SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Blaðsíða 31

SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Blaðsíða 31
13. júní 2010 31 O kkur þótti unnar kjötvörur spila of stórt hlutverk á honum [matseðli grunn- skóla Reykjavíkur] og ákváðum að gera eitthvað í málunum,“ segir Margrét Gylfadóttir. Hún er ásamt kokkunum Sigurrós Pálsdóttur og Sigurveigu Káradóttur í sjálfskipaðri „rannsóknarnefnd mötuneytismála“, en þeim blöskraði maturinn sem er á boðstólum í skólum sem börnin þeirra sækja. Þær ákváðu að kynna sér stöðuna í mötu- neytismálum grunnskólanna í Reykjavík, og skýra þær frá sláandi niðurstöðum sínum í viðtali Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur í Sunnudagsmogganum í dag. Þær segja meðal annars fullkomlega óviðunandi hversu mikið magn af unnum kjöt- og fiskvörum sé borið á borð í grunnskólunum. Og benda á að ástandið sé ekki síst bagalegt vegna þess að margir foreldrar séu farnir að líta á skólamáltíðina sem aðalmáltíð barnanna yfir daginn. „Á þessum tímum eru margir sem eiga engan pening og stóla á að barnið fái næringarríka máltíð í skólanum. Í staðinn fær það foreldað og upphitað fóður,“ segir Mar- grét. Þá er það áhyggjuefni, að börnin virðast varla þekkja matinn sundur, sem þau fá í skólamáltíðum. Oft er hráefnið unnið þannig að það er óþekkjanlegt. „Barnið mitt sagðist einu sinni hafa fengið rauðar fiskbollur í matinn,“ segir Margrét. „Þegar ég fór að athuga málið voru þetta ekki fiskbollur heldur saltkjötsbollur. Börnin vita ekki einu sinni hvað þau eru að borða, því mörkin milli fisks og kjöts eru óskýr – þetta lítur allt eins út, er eins á bragðið og áferðin svipuð.“ Auðvitað er þetta áhyggjuefni. Tengslin rofna við uppruna þess hráefnis sem neytt er og þar með við matarmenningu þjóðarinnar, sem mótast hefur í aldanna rás. Þegar þannig er í pottinn búið hvernig er þá hægt að búast við því að börnin verði mót- tækileg fyrir lærdómi um undirstöðuatvinnugreinar þjóðarinnar, landbúnað og sjávar- útveg. Hvaða afleiðingar hefur það fyrir samfélagið til lengri tíma litið? Og það kallast að leita langt yfir skammt að flytja inn fisk og kartöflur! Þegar börn alast upp í þessu umhverfi skyldi engan undra að þau verði ginnkeypt fyrir skyndifæði þar sem freistandi umbúðir eru stundum til þess eins gerðar að fela hversu snauðir af næringu réttirnir eru. Þetta er lofsvert framtak hjá konunum þremur. Það er mikilvægt í opnum lýðræð- issamfélögum að þegnar þjóðfélagsins taki virkan þátt með þessum hætti í mótun sam- félagsgerðarinnar – að allir leggist á eitt um að mjaka samfélaginu í rétta átt. Þá nýtast kraftar hinna mörgu. Hættan er sú í miðstýrðum samfélögum að skellt sé skollaeyrum við slíkum röddum. Þess vegna er mikilvægt að stjórnvöld taki til greina gagnrýni og bregðist við henni á málefnalegan hátt. Það verður forvitnilegt að fylgjast með því, hvernig frumkvæði „rannsóknarnefndar mötuneytismála“ verður tekið. Hvað borða börnin? „Jafnvel þótt við værum 10 sinnum fleiri værum við smáþjóð með marga erfiðleika vegna fámenn- isins.“ Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst, um vanda Íslendinga. „Við erum með flott fótboltalið og erum ekkert að reyna að fela það.“ Páll V. Gíslason, þjálfari karlaliðs Þórs frá Ak- ureyri, sem leikur í næstefstu deild. „Það getur enginn hlaupið maraþon nema hann hætti að bera virðingu fyrir fjar- lægðunum.“ Páll Gíslason, rekstr- arráðgjafi og maraþonhlaup- ari. „Ég held að við séum í meiri hættu hér á Reykjavíkursvæðinu en þarna á þessum slóðum.“ Margrét Hallgrímsdóttir sem ætlar að ganga ásamt einni eða tveimur stöllum sínum þvert yfir landið á 30 dögum. „Ég viðurkenni fúslega að það blasir vandi við mörgum heim- ilum.“ Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. „Ég var bara í fíling.“ Aron Pálmarsson, sem lék vel gegn Dönum á þriðjudagskvöldið. „Ég er ekki bundinn af því að vera eins og rennilás upp og niður kantinn.“ Halldór Orri Björnsson, sem slegið hefur í gegn í knattspyrnuliði Stjörnunnar. „Við viljum meina að nú sé úlf- urinn kominn og sestur að snæðingi.“ Árni Jóhannsson, forstöðumaður mannvirkjasviðs Samtaka iðn- aðarins, um stöðugleikasáttmál- ann. „Það sem kemur út um munninn á henni er ekkert á við það sem kemur út um óæðri endann.“ Leikarinn Russell Brand um kær- ustu sína, Katy Perry. „Eina leiðin sem þessir andskot- ans aumingjar fundu til að koma í veg fyrir að Stakkur ynni lands- mótið var að hella þessari pest yfir íslenskan hrossastofn.“ Kári Stefánsson sem kveðst eiga besta alhliða hest á Íslandi, Stakk frá Halldórsstöðum. Ummæli vikunnar Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal að hann kaus að svíkja helsta hugsjóna- og kosningamál flokks síns fyrir aðgang að rík- isstjórn. En það kemur óneitanlega á óvart að hann telji ekki nóg að gert með því að pína þingflokk sinn til að standa með aðild- arumsókn í sölum Alþingis andstætt samvisku sinni (sem er reyndar stjórnarskrárbrot). En að Steingrímur skuli einnig telja sér það skylt að fylgja eftir svikum við stefnumál sín og hug- sjónir með því að taka þátt í að beita bændur fjárhagslegum kúgunaraðgerðum til að fá þá til að slá af skoðunum sínum kemur ennþá meira á óvart. Misreikna bændur Bændur, eins og svo margur annar, heyja varnarbaráttu um þessar mundir. Margvíslegir erfiðleikar steðja að stéttinni sem heild auk þess sem efnahagsleg og náttúruleg eldsumbrot bitna á mörgum þeirra og við bætast tíma- bundnir erfiðleikar eins og hestapestin, sem er mikið alvörumál og áfall fyrir marga. Því telja fjárkúgarar þeirra þá vísast standa veika fyrir. En sem betur fer eru allar líkur á að þeir sömu misreikni staðfestu íslenskra bænda. Þeir hafa alla burði til þess, eins og sagan sannar, að standa allar þessar atlögur af sér. Söm er hins vegar gjörð og skömm þeirra stjórnvalda sem ekki treysta sér til að mæta skoðanaföstu fólki sem stendur í lappirnar með öðru en hreinum og lítt dulbúnum kúgunar- aðgerðum. Heyrúllur á túnum á Suðurlandi. Morgunblaðið/RAX
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.