SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Síða 24

SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Síða 24
24 13. júní 2010 L jósmynd var í fyrsta skipti tekin í Eyjafirði í júlí 1858 að því best er vitað, skv. rannsókn Harðar Geirssonar, safnvarðar ljós- myndadeildar Minjasafnsins á Akureyri. Brautryðjandinn var Jón Chr. Stefánsson (1892-1910) en hann mætti með mynda- vélina á fjárkláðafund sem amtmaðurinn hélt á Akureyri. Þessar fyrstu myndir hafa ekki varðveist. Jón var þriðji sérlærði ljósmyndarinn á landinu en sá fyrsti sem notaði vot- plötur. Hann stundaði nám í ljósmyndun hjá W.F. Riberholt, í Rönne á Borgund- arhólmi veturinn 1857-1858; lærði þar skipasmíðar, photographi og húsa- málun, eins og Hörður orðar það. Jón var þekktastur Jón fyrir húsasmíði en starfaði sem ljósmyndari á tveimur skeiðum 1858-1860 og 1874-1880. Hallgrímur Einarsson (1878-1948) er einn þekktasti ljósmyndari bæjarins og stofa hans varð uppeldisstöð fyrir ljós- myndara á Norðurlandi. Þar lærðu hvorki fleiri né færri en 19 nemar. Myndir Hallgríms hafa víða birst og nokkrar eru á sýningunni. Hann fór 16 ára gamall í nám hjá einum þekktasta ljósmyndara Danmerkur, Christian Christiansen. Námið var aðeins eitt ár og lauk með ágætis vitnisburði. Vorið 1895 kom Hallgrímur aftur til Íslands og stofnaði Ljósmyndastofu H. Einarssonar á Seyðisfirði. „Arfleifð ljósmynda Hallgríms er ekki síst fjársjóður fyrir sögu Akureyrar og tíðarandann sem ljósmyndarinn festi á glerplötur sínar gegnum linsuna,“ segir Hörður Geirsson, sem unnið hefur að rannsókn vegna sýningarinnar í mörg ár. Eyfirskur fjársjóður Í Minjasafninu á Akureyri gefur að líta verk 20 eyfirskra ljósmyndara frá 1858 til 1965. Von er á bók í tengslum við verkefnið sem byggt er á rannsóknum síðasta aldarfjórðunginn. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Tignarlegir á 100 ára afmæli ljósmyndarinnar Vigfús Sigurgeirsson (1900-1984) lærði ljósmyndun hjá Hallgrími Einarssyni 1920 til 1923. Hann rak ljósmyndastofu á Akureyri frá 1923 til 1927 ásamt Jóni Sigurðssyni. Þá stofnaði hann eigin stofu og rak hana til 1935 þegar hann flutti til Reykjavíkur og opnaði ljósmynda- stofu þar. Árin á Akureyri mótuðu hann sem ljósmyndara og á þeim tíma hélt hann einka- og samsýningar í höfuðborgum allra Norðurlandanna, í Hamborg 1935 og á heimssýningunni í New York 1939; sýndi í öll skiptin listrænar myndir úr náttúrunni. Hann átti allar myndinar í fyrstu ljósmyndabók Íslendinga, sem gefin var út á Akureyri 1930, auk þess að eiga myndir í bókinni Das unbekannte Island sem kom út 1935 í Þýskalandi. Vigfús var vinsæll og vel þekktur ljósmyndari en líklega þekktastur sem opinber ljósmyndari forsetaembættisins til margra ára. Fylgdi hann forsetanum og tók þátt í að móta ímynd forsetaembættisins. Mynd- in að ofan, Íslenskir hestar, var sýnd á 100 ára afmælissýningu ljósmyndarinnar 1939 í Kaupmannahöfn og var af Berlingske Tidende talin ein þeirra bestu á sýningunni. Vigfús Sigurgeirsson/Þjóðminjasafn Íslands Ljósmyndari fátæka alþýðufólksins Guðrún Funch-Rasmussen (1890-1957) lærði ljósmyndun hjá Hallgrími Einarssyni 1910 til 1911 og vann hjá honum árið eftir. Eftir það rak hún ljósmyndastofu á Sauðárkróki áður en hún fór til náms í Kaupmannahöfn 1913-1916. Við heimkomuna árið eftir opnaði Guðrún ljósmyndastofu í Strandgötu 15 Akureyri, rak hana til 1920, þegar hún og maður hennar, Lauritz Funch-Rasmussen, fóru aftur til Kaupmannahafnar. Þremur árum síðar fluttu þau til Akureyrar á ný og Guðrún opnaði ljósmyndastofu í Gránufélagsgötu 21 og hana til 1957. Á þeim árum sem Guðrún rak stofu sína var alvanalegt að ákveðnar stéttir ættu sinn ljós- myndara. Hún var ljósmyndari fátæka alþýðufólksins á Akureyri og Oddeyri. Þetta má glögg- lega sjá á fatnaði og útliti fólksins. Á myndinni eru Úndína og Jóhanna Árnadætur. Guðrún Funch-Rasmussen/Minjasafnið á Akureyri

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.