SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Blaðsíða 17

SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Blaðsíða 17
’ Það rökstuddi hann með því að taka prufu af skólamatnum, kjötbollum, kartöflumús og brúnni sósu og senda til greiningar á rannsókn- arstofu. Niðurstöðurnar voru svo bornar saman við innihald dósar af kattamat. Hið síðarnefnda reyndist vera næringarríkara. foreldra að skoða matseðlana gagnrýnum augum og kynna sér innihaldið og ef spurningar vakna, að beina þeim til mat- ráða eða skólastjórnenda.“ Að þeirra mati er skortur á reglum um mötuneytin sem og eftirliti einnig stórt vandamál. „Með því að hafa engar reglur er opnað á það að fólk leiti eftir ódýrum og slæmum leiðum. Og af því að það er ekk- ert eftirlitskerfi missum við algerlega sjónar á því sem er gert í mötuneyt- unum,“ segir Sigurrós og Sigurveig tekur undir. „Við vitum að Lýðheilsustöð gefur út einhverjar viðmiðanir sem róa alla voðalega mikið en þau gagnast ákaflega lítið ef fólk fer ekki eftir þeim.“ Að þeirra mati er skortur á eftirliti stórt vandamál. Eina eftirlitið er á vegum heil- brigðiseftirlitsins og snýr að mestu að hreinlæti og réttu hitastigi á kælum. Gott og gilt. Hins vegar virðist ekkert eftirlit haft með innihaldi matarins sem á borð er borinn og engar stikkprufur teknar til rannsókna eins og ætti að gera væri rétt að málum staðið. Við vitum að Lýðheilsustöð gefur út einhverjar viðmiðanir sem róa alla voðalega mikið en þær gagnast ákaf- lega lítið ef fólk fer ekki eftir þeim. Lýð- heilsustöð tjáði okkur einnig að þeir væru ekki eftirlitsaðili heldur ráðgefandi. Í raun er enginn eftirlitsaðili.“ Sigurveig heldur áfram. „Við erum búnar að hitta þennan starfshóp, fólk hjá Lýðheilsustöð og alls konar samtök og eft- ir situr að það vantar alveg heildarsýn yfir þessi mál. Það þarf að taka þetta kerfi al- gerlega út; hvort verið sé að vinna á réttan hátt, t.d. í sambandi við innkaupa- stefnuna. Við virðumst aldrei læra af öðr- um þjóðum heldur gerum sömu mistökin aftur og aftur. Þetta er eins og að hringja í þjónustuver þar sem manni er sagt að ýta á einn takka og svo á annan og annan. Það er alltaf verið að reyna að einfalda hlutina svo mikið að þeir verða flóknari fyrir vikið og enginn er með yfirsýn.“ Ekki er hægt að skella skuldina á eld- húsin sjálf að þeirra sögn. „Þessi sk. upp- hitunareldhús hafa fullkomna ofna álíka þeim sem eru á veitingahúsum og í at- vinnueldhúsum, og einhverjar eldunar- hellur. Víða eru líka stórir soðpottar þannig að aðstaðan er sú sama og ég hef, þar sem ég elda fyrir 250 til 400 manns í einu. Oft er því borið við að það vanti pönnur í sumum eldhúsum. Ég nota aldrei pönnur í minni vinnu,“ segir Sigurrós. Foreldrar þakklátir framtakinu Þær stöllur ákváðu að ganga skrefinu lengra og bjuggu til tveggja mánaða mat- seðil fyrir skólamötuneyti sem uppfyllir þeirra kröfur um hollustu og næringu. „Þar sem tvær okkar eru kokkar vitum við vel hvað hægt er að gera miðað við að- stöðuna sem er í eldhúsunum, tímann sem kokkarnir hafa til að elda og kostnaðarrammann,“ útskýrir Sigurveig og Sigurrós tekur við. „Við setjum þetta upp þannig að vinnan sé auðveld fyrir kokkinn einn daginn svo hann geti notað tímann til að undirbúa aðeins erfiðari matseld daginn eftir og þannig koll af kolli. Við gerum líka ráð fyrir fleiri bauna- réttum og góðum, matarmiklum súpum en hvorttveggja lækkar matarreikninginn á móti almennilegum kjöt- og fisk- máltíðum sem eru þá aðeins dýrari. Ágúst Már Garðarsson sem er kokkur í Barna- skóla Hjallastefnunnar í Reykjavík er bú- inn að sanna í verki að þetta er hægt því hann hefur starfað eftir svona kerfi. Með því að vera alltaf með baunarétti og súpur á mánudögum getur hann t.d. boðið upp á lambalæri einu sinni í mánuði. Hann er ekki með neinar unnar kjötvörur heldur kaupir hreinar afurðir auk þess að nota spelt, hrásykur og fleira í þeim dúr. Samt er maturinn hjá honum þúsund krónum ódýrari á barn á mánuði en maturinn sem börnum er boðinn í skólum Reykjavík- urborgar.“ En hvað skyldi þurfa til svo hægt sé að breyta matnum í þessa átt? Sigurveig er fljót að svara: „Númer eitt, tvö og þrjú þarf hugarfarsbreytingu,“ segir hún. „Það þarf að kaupa betra hráefni og mennta fólk til að elda úr því. Svo held ég að það þurfi einhverjar tengingar á milli mötu- neytanna þannig að starfsfólk þeirra hafi einhvern vettvang þar sem það getur skipst á upplýsingum. Maður þekkir það sjálfur að ef maður er í vinnu og fær engin viðbrögð við því sem maður er að gera þá deyr allur metnaður. Það er alveg sama í hvaða grein það er.“ Sigurrós kinkar kolli. „Ég held að það þurfi einfaldlega að taka af skarið og setja þá reglu að ekki megi gefa börnum í skólum unna kjötvöru. Punktur. Síðan þarf eftirlitsmanneskju sem fer á milli skólanna og athugar hvað kokkarnir eru að elda og tekur stikkprufur af því hráefni sem inn í eldhúsin er borið.“ Þær telja að það yrði til bóta ef skólarnir fengju meira sjálfstæði um hvað þeir keyptu í matinn. „Það eru gríðarlega miklir peningar í húfi þarna því þetta eru tugþúsundir barna sem borða fyrir 250 krónur á dag. Skólarnir hefðu líka gott af svolítilli samkeppni og það væri t.d. frá- bært ef einn skóli fyndi góða leið í mat- armálum sem yrði síðan hinum skólunum til eftirbreytni.“ Viðbrögð foreldra við þessari vinnu þeirra þriggja hafa ekki látið á sér standa, t.a.m. á íbúafundi með fulltrúum mennta- sviðs sem haldinn var í Frostaskjóli í Vest- urbæ. Þar dreifðu þær bréfi á fundargesti með innihaldslýsingum á mat barnanna. „Við uppskárum mikið klapp og hvatn- ingu, bæði frá skólastjórum, kennurum og foreldrum. Þetta var greinilega mikið hitamál,“ segir Margrét. „Mér finnst allir ótrúlega fegnir að einhver sé að vinna í málinu.“ Sigurveig heldur áfram. „Það eru allir að hugsa í sínu horni og margir hafa reynt að minnast á þetta við sína skóla og matráða en það hefur ekki breytt neinu.“ Sjálfar eygja þær þó breytingar í mötu- neyti skóla eigin barna, Vesturbæjarskóla, eftir að hafa rætt við skólastjórnendur og matráðinn þar. „Niðurstaðan af því var að næsta haust verður unnið markvisst að því að taka út unnar kjötvörur í Vest- urbæjarskóla. Síðan á að vinna í því að bæta matseðilinn þannig að hann verði góður og næringarríkur. Við vonum að það verði öðrum skólum til hvatningar og eftirbreytni.“ Rabarbari á skólalóðinni Hvort það gengur eftir verður að koma í ljós, ekki síst þar sem starfshópurinn sem áður er vitnað til hefur komist að þeirri niðurstöðu að fara af stað með 14 vikna tilraunaverkefni í Vesturbænum í haust þar sem allir leik- og grunnskólar hverf- isins munu vinna eftir fyrirfram ákveðn- um hráefnismatseðli. Í minnisblaði starfs- hópsins kemur fram að þannig verði fest niður grunnhráefni fyrir hádegismat ákveðna daga í öllum skólum hverfisins, en matreiðslumenn munu síðan ákveða hvernig þeir elda úr því. Með þessu er vonast til að hægt verði að lækka kostnað við pantanir og dreifingu hráefnisins. Það er að heyra á þeim Sigurrós, Mar- gréti og Sigurveigu að þær hafi ákveðnar efasemdir um að þetta sé rétta leiðin og eiga erfitt með að skilja hvernig eigi að vera mögulegt að lækka kostnaðinn við matarinnkaupin enn frekar. „Matarverð hefur hækkað um 50% undanfarin misseri þannig að allt tal um að lækka kostnaðinn er alveg út úr kortinu, að minnsta kosti meðan fólk er ekki opið fyrir nýjungum á borð við baunir, sem eru ódýrt hráefni og næringarríkt,“ segir Sigurveig. „Á þá bara að minnka bjúgnaskammtinn eða setja ennþá meira drasl í þau? Það er eins og ekki mega hugsa hlutina upp á nýtt.“ Sjálfar eru þær meira en tilbúnar til slíkrar hugmyndavinnu. „Við viljum til dæmis árstíðarbinda matseðla skólanna þannig að við getum nýtt uppskeruna sem við fáum á Íslandi. Á haustin gætum við því notað kartöflur, rófur, ber og annað í þeim dúr en aukið svo við grænmeti á borð við paprikur og tómata á vorin,“ segir Margrét og Sigurveig tekur við: „Það mætti til dæmis koma upp grænum svæð- um við skólana þar sem hægt væri að rækta rótargrænmeti eða rabarbara.“ Margrét grípur boltann. „Börnin gætu þá náð í rabarbara fyrir utan og búið svo til sultu í heimilisfræðitíma sem yrði síðan á boðstólum í mötuneytinu. Skólarnir eru ekki bara menntastofnanir heldur líka uppeldisstofnanir og það er þar sem börn- in læra að borða nagga og bjúgu og annan saltan mat. Þau þurfa hins vegar að læra að meta góðan og hollan mat og þess vegna þarf maturinn að verða hluti af menntastefnu skólanna.“ 13. júní 2010 17 Kjötbollur: Kindakjöt, trippakjöt, vatn, hveiti, kartöflumjöl, undanrennulíki, salt, laukur, sojaprótein, krydd, rotvarnarefni E250, bindiefni E450/451. Svikinn héri, foreldaður: Kindakjöt, nautakjöt, trippakjöt, vatn, hveiti, laukur, blandað grænmeti (grænar baunir, gulrætur) kartöflumjöl, sojaprótein, salt, þrúgusykur, krydd, rotvarnarefni E-250, bindiefni E-450/451. Forsteiktir saltfiskstrimlar í orlydeigi: Léttsaltaður þorskur, brauðmylsna, jurtaolía, vatn, hveiti, salt, maísmjöl, hveitisterkja, lyftiefni (E450, E500, E503), sinnepsduft, undanrennuduft, dextrósi, bragðefni. Bjúgu: Lambakjöt, vatn, nautakjöt, trippakjöt, hveiti, kartöflumjöl, sojaprótein, salt, krydd, rotvarnarefni E250, bindiefni E450/451. Kjúklinganaggar: Kjúklingakjöt, vatn, sojaprótein, hveiti, ger, salt, kartöflutre- fjar, jurtaolía, krydd. Allar innihaldslýsingar eru fengnar frá birgjum sem skólamötuneyti Reykjavíkur versla við. Innihaldsefni eru tilgreind í röð eftir magni. Hvað inniheldur maturinn?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.