SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Síða 52

SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Síða 52
52 13. júní 2010 Ég keypti mér iPod Touch þegar ég var í Bandaríkjunum ekki alls fyrir löngu, en fyrir þá sem ekki þekkja til þá er þetta í einföldu máli iPhone án símans. Þetta er handtölva, sem hægt er að nota til að vafra um netið, hlusta á tónlist, horfa á myndbönd og spila leiki. Ég keypti þetta aðallega af því að tækið leit skemmtilega út. Apple hefur einstakt lag á því að hanna útlit og not- endaviðmót þannig að maður á í mesta basli með að standast freistinguna sem felst í að handleika og kaupa gripinn. Alltént, hafði ég ekki bókalestur í huga þegar ég gekk inn í Wal-Mart til að kaupa iPodinn, en raunin hefur hins vegar orðið sú að ég nota hann aðallega til lesturs. Ég hlóð niður forriti sem heitir Stanza og nota það til að lesa bækur á rafrænu formi. Í gegnum Stanza get ég farið á bóksölur og keypt mér bækur, ef mér svo hugnast, en forritið er einnig tengt við nokkur ókeypis bóka- söfn eins og Project Guten- berg, en þar má finna gríðarstórt safn bókmennta sem dottin eru úr höfundarétti. Þarna hef ég náð mér í öll bindi sagnfræði- stórverkanna The History of The Decline and Fall of The Roman Empire eftir Edward Gibbon og The History of England, from the Accession of James II eftir Thomas Bab- ington Macaulay. Ritin eru stórkostleg lesning, þrátt fyrir að höfundarnir eigi það báðir sameiginlegt að vera ekki sér- staklega góðir í að semja titla á bækur sínar. Ég nældi mér líka í kennslubók í lat- ínu frá miðri nítjándu öldinni og er að stauta mig í gegnum Aeneasarkviðu eftir Virgilíus á frummálinu, þótt hægt gangi. Ég hef einnig getað náð mér í slatta af fantasíum og vísindaskáldsögum frá út- gefandanum Baen Books. Jim Baen og félagar hafa nefnilega komist að þeirri niðurstöðu að heppilegt sé að gefa fyrstu bækurnar í hverri seríu ókeypis á netinu. Er pælingin líklega svipuð og hjá eiturlyfjasölunum, sem gefa, eins og frægt er, fyrsta skammtinn frían. Ég hef verið spurður að því hvort það sé ekki óþægilegt að lesa bækur á svona litlum skjá, en merkilegt nokk er svo ekki. Leturstærðin er svipuð og á bók og ég get stillt birtustigið eftir hent- ugleik. Ég hef aldrei fundið fyrir þreytu í augunum, heldur nýt þess að geta gengið með heilt bókasafn í buxnavas- anum og gripið í bók hvenær sem mig lystir. Bóka- safn í vasanum Orðanna hljóðan Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is ’ Er pæl- ingin líklega svipuð og hjá eiturlyfjasöl- unum, sem gefa, eins og frægt er, fyrsta skammtinn frían Á rásirnar á tvíturnana í New York var Bandaríkjamönnum mikið áfall og sennilega meira áfall en Evrópubúar gera sér almennt grein fyrir. Smám saman hafa menn unnið úr áfallinu, fyrst með byssum og sprengjum en síðan með pennum og penslum. Fjölmargar bækur hafa komið út þar sem atburðirnir koma við sögu, stundum til þess að miða sögu áfram, stundum sem baksvið atburða og stundum sem þungamiðja bókar. Rit- höfundurinn kunni Joyce Carol Oates lét þau orð falla í viðtali á síðasta ári að það væri enn of snemmt að búast við bók sem fjallað gæti um þennan voðaat- burð af einhverju viti, en þrátt fyrir það halda menn áfram að skrifa slíkar bækur og það með býsna góðum árangri. Því til sannindamerkis má nefna bæk- ur eins og Extremely Loud and Incre- dibly Close eftir Jonathan Safran Foer, Falling Man eftir Don DeLillo, A Dis- order Peculiar to the Country eftir Ken Kalfus, The Good Life eftir Jay McIner- ney, The Zero eftir Jess Walter, Nether- land eftir Joseph O’Neill og Let The Great World Spin eftir Colum McCann, en sú hlaut bókmenntaverðlaun Banda- ríkjanna, National Book Award, í fyrra. Let The Great World Spin segir frá tvíturnunum eða notar þá og örlög þeirra sem einskonar táknmynd fyrir það hvernig menn talast á við hörm- ungar og vinna úr þeim, sækja gleði í sorgina. Bókin hefst þar sem franskur ofurhugi gengur á línu á milli turnanna og á sér rætur í því er Philippe Petit strengdi línu á milli þeirra í ágúst 1974 og gekk fram og aftur, átta ferðir alls. Að þeim inngangi loknum hefst svo sagan, eða sögurnar því bókin byggist á ellefu aðalpersónum sem hver hefur sitt hlutverk. Byrjaði í blaðamennsku Colum McCann er Íri, hálffimmtugur og hefur skrifað nokkrar skáldsögur. Hann ólst upp í Dyflinni og hneigðist snemma til blaðamennsku og gekk allt í haginn á því sviði, vann til að mynda til verð- launa fyrir greinaflokk um heimilis- ofbeldi í Dyflinni þá bráðungur blaða- maður. Meðfram vinnu lauk hann námi í blaðamennsku og fór til New York í útskriftarferð þar sem hann dvaldi heilt sumar og framfleytti sér sem vikapiltur á fréttaþjónustu og síðan sem blaða- maður. Hann tók upp þráðinn við kom- una heim til Dyflinnar og starfaði hjá ýmsum blöðum á næstu árum þar til hann var ráðinn til að skrifa fastan slúð- urdálk í dagblaðið Evening Press sem hann segir að hafi eiginlega losað hann við alla löngun til að starfa sem blaða- maður. Sumarið 1986 hélt hann aftur til Bandaríkjanna og nú ætlaði hann að sitja við skriftir um sumarið og skrifa írskt-amerískt meistaraverk eins og hann lýsir því sjálfur. Hann keypti sér ritvél við komuna út, en náði ekki að klára eina blaðsíðu allt sumarið. Hæng- urinn var sá að hann hafði ekki upplifað neitt, hafði ekki frá neinu að segja og til að bæta úr því fékk hann sér reiðhjól og hélt af stað. Næsta hálft annað árið hjól- aði hann 20.000 kílómetra og kom til 450 fylkja. Hann staðnæmdist um tíma í Texas og starfaði á búgarði fyrir vand- ræðaunglinga, en fór síðan í háskóla í Texas. Eiginkonuna fann hann í skyndi- ferð til New York og bjó með henni um tíma í Japan. Hún lærði japönsku, en hann skrifaði bækur, lauk við smá- sagnasafn og byrjaði á sinni fyrstu skáldsögu, Songdogs, sem kom út 1998. Bækurnar eru orðnar nokkrar síðan, Let the Great World Spin er sú sjöunda og kom út á síðasta ári eins og getið er. Engill og venjulegt fólk McCann hefur látið þau orð falla í viðtali að þegar ráðist var á tvíturaturnana hafi menn rifjað upp ýmislegt tengt þeim og þar á meðal línudans Petits, þar sem hann fór á milli á línu sem var svo grönn að áhorfendur sáu hana ekki. Fyrir vikið var Petit eins og hann væri að ganga í loftinu, eins og engill. Upp- hafleg hugmynd McCanns að bók hafi því snúist um það, en þar sem hann var að skrifa aðra skáldsögu lagði hann hana til hliðar um tíma. Þegar hann svo tók svo upp þráðinn nokkrum árum síðar fannst honum fólkið sem var að fylgjast með línudansinum forvitnilegra, fólki á götunni, venjulegt fólk. „Mig langaði að fanga borgina og um leið það hvar við erum stödd í dag. Í stað þess að línu- dansarinn sé burðarás bókarinnar er það vændiskona og prestur og vörubílstjóri – allt venjulegt fólk sem talar með rödd borgarinnar.“ Írski rithöfundurinn Colum McCann lagðist í ferðalög til að hafa eitthvað til að skrifa um. Raddir borgarinnar Írski rithöfundurinn Colum McCann hélt til Bandaríkjanna að skrifa mikla skáldsögu sem gerast myndi þar í landi. Það tók hann nokkrum árum lengri tíma en hann ætlaði. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Lesbók

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.