SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Blaðsíða 37

SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Blaðsíða 37
13. júní 2010 37 S andra Sigurðardóttir fæddist í Reykjavík árið 1986. Hún er dóttir hjúkrunarfræðinganna Sóleyjar Reynisdóttur og Sig- urðar Jóhannessonar. Á hún þrjú systkini, eldri hálfbróðurinn Jón Örn Gunn- laugsson sem er 31 árs, og tvö yngri systk- ini, þau Evu og Torfa sem eru 17 og 15 ára gömul. Þegar Sandra var fjögurra ára flutti hún með foreldrum sínum norður á Siglufjörð þar sem hún eyddi uppvaxtarárum sín- um. Það var með KS sem knattspyrnufer- illinn hófst rétt fyrir grunnskólann þegar hún byrjaði að æfa með strákunum en æf- ingar voru blandaðar á þessum aldri. Sandra gekk í Grunnskólann á Siglufirði og æfði einnig skíði meðfram fótboltanum og keppti meðal annars á nokkrum bik- armótum og Andrésar Andar-leikum. Að eigin sögn var Sandra ágæt á skíðunum en eftir því sem leið á fór fótboltinn að taka meira pláss þar til skíðin enduðu á hill- unni þegar komið var fram á framhalds- skólaárin. Sandra færði sig um set til Akureyrar og hóf nám við Menntaskólann þar sem hún stundaði nám næsta tvö og hálfa árið. Árið 2005 var boltinn orðinn það fyrirferðarmikill í lífi Söndru að hún flutti suður til Garðabæjar til þess að ganga til liðs við knattspyrnulið Stjörnunnar. Lauk hún því stúdentsprófi af náttúrufræðibraut frá Fjölbrautaskóla Garðabæjar árið 2006. Eftir stúdentsprófið spreytti Sandra sig á lyfjafræði við Háskóla Íslands en eftir að hafa tekið sér frí í eina önn söðlaði hún um og skipti í sálfræðina síðasta vetur. Hugurinn stendur þó til sjúkraþjálfunar í háskólanum. Sandra var snemma byrjuð að leika fyrir yngri landsliðin í knattspyrnu. Þegar hún var 15 ára komst hún fyrst í úrtak fyrir U17-landsliðið og sumarið 2005 komast hún í fyrsta sinn í hóp A-landsliðsins fyrir æfingarleik í Bandaríkj- unum. Þá var fór hún með kvennalandsliðinu til Finn- lands og tók þátt í Evrómótinu þar árið 2009. Ljósmynd tekin á Vífilstöðum þegar Sandra var 2-3 ára gömul að háma í sig epli. Hún ólst upp á Siglufirði en leiðin lá síðar aftur í Garðabæinn á framhaldsskólaárunum. Í garðinum hjá ömmu og afa að leika sér með fótbolta. Sandra var valin íþróttamaður ársins 2002 á Siglufirði, þegar hún var aðeins 16 ára. Systkinin saman á Siglufirði, Jón Örn eldri bróðir á hægri hönd með þeim Evu og Torfa. Fjölskyldan saman í Ásbyrgi í sumarfríi árið 2003, foreldrarnir Sigurður Jóhannesson og Sóley Reynisdóttir ásamt yngri systurinni Evu. Í Skorradal sumarið 2009 með litlu bróð- urdóttur sína Kötlu Sól á háhesti. Nokkrar fótboltastelpurnar í Stjörnunni skelltu sér á Þjóðhátíð í Eyjum árið 2006. Stelpurnar í landsliðinu bregða á leik og sýna sirkushæfileika sína eftir landsleik erlendis. Sandra komst fyrst í A-landsliðið fyrir æfingarleik þegar hún var 19 ára gömul. Alltaf í boltanum Myndaalbúmið Sandra Sigurðardóttir er fyrirliði kvennaliðs Stjörnunnar í knattspyrnu og hefur haft knött við fingurgómana frá unga aldri. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Með ömmu sinni, Valborgu Sigurbergs- dóttur, á útskriftardaginn frá FG. Skutlar sér á æfingu á EM í Finnlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.