SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Síða 30

SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Síða 30
30 13. júní 2010 U ngir bændur viðruðu á dögunum sín sjónarmið um sameiginlega varn- armálastefnu ESB og hugsanlegar afleiðingar hennar hér á landi gengi Ísland í sambandið. Fengu þeir heldur óblíðar viðtökur hjá þeim sem gengið hafa sambandinu á hönd hér á landi og vilja ekki að nafn þess sé lagt við nokkuð það sem þeir ætla hégóma. Var fremur ónotalegt að heyra oflætistóninn í garð hinna ungu bænda, þótt vissulega hafi mátt ræða um gildi og þýðingu sjónarmiða þeirra. Þrengt að samtökum bænda Með sama hætti hefur verið haft í lítt dulbún- um hótunum í garð bændasamtakanna og því haldið fram að þau séu að nýta fé frá ríkisvald- inu til áróðurs gegn aðild að ESB, sem hið sama ríkisvald sé að berjast fyrir. Við skulum um stund líta framhjá hinum ógeðfelldu hót- unum í garð bænda. En jafnvel að þeim hlið- settum er margt að athuga við röksemdafærslu aðildarsinna í ríkisstjórninni. Í fyrsta lagi er ríkisvaldið aðeins milligönguaðili á milli al- mennings og Bændasamtakanna. Og allir vita að íslenskur almenningur er miklu hallari und- ir sjónarmið bænda í málinu en þeirra sem fara nú um hríð með forsjá ríkisvaldsins í landinu. Það sýna allar kannanir með afgerandi hætti. Í annan stað er stuðningur við íslenskan land- búnað hluti af þeim vilja þjóðarinnar að tryggja stöðu hans í samkeppni við niðurgreidda starf- semi annars staðar og tryggja að Íslendingar geti ætíð búið að sínu í grunnframleiðslu mat- væla, sem eru að auki í háum gæðaflokki hér á landi. Er sá stuðningur markaður ákveðnum þáttum og nýtist þeim og bændum í fyrstu umferð og neytendum, öllum almenningi land- inu, í framhaldinu. Viðtalið við Harald Benediktsson Formaður Bændasamtakanna, Haraldur Bene- diktsson, ræðir meðal annars um þetta atriði í myndarlegri útgáfu Bændablaðsins sem kom út í vikunni. Haraldur bendir á að margt sem bændur hafi þurft að eiga samstarf um við rík- isvaldið hafi verið stirt að undanförnu, og sér- staklega þegar kemur að búvörulögum. Svo segir: „Haraldur segir jafnframt að það geti verið svo að sú umræða sem ýmsir hafi tekið þátt í um að fjármunir sem veitt sé til Bænda- samtakanna í gegnum búnaðarlagasamning séu notaðir í einhverjum annarlegum tilgangi sé að þvælast fyrir samningagerðinni. Spurður um hvort hann sé að vísa til opinberrar og ein- arðrar andstöðu Bændasamtakanna við aðild að Evrópusambandinu svarar hann því játandi. „Við höfum verið sökuð um að nota þessa fjár- muni til að voga okkur að hafa skoðun en allir sem áhuga hafa á að kynna sér málið sjá að fjármunir frá ríkinu eru kirfilega eyrnamerktir lögbundnum verkefnum. Að halda öðru fram er beinlínis ásökun um misnotkun á fjár- munum.“ Haraldur segir hins vegar fráleitt annað en að Bændasamtökin beiti sér gegn að- ild og það af fullri hörku. „Afstaða bænda varðandi Evrópusambandsaðild er algjörlega skýr. Á Búnaðarþingi í vetur var ályktað gegn Evrópusambandsaðild og á aðalfundum lang- flestra aðildarfélaga samtakanna í vetur og vor hefur sú ályktun verið ítrekuð. Afstaða Bænda- samtakanna er ekki búin til í tómarúmi í Bændahöllinni, hún er sjálfsprottin hjá bænd- um sjálfum. Það er nú svo einfalt að við höfum engan rétt til þess að vinna að einhverju öðru en því sem bændur vilja að unnið sé að.““ Grímulaus fjárkúgun Þær upplýsingar sem lesa má úr þessu athygl- isverða viðtali við formann Bændasamtakanna eru einnig alvarlegar. Ríkisvaldið er að reyna að kúga bændur fjárhagslega vegna afstöðu þeirra til aðildarumsóknar að Evrópusamband- inu. Hér er því mikið alvörumál á ferðinni og sérkennilegt að það hafi ekki verið tekið til umræðu á Alþingi Íslendinga. En það er einnig sérstakt við hvaða aðstæður þetta er að gerast. Auðvitað hefur stór hluti forystumanna Sam- fylkingarinnar lengi fjandskapast út í bændur, ekki síst sá hluti hennar sem kom úr Alþýðu- flokknum, þótt þar hafi einnig mátt finna menn sem báru góðan hug til íslenskra bænda. En landbúnaðarráðherrann kemur úr röðum Vinstri-grænna og ekki hefur verið talin ástæða til að efast um góðan hug hans til bænda. Formaður þess flokks heldur um taum- ana í fjármálaráðuneytinu. Auðvitað er alkunna Reykjavíkurbréf 11.06.10 Bændur beittir kúgunum

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.