SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Blaðsíða 55

SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Blaðsíða 55
13. júní 2010 55 H erman Koch er hol- lenskur metsöluhöf- undur. Hann hefur skrifað þrettán bæk- ur og hans nýjasta verk, Kvöld- verðurinn, sem kom út í fyrra, var metsölubók í Hollandi og það er ekki að ástæðulausu. Þar er tekist á við erfið vandamál í grípandi og vel skrifaðri sögu. Koch á auðvelt með að byggja upp spennu og við lesturinn kemur upp í hugann líking Günters Grass á lífinu við lauk. Í hvert skipti sem einu lagi er flett í burtu tekur annað við. Ekkert er sem sýnist, enginn er fullkomlega heiðarlegur, allir hafa eitthvað að fela. Í hvert skipti sem lesandinn heldur að kominn sé botn í tiltekið mál koma nýjar flækjur. Þannig er bókin, full af nýjum og óvænt- um vendingum, sem halda les- andanum við efnið þannig að erfitt er að leggja hana frá sér. Sögusviðið er veitingastaður. Tveir bræður og konur þeirra hittast til að borða saman kvöldmat. Annar bróðirinn, sögumaður, er kennari, hinn stjórnmálamaður með forsætis- ráðherravæntingar. Borðhaldið fer fram í skugga ódæðis, sem drengirnir hafa framið og hefur valdið uppnámi í landinu. Mál- tíðin er hins vegar umgjörðin um söguna og lýsingarnar á hinum uppskrúfaða lúxusveit- ingastað þar sem hún fer fram eru hárbeittar og oft og tíðum bráðfyndnar. Inn í þetta blandast andúð kennarans á bróðurnum, sem framtíðin blasir við, og frásögn hans af lífsbaráttu sinni þar sem hann smám saman fer halloka - nokkuð sem ekki fer fram hjá lesandanum þótt sögumaðurinn geri sér vitaskuld enga grein fyrir því. Í mjög skemmtilegu hlið- arspori er fjallað um sumarhús, sem stjórnmálabróðirinn hefur keypt sér í sveitum Frakklands. Fleiri velmegandi Hollendingar hafa keypt sér hús á sömu slóð- um og þeir ímynda sér að þeir séu komnir í beint samband við franska bændastétt, en í raun eru þeir fyrirlitnir og gera að- eins gagn á meðan hægt er að féfletta þá. Foreldrarnir þurfa að komast að niðurstöðu um hvernig þeir eigi að bregðast við. Eiga dreng- irnir að gangast við glæpnum eða á að hjálpa þeim að hylma yfir hann? Hvert er hlutverk foreldranna? Svíkja þeir börnin sín með því að segja til þeirra, eða með því að reyna að hjálpa þeim að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist? Um leið eru settar fram óþægilegar spurningar um það hvað tveimur venjulegum drengjum, sem búa við alls- nægtir, gekk til og hvaða áhrif verknaðurinn hafði á sálarlíf þeirra, ef einhver. Heimspek- ingurinn Hannah Arendt talaði um hversdagsleika hins illa, the banality of evil. Samkvæmt því þarf hið illa ekki að vera sprott- ið af djöfullegu og sjúklegu samsæri, heldur hugsunarleysi, að úr hversdagslegu og venju- legu umhverfi geti sprottið óskiljanlegir verknaðir. Það getur verið erfitt að kyngja þessari hugsun af þeirri ein- földu ástæðu að þá er ekki leng- ur hægt að klæða hið illa í bún- ing skrýmslis, heldur eru gerendurnir alveg eins og „við“. Þessi tilhugsun ýtir undir óhugnaðinn við lestur Kvöld- verðarins, en síðan veikir sög- una þegar vangaveltur um erfðagalla koma til sögunnar. Er hið illa þá kannski ekki svo hversdagslegt eftir allt saman? Hversdagsleiki hins illa Bækur Kvöldverðurinn bbbmn Eftir Herman Koch, þýðing Jóna Dóra Óskarsdóttir. JPV útgáfa, 2010. 295 bls. Hollenski rithöfundurinn Herman Koch tekst á við erfið vandamál. Karl Blöndal LISTASAFN ÍSLANDSÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Sögustaðir - Í fótspor W.G. Collingwoods Myndir Einar Fals Ingólfssonar og W.G. Collingwoods Sýningin er hluti af Listahátíð í Reykjavík Klippt og skorið – um skegg og rakstur Endurfundir – Fornleifasýning fyrir alla fjölskylduna! Skemmtileg safnbúð og Kaffitár! Opið alla daga 10-17. Aðgangur ókeypis fyrir börn. www.thjodminjasafn.is – s. 530 2200 Söfnin í landinu Verið velkomin Sýningar til 20. júní Staðir - Friederike von Rauch Það er erfitt að vera listamaður í líkama rokkstjörnu - Erling T.V. Klingenberg Opið 12-17, fimmtudaga 12-21, lokað þriðjudaga www.hafnarborg.is sími 585 5790 Aðgangur ókeypis AÐ ÞEKKJAST ÞEKKINGUNA 15 samtímalistamenn Umræðudagskrá lau. 5. júní kl. 15 Kaffistofa – leskró Barnahorn OPIÐ: alla daga. kl. 12-18 AÐGANGUR ÓKEYPIS www.listasafnarnesinga.is Hveragerði ÓNEFND KVIKMYNDASKOT, Cindy Sherman 16.5. - 5.9. 2010 ÁFANGAR, verk úr safneign 16.5. 2010 - 31.12. 2012 Sunnudagsleiðsögn kl. 14 í fylgd Rakelar Pétursdóttur safnafræðings. EDVARD MUNCH 16.5. - 5.9. 2010 HÁDEGISLEIÐSAGNIR þriðjudaga og föstudaga kl. 12.10-12.40 Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600 OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga. Allir velkomnir! www.listasafn.is ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir. ÍSLAND::KVIKMYNDIR 1904-2009. Þróun kvikmyndagerðar á Íslandi. Um 100 íslenskar kvikmyndir, sem hægt er að skoða í fullri lengd. „Íslendingar“. Ljósmyndasýning Sigurgeirs Sigurjónssonar og Unnar Jökulsdóttur. Þjóðarsálin fönguð í myndum og texta. Þjóðin og náttúran. Íslensk dýralífsmynd fyrir börn og fullorðna. Mynd- gerð: Páll Steingrímsson. Í ljósi næsta dags. Sýning um þýðingarstörf, skáldverk og baráttumál Sigurðar A. Magnússonar, rithöfundar. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík Opið daglega kl. 11.00 -17.00. www.thjodmenning.is Listasafn Reykjanesbæjar Efnaskipti/Metabolism: Anna Líndal, Guðrún Gunnarsdótt- ir, Hildur Bjarnadóttir, Hrafnhildur Arnardóttir, Rósa Sigrún Jónsdóttir. Sýningin er á dagskrá Listahátíðar Byggðasafn Reykjanesbæjar Bátasafn Gríms Karlssonar Opið virka daga 11.00-17.00 helgar 13.00-17.00 Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn VÍKINGAHEIMAR Skipið Íslendingur og sögusýning - Söguleg skemmtun VÍKINGABRAUT 1 - REYKJANESBÆ Opið alla daga frá 11:00 til 18:00 Sími 422 2000 www.vikingaheimar.com info@vikingaheimar.com „Úr hafi til hönnunar“ 27.5. - 5.9. 2010 Sýning á íslenskri og erlendri hönnun úr íslensku sjávarleðri. „Sýnishorn úr safneign“ Opið alla daga nema mánudaga kl. 12-17. Verslunin Kraum í anddyri og kaffiveitingar. Garðatorgi 1, Garðabær www.honnunarsafn.is LISTASAFN EINARS JÓNSSONAR v/Hallgrímstorg og Freyjugötu Opnunartími safnsins 1. júní–15. sept.: 14:00-17:00 alla daga nema mánudaga. Aðgangur ókeypis á sunnudög- um. Höggmyndagarðurinn við Freyj- ugötu alltaf opinn. Sími: 551 3797, netfang: skulptur@skulptur.is GEYSISSTOFA– MARGMIÐLUNARSÝNING Í nútímalegu margmiðlunarsafni á Geysi er að finna margskonar fróðleik um náttúru Íslands. OPIÐ: alla daga 10.00-17.00. AÐGANGSEYRIR: 1.000 KR Afsláttur fyrir námsmenn, eldri borgara og hópa Geysir í Haukadal, sími: 480 6800 www.geysircenter.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.