SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Page 47

SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Page 47
13. júní 2010 47 LÁRÉTT 1. Svara um haf og fisk. (7) 4. Prestur dó með próf hjá rugluðum rusta. (12) 8. Svört biluð hjá fylltum. (7) 9. Festi megnaði að finna við að spillast. (7) 11. För lokið hjá tilbúinni. (8) 12. Sleppa hestar frá daufum. (6) 13. Vera tilleiðanlegur til að finna frægan Þjóðverja. (4) 15. Viðkunnanleg ástundun. (5) 17. Hálfgrófur karl fær meiðsli og verður frægur af. (11) 18. Ekki ánægjan af klígjunni. (7) 20. Fær ekki hró frá erlendum nema flækja málin. (9) 21. Fordansari svarar. (5) 23. Ná fræ ennþá til Akureyrar og ættingja þar? (8) 24. Sjá dans ennþá einu sinni af dútli. (5) 26. Það að missa mótstæðan lit með lögun líkams- hluta. (11) 29. Kleip smá af einhvers konar gáfulegum ummæl- um. (8) 30. Skóf úr hálfgerðum söng með verkfæri. (6) 32. Sjá rum án þess að snúa sér við í svæði fullu af göngum. (5) 33. Finna stað í sumar á nokkrum stöðum. (9) LÓÐRÉTT 1. Allsnakið hjá manni. (6) 2. Lítill fær kastið yfir smotteríinu. (8) 3. Sé rádýrstarf á sandi með andrúmslofti. (10) 4.Úps, drapst mín í leikriti. (6) 5. Með sál skoða einfaldan ávöxt. (9) 6. Ljós mýri er lituð. (7) 7. Já, furðið ykkur, þetta er grill fyrir sár. (7) 10. Felli skapvondar spendýr að því sagt er. (12) 13. V-óp gefur af sér pening. (8) 14. Kærustuparið missir það sem er kært til forföður mannsins. (8) 16. Samkynhneigð kona fær kafla með slettu. (6) 17. Þurrka út merki eftir fugla. (5) 18. Við mynni kastar næstum því einn töfrahlut. (10) 19. Fiðlarinn getur skapað málfræðifyrirbæri. (9) 22. Par í SS verður fyrst að loknu Evrópumeistaramóti í sparnaði. (8) 25. Læra lokaorð aftur. (4) 27. Sá sem hefur verið látinn detta fær loðskinn að sögn. (6) 28. Lýsistafla verður bjartari. (6) 31. Hljómar eins og maður. (4) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátt- tökuseðilinn ásamt úrlausninni í umslagi merktu: Krossgáta Morg- unblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 13. júní rennur út fimmtudaginn 17. júní. Nafn vinningshafans birtist í blaðinu 20. júní. Heppinn þátttakandi hlýt- ur bók í vinning. Vinningshafi krossgátunnar 6. júní er Baldur Símonarson. Hann hlýtur í verðlaun bók- ina Morgnar í Jenín eftir Susan Abulhawa. Forlagið gefur út. Krossgátuverðlaun Fyrr á þessu ári, nánar tiltekið hinn 26. janúar sl., varð fyrsti ís- lenski stórmeistarinn Friðrik Ólafsson 75 ára. Af því tilefni mun Hrókurinn efna til afmæl- ishátíðar sem fram fer í Djúpavík og Norðurfirði í Árneshreppi um næstu helgi. Aðalmótið fer fram laugardaginn 19. júní í gömlu síldarverksmiðjunni í Djúpavík. Heiðursgestur er afmælisbarnið sjálft Friðrik Ólafsson en búist er við þátttöku fjölmargra öflugra skákmanna. Baldur Möller Norðurlanda- meistari 1948 og 1950 lét þau orð eitt sinn falla að líta mætti á Frið- rik sem brúna milli gamla tímans og hins nýja. Friðrik haslaði sér ótrauður völl á alþjóðavettvangi snemma á sjötta ártug síðustu aldar og vann hvert afrekið á fæt- ur öðru. Tilþrifin á millisvæða- mótinu í Portoroz 1958 þar sem Friðrik komst í hóp áskorenda eru enn í minnum höfð. „Frið- riks-kynslóðin,“ eins og hún var samansett í hugum manna hér á landi kom þar fram að hluta með Tal fremstan í flokki, Petrosjan, Fischer, Gligoric og Larsen. Meðal Íslenskra skákmanna voru aðeins Ingi R. Jóhannsson og mörgum árum síðar Guð- mundur Sigurjónsson sem áttu einhverja möguleika gegn Frið- riki á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Sá danski, Bent Jörgen Larsen var með honum alla leið, allt frá því að þeir hittust fyrst á heims- meistaramóti unglinga í Birm- ingham 1951. Á meira en 40 ára tímabili tefldu þeir 30 kapp- skákir. Sú síðasta var háð á 60 af- mælismóti Friðriks í Þjóð- arbókhlöðunni 1995. Bent vann og komst þá loks yfir, 15½ : 14½. Framan af á ferli þeirra var Frið- rik greinilega fremri þó að hann hefði tapað einvíginu um Norð- urlandameistaratitilinn 1956. Merkilegt er tímabil frá einvíginu ’56 til viðureignar þeirra á Ól- ympíumótinu í Havana 1966 er þeir tefla 14 skákir og allar vinn- ast á svart. Ég hygg að töfrar Friðriks hafi ekki síst legið í þeirri ógn- arspennu sem hann náði að byggja upp í skákum sínum. Ókunnugum virtist hann stund- um sólunda tíma sínum í furðu- legustu atriði; aðrar skákir voru komnar vel af stað en Friðrik kannski að hugsa fyrsta leikinn. Kringum þetta spannst mikil umræða meðal hinna staðföstu fylgismanna Friðriks: Bergur Pálsson, Magnús Sigurjónsson og Jakob Hafstein svo nokkrir séu nefndir voru yfirleitt mættir og fögnuðu með Friðriki þegar vel gekk og það var oft. Þegar Friðrik var kosinn forseti FIDE 1978 urðu ákveðin þáttaskil hjá honum hvað taflmennskuna varðaði. Fyrr á árinu höfðu áhorfendur flykkst í Kristalsal Hótel Loftleiða til að fylgjast með honum á Reykjavíkurskák- mótinu. Þar laust þeim Bent Lar- sen enn og aftur saman og nið- urstaðan varð einn frækilegasti sigur Friðriks yfir hinum glað- beitta andstæðingi sínum: 8. Reykjavíkurskákmótið 1978: Friðrik Ólafsson – Bent Larsen Aljékíns-vörn 1. e4 Rf6 2. e5 Rd5 3. d4 d6 4. Rf3 g6 5. Bc4 Rb6 6. Bb3 Bg7 7. Rg5 d5 8. 0-0 Rc6 9. c3 Bf5 Hér var sennilega best að leik 9. … f6 t.d. 10. exf6 exf6 11. He1+ Kf8 o.s.frv. 10. g4 Bxb1 11. Df3 0-0 12. Hxb1 Dd7 Hér og í næsta leik þráast Lar- sen við að reka riddarann af höndum sér með 12. … h6. 13. Bc2 Rd8 14. Dh3 h6 15. f4! Of seinn! 15. … hxg5 16. f5 Re6 17. fxe6 dxe6 18. Bxg5 c5 19. Kh1 cxd4 20. cxd4 Hfc8 ( STÖÐUMYND ) 21. Bf5! gxf5 22. gxf5 Dc6 23. Hg1! Dc2 24. Hbe1 Kf8 25. f6 – og Larsen gafst upp enda stutt í mátið. Helgi Ólafsson helol@simnet.is Afmælismót Friðriks Ólafssonar haldið í Djúpavík Skák Nafn Heimilisfang Póstfang

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.