SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Blaðsíða 16

SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Blaðsíða 16
Raunverulegur mán aðarmatseðill úr grunnskóla í Reykja vík Léttsöltuð ýsa Sósa Rúgbrauð Hakkað buff Sósa Grænmeti Fiskibollur Sósa Grænmeti Bayonne- skinka Rauðkál Sósa Grjónagrautur Samloka Ávöxtur Plokkfiskur Rúgbrauð Smjör Bjúgu með uppstúf Grænmeti Steiktur fiskur Grænmeti Hamborgari í brauði Kakósúpa Brauð Ávöxtur Gufusoðin ýsa Rúgbrauð Smjör Steiktar kjötbollur Grænmeti Lasagne Salat Brauð Frí Snitsel Sósa Salat Fiskibollur Salat Sósa Kjúklinga- naggar Sósa Salat Steiktur lax Sósa Salat Pottréttur Hrísgrjón Grjónagrautur Samloka Ávöxtur Mánudagur Þrið judagur Miðvikud agur Fimmtudagu r Föstudagur Tillaga Sigurrósar, Sigurveigar og Margrétar Skyr m/rjóma- blandi og rúgbrauð m/ eggjum/kaviar/ agúrkum Kjöt í karrý Ofnbakaður lax m/ hýðisbasmati, sítrónum og kaldri sósu Núðlur m/kjúklingi Fiskisúpa m/ grófu brauði /osti/ gúrku/tómötumGrjónagrautur m/ kanilsykri og rjómablandi, slátri og flatkökum Pasta m/ lambakjötssósu og salati Fiskur í karrý Pasta m/ kjúklingabaunum Ítölsk grænmetis- súpa m/brauði/ kotasælu/ agúrkum / paprikuPasta með heimalagaðri ítalskri tómatsósu Bakað rigatóní m/salati Plokkfiskur m/ rúgbrauði og osti Norður-afrískur kjúklingaréttur Kjúklingabauna- súpa m/brauði og hummus Píta m/ grænmeti og eggjum og heimalagaðri sósu Lasagne m/grænmeti Saltfiskur í ofni m/ísl. byggi/ hýðishrísgrjónum Hrísgrjónaréttur m/kjúklingi Matarmikil vetrarsúpa m/ hrökkbrauði/osti /gúrku/papriku Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Léttir dagar Blandaðir/kjöt Fiskidagar Blandaðir/kjúlli Súpudagar Alþjóða krabbameinsrannsóknarsjóðurinn hvetur fólk til að halda börnum sínum frá unnum kjötvörum þar sem þær auki líkur á krabbameini. óþol – kannski ekki bráðaofnæmi heldur magaverki og vægari kvilla. Þar fyrir utan er hreinlega verið að skemma bragðskyn barnanna okkar með þessu. Þau venjast því að borða hvað sem er, bara að það sé nógu salt eða reykt, enda liggja þau í vatnskrönunum eftir þessar máltíðir.“ Margrét kinkar kolli. „Barnið mitt sagð- ist einu sinni hafa fengið rauðar fiskbollur í matinn. Þegar ég fór að athuga málið voru þetta ekki fiskbollur heldur salt- kjötsfarsbollur. Börnin vita ekki einu sinni hvað þau eru að borða, því mörkin milli fisks og kjöts eru óskýr – þetta lítur allt eins út, er eins á bragðið og áferðin svip- uð. Ein mamman orðar þetta svo í um- mælum við grein sem birtist um þessi mál á netinu: „Of saltur matur getur verið hættulegur nýrnastarfsemi barnanna og matarsmekkur mótast á neikvæðan hátt. Þau fá smekk fyrir söltum og mikið unn- um mat og sá smekkur er mótaður af skólayfirvöldum. Þegar þetta er gagnrýnt eru dregnir fram næringarfræðingar sem segja að þessi matur innihaldi næga nær- ingu en það gerir kattamatur vissulega líka. Það þýðir samt ekki að hann eigi að vera boðlegur börnunum okkar.““ Frekari hagræðing í pípunum Margrét vísar þarna til annars stjörnu- kokks sem hefur látið matarmál grunn- skólabarna sig varða, hinn danska Melker Andersson sem staðhæfir að matur dönsku barnanna sé verri en kattamatur í dós. Það rökstuddi hann með því að taka prufu af skólamatnum, kjötbollum, kart- öflumús og brúnni sósu og senda til grein- ingar á rannsóknarstofu. Niðurstöðurnar voru svo bornar saman við innihald dósar af kattamat. Hið síðarnefnda reyndist vera næringarríkara. Sigurveig bendir á að ástandið sé ekki síst bagalegt vegna þess að margir for- eldrar séu farnir að líta á skólamáltíðina sem aðalmáltíð barnanna yfir daginn og Margrét tekur undir það. „Á þessum tím- um eru margir sem eiga engan pening og stóla á að barnið fái næringarríka máltíð í skólanum. Í staðinn fær það foreldað og upphitað fóður.“ Sigurrós heldur áfram: „Ég fæ innilokunarkennd af því að vita að börnin hafa ekkert val. Þau koma glor- hungruð í hádegismat og verða að borða það sem fyrir þau er lagt, vitandi að þau eiga ekki eftir að borða neitt fyrr en í næsta skipti sem eitthvað er sett fyrir framan þau. Svo tekur dagvistunin við til klukkan fimm á daginn.“ Eftir rannsóknarvinnu sína ákváðu þær Sigurrós, Margrét og Sigurveig að koma upplýsingunum á framfæri við þar til bæra aðila. „Við komumst á snoðir um að til væri starfshópur hjá Reykjavíkurborg sem hefði það verkefni að endurskoða rekstur mötuneyta leik- og grunnskóla til ná fram hagræðingu,“ segir Sigurveig en meðal verkefna hópsins var að setja fram sam- ræmda matseðla og samræma innkaup hráefna fyrir skólamötuneytin. „Við sendum þessari nefnd bréf þar sem við óskuðum eftir fundi en það virtist vera mikil tregða að hitta okkur. Þegar það gekk eftir að lokum urðum við fyrir miklu áfalli því þar virtist öllum finnast mat- urinn í mötuneytunum vera til fyr- irmyndar,“ segir Sigurveig og Margrét heldur áfram. „Það kom okkur mikið á óvart að sitja fyrir framan þessa fulltrúa, m.a. frá Lýðheilsustöð, og vera sjálfar með innihaldslýsingar matarins á hreinu en þeir virtust ekki hafa kynnt sér þær. Einn nefndarmanna sagði m.a.s. að ef hann fengi að ráða væri hann til í að hafa salt- kjöt í öll mál. Og þetta er fólkið sem er að búa til matseðlana fyrir börnin okkar. Það var líka greinilegt að okkar athugasemdir komu á óheppilegum tíma því það má ekki tala um annað en niðurskurð í þess- um efnum. Eins komum við að máli við Lýðheilsustöð og þar virtist lítill áhugi á því að skoða þessi mál með okkur. Fólk þar á bæ varð undrandi þegar það sá þær innihaldslýsingar sem við höfðum aflað okkur frá framleiðendum og birgjum. Við hefðum talið að þetta fólk ætti að vera okkur fróðara um þessa hluti. Þetta kom okkur verulega á óvart.“ Sigurveig kinkar kolli. „Þarna er fólk sem vill ekki opna augun fyrir því að eitthvað sé að matnum í skólunum heldur var okkur sagt að nið- urskurðurinn, sem starfshópurinn á að standa fyrir, myndi ekki rýra „þau miklu gæði“ sem maturinn einkenndist af.“ Þau gæði eru þó langt fyrir neðan það sem flestir fullorðnir myndu láta bjóða sér, að þeirra mati. „Við fullorðna fólkið erum alltaf að hugsa um hvað við látum ofan í okkur en það er ekki nóg að for- eldrar hugsi um mataræði sitt og sendi svo börnin sín í skólann þar sem þau nærast að miklu leyti á unnum og reyktum mat,“ segir Margrét og Sigurveig tekur undir. „Ég hef séð tölur um það að árið 2006 voru 37% skóla með sérmötuneyti fyrir kenn- arana þar sem þeir fengu annan mat en börnin. Af hverju eru börnin okkar allt í einu orðin annars flokks þegnar?“ Flókin einföldun Þegar þær eru inntar eftir því hvað valdi þessu hafa þær ýmsar útskýringar á tak- teinum. „Þetta er ekki bara spurning um peninga heldur virðist þetta líka vera sambland af vana, tímaleysi, metn- aðarleysi og einhvers konar aðstöðuleysi, t.d. hvað varðar geymslupláss í mötu- neytunum,“ segir Sigurveig. „Sumir mat- ráðar eru búnir að vera lengi í skólunum og hafa fallið í ákveðið far enda er ekki verið að ýta undir neinar breytingar.“ Sigurrós bendir á hversu fljótlegur þessi matur er í eldun. „Hann er foreldaður svo það þarf bara að hita hann upp. Síðan eru krakkarnir fljótir að borða þetta því þetta er auðmeltur matur sem tekur ekki eins langan tíma að tyggja og alvöru kjötbita.“ Margrét heldur áfram: „Við höfum líka komist að því að fæstir foreldrar kynna sér matseðlana í skólunum, heldur treysta því að verið sé að gefa börnum þeirra næring- arríkan og hollan mat. Við beinum því til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.