SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Qupperneq 54

SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Qupperneq 54
54 13. júní 2010 Lesbók H eilmikið fjör var á opnun einkasýningar Er- lings Klingenbergs í Hafnarborg hinn 21. maí sl. eins og sjá má á myndbands- upptöku, eins konar „bergmáli af viðburð- inum“ sem er meðal verka á sýningunni sjálfri sem stendur til 20. júní nk. Önnur verk á sýningunni eru einnig nátengd opnunargjörningnum, hvort heldur sem er sviðsmynd, auglýsingaskilti, kröfuspjöld, leikmunir eða skúlptúrar sem búnir voru til á opnuninni. Sýn- ingin hverfist um Erling sjálfan sem listamann og um leið spurninguna hvað það er að vera listamaður, en Er- ling hefur unnið á þessum nótum allt frá útskrift í Myndlista- og handíðaskólanum 1994 þegar hann blandaði saman í tölvu andlitsmyndum af sér og fræg- um listamönnum á borð við Kjarval, Erró og Jósef Beu- ys. Æ síðan hefur listamaðurinn Erling T.V. Klingen- berg verið í hlutverki sjálfhæðins hálfsnillings sem hefur breytt lífshlaupi sínu í listhlaup þar sem tilbúin og leikin frægð og frami er sett fram eins og um leikrit sé að ræða og áhorfendur virkjaðir sem klappstýrulið stjörnunnar. Innbyggt í gjörninginn er andóf og afjúpun á listheiminum sem upphefur tilbúnar stjörnur en einnig samþykki og staðfesting á að slíkt er ásættanlegt ef það er gert í gríni. Á sýningunni má sjá textaspjald með enskum tilvitnunum í ummæli vina listamannsins um hann sem hljóma eitthvað á þessa leið: Það er erfitt að útskýra Erling, hann er hrár, hann er sögumaður, drykkfelldur og góðhjartaður, klæðir sig eins og mellu- dólgur, hefur leiðtogahæfileika, hann er einlægur, óút- reiknanlegur, örlátur, upprunalega góður, nátt- úrutalent í listum, gáfaður, sláandi heiðarlegur, notar persónutöfra en getur einnig gert fólk brjálað af reiði, hann er hinn grímuklæddi herramaður og hjálpsami prestur. – Orðræðan hefur sterka tilvísun í orðræðuna sem umvafði hugmyndina um rómantíska snillinginn, eina óhugnanlegustu mann- og kvenfjandsemimýtu sem vestrænt samfélag bjó til og þróaði fram á tutt- ugustu öld. Hugmyndin um snillinginn yfirfærðist á mikla stjórnmálaleiðtoga og þegar Hitler komst til valda var hann af mörgum talinn ímynd snillingsins sem læt- ur stjórnast af „andanum“ (Zeitgeist), þar sem hann nemur undirmeðvitund og vilja fólksins, notar með- fæddar gáfur, persónutöfra, leiðtogahæfileika og ekki síst óútreiknanlegt skap sem er tilvísun í brjálæði og geðveiki. Á sýningu Erlings má sjá vaxmynd af stjörn- unni og málað portrett af vaxmyndinni (bæði verkin gerð af öðrum listamönnum) sem undirstrikar enn frekar að allt sjónarspilið er sett fram á forsendum til- búnings og eftirhermu. Vaxstyttan er vissulega af Erling en er samt, eins og í útskriftarverki hans, sambland af honum og huglægri ímynd Kjarvals og Beuys. Styttan, portrettið og skjaldarmerkjaverkin bera keim af þjóð- ernisrómantík sem er afbökuð til hins ýtrasta og tengist upphafningu listamanna sem snillinga þjóðarinnar. Á opnuninni fór Erling í kanínubúning og framdi gjörning þar sem hann lætur mjúka leirklumpa falla á gólfið úr mikilli hæð og eftir standa óvenjulegar höggmyndir sem þiggja form sitt af þyngdarlögmálinu, aðdráttarafli jarðar og falli. Fall mannsins, sem búið var til úr leir samkvæmt Biblíunni, kemur upp í hugann og hug- myndin um listamanninn sem guð og skapara áréttast enn frekar í öðrum leirklumpagjörningi sem framinn var á opnuninni, gjörningi sem Erling hefur framið áður og felst í því að hafa samræði við leirklumpinn (ríða efninu) en slík verk hafa áður fengið hinn ísmeygilega titil „Grafið með gulrótinni“. Á myndbandinu sést list- stjarnan skríða undir sviðið sem rokkhljómsveitin var á, enda gluggi innbyggður í sviðsmyndina. Áhorfend- urnir sjá ekki hvað listamaðurinn er að bjástra en Kvennakór Öldutúns leiðir brekkusöng þar sem áhorf- endur syngja brekkusönginn María María en textanum er breytt í endurtekið nafn listamannsins. Seinna syng- ur kórinn upphafið og trúarlegt lag þegar listastjarnan rýfur gat á framhlið sviðsins og nær í stöpla tvo og síð- an „holaða“ leirklumpa sem hann setur ofan á. Undir sviði má sjá skítug ummerki gjörningsins og það sem þar er gefið í skyn skrifast á perralegan hugsanagang áhorfenda. Þessi gjörningur rímar við frægan gjörning Vitos Acconcis Seedbed frá árinu 1972 þar sem lista- maðurinn hafði látið byggja falskt gólf í sýningarsalnum og þegar áhorfendur komu inn sáu þeir ekkert en lista- maðurinn lét taka mynd af sér þar sem hann húkti undir gólfinu og runkaði sér. Opnunin virðist hafa verið mikið sjónarspil sem ber keim af uppreisn, gríni og samstöðu sem minnir óneitanlega á kosningaframboðs- gjörning Besta flokksins þar sem listin rennur saman við pólitíkina. Sýningin sem eftir stendur er hins vegar eins konar skráning opnunarviðburðarins. Allir töfr- arnir eru horfnir og tómleikinn og innihaldsleysið sker- andi eins og sprungin blaðra, það er ekkert á bak við grínið annað en afhjúpunin sjálf sem minnir nú vissu- lega á meira á gjörning Silvíu Nætur en Besta flokkinn, sem tókst að snúa athyglinni að uppbyggilegum vinkli innan afbyggingargrínsins á elleftu stundu og þannig snúa gríni í alvöru. Sýningin heppnast fullkomlega. Listamaðurinn Erling T.V. Klingenberg endurspeglar tíðarandann, hann flettir ofan af snillingshugtakinu með því að ofleika það. Listrottustjörnusnillingnum tekst að láta áhorfendur lofsyngja sig þótt í gríni sé og að mínu mati virkar þetta allt saman, þó sem lofsöngur fáránleikans. Persónulega hef ég engan smekk fyrir sýningunni og þessu trendi sem er áberandi í listheim- inum. Veit ekki hvort ég á að gefa fjórar stjörnur eða tvær, vera fagleg eða persónuleg. Ákvað að gefa fjórar þar sem stjörnugjöfin vísar til listarinnar sem dæg- urmenningar og sem slík þá slær Erling genius í gegn. Áhorfendur lofsyngja meintan listsnilling Myndlist Það er erfitt að vera listamaður í líkama rokkstjörnu - Erling T.V. Klingenberg bbbbn Erling TV Klingenberg. Aðrir þátttakendur: Helgi Svavar Helgason, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson, Ómar Guðjónsson, Heiða Eiríks, Bóas Hallgrímsson, Óttarr Proppé, Kvennakór Öldutúns, Karl Jó- hann Jónsson og Klingenberg-klúbburinn. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 12-17 og fimmtudaga til kl. 20. Stendur til 20. júní. Aðgangur ókeypis. Þóra Þórisdóttir Sýningin Erlings T.V. Klingenberg í Hafnarborg hverfist um hann sjálfan sem listamann og um leið spurninguna hvað það er að vera listamaður, en Erling hefur unnið á þessum nótum allt frá útskrift í Myndlista- og handíðaskólanum 1994. Morgunblaðið/hag Bandaríski rithöfundurinn Barbara Kingsolver hlaut Or- ange-kvennabókmenntaverð- launin á dögunum fyrir skáld- söguna The Lacuna. Ýmsir höfðu spáð því að Booker- verðlaunabókin Wolf Hall eftir Hilary Mantel myndi hreppa verðlaunin. Samkvæmt frétt Reuters þá deildu dómnefndarmeðlimir hart um bókina og þær deilur urðu til þess að hún varð fyrir valinu eða eins og dómnefnd- arformaður lýsti því þá ákvað dómnefndin að velja frekar bók sem framkallaði sterkar bregður fyrir í bókinni eru listamennirnir Diego Rivera og Frida Kahlo og rússneski bolsévikkinn Leon Trotsky. Gagnrýnendur hafa tekið bók- inn misjafnlega, flestir verið ósáttir við bókina, en aðrir lofað Kingsolver fyrir hugrekki og metnað. Kingsolver varð mjög um- deild vestan hafs fyrir and- stöðu sína við innrásina í Írak og kölluð föðurlandssvikari fyrir það að hafa sagt banda- ríska fánann vera orðinn tákn- mynd kúgunar, ofbeldis og fordóma. saga Kingsolver sem þekktust er fyrir skáldsöguna The Poisonwood Bible sem komst á stuttlista Orange-verð- launanna fyrir ellefu árum. Bók hennar Animal, Vege- table, Miracle, sem segir frá því er hún og fjölskylda henn- ar stunduðu sjálfsþurft- arbúskap í rúmt ár, vakti einnig mikið umtal fyrir nokkrum árum. The Lacuna segir frá ungum pilti, Harrison Shepherd, sem þvælist um Mexíkó og Banda- ríkin á kaldastríðsárunum með móður sinni. Meðal þeirra sem tilfinningar en bók sem allir væru sammála um. Eins og getið er var söguleg skáldsaga Hilary Mantel um Thomas Cromwell, Wolf Hall, meðal þeirra bóka sem til- nefndar voru en aðrar bækur á stuttlistanum voru Black Wa- ter Rising eftir Attica Locke, A Gate at the Stairs eftir Lorrie Moore, The Very Thought of You eftir Rosie Alison og The White Woman on the Green Bicycle eftir Monique Roffey. Þetta var í fimmtánda sinn sem verðlaunin voru veitt. The Lacuna er sjötta skáld- Bókmenntaverðlaun kvenna veitt í fimmtánda sinn Barbara Kingsolver fékk Orange-verðlaunin Barbara Kingsolver við afhendingu Orange-verðlaunanna.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.