sunnudagur Skarphéðinn Guðmundsson „Það er ógeðslega kúl að það séu tvær hliðar á plötu.“ 10 ára sonurinn loksins að uppgötva töfra vínylplöt- unnar! Mánudagur Árni Helgason Er hægt að ætt- leiða Ray Allen? Þriðjudagur Gerður Kristný Það var að renna upp fyrir mér rétt í þessu að í dag eru 9 ár síðan ég gekk upp að altari Dómkirkjunnar með bláa gerberu í annarri og höndina hans Kristjáns míns í hinni. Miðvikudagur Marsibil Sæmundardóttir Er að pakka saman dótinu á skrifstof- unni minni í Tjarnargötu og kveð stjórnmálin í sálinni með bros á vör yfir því sem tekur við á skrif- stofunni og hjá mér … Fimmtudagur Sigurbjörg Þrast- ardóttir fær tak í nára þegar þulurinn segir: „Útvarp Reykjavík, klukkan er sex.“ Sú mynd sem blasti við ferða- þjónustunni eftir að Eyjafjalla- jökull hóf að gjósa var að bók- anir flugfélaganna urðu 25% af því sem venjulegt er á þessum árstíma, símar hljóðnuðu og netpóstar hættu að berast til fyrirtækjanna. Þegar bókanir í ferðaþjónustu hrynja á helsta bókanatíma ársins er fátt til ráða. Það má bíða og sjá hvað gerist og það má bretta upp ermar, hvetja alla hagsmunaaðila til sam- starfs og hefja markaðsátak og til þess bragðs var tekið nú í vor. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem farið er í markaðsátak hér á landi. Munurinn á stöð- unni núna og áður er sá að nú er mikilvæg- ast að koma réttum upplýsingum til fólks um víða veröld, fólks sem heldur að hér á landi sé allt á kafi í ösku og að stórhættulegt sé að ferðast hingað. Slíkum upplýsingum er ekki hægt að koma á framfæri nema með miklu átaki. Ísland var miðpunktur ham- faranna. En þá spyr fólk gjarnan um hugsanlegan árangur. Síðasta stóra markaðsátakið hér var eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum árið 2001 sem leiddi til gríðarlegs samdráttar í ferðaþjónustu úti um allan heim. Íslenska markaðsátakið á þeim tíma var nokkuð ólíkt þessu en næstu misserin margfaldaði ríkisstjórnin framlög sín til markaðsmála og greinin setti a.m.k. sömu upphæð á móti. Í kjölfarið fjölgaði erlendum ferðamönnum mjög mikið til Íslands og er það mál manna að við séum enn að njóta þess. Reynslan segir okkur því að slík samvinnuverkefni séu lík- leg til árangurs. Markaðsátakið Inspired by Iceland er mjög fjölbreytt, það hafa verið haldnir upplýsinga- fundir víða erlendis, fengnir blaðamenn til landsins, sam- félagsvefir notaðir með ýms- um hætti, auglýsingaherferð er í 8 löndum og síðast en ekki síst var gerð heimasíða átaks- ins www.inspiredbyicel- and.com sem hefur vakið mikla athygli og 30 þúsund manns heimsækja nú daglega og ekki síst myndbandið með „Jungle drum“ laginu sem þar er að finna og þjóðin hefur nú sent um allan heim. Alls hafa rúmlega þrjár milljónir manns hlaðið niður mynd- böndunum á heimasíðunni. Það eru um- ræðuþættir um íslenska markaðsátakið á útvarps- og sjónvarpsstöðvum um allan heim, það hefur því vakið mikla athygli. Það er von og reyndar vissa ferðaþjónust- unnar að markaðsherferðin beri góðan ár- angur, margir merkja hann nú þegar en það er of snemmt að meta hann að fullu þar sem við erum í miðju átaki. Þetta er ekki aðeins söluátak heldur líka ímyndarátak og það tekur oftast lengri tíma að koma ímyndinni á framfæri. Jafnvel þótt megintilgangurinn hafi verið að bjarga sumrinu verður lang- tímaárangur vafalaust mikill. Á þeim tíma sem eldgosið stóð fékk Ísland gríðarlega at- hygli um allan heim og því er nauðsynlegt að fylgja henni eftir með upplýsingum um landið og stöðuna hér. MEÐ Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Var þörf fyrir markaðsátakið Inspired by Iceland? Líklegt til árangurs Ég hef fengið mig full- saddan af tilraunum Ís- lendinga til að byggja upp „ímynd“ sína. Markaðs- átök eru skiljanleg þegar fólk vill selja eitthvað – fyrirtæki eða atvinnu- greinar – en að gera það í nafni þjóðarinnar, á kostnað þjóðarinnar, finnst mér einfaldlega bjóða hættunni heim á of- látungsskap og blekkingum. Sporin hræða: Skýrsla sú sem tekin var saman árið 2008 að tilhlutan for- sætisráðuneytisins undir stjórn Geirs H. Haarde og ber yfirskriftina „Ímynd Íslands. Styrkur, staða, stefna“, er sláandi áminning um hvers konar ógöngur ráðamenn koma sér í þegar ætlunin er að sýna þjóðina í „réttu“ ljósi. Nefndina skipuðu áhrifamiklir einstaklingar í samfélaginu auk þess sem 130 manna hópur var kallaður til vegna vinnslu hennar. Nefndinni var falið að taka sér fyrir hendur að draga fram hver sjálfsmynd Íslendinga væri með það að markmiði að henni væri hægt að hampa. Niðurstaðan vakti mikla athygli og ánægju flestra enda var Íslendingum og gjörðum þeirra meðal annars lýst með eftirfarandi orðum: Aðlögunarhæfni, þrautseigja, sköpunargleði, óbilandi bjartsýni, úr- ræðagóðir, framkvæma hið ógerlega, kraftmikil atvinnusköpun, tjáning- arfrelsi, öryggi og frelsi til athafna, agaleysi, djörf og óútreiknanleg hegðun, náttúrulegur kraftur. Þrátt fyrir ánægju margra með þessa einkunnagjöf var til sá hópur sem botn- aði ekkert í upphrópunum sem þarna var safnað saman. Friður, kraftur og frelsi voru hugtök sem notuð voru sem kjörorð eða kjarni verkefnisins en hljómuðu frekar eins og slagorð í jeppa- eða bankaauglýsingu. Þessi kynningu átti svo að nýta til að vinna lönd á erlendum vettvangi; kynna Ísland í réttum anda. Óþarft er að ræða þá minnimátt- arkennd sem hefur einkennt mál- flutning forseta Íslands, Ólafs Ragn- ars Grímssonar, þegar hann hefur ausið þjóðina lofi; svo áhugasamur hefur hann verið að koma sjálfum sér og málstað „okkar“ á framfæri er- lendis. Í landinu er ólga – ef til vill reiði – sem kraumar undir yfirborðinu og beinist meðal annars að fólkinu sem hefur sóst eftir að leiða lýðinn. Það veldur mér áhyggjum að þetta sama fólk skuli nota almannafé til að slá ryki í augu útlendinga með því að láta eins og hér sé allt í lukkunnar vel- standi. „Inspired by Iceland“ er af- káraleg birtingarmynd hugmynda sem eiga sér litla stoð í raunveruleika venjulegra Íslendinga. Á MÓTI Sigurður Gylfi Magnússon sagnfræðingur. Sporin hræða Fésbók vikunnar flett
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.