SunnudagsMogginn - 01.08.2010, Blaðsíða 4
4 1. ágúst 2010
Talið er að Michael Lyons hafi fyrst látið til skarar
skríða í júlí árið 1998 og nauðgað 24 ára gamalli am-
erískri konu í íbúð í London. Konan sagðist hafa sofn-
að í íbúðinni og vaknað við að Lyons var að nauðga
henni.
Næsta nauðgunin sem ákært var fyrir átti sér stað
árið 2002. Lyons nauðgaði þá ungri leikkonu sem
dregist hafið inn í sértrúarsöfnuð hans.
Í janúar árið 2005 segist 43 ára kennslukona hafa
orðið fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu Lyons er hún
heimsótti söfnuð hans í London.
Í sama mánuði nauðgaði Lyons fjórðu konunni, 23
ára dansara frá Nýja-Sjálandi. Konan hafði kynnst
Lyons og söfnuði hans í gegnum vini. Þeir hinir sömu
voru í næsta herbergi við það þar sem nauðgunin átti
sér stað en aðhöfðust ekkert að sögn lögreglunnar.
Aðeins fáum mánuðum síðar segir fimmta konan
að Lyons hafi nauðgað sér og það tvisvar. Konan
eyddi viku með söfnuði hans. Eftir að hún flúði létu
áhangendur Lyons hana ekki í friði, hringdu stöðugt,
komu í vinnuna til hennar og heimsóttu bróður henn-
ar.
Sjötta árásin átti sér stað í nóvember árið 2007.
Konan sem kom frá Bandaríkjunum til að dvelja með
söfnuði Lyons, náði að verjast árásinni og í kjölfarið
var henni hent út á götu án peninga og síma.
Sjöunda árásin á að hafa átt sér stað í júlí 2008 er
45 ára kona kærði Lyons eftir að hafa leitað til hans
vegna bakmeiðsla en Lyons auglýsti sig sem græð-
ara. Vitni voru að árásinni en þrátt fyrir að konan hafi
hrópað á hjálp aðhafðist enginn viðstaddra neitt.
Lyons ákærður vegna ofbeldis gegn sjö konum
Djöfull í mannsmynd. Michael Lyons.
H
ann sagðist vera „andlegur leið-
togi“, jafnvel hægri hönd Dalai
Lama og lokkaði til fylgis við sig
ungar konur. Hann bauð þeim í
ferðalög og kynnti þeim lífsstíl sem aðeins er á
auðugra manna færi. Hann átti glæsilega þak-
íbúð í London og lét aka sér um á Bentley og
Benz. Stúlkurnar heilluðust af boðskap hans,
hann sagðist m.a. geta aðstoðað þær við að
takast á við fortíðardrauga á borð við kyn-
ferðislegt ofbeldi. Þær einangruðust hins veg-
ar fljótt undir hans „verndarvæng“ og höfðu
það hlutverk að afla leiðtoga sínum aukins
fylgis. Eingöngu meðal „ungra og heillandi“
kvenna.
En Michael Lyons, sem kallaði sig Mohan
Singh eða Mo, var djöfull í mannsmynd. Hann
reyndi að telja konunum trú um „græðandi“
áhrif kynlífs með sér, byrlaði þeim slævandi
lyf og ef þær bitu ekki á agnið nauðgaði hann
þeim. Önnur aðferð hans var að bjóða kon-
unum nudd eða nálastungumeðferð, sem
hann sagðist sérfræðingur í, til að nálgast þær
en koma svo fram vilja sínum með ofbeldi.
Spann blekkingavef víða
Lyons var í vikunni dæmdur í tíu ára fangelsi í
Bretlandi fyrir að nauðga einni konu og að
hafa beitt aðra ofbeldi. Fórnarlömbin eru þó
talin vera mun fleiri. Lyons var upphaflega
ákærður fyrir að nauðga sjö konum og enn
bætast konur við sem hafa sambærilegar sögur
að segja af samskiptum sínum við Lyons.
Lyons flakkaði víða um heim til að bera út
boðskap sinn sem þykir þó nokkuð óljós. Skipti
hann tíma sínum nokkuð jafnt á milli London,
New York, Parísar og Miami. Á netsíðu þar sem
sögum kvenna sem tengst hafa Lyons er safnað
saman, kemur fram að líklega séu fórnarlömbin
að minnsta kosti tuttugu í New York einni sam-
an.
Sækjandinn, Philip Katz, lýsti Lyons fyrir rétti
sem „kynferðislegu rándýri, dulbúnu sem
trúarleiðtoga og græðara“.
Fyrst handtekinn árið 1998
Lyons var handtekinn á Heathrow-flugvelli árið
2007 er tvær konur höfðu kært hann fyrir
nauðgun. Fljótlega bættist þriðja kæran við en
hún var látin niður falla vegna skorts á sönn-
unargögnum.
Rannsóknin var víðtæk og kom m.a. alríkis-
lögregla Bandaríkjanna að henni. Þegar ákæra
var loks gefin út á hendur honum komu mál sjö
kvenna, sem Lyons hafði brotið gegn á árunum
1998 til 2008, við sögu. Allar voru konurnar
sagðar áhrifagjarnar og viðkvæmar, eiginleikar
sem Lyons kunni að nýta sér. Fyrst í stað reynd-
ist hann þeim vel, var lærifaðir þeirra og gjaf-
mildur með eindæmum en fljótlega varð hann
stjórnsamur og árásargjarn.
Lyons var reyndar handtekinn fyrst árið 1998
fyrir fyrstu árásina að því er talið var, en var
sleppt og engin ákæra gefin út. Mörgum þykir
líklegt að eftir að hafa sloppið svo auðveldlega
eftir ofbeldisverkið hafi hann tvíeflst, fínpússað
áætlun sína um að gerast „græðari“ og komast
þannig auðveldlega í kynni við konur.
En sé Lyons þetta skrímsli sem vísbendingar
eru um, hver er þá skýringin á því að hann var
aðeins dæmdur fyrir að nauðga einni konu og
beita aðra ofbeldi?
Lögreglumaðurinn Nicholas Giles, sem stjórn-
aði rannsókninni, segir konurnar hafa verið
mjög hikandi við að gefa sig fram, ekki eingöngu
hræddust þær Lyons sjálfan heldur einnig
áhangendurna sem studdu hann í gegnum þykkt
og þunnt. Giles notaði hina sígildu skýringu lög-
reglunnar, að rannsóknin hefði verið erfið þar
sem konurnar þekktu ofbeldismanninn. „Þetta
snerist um heilaþvott, sértrúarsöfnuð. Það var
ekki eins og einhver grímuklæddur hefði stokk-
ið út úr runna og nauðgað þessum konum. Þetta
var mjög erfitt að sanna.“
Og kviðdómurinn var tregur í taumi að sögn
sækjenda.
Dómsniðurstaðan, eftir margra ára rannsókn-
arvinnu, framburð fjölda vitna sem bæði tengd-
ust söfnuðum hans í Bandaríkjunum og Bret-
landi og framburð fórnarlambanna, getur því
ekki talist annað en dapurleg fyrir ákæruvaldið.
Réttarhöldin stóðu í yfir þrjá mánuði en Lyons
neitaði ávallt allri sök.
Rándýr í
gervi
græðara
Mohan Singh í
tíu ára fangelsi
fyrir nauðgun
Vikuspegill
Sunna Ósk Logadóttir sunna@mbl.is
Michael Lyons þóttist iðka innhverfa íhugun en hafði allt annað en afslöppun í huga.
Michael Lyons er 52
ára gamall frá Kilburn
í norðurhluta London.
Fortíð hans er nokkuð
á huldu en hann hef-
ur í mörg ár leitt sér-
trúarsöfnuð þar sem
áherslan á heilsu-
rækt og hugleiðslu er
ríkjandi. Í söfnuði
hans eru aðallega
konur. Margar hverjar
hafa fylgt honum um
árabil. Sagðist Lyons
m.a. vera samstarfs-
maður Dalai Lama.
Hver er
Michael
Lyons?
ódýrt og gott
Grillaður kjúklingur og Pepsi
eða Pepsi Max, 2 l
998kr.pk.