SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Blaðsíða 36

SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Blaðsíða 36
36 13. júní 2010 H jólaðu bara af stað og hafðu engar áhyggj- ur,“ segir Gunnar Þór Gunnarsson hjá Árs- tíðaferðum, ellegar Season Tours, á Æg- isgarði við mig. Ég er kominn á bak rafknúnum fáki, El-Bike, og það er engu nær en tröll eða aðrar vættir ýti í bakið á mér – ég rýk af stað. Hjól- reiðar hafa ekki í annan tíma gerst mér auðveldari. Mér líður eins og ég sé í varga formi. Því næst er rafhjólinu smeygt undir Ómar Óskarsson ljósmyndara sem á leið um höfnina – Morgunblaðið er alls staðar – og þegar hann slær í klárinn spyr Gunnar hvort hann eigi ekki að lækka hnakkinn. „Hvað, finnst þér ég vera svona klofstuttur,“ gellur í Ómari sem hverfur hratt sjónum. Eins gott að kappinn endi hrein- lega ekki í sjónum. Slík er ferðin á honum. Allt fer hins vegar vel, Ómar skilar sér í heilu lagi. Mögnuð græja þetta rafhjól, segi ég við Gunnar. Hann kinkar kolli. „Fólk gerir sér í fljótu bragði ekki grein fyrir því hvað það er auðvelt að hjóla á svona hjóli. Mað- ur rennur áreynslulaust upp bröttustu brekkur.“ Einmitt þess vegna er El-Bike upplagt tæki fyrir Árs- tíðaferðir sem bjóða upp á leiðsöguferðir um Reykjavík. Fyrirtækið er glænýtt af nálinni en Gunnar stofnaði það fyrr á árinu ásamt félaga sínum, Tyrfingi Tyrfingssyni, en þeir kynntust í leiðsögunámi hjá Endurmenntun Há- skóla Íslands, þaðan sem þeir luku námi í fyrra. Nær 25 km hraða „Okkur langaði að gera eitthvað sniðugt. Tyrfingur er eigandi Icefin og hefur verið að selja svona hjól og við ákváðum að láta á það reyna hvort það er grundvöllur fyrir svona þjónustu,“ segir Gunnar. Boðið er upp á leiðsögn þrisvar á dag, alla daga vik- unnar, kl. 10:15, 13:30 og 20:15. Túrinn er um þriggja klukkustunda langur og er numið staðar víðsvegar um borgina, þar sem Gunnar eða Tyrfingur, sem skiptast á um leiðsögnina, láta móðan mása. Árstíðaferðir eru með 21 hjól til umráða og geta bætt við fleirum gerist þess þörf. El-Bike nær mest 25 km hraða og dugar geymirinn í 20 km. Einnig er hægt að hjóla án rafmagns. Gunnar leggur áherslu á að allir séu velkomnir niður á Ægisgarð til að prófa hjólin – sér að kostnaðarlausu. Ætli menn í ferðina er gott að panta með fyrirvara, alltént koma ekki síðar en fimmtán mínútum fyrir brottför til að máta hjól og hjálm. Leiðsegjendur halda í sér upplýsingum meðan hjólað er enda vilja þeir síður að fólk missi einbeitinguna í um- ferðinni. Á áningarstöðum halda þeir hins vegar tölu og svara fyrirspurnum. „Við höfum undirbúið okkur mjög vel enda leggjum við áherslu á að fólk hafi bæði gagn og gaman af ferð- inni,“ segir Gunnar en meðal þess sem þeir félagar fjalla um er landnámið, arkitektúr og jarðfræði, auk þess sem reiðmönnum eru sýndir helstu sögustaðir, byggingar og listaverk. Ekki er um tæmandi upplýsingar að ræða, markmiðið er miklu frekar að benda fólki á að skoða viðkomandi staði betur síðar. Kveikja á perunni, eins og Gunnar kemst að orði. Draugagangur í Höfða Gunnar og Tyrfingur hafa safnað fróðleik af ýmsu tagi og segja fólk sem hefur nýtt sér þjónustuna upp til hópa tala um að það sé að heyra margt í fyrsta sinn. Aldrei er langt í húmorinn, eins og þegar numið er staðar við Höfða. Þá er sögð sagan um draugagang í húsinu í tíð breska sendiherrans. „Við gerum því skóna að hann einnig hafa bækistöðvar við Ægisgarð, og bjóða upp á leiðsögn um götur borgarinnar á vespum tvisvar á dag, kl. 10:30 og 16:30. Sú ferð tekur um tvær klukkustund- ir, að mestu utan stofnbrauta. Eins og í hjólaferðinni eru fastir áningarstaðir þar sem leiðsegjendur spjalla við hópinn. Gunnar er rafmagnstæknifræðingur að mennt og starfar hjá fyrirtækinu Peocon, sem sérhæfir sig í gesta- talningum með myndavélum. Hann lætur menn því ekki svo auðveldlega villast út úr hópnum í hjólaferð- unum. „Nei, ég missi ekki af neinum,“ segir hann hlæj- andi. Gunnar kveðst eiga skilningsríka vinnuveitendur og næstu fjóra mánuði verður hann aðeins í hálfu starfi hjá Peocon, frá kl. 8 til 12, eftir það helgar hann sig Árs- tíðaferðum. Að sögn Gunnars hefur sumarið farið rólega af stað enda tekur tíma fyrir nýtt fyrirtæki að koma sér á fram- færi. Þá er straumur ferðamanna til landsins ekki hafinn fyrir alvöru. Hann er þó bjartsýnn á framhaldið. Annars segir Gunnar túrana ekki síður hugsaða fyrir Íslendinga. „Við höfum fengið einhverja Íslendinga nú þegar og það er strax farið að skila sér. Fólki þykir ferðin skemmtileg og lætur boð út ganga. Núna eru nokkrir dagar bókaðir,“ segir hann og bætir við að ungmenni, sem komið hafi með foreldrum sínum, hafi verið mjög áhugasöm. „Þessar ferðir eru fyrir alla, frá níu til níutíu ára.“ tengist með beinum hætti þeirri staðreynd að þegar sendiherrann fór úr Höfða fundust hundruð ginflaskna í kjallaranum,“ segir Gunnar sposkur. Á Skólavörðuholtinu vitnar Gunnar jafnan í Eiríks- sögu rauða. Nánar tiltekið frásögnina af því þegar Þor- finnur karlsefni og menn hans sáu einfætinga og Einfæt- ingaland. Þá kenndu þeir tveimur skrælingjasveinum að tala íslensku til að geta rætt við þá. „Mér þótti þetta með einfætingana draga úr trúverð- ugleika sögunnar. Það er heldur ósennilegt að til hafi verið heill þjóðflokkur einfættra manna,“ segir Gunnar. „Síðan fór ég að grennslast fyrir um þetta á netinu og komst þá að því að í Delaware var til þjóðflokkur sem kallaðist „Blackfoot“. Hann gerði í því að lita annan fót dýra – og jafnvel manna – svartan en hinn rauðan. Hvað gerist þá þegar þú horfir á menn hlaupa? Jú, þeir virka einfættir.“ Já, margt er skrýtið í kýrhausnum. Helstu þrengingar Sögu íslensku þjóðarinnar ber líka á góma. Í ljósi að- stæðna er tæpt á helstu þrengingum, allt frá því þegar Bretar höfnuðu innflutningi á sauðfé fram að búsá- haldabyltingunni. „Í Aðalstræti verður síðan ekki undan því vikist að tala um fornleifauppgröft og þar með koll- varpa öllu sem við höfum sagt á undan,“ segir Gunnar hlæjandi. Árstíðaferðir eru í samstarfi við Lundavespur, sem Er til þjóðflokkur einfætinga í Ameríku? Til að komast að því þurfa menn annaðhvort að lesa þessa grein eða bregða sér í rafhjólatúr með Árstíðaferðum um götur Reykjavíkur. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Gunnar Þór Gunnarsson á einum reiðfákinum á Ægisgarði. Af einfættum indíánum Morgunblaðið/Golli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.