SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Blaðsíða 20

SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Blaðsíða 20
Vitvélastofnun er glæný stofnun sem stund- ar rannsóknir á gervigreind, róbótafræðum og hermilíkönum, ört vaxandi sviðum innan hugbúnaðargeirans, og stefnir á að gegna lykilhlutverki í hátækniiðnaði framtíðarinnar. Kristinn R. Þórisson, framkvæmdastjóri stofnunarinnar, óttast samt ekki yfirtöku vél- mennanna. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Æ tti ég kannski að byrja á því hvað vit er? Hvað höfum við mikinn tíma?“ spyr Kristinn R. Þórisson, framkvæmda- stjóri Vitvélastofnunar Íslands, sem sett var á laggirnar á dögunum, og brosir stríðnislega í kampinn. Spurt var: Hvað eru vitvélar? Eftir þennan skondna útúrdúr svarar Kristinn: „Einfaldasta skilgreiningin á „vitvél“ er vél sem stend- ur öðrum vélum framar, svona í samanburði við stöðu tækn- innar á hverjum tíma. Takmarkið sem stefnt er að á þessu sviði, og er notað sem mælikvarði á framfarir vitvélarinnar, er dýraríkið. Dýr eru ótrúlega sveigjanleg og sjálfstæð í mismunandi umhverfi og standa fyrir vikið langt framar manngerðum vélum. Ég nefni sem dæmi tölvunet sem menn eru að setja upp í dag. Það getur eyðilagt allt netið setji forritari punkt á röngum stað. Sveigjanleiki og aðlögunarhæfni þessara véla sem tölvunarfræði og verkfræði eru að framleiða í dag er ennþá á gífurlega lágu plani í samanburði við dýraríkið. Námshæfileiki er annað sem við myndum telja til greind- ar og í því tilliti erum við einnig komin skammt á veg með vélarnar.“ Ein smávægileg mannleg mistök geta sumsé sett allt úr skorðum í vélheimum? „Já, smávægileg breyting á kerfinu getur verið krítísk fyrir starfsemi þess og stöðvað allt. Það myndi aldrei gerast í vistkerfinu, þar sem að- lögunarhæfnin er mun meiri. Dómskerfið, sem er gott dæmi um sveigj- anlegt kerfi, hættir til dæmis ekki að virka þótt einn eða tveir dómarar verði veikir. Dæmið sem ég nefndi um forritarann sem setur punkt á vit- lausum stað er kannski sambærilegt við það að dómskerfið færi á hausinn ef einn dómari missti eitt hár úr höfði sínu.“ Að fylla í skarð Í hvaða tilgangi er Vitvélastofnun sett á laggirnar? „Tilgangur Vitvélastofnunar er að fylla í skarð í íslenskum vísinda- og rannsóknaheimi. Það vantar sárlega sjálfstæð rannsóknasetur sem vinna með ýmsum aðilum, bæði innan háskólasamfélagsins og atvinnu- lífsins, og hefur hlutverk hvata, þ.e. að hraða á framförum og hjálpa til við að hrinda hugmyndum hraðar í framkvæmd en hægt er nú. Áherslusvið Vitvélastofnunar er hugbúnaðarrannsóknir, nánar tiltekið rannsóknir í gervigreind og hermun, sem eru svið sem í æ ríkari mæli er verið að tengja saman og bjóða upp á gríðarlega möguleika.“ Hvers vegna er Vitvélastofnun ekki hreinræktuð háskólastofnun? „Ef við horfum á rannsóknarflóruna á Íslandi þá eru einfaldlega ekki nægilega margar plöntutegundir í garðinum. Til að byggja upp rann- sóknaumhverfi með sæmilegan stöðugleika þurfum við töluvert breiðari hóp af stofnanategundum heldur en fyrirfinnast einungis innan háskóla- samfélagsins. Svona stofnun gæti heldur ekki þrifist innan eins eða tveggja fyrirtækja vegna þess að áskorunin sem sviðið stendur frammi fyrir er stærri en eitt eða jafnvel tvö fyrirtæki hafa bolmagn fyrir. Til við- bótar kemur svo að möguleikar gervigreindar eru þess eðlis að þær geta notið góðs af nánu samstarfi ólíkra aðila. Ekki bara það að ólíkar skoðanir og hugmyndir ýti ferlinu hraðar áfram heldur líka það að grundvall- artækni í gervigreind getur nýst á mjög mörgum sviðum. Þess vegna er Vitvélastofnun sett þannig upp að fyrirtæki eru í áskrift, kaupa sér að- gang að hugmyndabanka hennar til ákveðins árafjölda í senn. Í staðinn geta þau nýtt sér tæknina sem þar er þróuð endurgjaldslaust í sína vöru. Þar sem vélar hafa vit Kristinn R. Þórisson, forstöðumaður Vitvélastofnunar Íslands. ’ Við verðum und- ir smásjá. Ekki bara þeirra sem eru í áskrift og leggja pening í verkefnið, heldur líka háskóla- umhverfisins. Þá ætla ég rétt að vona að rík- isstjórn Íslands komi til með að veita okkur athygli. Gamla kempan C3PO úr Stjörnu- stríðsmyndunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.